Dagur - 29.08.1962, Qupperneq 48

Dagur - 29.08.1962, Qupperneq 48
Fjóráungs sjúkraliúsiá á Ak ureyri ^KUREYRARBÆR var ellefu ára, er hann eign- aðist sjúkrahús. Danskur stórkaupmaður, Frede- rik C. M. Gudmann, verzlunareigandi hér í bæn- um, gefur 1873 kaupstaðnum íbúðarhús, er hann hafði keypt af þáverandi héraðslækni, Jóni Finsen, er þetta ár fluttist búferlum til Danmerkur. Hefur hús þetta nú um langt skeið verið kallað Gamli spitalinn. Lét gefandinn bæjarstjórn velja um, hvort þarna skyldi starfrækt sjúkrahús eða þurfamanna- hæli, og tók hún fyrri kostinn. Lét Gudmann útbúa sjúkrahúsið að hjúkrunar- gögnum og öðrum búnaði, m. a. átta sjúkrarúmum, á eigin kostnað. Er talið, að fullbúið hafi það kostað 5400 ríkis- dali. Er það ærin upphæð á nútíma mælikvarða. Auk þessa ánafnaði Gudmann því 2500 ríkisdali í reiðufé. Var þeim varið til kaupa á fjórum jörðum úti í Hörgárdal. Naut spítalinn eftirgjaldsins, þar til jarðirnar voru seldar um aldamótin og andvirði þeirra varið til kaupa á húsbúnaði í Nýja spítalann, er þá var reistur uppi á brekkunni. Árið 1896 kemur nýr héraðslæknir til Akureyrar, Guðmundur Hannesson, síðar prófessor. Hann var ekki aðeins afburða handlæknir, heldur líka mikill imgsjóna- og baráttumaður, er lét sér fátt mannlegt óviðkomandi og var um skeið mikill áhrifamaður hér í bænum. Gamli spítalinn varð þegar of þröngur stakkur fyrir þennan unga og áhugasama lækni, og á ótrú- lega skömmum tíma tekst honum að fá reist nýtt sjúkrahús. Stóð það við Spítalaveg og var nú nefnt Guðmundur Karl Pétursson. Nýi spítalinn. Það var reist árið 1899 og kostaði fullbúið um 25.000.00 kr. Gamli spítalinn var þá seldur fyrir 4250.00 kr. Þá voru og seldar jarðeign- ir sjúkrahússins. Þetta nýja hús rúmaði 20 sjúklinga og þótti stórt í sniðum. Hafði að vísu sjúkrarúm- um í Gamla spítalanum áður verið fjölgað úr átta í tólf. Guðmundur Hannesson hvarf héðan til Reykja- víkur eftir ellefu ára starf, 1907, en við því tók ung- ur Akureyringur, Steingrímur Matthíasson, er gegndi umsvifamiklum störfum héraðs- og sjúkra- hússlæknis um nærfellt þrjá áratugi. Mun flestum fullorðnum Eyfirðingum enn í minni færni, fjör og vaskleikur þessa fjölgáfaða læknis. Á dögum hans voru gerðar ýmsar umbætur á aðbúnaði sjúkrahúss- ins. Keypt voru m. a. tæki til röntgenmyndana og ljóslækninga. En stærsta átakið frá þeim tíma var gert 1920, er reist var viðbygging úr steinsteypu norðan við sjúkrahúsið. Jókst þá húsrými spítalans verulega og fór tala sjúkrarúma upp í rösklega fjörutíu. Þessar endurbætur allar munu hafa kostað um 120 þúsund krónur, og var hluti kostnaðarins greiddur með gjafafé, er barst víðsvegar að, m. a. frá Vesturheimi. Á ofanverðu ári 1936 verða næstu læknaskipti. Steingrímur Matthíasson lætur af störfum, en Guð- mundur Karl Pétursson er ráðinn yfirlæknir að sjúkrahúsinu og hefur verið það alla stund síðan. Hann kom ungur í þetta ábyrgðarstarf, en átti að baki óvenjulegan námsframa. Oft hef ég heyrt því fleygt, að miklir námsmenn séu löngum lítt hlut- 46 D A G U R

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.