Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 7
HELGI VALTYSSON: 29. ágúst 1862 - 29. ágúst 1962 Öld er i straumi alda-raöa aðeins sem blik á see. Úr örlitlu þorpi — með auknum hraða varð Akureyri að fögrum bee. — Og ungur bter lyftir höfði hátt og horfir i framtiðar-átt! I. Alvara dagsins Hér skýla fjöll, — hér seiðir sær, og sveitin græna, fjær og nær, oss brosir við með blíðuhót og bændabýla fjöld. Hún sá hér blómgast byggðu mót vorn bæ — í heila öld- Sú hugsjón vex nú í vökudraumi að virkja hjartnanna Jökuisá! Þá flæðir lífið í stríðum straumi, starfsgleðin magnast um land og sjál Þá sprettur ylríkur andans gróður, og auðug framtíð er bænum tryggð. - í bæjarbrag, sem er gegn og góður, er gæfan samfeta starfsins dyggð! — Og þá skín sól yfir bæ og byggðl II. Framtíðin: — Bærinn vex út í sveitina Er bærinn og sveitin binda sín heit, eykst blessun við hvert eitt spor! Þá rætist farsæll, — já, fyrr en veit, — framtíðar-draumur vor: Leirurnar orðnar að grænum grundum með gulnandi akra í hlégarða vörn. Þar starfa á sumarsins sælustundum sólfáð æska og borgar-börn, Og bærinn vor vex — og blómgast óðum - með breiðar götur og fögur torg. — Og áður en varir' — á eyfirzkum slóðum rís AKUREYRARBORG! Þar skiptast á runnar og skógarlundar, sem skýla og fegra heimila-vé. Og blómaskrúð hverrar grænnar grundar gjöful náttúran lætur í té! Þá vinna hér heili og hendur saman og helga starfinu lífsins dag! Hver athafnastund veitir gagn og gaman. — Og lífið syngur sinn sólar-brag! — Það yrkir sjálft bæði ljóð og lag! Heyr: — Stílhreinn og glaður er starfsins kliður. Sterkur og hraður vélanna niður! Hjólin svífa, — og reimarnar renna. — Hér ríkir starfsglaður friður! III. Glerárdals-ævintýr Enn Glerárdalur oss gæfu býr: Hann geymir framtíð sín ævintýr, og loks mun gertæma „gulla-kistu" sína! Hann eykur borginni afl og yl, og æskan gleðst af að vera til! Og hennar sól mun hátt í heiði skína! Hún helgar starfi sinn hug og hönd og nemur hin nýju lönd! Og Glerá tvíefld enn þá að oss snýr, íslenzkra borga stærsta ævintýr! Hin litla á, sem feimin hjá sér fór, fellur um bæinn, orkuglöð og stór með strauma-blik, unz land og lögur mætast. — Og áratuga draumar þannig rætast! — Hún sem svo lengi „ein fyrir utan varð", er orðin djörf — og fús „að hlaupa í skarð"! Er Laxárveitu-ljósin taka að dvína, hún leggur óðar glöð fram krafta sína. Því loksins erfði' hún aflsins dýrsta hnoss í efstu Dalsbrún: — nýjan Glerárfoss! IV. Framtíðar-æska Og árin renna í aldanna skaut. Eilíft er lífið á þroskans braut! Á Brekkunni framvegis klukkurnar klingja, í Kirkjunni æskuraddirnar syngja samhljóma þróttmikla þakkargjörð: Ó, Guð vors lands! — Blessa í gleði og sorg vora hjartkœru hamingjuborg! Varðveit vort frelsi! — Gef frið á jörð! ---------Blessun þín fylgi' oss um fold og ver! Vor framtið sé helguð þér! DAGUR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.