Dagur - 25.08.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 25.08.1961, Blaðsíða 8
8 Hvað er iðnaður samvinnumanna fyrir Ákureyri? Erlcndur Einarsson forstjóri SÍS flytur ræðu á sjöttu iðn- stefnu samvinnumanna. Sjá Ieiðara blaðsins í dag. Allar myndir frá iðnstefnunni tók Þorvaldur Ágústsson. ÞAÐ ER eigi úr vegi, nú þegar Iðnstefna samvinnusamtakanna stendur hér yfir, að líta ögn um öxl og glöggva sig á nokkrum staðreyndum í sambandi við þýðingu iðnaðar samvinnusam- takanna fyrir Akureyrarkaup- slað. Eins og allir vita er Akureyxú nú annar fjölmennasti bær landsins, næst á eftir Reykja- vík. Það má segja að hér hafi eigi orðið nein stökkbreyting í fjölgun íbúa bæjarins, en það liefur oi’ðið jöfn og vaxandi þi-óun í því tilliti. Oll slík þt'ó- un byggist fyi-st og fi-emst á því að heilbrigt og vaxandi at- vinnulíf sé til staðai’. Tölur, sem tala. Iðnaður samvinnusamtakanna hefur hér lagt stei’ka hönd á plóginn, og svo að segja ái-lega bætt við sig vinnuþurfandi fólki, stundum mörgu, stundum •IIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMI* | Sjötía itfnsteinan sett í gær 1 § IÐNSTEFNAN var sett i Gefjun, samkomusal verksmiðju- i 1 fólksins, kl. 10 árdegis í gær. Þar sýndu 10 verksmiðjur sam- i i vinnumanna á Akureyri framleiðslu sína, 1 frá Húsavík, 1 | i frá Selfossi og 3 frá Reykjavík. Þar var þröng á þingi, því i | innkaupastjórar frá flestum kaupfélögum landsins voru þar | | mættir og ýrnsir aðrir trúnaðarmenn félaganna. Harry Frederiksen setti iðnstefnuna með ræðu, sem birt i | er á bls. 5 í blaðinu. Hann er nú að hverfa frá Iðnaðardeild jj | SÍS, sem hann hefur veitt forstöðu frá byrjun, og tekiu- við i i nýju starfi á vegum SÍS á meginlandinu. | i Erlendiir Einarsson flutti einnig ræðu og eru kaflar úr i i henni í forystugrein blaðsins nú í dag. i Að ræðum loknum hófst kaupstefna, sem lýkur í kvöld, i i íöstudag. Almenn sýning verður á morgun og sunnudag. Margar cftirtektarverðar nýjungar eru á þessari 6. iðn- i i stefnu samvinnumanna og er sumra þeirra getið á öðrum i | stað í þessu blaði. □ i úiiiiiiuiiiimiuiiiuuuuiiuiiiiiuiiuiiiiiiiiiiouuuiuiiiiiuuuuiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiu'<uiuiiuiiuiiuuiiiuiuiuui Margrét „skenkir“ Bragakaffið góða, eins og á fyrri iðnstefnum. | Krisiileg) ló) að Löngumýri I UM HELGINA var haldið kristilegt æskulýðsmót að Löngumýri í Skagafii-ði og voru reistar tjaldbúðir á völlum sunnan við skólann, þar sem sumai-búðir þjóðkirkjunnar eru starfræktar. Mótið var sett síð- degis á laugardag af séra Kristjáni Búasyni, sem var mótsstjóri. Þá var kvöldvaka með fi-ásöguþáttum úr sögu píslarvottanna. Kveiktur var varðeldur og fóru þar fram leikir og flugeldasýning. Helgi- stundir önnuðust séra Ragnar Lárusson á Siglufirði og séra Sigurður Haukur Guðjónsson á Hálsi. Háð var íþróttakeppni á milli kaupstaða. Síðari mótsdaginn var farið heim að Hólum til guðsjónustu. Séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðai-stað prédikaði og próf. á Hólum, séra Björn Björnsson, annaðist altai’isþjón- ustu. — Einkunnarorð mótsins voru: Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur. Mótið fór fram á vegum Æskulýðssam- bands kii-knanna í Hólastifti. Fararstjóri Akureyringa var Bolii Gústafsson, stud. theol. fáu, eftir því sem aðstæður hafa leyft á hvei-jum tíma. Nú vinna við iðnað samvinnusam- takanna hér 550 menn, karlar og konur, og munu launagreiðsl ur í ár verða um 26.000.000.00 kr. — tuttugu og sex milljónir ki-óna — eða jafnvel enn hærri. Ollum, sem eitthvað hugsa um atvinnumál byggðarlaga, má vera ljóst að iðnaður samvinnu samtakanna er ein af þeim stex-ku stoðum er standa undir farsælli afkomu fólksins er byggir Akureyrarkaupstað. Iðnaðurinn er gæfa Akur- eyrarkaupstaðar. Akureyrarbær hefur átt því láni að fagna að iðnaður þessi var staðsettur hér. Frá fyi’stu tíð hefur hann vei’ið rekinn þann veg, að Akureyrarbær, hefur aldrei haft af honum neina byi-ði, heldur það gagn- stæða, hann hefur vei-ið bæjar- félaginu í margþættum stað- reyndum öflug lyftistöng frá því sem hann var til þess sem hann er í dag. Iðnaðurinn ber hæsta útsvarið. Það hefur oft verið deilt á stax-fsemi samvinnufélaganna fyrir það, að þau nytu skattfríð inda, og jafnvel af sumum kveð ið svo fast að oi-ði, að fyrir það eitt væru þau það sem þau eru í dag. í sambandi við þetta mál og iðnaðinn sem hér er rekinn, er í-étt að geta þess að hann hefur ávallt tekið sinn þátt í sköttum bæjax-félagsins. Nú í ár greiðir iðnaður samvinnusam- takanna hæst útsvar af öllum atvinnufyi-irtækjum bæjarins eða kr. 1.135.000.00. — Virðist af því liggja ljóst fyx-ir að það er dautt mál að halda því fram að samvinnufyi-ii-tækin bei’i eigi fyllilega sinn hluta af gjöld um bæjai-félagsins. Allur sá fjöldi kai-la og kvenna sem hann veitir atvinnu er líka skattgreiðendur bæjarfélagsins. Verulegt lóð á vogarskál menningarinnar. Menningarlega séð má segja að slík starfsemi sem iðnaður samvinnumanna er, sé mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið allt. Á umliðnum árum hafa ver ið byggðir hér skólar, sjúkra- hús, íþx-óttahús, íþróttaleikvell- ir og fleira og fleii-a menning- arlegs eðlis. Má hiklaust full- yrða að þar hefur iðnaður sam- vinnusamtakanna lagt sitt lóð á . vogarskálina til eflingar hvei-s konar menningu. Þannig verður slík stai-fsemi sem iðnaður samvinnusamtaK- anna hér hverju bæjarfélagi, sem á því láni að fagna að hafa liann innan sinna vébanda, margþættur styrkur, sem seint verður metinn að verðleikum. Það er von allra er standa að iðnaði samvinnumanna hér, að það haldist í hendur að iðn- aðurinn eflist og bæjarfélagið stækki til margþættra framfara fyx-ir fólkið er bæinn byggii-. A. Þ. (Allar fyrirsagnir eru blaðsins.) SJÖTN FLORA Myndirnar hér að ofan eru af fimm smekklegum sýningardeilduni Iðnstefnunnar á Akui-eyri og skýra þær sig að öðru leyti sjálfar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.