Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 33

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 33
r a Akureyri jT'RÁ FORNU FARI hafa Eyfirðingar sótt á sjó- inn til fanga, jafnvel þeir, sem við botn fjarðar- ins bjuggu. Akureyrarpollur var oftlega, áður fyrr, matarkista bæjarbúa, sem stunduðu þar fisk-, síld- og selveiði. Allt fram á þessa öld mun öflun sjávar- fangs á Akureyri ekki hafa verið önnur en til neyzlu í bænum og grennd og útflutningur sjávarafurða því lítill. Lýsi mun þó hafa verið brætt og flutt út, senni- lega að mestu úr hákarlalifur, en hákarlaveiðar stunduðu Eyfirðingar verulega, enda virðist hákarl- inn hafa verið ágengur hér í gamla daga, ef þær sagnir eru sannar, sem herma að hákarlar hafi jafn- vel veiðzt í Eyjafjarðará fram á móts við Grundl í þessum línum er ekki ætlunin að rekja sögu fiskveiða á Akureyri, heldur að gefa nokkra hug- mynd um sjávarútveg á Akureyri eins og hann er stundaður nú og hve stóran þátt hann á í tilveru bæjarfélagsins. Á skipaskrá þessa árs eru skráð 23 fiskiskip og bátar, 4 smál. og stærri, sem eru eign Akureyringa og flest gerð út frá Akureyri. Brúttósmálestatala þessara skipa eru 4692 lestir eða meðalstærð um 204 brúttólestir. Flokkast skipin þannig: 5 togarar 3356 smál. 6 mótorskip yfir 100 smál. 1003 smál. 12 bátar 4 til 100 smál. 333 smál. Þar að auki eiga Akureyringar 70—80 minni trillubáta. Togaramir: Eins og alkunna er hafa margs konar erfiðleikar steðjað að íslenkri togaraútgerð á síðustu árum og í marz sl. stöðvuðust þeir vegna kaupdeilu, er stóð í 4*/2 mánuð. Af þessum sökum eru nú aðeins 3 af 5 togurum Akureyringa við veiðar en vonandi er, að svo rætist úr, að þeim verði öllum haldið aftur til veiða áður en langt líður. Á sl. ári, sem var mjög lélegt aflaár, varð veiði togaranna 5 rúmlega 12 þús. smálestir, er nam að söluverðmæti úr skipi ca. 48 milljónum króna, og er þá miðað við brúttósöluverð aflans heima og á erlendum ísfiskmörkuðum. DAGUR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.