Dagur - 06.10.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 06.10.1962, Blaðsíða 5
4 T 5 iiimcaiMMMtdKiictimu.Hiiiiiiiiiiiiinmii Skólabærinn Akureyri SÍÐUSTU DAGA hefur æskufólk streymt til Akureyrar og bærinn hefur enn á ný fengið á sig hinn hressandi skólabæjarblæ. í umferð bæjarins, bóka- búðum og bíóum er hið unga fólk, karlar og konur í miklum meirihluta, og skóla- setningardagana liafa skólar og kirkja kallað öll þessi ungmenni til fyrstu samverustunda skólaársins, hvatt til dáða við námsstarfið og lýst þeim regl- um, sem nemendur verða að hlýta með- an skólavist stendur. Þrátt fyrir kennaraskort víða um land, sem á nokkrum stöðxun er slíkur, að til vandræða horfir, hefur skólunum á Ak- ureyri tekizt að ráða kennara að fullu. Akureyrarkaupstaður og skólar bæjar- ins virðast hafa búið betur að sínu kenn- araliði, en víða annars staðar, og losnar því að þessu sinni við þá upplausn í skóla málum, sem ýmsir aðrir verða við að búa. Hins vegar eru skólar bæjarins ekki búnir nægilegu húsnæði fyrir hina fjöl- þættu kennslu. í því efni má nefna, að Icikfiminámsskyldu er ekki hægt að full- nægja vegna vöntunar á aðstöðu. Kennslustarfið er töluvert erfitt, og þrátt fyrir meira húsnæði, fleirí og betri áhöld og góða skólamenntun flestra kennara, mun starfið yfirleitt leggjast þyngra á herðar þeirra en áður. Til þess liggja eflaust margar orsakir, en meðal annarra breytt viðhorf foreldranna til kennara og skóla, ásamt þeirri eðlilegu breytingu á viðhorfi fjölda nemenda, þeirra, sem ekki koma í skóla af neinni eða verulegri löngun til að læra. Hið stórvaxna og fríða fólk, sem kem- ur í gagnfræða- og menntaskóla nú í haust, hefur sumt á þremur mánuðum unnið sér inn sem svarar árslaunum kennara sinna. Þetta fólk hefur fjárráð fullorðna fólksins, en mjög misjafnan andlegan þroska. Hópur af drengjum á gelgjuskeiði gekk í fyrrakvöld um göt- umar og kastaði grjóti í götuljósin. Skól- amir munu eflaust veita þessum ungling- um verðugri viðfangsefni innan tíðar og er það heppilegri lausn en afskipti lög- reglunnar. Heillavænleg áhrif skóla á nemndur sína byggjast m. a. á gagn- kvæmu trausti nemenda og kennara og einnig á nokkrum ófrávíkjanlegum regl- um um hegðun og háttvísi nemenda. Lág- marksárangur við nám ætti einnig að vera meiri. I fjölmennum skólum er stundum of stór liópur nemenda, sem -lærir nánast ekki neitt, en er fjötur um fót skólasystkina sinna. Unglinga- og menntaskólar mega aldrei una við það hlutskipti að vera dvalarheimili þeirra harna, sem ekkert vilja læra í venjuleg- um skóla. Þau þurfa allt aðra meðferð en sæmilegt námsfólk. Sennilega þyrfti að auka samvinnu skóla og foreldra, þar sem því verður við komið, því að í þessu efni getur já- kvætt viðhorf foreldra haft hina mestu þýðingu fyrir velferð bams og unglings. I tilefni af skólasetningum á Akureyri og hinum mörgu aðkomnu ungmennum, munu allir sæmilega hugsandi bæjarbú ar bera fram þær óskir, að þetta skólaár veiti hinni tápmiklu æsku mikinn þroska. ' □ iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii JONAS JONSSON FRA HRIFLU • immmmmmmmmmmmmimii Bréf til Jónasar G. Rafnars, alþingism. á Akureyri SJÖTUGUR: Næst kæmi ég að þriðja manninum, sem við verðum að láta hverfa um stund með sín- um verkum. Hann á heima suð- ur í Reykjavík, það er JónÁrna- son í Sambandinu. Árið 1930 keypti hann fyrir Sambandið gamlar og heldur aðsópslitlar tóvélar við Glerá og setti Arn- þór Þorsteinsson yfir yirkið. Þar hafa gerst undur og stórmerki á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Jón keypti mikið af grýttu og gróðurlausu landi í kringum tó- vélarnar. Þar hafa risið stærstu og bezt á^rðu verksmiðjuhús á íslandi fyrir fjölþætta iðju úr íslenzkri vöru, ull og skinnum. Mjög hafa verið færðar út kví- arnar í þessari iðju. Fyrsta árið sem Sambandið starfrækti þess- ar vélar, voru þar 30 starfsmenn og laun til þeirra voru um 70 þúsund. Nú er starfslið verk- smiðjunnar nokkuð á þriðja þúsund og kaupgjald meira en 12 milljónir. Dúkaframleiðslan í Glerárverksmiðjunni mun vera yfir 200 þúsund metrar ár- lega. Mikil forusta er á þessari stórfelldu iðnaðarframleiðslu hjá Arnþóri Þorsteinssyni. Hann hefur auk iðnaðarframleiðslunn- ar verulega umsjón með söl- unni. Arnþór líkist um marga hluti hinum góðfrægu alda- mótabændum, sem stunduðu vel bú sín, en iðkuðu jafnframt skáldskap og söguvísindi. Arn- þór gerði það sér til frægðar að rita samtímis þér afmælisgrein í Dag eihs og þú og var öll hans framsögn hlutlaus og glögg. Var þar getið afreka kaupmanna og kaupfélaga jöfnum höndum. Þegar sleppir Jóni í Samband- inu, sem aldrei hefur átt heima á Akureyri, nema þá tvo vetur, sem hann var þar í skóla, kem- ur röðin að fyrirferðarmiklum Akureyrarbúa, Vilhjálmi Þór. Hann var um árabil einhver mesti athafnaforkólfur á land- inu. Kaupfélag Eyfirðinga færði út veldi sitt í allar áttir á þessu árabili, ekki sízt vegna snjallrar fjárgæzlu kaupfélagsstjórans, sem hafði vakandi auka á hvers konar framfararskilyrðum í bænum og héraðinu. Undir for- ustu hans reisti KEA mörg stór- hýsi og grundvallaði þá meðal annars hið mikla gistihús fé- lagsins. Á þessum árum var Vilhjálmur áhugasamur um mörg önnur merkileg stórmál, svo sem kirkjubyggipgunaá Ak- ureyri og Kristneshæli. Mundi fólki á Akureyri nú þykja mikil sjónarsvipti, ef til lengdar yrði numin burtu úr bænum merki um allar þær framkvæmdir, sem þessi mjög skapandi Eyfirð- ingur stóð fyrir með mikilli ráð- deild um langt árabil. Ekki hæf- ir, hvorki mér eða þér, að gleyma nafna okkar Jónasi Kristjánssyni, hinum mikla brautryðjanda í mjólkurmálum Eyfirðinga. Á þessum tíma fæddust uppi í Eyjafirði merkileg foringja- efni, þeir Jónas Kristjánsson og Vilhjálmur Þór. Þeir skiptumeð sér verkum. Jónas fór til Dan- merkur og lauk þar fullnaðar- námi í mjólkurmeðferð, eins og þar eru mestar kröfur nú á tím- um. Á meðan undirbjó Vilhjálm- ur heppilegt húsnæði á vegum Kaupfélagsins fyrir þessa iðju. Þegar var hafizt handa eftir heimkomu Jónasar. Undir for- ustu hans varð Eyjafjörður fyrsta hérað á íslandi, sem kom upp fullkominni nýtízku mjólk- urvinnslustöð. Hafa ráð hans verið sótt í þetta efni frá flest- um héruðum á íslandi, sem fylgt hafa í þessu efni skoðun- um eyfirzku bændanna. En í SIÐARÍ HLUTI þessari hátíðargöngu okkar, sem gert er ráð fyrir í þessari grein, meðan burt eru numin öll áhrif samvinnunnar á Akureyri, þá mundi líka verða allmikil breyt- ing í þeim efnum, sem snertir mjólkurbú Eyfirðinga. Þá mundum við ekki sjá neinar mjólkurverksmiðjur og heldur ekki neina bíla til að flytja mjólkina, heldur mundu nokkr- ir hestvagnar koma framan úr firði með smjörpinkla og sltyr- kvartel til að bæta úr þörf Ak- ureyrarbúa um þau efni, sem fornmenn kölluðu hvítar verur. Enn á ég ótalinn frægan merk- ismann, Magnús Kristjánsson, sem var í senn góður kaupmað- ur og ágætur samvinnumaður. Honum blæddi í augum að sjá um síldartímann, hve herfilega var haldið á hlut íslendinga. Er- lendir atvinnurekendur unnu úr hráefninu bæði í landi og í landhelgi eftir því sem. bezt hentaði þeim. En þegar þeir þurftu ekki að nota vörur frá íslenzkum skipum, lágu þau yzt í hafnarminni Siglufjarðar, meðan afgreidd voru skip út- lendinganna, sem áttu tækin í landi. Þetta ófremdarástand þótti Magnúsi Kristjánssyni al- gjörlega óviðeigandi. Hann beitti sér fyrir því, að ríkið byggði fullkomna síldarbræðslustöð á Siglufirði og var til þess varið fé úr framfararláni því, sem stjói-n bænda og verkamanna tók 1930. Hefurþessi verksmiðja gefizt prýðilega og eignazt dótt- urfyrirtæki við flestar hafnir landsins, þar sem síld berst í land. Má segja, að Magnús Kristjánsson sé merkismaður í sögu Akureyrar í sambandi við heppilega lausn margra þjóð- nýtra mála, en forganga hans í síldariðjumálum markar djúp giftuspor í sögu íslenzkra út- vegsmála. Fyrr er að því vikið, að þú varst ekki einn að verki við hin andlegu kynni á afmælishátíð- inni. Gísli Jónsson, mennta- skólakennari, rakti í útvarpinu einstaka viðburði í sögu kaup- staðarins. Þar sagði hann frá at- kvæðatölu þinni við þingmanns- kjör á Akureyri, en lét falla niður annað ártal, þegar hræðslubandalagið sigraði í kjördæminu. Frá endurreisn norðlenzka menntaskólans tók Gísli fram, að fimm Norðlend- ingar hefðu verið sendir suður yfir heiðar til að þreyta stúd- entspróf í Reykjavík og unnið sigur. Hins vegar var honum ekki ljóst, að endurreisn skól- ans gerðist með löngum aðdrag- anda og tveim sögulegum sigr- um. Haustið 1927 var Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, með stjórnarbréfi, heimilað að útskrifa stúdenta og í öðru lagi var málinu fylgt fram með lög- gjöf 1930. Þá var Möðruvalla- skóli raunverulega lagður nið- ur, en stofnaðir tveir skólar: menntaskóli á Akureyri og gagnfræðaskóli í Akureyrarbæ. Við þennan þátt andlegrar kynningar þarf að fylgja sömu aðferð og við grein þína. Við látum hverfa eina dagstund, allt, sem snertir endurreisn norðlenska skólans, nema suð-- urgöngu skólapiltanna. Eftir verður gamli Möðruvallaskól- inn í hálfgerðri útlegð á Akur- eyri. Menntaskólinn með sitt 20 manna kennaralið eða meira og yfir 400 nemendur, hyrfu þá um stundarsakir með öllu. Enn- fremur hinn nýi gagnfræðaskóli með góðum húsakosti og 5—600 nemendur. Samtímis væri þá um stund þurrkuð út barátta á- hugamanna norðanlands í heila öld við að endurreisa Hólaskól- ann í nýrri mynd á Akureyri. Sem betur fer stóðu tákn- myndir ykkar Gísla ekki nema eina dagstund. Þetta draum- sjónaástand hvarf og nú blasa við augum allra hinar miklu framkvæmdir samvinnumanna í bænum og héraðinu frá und- angenginni öld. Sögumeðferð ykkar Gísla Jónssonar á sér heimsfræga hliðstæðu hjá bolsivikaleiðtog- um í Rússaveldi. Einn af leið- togum þeirra, Bería, dó heldur skyndilega. Félögum hans þótti óhentugt að minningin um líf hans og starf og dauða yrði haldið á lofti í Rússaveldi. —- Stjórnin gaf þá út tilskipun um, að í hinni nýju alfræðibók rík- isins skyldi klippa úr nokkrar blaðsíður, þar sem rakin var ævisaga og afrek hins látna manns. í stað þess skyldi settur nýr kafli um Beringssund, ná- kvæmlega jafn langur þætti þeim, sem burtu var tekinn. Þá var máli Bería lokið eins og Rússar litu á þennan sögulega atburð. Sagan var þá að þeirra dómi komin í samræmi viðþjóð- armeðvitundina. Sögugerð ykkar Gísla er mjög hliðstæð þessari austrænu fyrir- iiiiiiiiiiiui 1111111111111111111111111111111111111111 lllllllllll•ll•lllllllllll|.lt•l• MÁL MÁLANNA HÚSNÆÐISMÁLIN í Akureyr- arbæ eru að komast í hreint öngþveiti. Margar fjölskyldur í bænum eru húsnæðislausar eða hafastvið í ófullnægjandibráða- birgðahúsnæði. Er svo komið, að fólk er farið að hafa við orð að flytjast úr bænum vegna hús- húsnæðisvandræða, og önnur dæmi sína, að menn hafa hætt við að flytjast tilbæjarins vegna húsnæðiseklunnar. Ástæður þess, að svo er kom- ið, sem hér er sagt, eru að sjálf- sögðu ýmsar. Ein er sú, að nokk- ur gömul hús hafa verið tekin úr notkun sem íbúðarhús, enda fyrirhugað að rífa þau. Svo kemur og hitt til, sem mestu veldur, að stórkostlegur sam- dráttur hefur orðið í nýbygg- ingum vegna dýrtíðar, versn- andi lánskjara og minnkandi út- lána, sem er einn meginkjarn- inn í núverandi stjórnarstefnu. — Hefur byggingarkostnaður aldrei verið í jafn hróplegu ó- samræmi við tekjur heimilis- feðranna eins og nú tvö síðustu árin. Lætur nærri, að árskaup verkamanns svari til vaxta einna saman af meðalíbúð. Hve lengi er hægt að þola slíkt á- stand? Ráðamenn Akureyrarbæjar geta ekki horft aðgerðarlausir á ástandið eins og það er. Að vísu er það tæplega á þeirra valdi að breyta stefnu ríkisstjórnar- innar í þessu eða öðru, og þó gætu þeir haft einhver áhrif í þá átt, að stjórnarvöldin hugsi til stefnubreytingar, m. a. með gagngerri rannsókn á húsnæð- ismálunum í bænum og vektu með því hreyfingu, sem e. t. v. bærist víðar, því að Akureyri er ekki einsdæmi, hvað þessu við- víkur. Full ástæða er til þess að ótt- ast, að húsnæðisleysið kunni að leiða til þess, að íbúafjöldi bæj- arins staðni, eða dragist saman, því að a. m. k. tvennt verður að vera fyrir hendi, ef bær á að vaxa og þroskast, annars vegar heilbrigt atvinnulíf, hins vegar viðunandi lífsþægindi og þá fyrst og fremst nægilegt íbúðar- húsnæði. Svo mjög eigum við Akureyr- ingar í vök að verjast fyrir að- dráttarafli Suðvesturlands, að við megum í engu missa þeirra skilyrða, sem laðar fólk til bú- setu hér. Okkur ber að hafa vakandi auga á brýnustu vanda- málum hvers tíma, og eins og nú horfir, eru fá mál brýnni en lausn húsnæðiseklunnar í bæn- um. Má e. t. v. segja, að það sé nú mál málanna, þó að mörg önnur verkefni bíði einnig úr- lausnar í okkar kæra bæ. Það er gleðilegt, að bæjar- stjórnin hefur þegar tekið mál- ið til nokkurrar umræðu, og þarf ekki að efa, að almenning- ur mun fylgjast með niðurstöð- um þess í bæjarstjórn. I. G. mynd. Ekki skal um það deilt, hvernig fyrirmyndin hefur bor- izt hingað. Ekki heldur spurt um, hvoi;t hún muni verða lang- líf í landinu, það er mál fram- tíðarinnar, en um hitt er full á- stæða til að ræða, hvort þessi sagnaritun muni henta þjóðinni. Nokkrir gallar eru sýnilega á Akureyrar sögu þinni. Hún gef- ur öfuga mynd af þróun bæjar- ins alveg eins og greinin um Beringssund gefur villandi hug- mynd um Bería. Enginn sæmi- lega greindur maður, sem vissi ekki annað um Akureyri en það, sem stendur í afmælissögum ykkar Gísla, gæti haft mætur á kaupstaðnum eða trú á framtíð hans. Æskumenn í bænum gætu dáðst að útsýni yfir fjöllin og fjörðinn af leikvöllum á Odd- eyri og ýmsu, sem þið minnt- ust á, en þær fyrirmyndir gætu ekki hitað hjörtu margra manna eða eggjað þá til þjóðnýtra af- reka. ••IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHU* | SKEÐUR MARGT | I í SKAGAFIRÐI | Skeður margt í Skagafirði, skrafa menn um graðhestinn. Sveinn mun ætla einskis virði alla nema Skarphéðinn. Saga mörg um sveitir flýgur seyru blandast húmorinn. Allir vita aú ekki lýgur öðlingurinn Skarphéðinn. Gerast fáir griðastaðir Geltir margur hundurinn. Húnvetningar hryssuglaðir hræðast allir Skarphéðinn. Allar sveitir arga og siga, illu hótar fógetinn. Ótal merar innan sviga elta veslings Skarphéðinn. Yfirvöldin ættu að finna eðlishvatar-sjúkdóminn, ríða hægar, ropa minna, og reyna að gifta Skarphéðinn. Þá mun harm hjá Sveini sefa sigurvon um graðhestinn, og allar merar yfirgefa aumingjann hann Skarphéðinn. H. G. SAMTININGUR f Svíþjóð og Bandaríkjunum er sj álfsafgreiðslufyrirkomulagið í verzlunum komið á það stig, að menn geta nú keypt varahluti í bíla á þann hátt. —o— Lengir lífið. Samkvæmt nýjustu skýrslum lengir hjónabandið líf fólks nokkuð, ef við það er mið- að, að jafnhraust veljist til ein- lífis og hjónabands. —o— Mannfjöldi í heiminum var tal- inn vera yfir 3000 milljónir um mitt síðasta ár. Fólkihefur fjölg- að mjög ört síðasta áratuginn, eða um 1.8% á ári. Árni Jóhaimesson. hreppstjóri á Þverá SJÖTUGUR varð nýlega Árni Jóhannesson, hreppstjóri að Þverá á Staðarbyggð. Var það ætlun sveitunga hans að halda honum samsæti þennan dag til r l að þakka honum langt og giftu- drjúgt starf í þágu sveitarfélags ins, en af heimilisástæðum baðst hann undan þessu, og leið því afmælið hjá í kyrrþei, enda þótt margir hefðu kosið að taka í hönd hans þennan dag. Til þess þó að sýna aðeins lítinn vott þakklætis síns, færðu Onguls- staðahreppsbúar honum að gjöf málverk af Þingvöllum eftir Svein Þórarinsson. Árni Jóhannesson er fæddur að Kussungsstöðum í Fjörðum 2. sept. 1892. Hann er sonur Jó- hannesar bónda þar Jónssonar _prests Reykjalíns á Þöngla- bakka og konu hans Guðrúnar Hallgrímsdóttur bónaa á Hólum í Fjörðum Ólafssonar. Ungur að árum stundaði hann nám í Bún aðarskólanum að Hólum í Hjaltadal, en réðst síðan um tví- tugsaldurinn inn að Þverá til ekkjunnar Önnu Magnúsdóttur, sem þá hafði fyrir skömmu misst mann sinn, og stóð fyrir búi hennar um langt árabil. Án efa var það hinum unga manni góður skóli og mikil lífs- gæfa að setjast að á þessu á- gæta heimili og taka þar við búsforráðum Við hlið hinnar bjartsýnu, stórhuga og þrek- miklu húsfreyju, Önnu Magn- úsdóttur. Heimili hennar var ekki aðeins fagurt og aðlaðandi að ytra búnaði, heldur líka fyrst og fremst fyrir þá miklu gest- risni og alúð, sem þ>ar jafnan var auðsýnd hverjum, sem að garði bar, og fyrir þá fágætu ást úð og eindrægni, sem þar ríkti jafnan milli hennar og barn- anna og sannarlega var til fyrir myndar. Hér kunni Árni brátt vel við sig og nam yndi, enda er Þverá ein af fegurstu jörð- unum í Eyjafirði. Sýndi það sig fljótt að hann lá ekki á liði sínu, enda var hann hinn mesti skarp leikamaður til allra verka, áhuga samur og hafði beztu forsjá með öllu. Gekk búskapurinn því eins og í sögu og voru framkvæmdir miklar, bærinn húsaður stór- mannlega og margar umbætur aðrar. Árið 1919 kvæntist hann Þóru Jónsdóttur, elztu heimasætunni á Þverá, mikilli úrvalskonu að allra dómi, sem hana þekkja, og hófu þau þá búskap á hluta jarðarinnar í félagsbúi með Önnu Magnúsdóttur og börn- um hennar, sem nú voru upp- komin. Er það til marks um sam hug og eindrægni þessa fólks, að það hefur lengst af búið fé- lagsbúi og starfað sem einn mað ur að öllum framkvæmdum á jörðunni. Fyrir allmörgum ár- um brann hið mikla og glæsi- lega íbúðarhús með sviplegum atburðum, svo að heimilisfólk- ið komst nauðulega úr eldinum og Árni með allmiklum bruna- sárum. En ekki brá hann sér hið minnsta við það, heldur hóf endurbyggingu við fyrsta tæki- færi og byggði ennþá betra og vandaðra hús í félagi við mág- konu sína, Rósu, sem þá hafði tekið við búi móður sinnar. Þau hjónin eignuðust sjö mannvænleg börn og eru nú öll uppkomin og horfin úr föð- urhúsum, nema sonurinn Jón, sem nú hefur að mestu tekið við búskapnum. Má allt hið sama segja um heimili Árna og heimili tengdamóður hans, að þar hefur jafnan ríkt óvenjuleg hlýja og alúð milli allra og hafa hjónin og börn þeirra verið sam hent í því að gera heimilið sem vistlegast og ánægjulegast, og hefur þar jafnan verið ríkjandi gestrisni og höfðingsskapur. Jafnhliða stórbúskap hefur Árni löngum gegnt mörgum op- inberum störfum. Mun hann hafa gegnt flestum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína, meðal annars verið sveitaroddviti og hreppstjóri um fjölda ára. Er það einmælt að hann hafi unn- ið þessi störf af frábærum ötul- leik og skyldurækni, enda er hann góðum vitsmunum gædd- ur og fylginn sér, hvar sem hann leggur hönd að verki. Opinber störf eins og þau, sem Árni hefur unnið, eru bæði erilsöm og illa launuð, enda er nú svo komið, að margir reyna að hliðra sér hjá að vinna þau. En rétt á litið er þetta þjónusta við almenning, sem einhver verður að leggja á sínar herðar, og má ekki minna vera en að þökkuð sé að verðleikum. Til þess þarf oft mikla lipurð og lagni að greiða úr ýmiss konar misklíð, sem orðið getur innan sveitarfélaga, og veit ég ekki betur en Árna hafi tekizt far- sællega öll sín sveitarstjórn og hefur hann þó hlotið í vöggu- gjöf nokkuð af örlyndi og til- finningahita Reykjalínanna, og fylgir fast fram þeim málstað, sem hann trúir á. En allir vita, að hann er drengur góður í raun, og fyrir það nýtur hann . almenns trausts og virðingar í sveit sinni. Það er út af fyrir sig mikil hamingja að búa á einu fegursta býlinu í fegurstu sveit lands- (Framhald á bls. 7) U M D A FRÁ ÖSKJUFERÐ V E G ! N N I. t Á AUSTURLEIÐ. Velta hjól um heiðavegi, halla tekur faradegi, bjart er yfir láði og legi, langt er enn til Herðubreiðar — takmarks okkar löngu leiðar. Skjótur eins og eldibrandur áfram þýtur hjólagandur, hverfist fram hjá hraun og sandur. . Húmar að í Bjarnarflagi. Veðurspá í verra lagi. Fyrr var margt á Mývatnsfjöllum af meinvættum og grimmum tröllum, en nú er hægt og heimilt öllum að halda í friði þangað austur, hvar bæði er Péturskirkja og Klaustur. Húmið yfir auðnir sígur, ógreiðfær er hraunsins stígur, hugur ört á undan flýgur, enda skammt til háttamála, — þarna er ljós í Þorsteinsskála. n. VIÐ ELDSTÖÐVARNAR. Uppi á víðum víkursléttum vegur teygist, óralangur, sveig hjá öldum, krók hjá klettum kemst, þótt stundum seinki gangur. Hraunið nýja, er hér úr jörðu á hausti liðnu eldrautt flóði, þekur landið, líkjast hörðu, löngu runnu, svörtu blóði. Gapá svartir gígakjaftar, gufur upp úr sprungum streyma. Ómælandi ægikraftar, upphafssmiðir jötunheima, hafa þar með brælu og báli brotizt upp úr hraunaskvompum, — allvænri rriundi eldaskáli undir þessum heljarstrompum. Bak yið,;opnast auðnin hljóða, ógna geimur. jökulsvalur, frægust allra eyðislóða, Austurfjálla „Kaldidalur“. Hríð ér innari Öskjufjalla, orpið klaka brunagrýti, fallin mjöll-á mel og hjalla, meir að segja kalt í Víti. f M F E i III. í í DREKAGILI. Mörg finnast undur um Ódáðahraun, sem eldur og vatn hafa steypt og grafið, jarðskjálftar sundrað, sökkt og lyft og sandbyljir fægt og skafið. En stað veit ég bera þar einn af öllum, — eins og verk eftir geggjaðan galdramann er gil eitt í Dyngjufjöllum. Mörg hef ég litið gljúfragil með gjallroðnum lögum og stuðlabergi, jafnbyggð sem steingerð sléttubönd svo stöðug að skeikar hvergi. En hérna er allt með öðru lagi, það orkar á mann eins og atómljóð af undarlegasta tæi. Finngálkn stendur á hamri hátt, herklæddur steinþurs á gnípu trónar, drangar hallast að bjargi og brík eins og blindfullir lassarónar, álagasvipur á öllu ríkir, j og jafnvel fossinn, sem fellur hér, á fáa sem eru honum líkir. Bergþilin eru skökk og skæld, skútar gapa undir nefi og stalli, úr skriðunni gægist gamall skafl eins og gráhærður jötunskalli. Ég skil ekki hót í því sköpunarverki, — stend aðeins hokinn og stari á það allt, eins og steingert spurningarmerki. Dvergur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.