Dagur


Dagur - 25.08.1961, Qupperneq 4

Dagur - 25.08.1961, Qupperneq 4
s 1'““—1—......— --------------— > Bagujr Iðnaður örf vaxandi ÞAÐ ÞYKIR vel við eiga að birta hér, í þessu tölublaði, sem hclgað er sjöttu iðnstefnu samvinnumanna, nokkur atriði úr ræðu Erlendar Einarssonar, er hann flutti á iðnstefnunni við opnun hennar: „.... Það hefur Iengi verið draumur forráðamanna Sambandsins, að geta haf- ið útflutning á iðnaðarvörum verksmiðj- anna í stærri stíl. í því sambandi er helzt um að ræða útflutning á vörum unnum úr íslenzkri ull. Vegna þess hve innlendi markaðurinn er lítill, er mjög æskilegt að geta hafið útflutning. Það cr hins veg- ar erfitt fyrir okkur fslendinga að keppa við háþróaðar iðnaðarþjóðir á heims- markaðinum. Þessa erfiðleika verðum við að yfirstíga, ef við eigum ekki að verða vanþróað land um aldur og ævi. Fyrsta takmark okkar í iðnaði hlýtur að vera það að vinna sem mest úr innlend- um hráefnum. Þrjár stærstu verksmiðjur Sambands ísl. samvinnufélaga eru að verulegu leyti miðaðar við slíka starf- semi. Tímamót eru nú í iðnaði Sambandsins. Þessi tímamót kalla á nýja verksmiðju. Á árinu sem leið rættist að nokkru] draumur okkar um útflutning í stærri stíl. Selt var úr landi nokkurt magn af húsgagnaáklæði til Danmerkur og 10 þúsund ullarteppi og 2 þúsund Heklu- peysur til Ráðstjórnarríkjanna. Segja má, að þetta sé í fyrsta skipti, sem vörur frá verksmiðjum Sambands- ins séu fluttar út í stærri stíl. Þessi út- flutningur átti sinn þátt í því, að rekstur verkmiðjanna var eins góður á s.l. ári og raun bar vitni.... .... Draumur okkar hefur að nokkru leyti rætzt. Útflutningur er hafinn í stór um stíl, og prjónavélar Heklu ganga dag og nótt. Fyrir þróun samvinnuiðnaðarins er út- flutningurinn mjög þýðingarmikill. Hann skapar fjöldaframleiðslu og Ieggur traust an grundvöll að framleiðslu fyrir inn- lenda markaðinn. Leggja verður því enn ríkari áherzlu á útflutninginn. Þar bíða mjög stór verkefni. Að þeim verkefnum er nú unnið. Vegna aukinnar framleiðslu, hefur reynzt nauðsynlegt að ráðast í nýja verk smiðjubyggingu hér á verksmiðjulóð Sambandsins á Gleráreyrum. Þessi nýja bygging skapar stórbætt skilyrði fyrir Heklu, fyrir hina vaxandi framleiðslu verksmiðjumiar. Þá er í athugun frekari útfærsla á iðn aðinum. Þar bíða mörg stór verkefni. Þegar litazt er um í kaupfélagsbúðunum, blasa við ótal íslenzkar iðnaðarvörur, sem framleiddar eru af fyrirtækjum ut- an samvinnuhreyfingarinnar. Þar er á mörgu að taka. Þess verður þó vel að gæta að ráðast ekki í nýjar iðngreinar nema það sé nokkurn veginn tryggt, að unnt sé að framleiða góðar vörur og unnt sé að mæta samkeppni annarra aðila.... . . . .Þó eru ýmsar blikur á lofti í ís- lenzkum iðnaði, vegna markaðsbanda- laganna. AHt virðist benda til þess, að íslendingar eigi ekki annarra kosta völ, en að gerast að einliverju leyti háðir 6 velda bandalaginu, þar sem Fríverzlun- arbandalagið virðist á leið að leysast upp. Það er því meiri ástæða nú, en nokkru sinni fyrr, að verksmiðjur okkar * geti framleiít vörur, sem standast sam- keppni á heimsmarkaðinum. .. , “ Hér er ekki rúm til að rekja ræðu Er- lendar Einarssonar meira að sinni. □ V_________________________________> IÐNAÐUR SAMVINNUMANNA Á AKUREYRI ER MJÖG FJÖLRREYTTUR OG VANDAÐUR IÐNAÐARMENN á Akureyri standa mjög framarlega í sinni grein og eiga mestan þátt í því, að iðnvörur frá Akureyri eru góðar vörur og eftirsóttar. Iðnstefna sú, er nú stendur yfir, er á vegum samvinnu- manna einna, enda er veiga- mesti iðnaðurinn í þeirra hönd- um í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Iðnstefnan er bæði sölusýning og almenn vörusýning. Fyrir al menning verður sýningin opin á laugardag og sunnudag, en fyrri dagarnir tveir eru ætlaðir innkaupastj. kaupfélaganna. Samvinnumenn hér á landi eiga margar verksmiðjur og hafa mjög eflt innlendan iðnað. Mikill hluti allra vinnandi manna í Akureyrarkaupstað hefur stöðuga vinnu árið um kring í verksmiðjum KEA og SÍS og breytir hráefni í eftir- sóttar neyzluvörur. Rúmlega 600 manns vinna að staðaldri í verksmiðjum SÍS og Kaupfélags Eyfirðinga. Á síðasta ári greiddu verk- smiðjurnar nál. 24 milljónir kr. í vinnulaun og heildarsala verk smiðjanna nam 118 milljónum króna. Hér verður nú drepið á þær 10 Ak.verksmiðjur er sýna á iðnstefnunni. Verksmiðjur sam- vinnumanna. GEFJUN framleiddi margs konar vörur úr 140 tonnum af íslenzkri ull á síðasta ári og not aði auk þess erlend hráefni. Gefjun óf m. a. 148 kílómetra af dúkum, spann 44 tonn af kambgarns prjónabandi, 56 tonn af loðbandi, 91 tonn af vefnaðarbandi.Einnig voru fram leidd 8 tonn af kembum og 24 tonn af lopa. Verksmiðjan fram leiddi 10 þús. teppi fyrir Rússa og húsgagnaáklæði fyrir Dani. Á þessu ári hefur verið gerður sölusamningur um 30 þús. ull- arteppi til útflutnings. Fram- leiðsla verksmiðjanna nam s.l. ár 36.5 milljónum króna að verð mæti. Starfsmenn eru 180. Verk Arnþór Þorsteinsson. smiðjustjóri síðan 1952 er Arn- þór Þorsteinsson. Gefjun er elzta og fólksflesta verksmiðja samvinnumanna hér á landi. SKINNAVERKSMIÐJAN IÐ UNN á Akureyri sútar nær all- ar húðir nautgripa og hrossa er til falla í landinu. Verksmiðjan var stofnuð 1923, fyrst sem gærurotun, og hefur Þorsteinn Davíðsson stjórnað henni frá upphafi. Verksmiðjan tók til vinnslu á síðasta ári: 164 tonn af húð- Þorsteinn Davíðsson. um, 39 þús. gærur og sauðskinn. Framleiðsluverðmæti voru fast að 10 milljónum á síðasta ári. Skinnavörur Iðunnar eru notaðar til skógerðar, bókbands, söðlasmíði, fatnaðar, þar á með al til hanzkagerðar og í kápur, sem mikið eru í tízku, hús- gagnagerðar o. fl. Loðsútuðu gærurnar eru ein hverjir eftirsóttustu minjagrip- ir til skrauts og nú er farið að nota þær sem áklæði á stóla og bekki og allir kannast við pels gærurnar. SKÓGERÐ IÐUNNAR óx upp sem hliðargrein sútunarinn ar. Þar vinna 103 menn og frá 1952 undir stjórn Richards Þór- ólfssonar. Hún er langstærsta Richard Þórólfsson. skóverksmiðja landsins, vinnur mest úr skinnum frá Skinna- verksmiðjunni og framleiðir ár lega um þriðjung alls leðurskó- fatnaðar sem landsmenn nota, eða um 90 þús. pör af skóm, ýmissa tegunda. Samvinnuverzlanir selja um helming framleiðslunnar og kaupmenn hitt. Framleiðsluverðmæti sl. ár var rúml. 16 milljónir króna. SJÖFN Á AKUREYRI var stofnuð af SÍS og KEA árið 1932, og veittu henni forstöðu erlendir sérfræðingar fyrstu ár in, en Ragnar Ólason hefur ver ið verksmiðjustjóri síðan 1939. Verksmiðjan byrjaði smátt, bjó við þröngan húsakost og fram- leiddi í fyrstu eingöngu sápur. Á öðru starfsári verksmiðjunn- ar, árið 1933, var framleiðslan 66 tonn, að verðmæti 65 þúsund krónur. Síðastliðið ár var fram sennilega verður á næsta vori, taki framleiðslan enn mikinn fjörkipp. □ Björgvin Júníusson. EFNAGERÐIN FLÓRA á Ak ureyri hefur þá sérstöðu meðal verksmiðja samvinnumanna og annarra verksmiðja í þessu landi, að ágóði hennar rennur óskiptur til Menningarsjóðs KEA, en sá sjóður hefur varið hundruðum þúsunda króna á undanförnum árum til hinna ýmsu menningarmála í hérað- inu, samkvæmt reglum þar um. Flóra var stofnuð árið 1935. Hún framleiðir efnagerðarvör- ur, sælgæti og gosdrykki fyrir um það bil 3 milljónir króna á ári. Þar vinha 10—15 maiins. Af riýjungum í framleiðslu má rie'fna hiriri Virisæla drykk Le- mon-Cola,; sem þegar er að ná töluverðri útbreiðslu. Verk- smiðjari er farin að nota plast- flöskur og plastkrukkur undir efnagerðarvörur. Þessar umbúð ir eru innlendar. Efnagerðin _ Flóra býr við fremun þröngan húsakost, en vörur hennar þykja góðar. Björgvin Júníusson hefur veitt henni forstöðu frá 1949. Saumastofa Gefjunar hefur nú um 30 manna starfshóp og seldi framleiðslu sína sl. ár fyrir á fjórðu milljón króna. Þórður Karlsson hefur veitt stofnuninni forstöðu síðastliðin 23 ár. SMJÖRLÍKISGERÐ KEA var stofnuð 1930. Svavar Helga son hefur veitt henni forstöðu frá 1949. Verksmiðjan framleið ir tvær tegundir af smjcrlíki, ■ Gula bandið og Flóru, ennfrem ur kokossmjör og kökufeiti fyr- ir brauðgerðarhús. Á síðusta ári var framleiðslan 402 tonn fyrir 7,5 millj. krónur að verð- mæti. Fastir starfsmenn eru 4 talsins. Verksmiðjuhús var byggt á 'ritríðsárunum síðari og véi.ar endurnýjaðar. Enginn maður snertir við hráefninu frá því ol ían fer í bræðslu- og blöndunar kerin, og þar til smjörlíkið er komið í umbúðir. Svavar Helgason. Þórður Karlsson. SAUMASTOFA GEFJUNAR á 30 ára starfssögu að baki og hefur ætíð verið rekin sem sjálf stæð deild innan Sambands ísl. samvinnufélaga. Lengi vel fram leiddi saumastofan bæði kven- og karlmannafatnað. Nú hefur kvenfatnaðurinn verið lagður á hilluna og aðeins framleidd karlmannaföt og frakkar. I þeirri grein hefur verið stöðug- ur vöxtur. En nú er í athugun að byggja ofan á húsnæði Saumastofu Gefjunar á Ráðhús torgi 7 og skapast þá möguleik- ar fyrir .mjög aukna starfsemi og fjölbreytta framleiðslu. Grila bandið' ög Flóra hafa unnið sér öruggan markað með- al algengustu neyzluvara þjóð- PYLSUGERÐ KEA varð sjálfstæð deild KEA árið 1950 og hefur Valdimar Haraldsson veitt henni forstöðu frá byrjun. . Pylsugerðin framleiddi síð- asta ár 230 tonn af ýmsum kjöt iðnaðarvörum og eru þær seld- ar um allt land, en að meiri hluta í hinum ýmsu verzlunum KEA. Ennfremur tekur Pylsu- gerðin á móti mörgum landbún aðarvörum til dreifingar. Meðal 25 tegunda af kjötvör- um þeim, sem Pylsugerðin vinn ur, eru vínarpylsur, bjúgu, kjöt fars og álegg. Nokkuð er soðið niður af kindakjöti, nautakjöti og pylsum. Framleiðsluverð- mæti sl. ár var nál. 5 milljónir króna. Starfsfólk er um 20 manns. Ákveðið er að hefja nú í sum ar eða haust, byggingu nýs hús næðis fyrir kjötiðnaðinn og verður það staðsett nálægt slát ur- og frystihúsi KEIA á Odd- eyrartanga. Guðmundur Guðlaugsson. KAFFIBRENNSLA AKUR- EYRAR var stofnuð árið 1929 en varð litlu síðar eign sam- vinnumanna og hefur jafnlengi verið undir stjórn Guðmundar Guðlaugssonar, eða í rúmlega tvo áratugi. Verksmiðja þessi f'-amleiðir Bragakaffi, Santoskaffi og Freyjukaffibæti. Stöðugt fer framleiðsla og sala þessara vara vaxandi og eru nevtendur þeirra um land allt. Framleiðsla síðasta ár var á fjórða hundrað tonn, enda mikið kaffi drvkkið á íslandi. Kaffibrennslan býr vi'5 ágæt framleiðsluskilyrði, er í nyrri og vandaðri verksmiðv-bygg- ingu á Gleráreyrum og 3 ; t um leið allar vélar af nýjustu gerð. Tólf manns vinna í verksmiðj- unni. Á iðnstefnunni gefst öilum gestum kostur á að bragða kaffið frá Kaffibrennslu Akur- eyrar. Það er Brazilíu • r ffi, keypt fyrir íslenzkan fisx og bragðið er gott. Valdimar Haraldsson. f Kvikmyndasýningar | I Osvalds Knudsens f ÓSVALDUR KNUDSEN er löngu landsþekktur fyrir kvik- myndir sinar. í vor voru 5 nýj- ar myndir hans sýndar í Rvík. Nú er hann hér á ferð og mun sýna á Akureyri kl. 3 og 5 á sunnudag, væntanlega í Sam- komuhúsinu. Meðal kvikmynd- anna er ein af lífi og starfi æsku lýðsleiðtogans Friðriks heitins Friðrikssonar. Annars bera myndir þessar sameiginlega nafnið „Frá íslandi og Græn- landi“ og fjalla bæði um þekkta menn og fagra staði og atvinnu- líf hér á landi og á GrænlandL IBagub I 4 er að þessu sinni eingöngu helg aður iðnstefnu samvinnumanna og endist þó rúm hans skannnt. Blaðið sendir iðnstefnunni sín- ar beztu hamingjuóskir og livet ur ahnenning til að kynna sér hana næstu daga. leiðslan 560 tonn og verðmæti hennar rúml. 10 millj. króna. Auk þvottaefnanna eru nú framleiddar fjölbreyttar máln- ingarVörur og nokkrar aðrar kemisk-tekniskar vörur. Helztu framleiðslunýjungar í ár eru: Nýtt syntetiskt þvotta- duft, sem kemur á markaðinn þessa dagana undir vöruheitinu Vex. En hin syntetisku þvotta- efni eiga vaxandi vinsældum að fagna um allan heim. Á sýning- unni eru tvær nýjar tegundir af syntetiskum Rex lökkum, Há- glans og Hálfmatt og nýtt plast ílegg, sem hefur þá kosti fram yfir eldra íleggskítti, að það harðnar ekki; fylgir eftir hreyf ingum glersins og heldur glugg unum þéttum. Hinar nýju málningarvörur Sjafnar hafa þegar selzt svo ört, að verksmiðjan hefur engan veg Ragnar Ólason. inn getað annað eftirspurn í sumar, þó er framl. 75% meiri nú en í fyrra. HEKLA, fataverksmiðja, hef- ur verið í eigu Sambandsins síðan 1946 og hefur Ásgrímur Stefánsson veitt henni forstöðu frá byrjun. Þessi unga verksmiðja hefur vaxið mjög ört og hefur nú í byggingu 2200 ferm. verksmj,- hús á Gleráreyrum. Starfsfólk verksmiðjunnar er 124 talsins, og margt af því vinn ur í vaktavinnu. Framleiðslu- verðmæti sl. ár var tæpl. 17 milljónir. Vinnulaun voru á fimmtu milljón. Hekla framleiðir vinnuföt, úlpur, frakka og prjónavörur. Samið er um útflutning á Hekluvörum í ár fyrir nær 5 milljónir króna. Sennilegt er, að þegar Hekla er komin í eigið húsnæði, sem Ásgrímur Stefánsson. Hér cr sá hluti sýningarinnar, er einkum sncrtir útflutninginn frá verksmiðjum SÍS og KEA. VIÐ SETNINGU sjöttu iðn- stefnu samvinnumanna á Akur eyri í gærmorgun komst Harry Fredriksen framkv.stjóri Iðn- aðardeildar SÍS svo að orði: Góðir samstarfsmenn í kaup- félögunum og aðrir iðnstefnu- gestir. Mér er mikil ánægja að bjóða ykkur velkomin hingað í dag, á 6. iðnstefnu samvinnumanna. Einnig vil ég bjóða velkominn hingað forstjóra Sambandsins, Erlend Einarsson. Mun hann flytja ávarp hér á eftir. Eins og kunnugt er, var Iðn- aðardeildin stofnsett i ársbyrj- un 1949 og þá skömmu síðar, eða árið 1952, en það ár varð Sambandið 50 ára, tók hún á mjög myndarlegan hátt þátt í Iðnsýningunni, sem þá var hald in í Reykjavík. Sýningardeild samvinnumanna þar var þeim til mikils sóma, og var það al- mennt mál manna, að iðnaðar- vörur samvinnufélaganna væru bæði góðar og smekklegar. Iðn sýningin í Reykjavík var að því leyti frábrugðin iðnstefnunum hér, að hún var ekki sölusýning. Iðnstefnur hafa svo verið haldn ar hér á Akureyri, sem eru höf- uðstöðvar iðnaðar samvinnu- manna, árin 1954, 1955, 1956, 1957, 1959 og svo nú í ár. Ár- angurinn af iðnstefnunum hefir fært okkur heim sanninn um það, að þær eru nauðsynlegar og þýðingarmikill þáttur í að kynna viðskiptamönnum verk- smiðjanna framleiðsluvörurnar, Kaupstefnur eru haldnar út um allan heim, margar á hverju ári í hinum ýmsu löndum, og þykja þar sjálfsagður þáttur í viðskiptalífinu og til stói-kost- legs hægðarauka fyrir þá, sem di-eifa vörunni til neytenda. Þar sjást framleiðsluvörurnar á ein um stað, og framleiðendur koma jafnan fram með einhverj ar nýjungar, eins og einnig má sjá hér. Það er nú svo, að nýj- einnig færzt yfir okkar kyrrláta eyland. Hér er ys og þys og mik ill hraði, vélaskrölt og hávaði. Þetta tilheyrir timanum og svona á þetta víst að vera og fólk hættir að hugsa um að hlut irnir geti verið öðruvísi. Þegar ég segi þetta minnist ég atviks frá því er ég, ásamt bændunum á Ófeigsstöðum og Rangá í Köldukinn, fórum með konum okkar út á Flateyjardal, sem nú er í eyði, en þar voru áður blómleg býli. Ég vildi skyggnast um á bóndabæ, sem áður var iðandi af lífi og starfi, en nú var kominn í eyði, og þar skyldi ríkja kyrrð og ró og minningin um gamla tímann lifa ósnortin af nútímanum. En þar rakst ég þá á blað Akureyringa „Dag“ þar sem segir frá Iðnstefnu og birtar eru myndir af mörgum okkar sem hér erum. í blaðinu var grein eftir Arnþór Þorsteins son með fyrirsögninni: „Rokk- ar og kambar þögnuðu, en stærsta verksmiðja landsins reis á GJeráreyrum". Svo sann- arlega voru rokkar og kambar þagnaðir þarna. Fólkið flutt burt úr fámenninu til staða, sem veitti því betri lífsskilyrði, en vel má Erlingur Davíðsson, ritstjóri, una sínum hag og út- breiðslu blaðs síns, meðan hús- álfarnir á eyðibýlunum fylgjast einnig með því sem gerist í dag og lesa „Dag“. Iðnaður íslendinga fluttist til landsins með landnámsmönnun um og má segja, að íslendingar hafi að vissu leyti stundað iðn- að allt frá landnámstíð. Menn gerðu sér sjálfir klæði og skó úr íslenzkum hráefnum, en þessi sjálfsagða heimilisiðja lagðist að mestu r.iður og varð að víkja fyrir erlendum verk- smiðjuvarningi. Nú eiga lands- menn sjálfir verksmiðjur og það af fullkomnustu gerð, til þess að gera sér klæði, skó og ann- (Framhald á bls. 7) ungagirni fólks er mikil, og ekki nema gott eitt um það að segja, enda mikil hvatning fyrir þá, sem framleiða eiga. Þeir verða að fylgjast með þróuninni og það er eitt af bo'ðorðum okk ar hér í samvinnuiðnaðinum, að vera heldur á undan en eftir. Um það má svo sjálfsagt eitt- hvað deila, hvernig okkur tekst að halda þetta boðorð. Hér finnast mér iðnstefnurn- ar gegna tvenns konar hlut- verki. Annarsvegar hinu við- skiptalega og hinsvegar, sem er mikils virði, þá efla þær kynni milli starfsmanna kaupfél. frá Harry Frederiksen framkv.stj. Iðnaðardeildar SÍS í ræðustól á 6. iðnstefnu samvinnumanna. hinum ýmsu stöðurn af landinu. Menn ræða viðskiptamálin, fyr irkomulagið heimafyrir og hugð arefni sín. Þeir sem sjá um inn- kaupin fyrir kaupfélögin gegna ábyrgðarmiklu starfi fyrir við- skiptamennina heimafyrir. Þeir þurfa að hittast og ræða mál- efni sin. Iðnstefnan er einmitt gott tækifæri til þess, því tel ég hana enn gagnlegri fyrir samvinnuverzlunina í landinu en ella. Iðnþi’óunin í lieiminum fi’á því um síðustu aldamót hefur verið svo stórkostleg, að raun- veruleikinn verkar á mann eins og ævintýri. Þessi þróun hefur Stórkostleg iðnvæðirtg á vegum samvinnumanna

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.