Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 31

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 31
um milljónum, sjö hundruð og tveimur þúsundum króna. Þær tölur, sem hér hafa verið birtar, staðfesta bet- ur en allt annað að iðnaðurinn í þessum bæ, er sú atvinnugreinin, sern hœst gnœfir. Þær staðfesta enn fremur að það er fullkomið réttnefni að kalla Akur- eyri iðnaðarbæ. Til viðbótar því sem hér hefur verið nefnt, má svo geta þess, að hér er starfandi fjöldi fyrirtækja, sem mætti skilgreina undir orðinu iðja, svo sem úr- smíða, gull- og silfursmíðaiðja, snyrtingariðja og fleira því líkt. Þótt það verði ávallt að teljast mjög ánægjulegt, þegar fésterkir einstaklingar eða félög, hrinda í framkvæmd merkum iðngreinum, hér í bæ, þá má aldrei gleyma því, að merkasti þátturinn í hverjum iðnrekstri er fólkið, sem við iðnaðinn vinnur. Iðn- aðarbæ sem Akureyri, er ekkert nauðsynlegra, en að hér staðfestist æskumenn og konur, sem vilja gera iðnaðarstörf að lífsstarfi sínu. Á Akureyri nú þegar marga góða iðnaðarmenn, konur og karla, sem hafa sýnt það með störfum sínum, að þeir eru þess megn- ugir að mæta samkeppni iðnaðarvarnings frá nær- liggjandi þjóðum, sem þó hafa að baki sér margra áratuga lengri iðnþróun. Iðnaðurinn þarf í vaxandi mæli að auka iðn- menntun þessa fólks, og bæjarfélagið þarf að mæta þörfum iðnaðarins á þessu sviði, með fjölþættari og bættri iðnfræðslu, og auknum og bættum húsakosti til slíkrar fræðslustarfsemi. Á komandi árum verður að gera ráð fyrir, að hér rísi upp vaxandi iðnaður, svo sem stálskipasmíði, aukin tréskipasmíði, stærri niðursuðuverksmiðjur sjávarafurða, efnaiðnaður, raftækjaiðnaður og senni- lega margt fleira. Til þess að mæta óleystum framtíðarverkefnum, þarf Akuryerarbær og einstaklingar hans og félög, að halda vöku sinni, taka ný verkefni með árvekni og djörfung í þjónustu sína og stuðla á þann hátt að örum vexti bæjarfélagsins, til heilla og hamingju fyrir einsaklinga þess og heildina alla. Á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar, mun verða komið upp iðnsýningu, sem gefur nokkru gleggri mynd af þeirri iðnþróun, sem hér hefur orðið, en hægt er að gefa í stuttri blaðagrein, og munu bæjar- búar og aðkomugestir, með eigin augum geta séð þar margt, sem eigi hefur tekizt að skilgreina hér sem skyldi. Á þessu merka afmæli bæjarins, held ég að iðnað- urinn geti eigi gefið bæjarfélaginu aðra afmælisgjöf betri, en þá, að hver einstakur iðnrekandi og fólkið sem við iðnaðinn starfar, setji sér það ákveðna mark, að hefja iðnaðinn til enn meiri vegs og virðingar, á komandi tímum, en tekizt hefur til þessa, og skal þó játað, að margt hefur þar vel tekizt á umliðnum árum. Forráðamenn Akureyrarbæjar mega ávallt vera þess minnugir, að iðnaðurinn þarfnast umhyggju þeirra og skilnings á þeim verkefnum, sem hann tekur sér fyrir hendur, en þann veg getur iðnaður- inn i nútíð og framtíð bezt gegnt því hlutverki sínu að vera styrkasta stoðin undir atvinnulífi bæjarins. Arnþór Þorsteinsson. DAGUR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.