Dagur


Dagur - 20.10.1962, Qupperneq 1

Dagur - 20.10.1962, Qupperneq 1
Máluagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Eri.ingur Davíusson Skrifstofa í MaI'NARstræti 90 SÍ.MI 1106. Sf.tnincu og prfntun ANNAST PRENTVERK OllDS Björnssonar h.f„ Akureyri Dagur XLV. árg. — Akureyri, laugardaginn 20. október 1962 — 53. tbl. AUGI.ÝSlNGASTJÓRi JÓN SAM- ÚKLSSON . ArGANGURINN KOSTAR KR. 120.00. GjAl.DDAGl.ER 1. JÚI.Í Bl.AÐIÐ KEMUR ÚT Á MHIVIKUDÖG- UM OG Á LAUGARDÖGl'M, ÞKGAK ÁSTÆÐA ÞVKIR TII. Kaffiliúsið Hlöðufell Ilúsavík, 14. okt. í gær tók til starfa kaffihús á Húsavík. Það heitir Hlöðufell og er eign sam- nefnds hlutafélags. Forráða- Brutu umferðamerki NÝLEGA handsamaði lögregl- an mann um tvítugt, og hafði sá, ásamt félögum sínum, borið uppsláttartimbur frá nýbygg- ingu Sjálfstæðismanna út á götu og valdið umferðartruflun. Sömu menn brutu umferðar- merki hér í bæ. Málið var tekið fyrir í gær og hafa sökudólgarn- ir greitt skaðabætur og segtir. Flótti frá búskap Haganesvík 18. okt. Búið er að slátra hér rúmlega 5 þús. fjár og er það færra en í ryrra. En þá var fé fækkað, en meira mun nú sett á af lömbum. Héðan úr sveitunum flytja nú fjórir bænd ur og yfirgefa jarðir og bú. Þeir eru þessir: Vilhjálmur Guð- mundsson, Hraunum, sem bjó á hálfri jörðinni, Jón Sigmunds- son, Illugastöðum, Gísli Sölva- son, Dæli, og Árni Eiríksson, Reykjarhóli. Ekki er vitað hversu fer um þessar jarðir. Barnaskólinn á Ketilási er tekinn til starfa, en kennsla er ekki byrjuð í Sólgarði. menn þess buðu í gærdag til kaffidrykkju og til að skoða húsið, bæjarráði Húsavíkur, bæjarstjóra, bæjarfógetanum á Húsavík og sýslumanni Þingey- inga svo og fréttamönnum blaða og útvarps. Húsið er mjög vistlegt hið innra og búnaður allur hinn smekklegasti. Yfir kaffiborði hafði forstöðu maður hússins, Guðmundur Hákonarson, bæjarfulltrúi, orð fyrir veitendum og þakkaði for ráðamönnum Húsavíkurbæjar og bæjarfógeta fyrir góðan skilning á nauðsyn kaffihúss á Húsavík. Nokkrir gestanna tóku til máls og lögðu flestir í ræðum sínum áherzlu á menn- ingargildi hússins og þökkuðu eigendunum fyrir auðsætt fram lag til húsvískrar og þingeyskr ar menningar. í gærkveldi var svo haldinn fyrsti dansleikurinn í húsinu. Þar var gleði ágæt í góðum drykkjum og óx menningin við hvern drukk, eins og ræðumenn höfðu séð fyrir. MISJÖFN RJÚPNAVEIÐI. Byrjað var að ganga til rjúpna á mánudaginn, en veiði hefur verið misjöfn, eða frá einni eða tveimur og upp í stö tíu yfir daginn. Mest hefur ver ið af rjúpu á Tjörnesi. Þ. J. Nýi stálbáturinn og hjá honum elzta bifreið Skagfirðinga, frá 1929, áður bifreið Rafveitu Akur- eyrar. Við bifreiðina stendur eigandinn, Ingi Sveinsson, sem byggði stálbátinn. (Ljósm.: A. B.) STÁLBÁTUR BYGGÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI Er rúmar 17 rúmlestir og ætlaður til fiskiveiða Sauðárkróki, 14. okt. Það má til tíðinda teljast að 12. þessa mán. var sjósettur 17 rúmlesta stálbátur, sem smíðaður er hér á véla- verkstæði Inga Sveinssonar, vélsmiðs. Stjórnaði hann því verki að öllu leyti og er eigandi bátsins. Það mun fátítt að svo stór bát- ur sé byggður við ekki betri sjósetningarskilyrði en hér eru. Smíði bátsins var hafin í febr. Teikningar gerði Ágúst Sig- sl. og þá inni í verkstæðisbygg- urðsson, skipafræðingur. Yfir- ingunni, en í sumar var unnið að verkinu úti. Sféíf með stéff sagði ríkissfjérnin En hún hefur þrisvar sinnum sprengt alla kjarasamninga í DAG MUN haldinn á Akureyri fyrsti samningafundur um kaup og kjör milli atvinnurekenda og þeirra aðila, sem sagt hafa upp samningum. Ríkisstjórnin, sem lofaði þjóðinni vinnu- friði og nýrri stefnu, undir kjörorðinu STÉTT MEÐ STÉTT, hefur þrívegis sprengt alla samninga og með því komið af stað yfirgripsmiklum og hættulegum vinnudeilum. Veturinn 1960—1961 hafnaði ríkisstjórnin algerlega þeirri ósk alþýðusamtakanna að létta á einhvern hátt lífsbaráttu almenn- ings. Eftir neitunina skullu verkföll yfir. Samvinnumenn leystu þau, en ríkisstjórnin svaraði með annarri gcngisfellingu og nýrri dýrtíðaröldu. Þetta leiddi til vinnu- deilna sl. vor, sem aftur voru leystar á Norðurlandi. í bæði skiptin er samið var, áttu samning- amir að halda fullu gildi og tryggja áfram- haldandi vinnufrið — nema ef dýrtíðin yxi meira en ákveðinn hundraðshluta. Stjórnin hefti ekki þá dýrtíðaraukningu, og enn er það hennar sök að samningamir frá í vor eru úr gildi fallnir og átök hafin í kjara- málunum. Verkföll og vinnudeilur er höfuðeinkenni núverandi stjómar. Flestum mun finnast mál til komið að þeim linni. TJÓNIÐ TUGIR MILLJÓNA. Allur togarafloti landsmanna lá aðgerð- arlaus í sumar vegna vinnudeilna. Síldveiði flotinn tafðist um hálfs mánaðar skeið í byrjun veiðitímans við Norðurland. Og nú er síldveiðiflotinn, sem hefja átti veiðar við Suðurland í haust, bundinn við hafnarbakk ana. Mun sú stöðvun þegar hafa komið í veg fyrir milljónatuga aflaverðmæti og óvíst um lausn þeirrar deilu. 1 Reykjavík, Halnarfirði, Akranesi og Akureyri hefur samningum verið sagt upp. Má því segja, að allt logi í vinnudeilum og hafi gert í tíð núverandi ríkisstjórnar. STÉTT GEGN STÉTT er staðreynd í stað skrautmælgi íhaldsins um stéttarfrið og einingu. Vonandi verður gæfa þjóðarinnar svo mikil, að þessar vinnudeilur allar verði leystar á skynsamlegan hátt. Mun það þá enn verða á valdi ríkisstjórnarinnar að Iryggja varanlegan vinnufrið eða sprengja gerða samninga í fjórða sinn. □ bygging er úr aluminium. Vist- arverur eru fyrir 6 rnanns. í þeim er miðstöðvarhitun frá að- alvél. Eldað er við Kosangas. Báturinn er búinn 87—115 hest- afla Volvo Penta vél. í honum er háþrýsti vökvadrifið kerfi, sem hægt er að skipta yfir á þrjú spil, línuspil, dekkspil og kraftblökk. í bátnum 'eru öll venjuleg ör- yggis- og siglingatæki, einnig er í honum fiskileitartæki af Bas- dic gerð, en það er sérlega hent- ugt til þess að leita að torfu- fiski. Allur virðist báturinn vera vandaður og vel unninn og hið myndarlegasta skip. Það mun ætlan eigandans að gera bátinn út til fiskveiða. Þá hefur Ingi Sveinsson ann- an bát í smíðum, er það 10 lesta eikarbátur og er smíði hans langt komið. Þetta eru fyrstu bátarnir sem hér eru smíðaðir svo stórir og frumsmíð Inga Sveinssonar að þessu leyti. Hann mun-hins veg ar hugsa sér að láta hér ekki staðar numið í smíði skipa, heldur færa út kvíarnar, ef mögulegt er. Nýi báturinn mun fara á veið ar um næstu mánaðamót, sagði Ingi Sveinsson í gær. Hann á- lítur að við saamilegar aðstæður muni stálbátar verða ódýrari en bátar úr tré. Til samanburðar á kostnaði segist Ingi einnig hafa trébát í smíðum, sem lokið verður smíði á eftir ca. mánuð. Að lokum sagði Ingi Sveins- son að Norðlendinga vantaði að eins herzlu muninn til að hefja smíði stálskipa, og mundi það einkum vera sjálfstraustið sem skorti. Norðmenn teldu ekki verulega framtíð í trébátasmíði nema helzt handa sérvitrum ís- lendingum. Við komumst ekki fram hjá hinni nýju þróun og ættum að taka þessi mál í okk- ar hendur í stað þess að ausa gjaldeyri þjóðarinnar í vinnu- laun til annarra landa, fyrir störf, sem við getum vel innt af höndum sjálfir. □ AFMÆLÍSGREIN ALDARAFMÆLIS Akureyrar var minnzt í tveimur norskum blöðum þann 28. ágúst s. 1. Voru það blöðin „Bergens tidende“ og „Norges Handels- og Sjöfars- tidende". Birtu þau afmælis- grein eftir Eirík Sigurðsson skólastjóra um bæinn og fylgdu myndir greininni. □ SLATRUN LOKIÐ Dalvík, 19. okt. Sláturtíð lýkur í dag. Lógað var 7939 dilkum, og höfðu þeir 13,78 kg. kropp- þunga að meðaltali, sem er að- eins meira en í fyrra. Fullorðið fé var 1432. Þyngstan dilk- skrokk átti Gunnlaugur Gísla- son bóndi á Sökku, 25,5 kg. 118 nautgripum og 25 hrossum var lógað. AFLI LÍTILL. Togskipið Björgvin og 5 þil- farsbátar með línu stunda veið- ar en afli er lítill. Veður eru mild en stormasamt. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.