Dagur - 06.10.1962, Side 1

Dagur - 06.10.1962, Side 1
Málgagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíðsson Skkifstoi A í I IaI NARSTK/ETI 90 Sími 1166. Sktningu og rrentun annast Rrentverk Odds • liJÖRNSSONAR h.f.. Akureyri s___________________________; Dagur XLV. árg. Akureyri, laugardaur 6. október 1962 — 50. tbl. ''--------------------- '•"" N Auglýsingastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁRGANGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjalddagi f.r 1. júlí BlAÐIÐ KF.MIJR ÚT Á MIIATKUDÖG- UM OG Á LAUGARDÖGUM, ÞEGAR ÁST.KÐA ÞYKIR TIL Vandað sæluhús byggt á Flateyjardalsheiði Fnjóskadal, 4. október. Loka- staðafjallskiladeild, sem nær yf- ir norðurhluta Hálshrepps og Grýtubakkahrepp sunnan til, hefur látið byggja vandað sælu- hús á Flateyjardalsheiði, í landi Heiðarhúsa, nálægt miðri heiði. Vegna þess hve Flateyjardals- heiði er löng og oft ströng í ill- viðrum og umferð um hana allt- MARKA-LEIFI NÍRÆÐUK af nokkur, er sæluhús þetta hið nauðsynlegasta. Húsið er risbyggt á steyptum stöplum. Súð utan og innan, plasteinangruð. — Grunnflötur 5.5x8.4. Þarna á að vera sæmi- legur gististaður fyrir 24 menn. 15 manns geta setið að snæðingi í einu við langborð. Á Illugastaðarétt komu 4 úti- gengnar kindur úr fyrstu föng- um. Tvo veturgamla hrúta átti bílstjóri frá Akureyri og einnig var þar ær frá Steinkirkju og veturgamall hrútur frá Víðivöll um. Fé þetta var vænt, t. d. 'einn veturgamli hrúturinn með afbrigðum vænn. Á Lokastaða- rétt kom útigengin ær frá Grund í Höfðahverfi og með henni tvær veturgamlar ær, dætur hennar. Fullgerður var nýr vegur hjá EKKI KENNARASKORTUR Fjosatungu. Unmð er við syslu- veg norðan við Draflastaði og malborinn alllangur kafli norð- an við Reyki. Yfirleitt munu bændur fækka búpeningi vegna lítilla heyja. □ Norðurlandsborinn hitti mikla vatnsæð á Iaugardaginn var, er hann var kominn á 277 metra dýpi í fyrstu borholunni í Ólafsfirði. Vatnið var nær 50 stiga heitt og er milljóna virði, því vatnsmagnið er um 40 lítrar á sekúndu. Ólafsfirðingar höfðu áður um 20 1. á sek. af 44 stiga heitu vatni til upphitunar íbúða í kaupstaðnum. Norðurlandsborinn hefur nú verið færður á annan stað, skammt frá. Verður þar freistað að fá enn meira vatn. (Ljm.: Brynj. Sveinsson). HER A AKUREYRI Skólar bæjarins tóku tii starfa í þessari viku Eíri 5 Menntaskólinn á Akureyri. | Á MÁNUDAGINN var Mennta | skólinn á Akureyri settur. Þór- \ arinn Björnsson skólameistari l flutti skólasetningarræðu og : sagði frá breytingum í skólan- 1 um og kynnti nýja kennara. 1 í vetur verða í skólanum 440 i •—450 nemendur. Fyrsti bekkur I skólans er nú lagður niður en | ein deild bætist við 4. bekk. myndin er af Marka-Lcifa, á ncðri mynd rennur safnið yfir á. = Friðrika Gestsdóttir og Skarp Fé dregið til Reykjavíkur VERÐA LÖGÐ AUKAÚTSVÖR Á ALLA AKUREYRINGA? SAMKVÆMT hinum nýju lögum um tekjustofna sveitafélaga, lagði Reykja- víkurborg tekjuútsvar á atvinnurekstur SIS á Akureyri nú í sumar. Jafnframt lagði Akureyrarkaupstaður á þennan atvinnurekstur eins og fyrirfarandi ár. SÍS kærði þessa álagningu og úrskurð aði niðurjöfnunarnefndin á Akureyri að útsvarið til bæjarsjúðs Akureyrai skyldi óbreytt standa. Álagningin vai síðan kærð til yfirskattanefndar og úr skurðaði bún í gær, að útsvar til Akur eyrarkaupstaðar skuli falla niður. Ekki er vitað á þessu stigi málsins bvort bær inn kærir þennan úrskurð til ríkisskatta nefndar. Uinsvegar virðast litlar líkur til að málið vinnist þar, eins og ákvæð- um laga um tekjustofna sveitaifélaga er liáttað í þessu atriði. Hér bafa orðið mikil mistök hjá lög- gjafarvaldiriu við setningu þessara laga, og með þeim verið að draga verulegar fjárhæðir frá heimilissveitum margra atvinnufyrirtækja og svifta þær veruleg- um tekjum. Ef að bæjarsjóður tapar tekjuútsvari v atvinnureksturs SÍS hér í bæ, sem er fast að 600 þús. krónur, má vera að gripið verði til niðurjöfnunar aukaútsvara. héðinn Pálmason, sem verið hafa fastir kennarar, hætta störfum hér, en verða kennarar við Menntaskólann í Reykjavík. Stundakennararnir Helgi Hall- grímsson, Árni Kristjánsson, prestarnir Björn O. Björnsson og Pétur Sigurgeirsson hætta störfum. Nýir kennarar settir, eru: Friðrik Sigfússon, kennir ensku og Helgi Jónsson, sem kennir eðlisfræði og stærðfræði. Þeir eru báðir stúdentar frá MA og hafa nýlokið háskólanámi. Ný- ir stundakennarar eru: Hörður Kristinsson, er kennir náttúru- fræði og Helgi Björnsson bú- fræðikandidat, sem kennir efna fræði og sérstaklega 10—12 Hvanneyringum, sem stunda framhaldsnám og dvelja þenn- an vetur í MA. Þá hefur Ingi- björg Þórarinsdóttir húsmæðra kennari verið ráðin til eftirlits- og skrifstofustarfa. Nú hefur Bryndís Þorvaldsdóttir verið ráðin leikfimikennari kvenna í stað Þórhildar Steingrímsdótt- ur, sem lætur af því starfi. Séra Hákon Loftsson kemur á ný að skólanum og kennir þar í vetur. Gagnfræðaskólinn settur. ÁMÁNUDAGINN var Gagn- fræðaskóli Akureyrar settur í Akureyrarkirkju. Var kirkjan Framhald á bls. 7. Brá á leik í fyrrakvöld skrapp ungur maður í Iþróttahúsið til að sækja þangað afl og hreysti. en á meðan brá bifreið hans, Ford Junior, sér á leik og rann af stað aftur á bak og niður Gilið. Hún hafnaði neðan við allháan kant sunnan við Sjöfn og var þá á hvolfi og sennilega ónýt. Svo heppilega vildi til, að hvorki fólk né farartæki voru á leið liinnar stjómlausu bif- reiðar, sem fór á mikilli ferð. DALVIKURSKOLAR BARNA- og unglingaskólinn á Dalvík ‘var settur í fyrradag. Nemendur eru 174, þar af 53 í unglingadeild. Kennsludeildir eru alls 9. Kennarar eru 6, auk stundakennara. Skólastjóri er Helgi Þorsteinsson. □ BEIÐ FÆRIS MEÐ HAGLABYSSU KRISTJÁN bóndi Pétursson á Ytri-Reistará drap nýlega mink í hænsnabúi sínu. Minkurinn hafði drepið þar 4 hænur. Kunni bóndi því illa og sat kvöld eitt fyrir dýrinu með hlaðna haglabyssu. Beið hann lengi kvölds, en loksins kom minkurinn og mun hafa ætlað að fá sér ljúffenga máltíð, en fékk banaskot í staðinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.