Dagur - 25.08.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 25.08.1961, Blaðsíða 1
| MU.<;aí;n Framsóknarmanna VR'inijoki: Erunouk Davíwsson Skriksiora í HAK.NARSTR.iril 90 SÍMt 1 1(56 . Si ÍNINI.I' OG 1‘RENTUN a.nnast Frtntvf.kk Ol)US B.) (ÍRN.SSONAR H.T. AkURT.VRI S-----------------------------, Dagur XLIV. árg. — Akureyri, föstudaginn 25. ágúst 1961 — 39. tbl. ■' --------------------•----------- AuOI.VStNÍ’.ASTJÓlU: JÓN Sam- ÚEJ.SSO-N . ÁtU.ANGURINN KOSI AR Ktt. 100.00 . GJ Al.DDAGI T.R 1. tri.i Bl.AWn Kr.Mi'K -JT Á MIÐVIKUöÖG- CM OG A l.AUGARDÖGUM ÞKGAR Ávr.T.DA ÞYKIR T!L N.-------------—----------------------> Hér eru sýningardeildir þriggja fyrirtækja að sunnan: Fataverksmiðja Gefjunar í Reykjavík, Efnagerð Selfoss í miðju og réfvélaverksm. Jötunn t. h. (Ljm. Þorvaldur.) Akureyrarkaupstaður og iðnaður samviniiufélaganna AÐ ÁRI LIÐNU, eða hinn 29. ágúst 1962, mun Akureyrarbær halda uppá 100 ára kaujastaðar- afmæli sitt. Eitt af því, sem rætt er um að undirbúa til hátíðabrigða næsta sumar, er myndarleg iðn stefna eða vörusýning. Iðnaður inn á Akureyri er svo áberandi þáttur í atvinnulífi kaupstaðar- ins, að vafalaust er, að þessi væntanlega vörusýning mun geta orðið mjög stór og eftir- tektarverð. Eins og gefur að skilja mun iðnaður samvinriu- félaganna verða þar mest áber- andi, enda eru verksmiðjur Sambandsins hér á Akureyri hinar langstærstu á landinu í sinni grein. Mjólkursamlag KEA mun og vera stærsti fram leiðandi landsins í mjólkurvör- um og framleiðir nú rúmlega þriðja hluta af öllu smjöri, sem framleitt er í landinu. Nokkra reynzlu hefur iðnað- ur samvinnufélaganna í fyrir- komulagi vörusýninga. Um æði mörg undanfarin ár hafa verið haldnar hér iðnstefnur fyrst ár- lega og síðan annað hvert ár. Iðnstefnur þessar hafa frá fyrstu notið mikilla vinsælda meðal allra kaupfélaga lands- ins, og kaupfélagsstjórar og aðr ir innkaupamenn og konur fé- laganna* hafa sótt iðnstefnurnar hvaðanæva að af landinu. Glæsilegasta iðnstefnan. Iðnstefna sú, sem nú stendur yfir, mun vera einhver sú glæsi legasta, sem haldin hefur verið, og má þó vænta, að iðnstefnan næsta sumar verði enn fjöl- breyttari og betur úr garði gerð. Það er vaflaust mikil ánægja öllum samvinnumönnum lands- Jakob Frímannsson, stjórnar- formaður SÍS og framkvæmda- stjóri KEA skrifaði meðfylgj- andi ávarp fyrir blaðið. ins hversu vel hefur tekizt með iðnaðarframkvæmdir S.Í.S. og kaupfélaganna. Sérstaklega ber þó Akureyringum að þakka Sambandinu fyrir að velja Ak- ureyri sem miðstöð fyrir sinn mikla og vandaða iðnað. Fjöldi Akureyringa hefur fasta at- vinnu við iðnað S.Í.S. og K.E.A. hér á Akureyri. Má fullyrða, að Akureyrar-vörur, hvort heldur er ullargarn og dúkar, prjóna- varningur eða vinnufatnaður, matvæli eða skófatnaður, njóti allt einróma viðurkenningar landsmanna í bæjum og borg- um, sveitum og sjávarþorpum. Nú síðustu árin er hafinn tals verður útflutningur á ullar-iðn aðarvörum, og hefur mikið ver- ið flutt úr landi af ullarteppum og prjónafatnaði. Er þess að vænta, að útflutningur þessi fari vaxandi og skapi möguleika til stæri’i iðnaðar-framkvæmda í þessum bæ en dæmi eru til annars staðar. Veltur þá á miklu, að iðnverkamenn og kon ur þessa bæjar beri gæfu til að vinna framvegis, eins og hingað til, af fullri samvizkusemi og áhuga, til þess að Akureyrar- vörur njóti sömu viðurkenning ar innan lands og utan og þær hafa notið allt frá því iðnaður hófst hér á Akureyri. Enn er iðnaður þessa lands á bernsku-stigi og vafalaust á margt af þeim smáiðnaði, sem nú er rekinn aðallega í Reykja vík og byggir framleiðslu sína mest á erlendu hráefni, eftir að heltast úr lestinni og hverfa, þegar tollum af erlendri tilbú- inni vöru verður meira í hóf stillt. En vér Akureyringar get um vænzt þess, að iðnaður sam vinnufélaganna hér muni ekki líða undir lok hversu sem toll- un af innfluttum varningi verð ur hagað í framtíðinni. Lang- mestur hluti iðnaðarframleiðsl- unnar hér er unninn úr innlend um hráefnum. Verksmiðjur og vélakostur er að mestu fullkom lega sambærilegur við erlend- ar verksmiðjur. Akureyri hefur nú fjölda af iðnlærðu verka- fólki, sem jafna má við það bezta erlendis. Að vísu er orka til iðnaðar töluvert dýrari hér en í öðrum skandinavískum löndum og bankavextir miklu hærri, en þess ætti að mega vænta, að það hvortveggja verði leiðrétt, þegar skilningur manna á iðnaði í stærri stíl vex. Iðnaður Samvinnufélaganna ætti því að hafa öll skilyrði til áframhaldandi vaxtar og þroska í þessum bæ, íbúum bæjarins og landsmönnum öll- um til hagsbóta. Við bæjarbúar allir árnum hinum ágæta Akureyrar-iðnaði framgangs og blessunar og von um, að vegui' hans og sæmd fari stöðugt vaxandi innan lands sem utan. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.