Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 34

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 34
Togarabryggjan, frystihus og fiskverkunarstöö Útgerðarfélags Akureyringa, Slippstöðin og smábátahöfnin. Um togaraútgerð Akureyringa hefur svo margt verið rætt og ritað, að ég fjölyrði ekki um hana hér. Akureyringar hafa séð sér hag í því, að halda henni við með dyggilegum, fjárhagslegum stuðningi þegar verst hefur gengið og ég hygg, að sú stefna hafi ver- ið bæjarbúum til góðs. Þegar lidð er aftur yfir það tímabil, sem togaraútgerð hefur verið stunduð héð- an, blandast manni ekki hugur um það, að bærinn væri nú verr kominn ef togaranna hefði ekki notið við. Mótorskip: Um 10 stórir bátar frá Akureyri stunda veiðar meiri hluta ársins, — þorskveiðar eða síldveiðar eftir árstíðum. — Til skamms tíma var útgerð stærri báta héðan nær eingöngu bundin við síldveiðar á sumrin en á síðari árum hafa þeir einnig lagt stund á þorsk- veiðar með botnvörpu, línu eða netum, ýmist norð- an- eða sunnanlands. — Nú færist óðum í það horf, að síldveiðar verði stundaðar meira en verið hefur, en þorskveiðar minna, eftir að tekizt hefur að fylgja síldinni eftir svo að segja á hvaða árstíma, sem er, með hjálp fullkominna leitartækja, og með tilkomu kraftblakkar-aðferðarinnar, sem gefið hefur góða raun. Þorskafla sinn leggja skipin yfirleitt ekki á land hér á Akureyri, sem stafar fyrst og fremst af því að flest þeirra stunda Suðurlandsvertíð og leggja þar upp. Þau, sem stundað hafa botnvörpuveiðar hér nyrðra eru: „Snæfell“, sem landar að jafnaði í Hrís- ey eða Dalvík og „Sigurður Bjarnason", sem að mestu leyti hefur losað afla sinn sér á Akureyri, en þó nokkuð á Siglufirði og víðar. Á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi hafa Akur- eyrarskip venjulega verið fengsæl. Sumarið 1961 var afli 9 skipa héðan 35719 mældar tunnur og 55.551 mál, að verðmæd ca. 14 millj. króna. Samsvarar það meðalveiði pr. skip 9347 málum, en meðalveiði alls síldveðiiflotans var þá 7296 mál. Geta má þess að aflahæsta skipið þá var Akureyrarskipið „Ólafur Magnússon". — Á yfirstandandi vertíð er veiði þess- ara sömu skipa þegar þetta er skrifað orðin alls 78875 mál og tunnur, eða til jafnaðar 8764 pr. skip. Sl. vetur stunduðu 3 Akureyrarskipanna síldveið- 32 DAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.