Dagur - 31.10.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1962, Blaðsíða 1
Máloagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davídsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 Sími 1166. Setningu oc prentun annast Prf.ntverk. Odds B jörnssonar H.F., Akurf.yri Daguk XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 31. október 1962 — 55. tbl. AuCLÝSlNGASTJÓRI JÓN SAM- ÚELSSON . ÁrGANGÚRINN KOSTAR kr. 120.00;Gjaldda'gi kr I. jölí BlAÐID KF.MHR LT Á MIDVIKUDÖG- UM OG Á I.AUGARDÖOUM, ÞEGAR Á5TÆBA ÞYKIR TIL Dauðsærður Iiestur A LAUGARDAG vildi það til á veginum skammt frá Þórustöð- um á Staðarbyggð, að hestur varð fyrir fólksbifreið. Hestur- inn kastaðist upp á „húddið" ÞUNGT FÆRI 1 GÆR fór enginn bíll yfir Öxnadalsheiði eða Vaðlaheiði vegna snjóa og dimmviðris. En í dag er ráðgert að opna veginn á Öxnadalsheiði, ef veður leyfir. Mun Vegagerðin veita bílum að stoð og verður þar mikil um- ferð, því margir bílar bíða. í Öxnadal var að verða ófært í gær. í lágsveitum hefur færið verið að þyngjast tvo síðustu daga, en var í gær fært stærri bílum. rj SKAKFÉLAGIÐ í | KEPPNISFÖR SKÁKFÉLAG AKUREYRAR háði kappskák við Húnvetninga og Skagfirðinga á Sauðárkróki sl. sunnudag. Teflt var á 20 borð um og báru Akureyringar sigur úr býtum með 13:7. — Haust- mót félagsins hefst í Lands- bankasalnum 1. nóvember. ? og braut framgluggánn, en skall síðan á veginn. Hann stóð upp og gekk nokkur skref, én lagð- ist þá. Var hann mjög illa skor- inn. Hann var síðan skotinn þar á staðnum áður en lögreglan kom. Bifreiðarstjóri meiddist lít ilsháttar, en farþegi ekki. Menn þessir voru á leiðinni á dansleik í Freyvangi. Níu bílar lentu í árekstri á Ak ureyri á mánudaginn. Einn af þeim var keðjulaus. Ekki urðu slys á fólki, en hinsvegar skemmdust . bílamir, einkum tveir mjög mikið. ? MYNDARLEG BÓKASÝNING Á MORGUN lýkur mjög eftir- tektarverðri bókasýningu í Gildaskála KEA. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar efndi til sýningarinnar og er aðgangur ókeypis. Á bókasýningunni er margt mjög vandaðra bóka, brezkra, amerískra, þýzkra og franskra. Allar bækurnar eru til sölu og verða afgreiddar sjðasta sýningardag, eftir pöntunum. Steinar Guðjónsson annast sýningu þessa og leiðbeinir.gfist um, sem hafa verið margir alla dagana. ? \ Nýtt bifreiðaverkstæði í byggingu við Norðurgötu. Grindin er úr strengjasteypu, og er hér ; verið að leggja ca. 10 metra langar og 1,80 m breiðar þakplötur, úr strengjasteypu. (Ljm: E.D.) Rannsóknarstofa á Norðurlandi AÐALFUNDUR Ræktunarfél- ags Norðurlands var haldinn á Akureyri laugardaginn 27. okt. s. 1. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá fjórum sýslum á félagssvæðinu svo og frá æfi- félagadeildum Ræktunarfélags- ins. Frá tveimur sýslum félags- svæðisins voru engir fulltrúar mættir. Vakti athygli um allt landið ÞAÐ VAKTI athygli um land allt, að bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaðar skyldi sýna þá rögg- semi að ákveða að loka hinum illa þokkuð sjoppum frá næstu áramótum að telja, á sama tíma og venjulegum sölubúðum. Yf- irleitt munu foreldrar í bænum hafa fagnað þessari ákvörðun. Samkvæmt umsögn skólakenn- ara, sem létu unglingana skrifa ritgerð um þetta efni síðasta vetur, lýsti unga fólkið nær undantekningarlaust andúð sinni á sjoppunum, og er rétt að þetta álit unglinganna komi fram og er þeim til sóma. Það eru aðeins sjoppueigend- urnir, sem bera harm í hjarta. Sá harmur er vel skiljanlegur, þegar peningasjónarmiðin ein eru höfð í huga. Einhverra hluta vegna var þunnt móður- eyra íhaldsins þegar sjoppueig- endur tóku að barma sér. Báru þeir einkum upp vandkvæði sín við forseta-bæjarstjórnar og töldu hann ekki mikinn mann ef hann gæti ekki komið sjoppu lokunartillögunni fyrir kattar- nef. Rifu þeir hár sín og klæði og forsetinn líka, en allt kom fyrir ekki. Afgreiðsla málsins í bæjar- Helgi Vaiíýsson úMl HINN 25. október sl. varð Helgi Valtýsson rithöfundur á Akur- eyri 85 ára. Hann er um margt hinn merkasti maður og dreng- ur góður í orðsins fyllstu merk- ingu. Fjölmenntaður og fjölgáf- aður hugsjónamaður. í tilefni afmælisins gefur Helgafell út ofurlítinn hluta af óprentuðum ljóðum hans. Dagur sendir afmælisbarninu innilegar heillaóskir í tilefni af- mælisins, og þakkar löng og góð kynni, hollráðin öll og góðan skerf til menningarmála. ? ráði og síðan í bæjarstjórn var lærdómsrík. f bæjarráði var fyrst til umræðu tillaga frá fulltrúa Alþýðuflokksins um nokkra styttingu á sölutíma sjoppanna. En breytingartillaga um að miða lokunina við al- mennan lokunartíma sölubúða frá fulltrúa Framsóknarmanna var samþykkt með atkvæðum Framsóknar ag Alþýðubanda- lags, gegn atkvæðum Alþýðu- flokks og íhalds. í bæjarstjórn var svo sam- þykkt með atkvæðum Fram- sóknar og Alþýðubandalags, að lokunin skyldi miðast við al- mennan lokunartíma sölubúða frá 1. jan. n. k. til 1. júní, en yfir sumarið skyldi sjoppum lokað kl. 10 að kveldi. íhalds- menn, sem sáu í hverjar ógöng- ur þeir voru komniv í málinu, gugnuðu við lokaafgreiðsluna, nema einn, og sátu hjá. Sjoppueigendur og nokkrir misvitrir framámenn í liði íhalds og krata eru þeir einu í bænum, sem ekki eru ánægðir með lokun sjoppanna. En allur .almenningur skilur það rétti- lega að hér var heillaspor stigið (Framhald á bls. 7.) Reikningar félagsins sýna, að fjárhagur þess má kallast góð- ur. Segja má, að merkasta mál fundarins væri stofnun og starfræksla rannsóknarstofu á Norðurlandi, þar sem fram- kvæmdar væru jarðvegs- og fóðurrannsóknir fyrir bændur á félagssvæði R. N., en það nær yfir allt Norðurland. Almennur áhugi hefur vaknað fyrir því, að slíkar rannsóknir yrðu fram- kvæmdar með stuttu millibili á hverju einasta býli. I þessu máli gerði fundurinn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, haldinn á Akur- eyri 27. okt. 1962, telur mjög mikla nauðsyn á, að stofnuð verði og starfrækt rannsóknar- stofa hér norðanlands, þar sem framkvæmdar verði jarðvegs-, fóður- og efnarannsóknir. Felur Forstöðumaður hand- ritastofnunarinnar HINN 26. október sl. skipaði forseti íslands dr. Einar Ólaf Sveinsson forstöðumann Hand- ritastofnunar íslands frá 1. nóv. 1962 að telja. Forstöðumaðurinn skal jafnframt vera prófessor í heimspekideild Háskóla íslands með takmarkaðri kennslu- skyldu. Metsala hjá Björgvin Á FIMMTUDAGINN seldi tog- skipið Björgvin frá Dalvík 71 tonn af ísuðum fiski í Bretlandi fyrir 8034 sterlingspund eða ca. kr. 13.50 hvert kg og er það metsala. Skipstjóri er Björgvin Jónsson á Dalvík. {y fundurinn stjórn félagsins að beita sér fyrir stofnun slíkrar rannsóknarstofu og að undirbúa þetta mál sem bezt fyrir næsta aðalfund búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórðungi og næsta aðalfund Ræktunarfélags Norðurlands. Á fundinum var allmikið rætt um nauðsyn þess, að hvetja bændur til að gróðursetja og rækta skjólbelti í ræktuðum löndum sínum. — Voru fund- armenn einhuga um, að Rækt- unarfélag Norðurlands ætti að hvetja bændur til slíkra til- rauna og aðgerða á öllu félags- svæðinu. Samþykkt var að veita skjól- beltafélagi bænda, er stofnað hefur verið í norðurhluta Öng- ulstaðahrepps, kr. 5.000,00 til að hefja skipulagða skjólbeltarækt á því svæði og gæti sú fram- kvæmd orðið öðrum bændum og félagssamtökum þeirra til leiðbeiningar. Stjórn Ræktunarfélags Norð- urlands skipa þeir Steindór Steindórsson, Ólafur Jónsson og Jónas Kristjánsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Ólafur Jónsson. ? GEKK I SJOINN ÞAD BAR VIÐ, á fimmtudag- inn, hjá smábátahöfninni á Odd eyri, að þar bar að drukkinn mfinn úr bænum og gekk hann út af bryggjunni. Viðstaddir drógu hann í land og var hann síðan fluttur á lögreglustöðina. Þar rannsakaði læknir hann og taldi ekki annað að hinum sjó- blauta manni en ofneyzla áfeng is, og var því farið með hann sem slíkan. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.