Dagur - 31.10.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 31.10.1962, Blaðsíða 5
4 5 C Baguk Lífill vinnufriður ÞAÐ, SEM öðru fremur hefur einkennt valdaferil núverandi ríkisstjómar eru hinar sífelldu kjaradeilur og ófriður á vinnumarkaðinum. Það var að minnsta kosti í orði kveðnu eitt höfuð markmið ríkisstjómarinnar, að koma í veg fyrir verðbólgu. Það lék raunar enginn vafi á því í upphafi hverj- ir áttu að borga lierkostnaðinn í þeirri ~ baráttu, því að strax í upphafi lækkaði stjómin gengi krónunnar, en festi laun með því að taka þau úr sambandi við vísitöluna. Launamenn, og aðrir, sem tekjur hafa í hlutfalli við þá, urðu því að taka á sig stórfelldar verðhækkanir án þess að nokkuð væri gert fyrir þá til .. að mæta þeim. ÞAÐ VAR öllum sanngjömum mönnum Ijóst, að þetta fengi ekki lengi staðist. Veíurinn 1960—1961 leituðu alþýðusam- tökin eftir því við ríkisstjórnina að hún gerði einhverjar tilslakanir á stefnu sinni sem léttu kjör meðlima þeirra og hétu því að meta hverja lagfæringu á verð- lagi eða tilkostnaði til jafns við beina launahækkun. En ríkisstjómin fékkst ekki til að gera neitt í þessu efni og í maímánuði 1960 hófust hinar hatrömm- ustu kjaradeilur. SAMVINNUMENN á Norðurlandi höfðu forgöngu um hóflega og skynsamlega lausn á þessum vanda. Það var þeim að sjáífsögðu ljóst, að einhver hluti kaup- hækkananna hlyti að koma fram í hækk- uðu verðlagi og samningamir höfðu því að geyma ákvæði um það, að þeir skyldu halda gildi sínu þótt verðhækkun yrði, allt að 5% . Öllum hugsandi mönnum var það Ijóst, að það var ríkisvaldinu hægur vandi að halda verðhækkunum innan þess ramma, en um það hirti ríkis stjómin ekki, heldur lækkaði hún geng- ið á nýjan leik, með þeim afleiðingum að nýtt dýrtíðarflóð sprengdi ranima allra kjarasamninga. ÞAÐ KOM auðvitað þegar í Ijós, að laun þegar gætu ekki sætt sig við slíkar ráð- stafanir, heldur hlytu að leita eftir ein- hverri leiðréttingu sinna mála. Og á síð- asta voru höfðu samvinnumenn á Norð- urlandi aftur forystu um, að veita laun- þegum hófsamlega leiðréttingu mála sinna. Og enn vom í samningunum ákvæði, sem gátu tryggt það, að vinnu- friður héldist til langframa. Samning- amir skyldu halda gildi sínu, ef vísitala færi eki fram úr 122 stigum fyrir 1. nóv. Ríkisstjóminni var það í lófa lagið, með ráðstöfunum, sem vom þjóðfélaginu ódýrar og raunar sjálfsagðar, að halda verðlaginu innan þess ramma. En um það hirti hún ekki, með þeim afleiðing- um, að nú em allir samningar lausir og kjarabaráttan hafin að nýju. ÞANNIG hafa íslenzkir samvinnumenn, af ábyrgðartilfinningu og sanngimi, a. m. k. tvívegis skapað ríkisstjóminni tæki- færi til að koma á varanlegum vinnu- friði í landinu, en hún hefur þrívegis sprengt alla kjarasamninga með ábyrgð- arlausri verðhækkunarpólitík og þánnig reist sér þann minnisvarða, að hennar verður lengi minnst, sem þeirrar rikis- stjómar, sem í mestuin ófriði átti við launastéttir landsins. ÞETTA MUNU íslenzkir kjósendur hafa í huga þegar reikningar ríkisstjórnar- innar verða gerðir upp við næstu kosn- ingar, enda verður þess nú í vaxandi mæli vart, að menn vilja breytingu. □ V-________________________________________ Jón M. Árnason KVEÐJ HINN 18. þessa mánaðar lézt að heimili sínu Eyrarvegi 1, hér í bæ Jón M. Árnason, verk- smiðjustjóri 51 árs að aldri, fæddur hinn 19. júlí 1911. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um tveggja ára skeið og oft ver- ið sárþjáður, þó að hann stund- aði vinnu sína, nálega til hinstu stundar. Jón var sonur merkishjón- anna Dórotheu Þórðardóttur, sem lifir son sinn og Árna Jóns- sonar bónda á Þverá í Svarfað- ardal. En hann andaðist þegar Jón var 12 ára. Var þá Jón fyrirvinna móður sinnar um nokkurra ára skeið. Stundaði hann sjóróðra þar til hann fór í Laugaskóla og lauk prófi það- an. Síðan lagði Jón fyrir sig vélstjóranám og lauk síðan prófi í þeirri grein frá Vélstjóra skóla íslands, þá giftur maður. Hann reyndist hinn bezti náms- maður, sem og starfsmaður. Ég hafði að vísu séð Jón heitinn og veitt því athygli hvað hann var gjörfilegur maður en fyrstu kynni mín af honum voru þeg- ar bærinn keypti síldarverk- smiðjuna í Krossanesi, og hann var á vegum Alþýðuflokksins kosinn í stjórn hennar þá. Var mér fljótt Ijóst, hvílíkur af- bragðs maður hann var. Jón réðst til Krossanessverksmiðj- unnar fyrst sem vélstjóri og síð- ar sem verksmiðjustjóri. í starfi ••KiiiitiiiiimiiMiiiinuiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimimiii HJARTANS ÞÖKK verksmiðjusfjóri U 0 R Ð sínu reyndist hann eins og við var búizt, bæði framúrskarandi verkmaður, ötull og samvisku- samur. Ekki færði hann til reiknings þótt hann legði nótt við dag í starfi sínu fyrir verk- smiðjuna þegar þörf var á, enda átti hún þá við erfiðleika að stríða vegna aflaskorts. Vin- sæll var hann af sínum sam- verkamönnum jafnt undir- og yfirmönnum, sem fundu hversu mjög hann bar hag verksmiðj- unnar og starfsmanna hennar fyrir brjósti. Eins og fyrr hefur verið sagt var Jón heitinn Alþýðuflokks- maður og var, sem að líkum lætur, af þeim flokki kosinn til margra ábyrgðarstarfa. Hann var í stjórn Alþýðuflokksins hér og trúnaðarráði og átti sæti í stjórn Kaupfélags Verkamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Jón var kvæntur ágætri konu Dagmar Sveinsdóttur, sem var stoð hans og stytta og ekki sízt í veikindum hans. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll eru greind og mannvænleg. Nú er þungur harmur kveðinn af konu og börnum og öðrum ætt- ingjum og vinum Jóns heitins. Góður drengur hniginn í valinn á miðjum starfstíma, en huggun er það hörmum mót að orðstýrr deyr aldregi hveim sér góðan getr. Guðm. Guðlaugsson. llllllllllllllllllllll•l■lllllllllllllllllll■ll•lllllll■lllllllllllll• - 25. október 1962 Sumarið hvarf í húmið. Ég horfði dapur á eftir því! Þá komu ykkar hlýju kveðjur og kveiktu gleðina á ný. Og hugar míns hörpustrengir hljóma tóku sem þakkargjörð um söngvanna sólþrungnu geima og samtengdu himin og jörð! Hvers ætti ég frekar að óska — ofan við grænan foldar-svörð — en eiga að ævi-lokum ítök á himni og jörð! Sá auður hlýjar mér huga, svo hjarta mitt enn af gleði slær! I Guðs friði! — Af hrærðum huga HJARTANS ÞÖKK! — fjær og nær! HELGI VALTÝSSON. Alþingispistill 27. okt. 1962. NOKKUR ÞINGMÁL FR AMSÓKN ARFLOKKSIN S Húsnæðismál: Sigurvin Einarsson, Ingvar Gíslason, Karl Kristjánsson og 6 aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um heildarendúrskoðun laga' um lánveitingar til íbúðabygg- inga. Er gert ráð fyrir að skip- uð verði milliþinganefnd, sem taki öll gildandi lagaákvæði um húsnæðismál til endurskoðun- ar og skili áliti fyrir næsta reglulegt þing. M. a. er svo fyrir mælt í tillögunni, að markmiðið sé að auka lánveitingar til bygg- ingar nýrra íbúða, svo að unnt verði að Iána til hverr- ar íbúðar af hóflegri stærð, hvar sem er á landinu, 2/3 hluta af byggingarkostnaði. að jafna aðstöðu manna til láns fjár þannig, að heildarlán geti orðið svipuð til hvers manns, miðað við sömu stærð íbúðar, hver sem hann er og hvar sem hann býr. að greiða fyrir mönnum með lánveitingar til að endur- bæta íbúðir, svo og að kaupa íbúðir til eigin nota. Raforkuinál: Allir þingmenn flokksins, 17 að tölu, endurflytja í samein- uðu þingi tillögu til þingsálykt- unar um raforkumál, er svo hljóðar: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hraða á- ætlunum um áframhaldandi framkvæmdir við rafvæðingu landsins, er miðist við það, að öll heimili hafi fengið rafmagn í síðasta lagi fyrir árslok 1968. Séu gerðar áætlanir um ný orkuver, aðalorkuveitur og dreifilínur um sveitir, ásamt á- ætlunum um aðstoð við að koma upp einkastöðvum fyrir einstök heimili, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja raflínur til þeirra frá samveitum, og sé aðstoðin á- kveðin með hliðsjón af þeim stuðningi, sem veittur er íbúum samveitusvæðanna. Áætlunum þessum verði lok- ið fyrir 1. jan. 1963. Fiskiðjuskóli: Ingvar Gíslason flytur ásamt Jóni Skaftasyni, Geir Gunnars- syni og Gísla Guðmundssyni enn á ný tillögu til þingsálykt- unar um stofnun fiskiðnskóla, er hafi það markmið að sér- mennta þá, sem vinna að fisk- mati, verkstjórn í fiskiðjuver- um og leiðbeiningarstarfsemi í fiskiðnaði og fiskverkun. Nýtur þessi tillaga stuðnings fiskmats- stjóra og samtaka hraðfrystihús eigenda, en hefur ekki náð fram að ganga í þinginu. Vaxtalækkun: Allir þingmenn Framsóknar- flokksins í Neðri deild standa að flutningi frumvarps um lækkun á vöxtum þannig, að þeir verði aftur færðir til þess horfs, sem var áður en „við- reisnin“ kom til skjalanna. Jafn framt felst í frv. sú stefna, að hætta að frysta hluta sparifjár- aukningarinnar í Seðlabankan- um eins og nú er gert. Frum- varp þetta hefur verið flutt á öllum þingum síðan „viðreisn- in“ hófst, en ekki náð fram að ganga. Heyverkunarmál: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að skipa 6 manna nefnd til þess að gera tillögur um almennar ráöstafanir með lögum eða á annan Iiátt, er að því miði að gera heyvcrkun bænda sem öruggasta og ódýr- asta.“ Þannig hljóðar upphaf að til- lögu 7 Framsóknarmanna um heyverkunarmál, sem nú er flutt í annað sinn. Aðalflutnings maður er Ágúst Þorvaldsson, en samflutningsmenn: Gísli Guð- mundsson, Halldór Ásgrímsson, Björn Pálsson, Björn Fr. Björns son, Ingvar Gíslason og Halldór E. Sigurðsson. — Er sérstaklega bent á þá leið að hækkuð verði ríkisframlög og lán veitt til að koma upp súgþurrkunartækj- um, lofthitun í sambandi við blástur, votheysgeymslum, færi böndum og saxblásurum — allt til þess að auka súgþurrkun og votheysgerð, svo að heyskapur- inn geti orðið sem árvissastur. Kornrækt: Tveir af þingmönnum flokks- ins í efri deild, Ásgeir Bjarna- son og Páll Þorsteinsson, flytja að nýju frumvarp sitt um korn rækj. Jafnframt hefur komið fram þingsályktunartillaga í sameinuðu þingi um niður- greiðslu á innlendu fóðurkorhi til jafns við erlent korn. Eru nokkrir Framsóknarmenn með- flutningsmenn að þeirri tillögu ásamt Karli Guðjónssyhi Alþ. bl.). Þessum málum er ætlað að veita hinni ungu búgrein, korn- ræktinni á íslandi, stuðning til vaxtar og þroska. Svo undar- lega hefur brugðið við, að land- búnaðarráðherrann, Ingólfur Jónsson, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni og ríkisstjórnar- innar, að „á þessu stigi“ sé ekki rétt að stuðla að almennri korn- rækt í landinu með hagkvæm- um lagafyrirmælum. Hitt fannst ráðherranum og ríkisstjórninni eðlilegra, að steinn sé settur í götu kornræktarinnar með því að vernda útlent korn fyrir sam keppni innlendrar framleiðslu með niðurgreiðslum. Mun slíkt einsdæmi, að erlend framleiðslu vara njóti slíkrar verndar lög- gjafans, en sýnir hins vegar glögglega hug „viðreisnarstjórn arinnar“ til kornyrkjubænda, sem af'miklu framtaki og stór- hug leitast við að fjölga arðgæf- um búgreinum og auka inn- lenda fóðurframleiðslu. Síldarleit: Jón Skaftason o. fl. flytja till. til þingsályktunar, sem felur í sér áskorun á ríkisstjórnina um (Framhald á bls. 7). - Húsnæðismálin eru vanrækt (Framhald af bls. 8.) burðar má nefna, að árleg af- næði, þá virðist ekki vera til of mikils mælst að ríkissjóður leggi árlega fram ca. 50 milljón ir króna á ári til Byggingasjóðs. BÆNDUR OG BÆJAFÓLK. Nú hefur löggjafinn gengið inn á þá braut að láta bændur landsins borga til fjárfestingar- sjóða sinna a. m. k. 2% af kaupi sínu. Og þó ég telji þá ráðstöf- un ekki rétta, þá virðist það vera sanngjarnt, miðað við á- lögur á bændur, að launþegar landsins taki á sig einhverja byrði til að gera hinni uppvax- andi æsku kaupstaða og kaup- túna kleift að mynda eigin heim ili. Teldi ég ekki ósanngjarnt, ef að þessum bændaálögum verður viðhaldið, að lagður yrði á 1(4% launaskattur, sem rynni til Byggingarsjóðs. Gera má ráð fyrir, að upphæð þessi yrði, miðað við laun ársins í ár, ca 50 milljónir króna. Ef slíkar tekjur til Byggingasjóðs yrðu lögboðnar, mundi hann bráð- lega hafa ca 150 milljónir króna til útlána ár hvert af eigin fé. Færi upphæð sú vitanlega hratt vaxandi vegna vaxta og vaxta- vaxta af eigin fjármyndun. Með an eigið fé sjóðsins væri ekki orðið nægjanlegt til að full- nægja lágmarkslánum til íbúða byggjenda, þyrfti að skylda banka og sparisjóði svo og trygg ingafélög og tryggingastofnanir til að kaupa skuldabréf Bygg- ingasjóðs fyrir ákveðna upphæð á ári, sem skipta mætti niður á milli þeirra aðila eftir sparifjár- aukningu og áuknum eigin eign um og rekstrarafgangi. REYKJAVÍK SITUR AÐ BEZTU LÁNUNUM. Að lokum gat Hannes Pálsson i þess, að hann vildi vekja at- ! hygli forsjármanna kaupstaða : og kauptúna á svokölluðum i fjórðakaflalánum, þ. e. lánum : til útrýmingar heilsuspillandi ; húsnæði. Árið 1955 var tekið : upp á fjárlög fjögurra milljón ■ króna fjárveiting til útrýmingar : heilsuspillandi húsnæðis. Og á Í síðasta alþingi var þessu ákvæði j laganna breytt þannig, að nú er Í ríkið skylt að leggja á móti fram Í lagi bæjanna og kauptúnanna j til útrýmingar heilsuspillandi j húsnæðis jafnháa upphæð og j sveitarfélagið leggur fram. j Segja má, að Reykjavíkurbær É sé eini bærinn, sem notfært hef É ur sér þessi fríðindi að nokkru É ráði. Hefur Reykjavíkurbær nú E þegar byggt um 400 íbúðir með = lánum af þessu og 100 eru nú í j smíðum. Aðrir kaupstaðir eða | kauptún hafa mjög lítið hag- É nýtt sér þennan möguleika. En É þau lán, sem veitt eru sam- É kvæmt þessu lagaákvæði eru \ hagstæðustu fasteignaveðslán- É in, sem til eru. Upphaflega voru j þetta 50 ára lán með 4%vöxt- 1 um. En „viðreisnarstjórnin" j breytti þeim í 42 ára lán með i 6% vöxtum. Verða þá vextir og j afborganir af 100 þús. kr. láni : 6568,34 kr. á ári. En til saman- niiiiiuiiiiiiiiiiii iiiii 1111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiin borgun og vextir af A-láni Bygg ingasjóðs er 9568,73 kr. með nú- verandi vaxtakjörum. EINA FÆRA LEIÐIN. Að mínum dómi er þetta eina færa leiðin fyrir sveitarfélög til að styrkja efnaminnstu borgar- ana, sem í mörgum tilfellum búa í óhæfu og heilsuspillandi j húsnæði, til þess að koma sér i upp viðunandi eigin íbúð. Kvað j Haukur Ámason. irnar sem sveitarfélögin verða j að taka á sig í þessu sambandi É eru, að leggja fram lán til íbúð j arinnar, jafn hátt og Byggingar j sjóður leggur fram af því fé, 1 sem verja skal til útrýmingar j heilsuspillandi húsnæðis. Er það í vitanlega nokkuð erfitt fyrir j fátæk sveitarfélög, en gæta | verður þess, að þarna er um j lán en ekki styrkveitingu að I ræða. Taka skal þó fram, að til É þess að eitt sveitarfélag geti j tekið lán til slíkra íbúðarbygg- É inga, verður það að leggja fram j sönnun fyrir því, að jafn marg- j ar íbúðir, sem að dómi héraðs- É læknis eru taldar heilsuspill- j andi, verði teknar úr notkun, e sem íbúðarhúsnæði eða eyði- í lagðar með öllu, Á HÚSNÆÐISMÁLAFUND- j INUM á Akureyri 28. október j tók Haukur Árnason bygginga- = fræðingur m. a. tæknileg atriði É til meðferðar í frumræðu sinni. : sem fullrar athygli eru verð. É Hann fullyrti, að hægt væri l að lækka byggingarkostnað um j 20—40% og það þýddi allt að é 20% kjarabætur, frá því sem nú j er. j LEIÐIR TIL LÆKKUNAR. \ Leiðir til þess að ná því marki j taldi ræðumaður m. a. þær, að É nota húsnæðið 1615% betur en É nú er gert. Og það er hægt að é gera, án þess að fjölskyldur j þrengi verulega að sér, sagði j ræðumaður, t. d. með því að É hafa einn matstað og ekki j stærri stofur en fjölskyldan \ raunverulega þarf. Önnur at- j riði til sparnaðar í húsbygging- | um taldi Haukur byggingafræði É leg atriði, svo sem verksmiðju- j framleiðsla húsa og húshluta, j þ. e. að breyta húsbyggingum j úr því að vera handiðn í verk- é smiðjuiðnað. j í Svíþjóð er talið, að um 30% é vinnunnar sparist með því að É byggja 20 samskonar íbúðir eða É fleiri í einu. É 11111111111111111111111111111 in 111111111111111111111111111111 liiiiiiniil ÓHAGKVÆM VIÐSKIPTI. Flestar byggingavörur þarf að flytja inn frá vöruskipta- löndum og er því alveg undir hælinn lagt hvort fáanlegt er það heppilegasta efni, sem til bygginganna þarf, og nægir þar að nefna þilplötumálið. Auk þess er oft skortur á byggingar- efnum og tefur það framkvæmd ir. Þetta eykur mjög kostnað bygginganna. Þessi atriði öll rökstuddi ræðumaður með glöggum dæm- : um, er sýndu ljóslega ýmsa j möguleika til að létta húsbyggj- é endum að eignast þak yfir höf- j úðið ef nýjar leiðir væru reynd é ar. En mál þetta er svo mikil- É vægt, að það þaffnast nákvæmr j ar rannsóknar, bæði tæknilegr É ar og fjármálalegrar, ef von á j að verða um verulegar úfbætur é sagði ræðumáðuf i lok ræðu j sinnar. . ' ' ... j . Í D 1 ÞÆTTIR UM ÞJÓÐMÍl Haínirá ausfaiwerðu Norðúrlandi SAMKVÆMT fjárlögum fyrir árið 1962 voru á þessu ári veitt- ar eftirtaldar fjáruppliæðir til hafnarmannvirkjagerðar á aust anverðu Norðurlandi, þ. e. milli Langaness og Sigluness. Þórshöfn Raufarhöfn Kópasker Húsavík Flatey á Skjálf. Akureyri Hrísey Dalvík Ólafsfjörður 450 þúsund kr. 200 þúsund kr. 50 þúsund kr. 300 þúsund kr. 50 þúsund k.r 600 þúsund kr. 300 þúsund kr. 400 þúsund kr. 400 þúsund kr. Samtals 2.750 þúsund kr. Þessi upphæð lækkar þó nið- ur í 2.550 þús., ef frá eru dregn- ar 200 þús. kr., sem ætlaðar voru til togaradráttarbrautar á Akureyri. Mikill áhugi var fyrir því í Höfðahverfi og eftir því leitað, að fá fjárveitingu til hafnar- garðs í Grenivík á þessu ári, en fékkst ekki. Þar hafa nýlega farið fram dýptamiælingar og áætlun verið gerð um slíkt mannvirki, en eins og sakir standa skortir mjög hafnarað- stöðu í Grenivík, ekki sízt fyrir hina stærri báta, sem þar eiga heima. Um fjárveitingar til Grímseyjar, Svalbarðseyrar og Árskógsstrandarhafna var ekki að ræða að þessu sinni. Sumar af þeim upphæðum, sem veittar voru og taldar eru upp hér að framan gengu upp í áfallinn framkv.kostnað árið áður eða fyrr, og sumsstaðar skorti fjár- magn til þess að hægt væri að nota ríkisframlagið á þessu ári. Er það þá geymt. Raunverulega var á þessu ári aðeins unnið að framkvæmdum á Húsavik, Ak- ureyri, Dalvík og Ólafsfirði, þar af að nokkru fyrir tjónbæt- ur úr hafnarbótasjóði. Á tveim stöðum var það sérstaklega bagalegt, að ekki var hægt að nota fjárveitinguna að þessu sinni: Á Þórshöfn, þar sem stór skemmdir urðu í fyrra á hafn- argarði í smíðum, og í Hrísey, þar sem landgangur er nú mjög af sér genginn og þarfnast end- urnýjunar. 110 ára áætlun, sem gerð hef- ur verið um hafnagerð hér á landi, utan Reykjavíkur, þ. e. á árunum 1961—70, er mann- virkjakostnaður 8 hafna á um- ræddu svæði (Siglunes—Langa nes), fyrir utan ráðgerða togara dráttarbraut á Akureyri, áætlað ur ca. 97 millj. kr., og hluti þess svæðis í ósundurliðuðum fram- kvæmdakostnaði varla minni en svo að gera megi ráð fyri’r 105 millj. kr. samtals. Þarrta er míð að við verðlag í ársbyrjun 1961, en kostnaðarverð hafnamiann- virkja liefur hækkað síðan. Það var og álit þeirra,- sem áætlun- ina gerðu, að hér væri ekki frek lega í sakimar farið. Og þeim mannvirkjum, sem þarna voru áætluð í heild, þyrfti auðvitað, ef unnt væri, að koma upp á skemmri tíma en 10 árum. Fram til ársloka 1960 var kostnaður við hafnir þessa svæðis samtals um 70 millj. kr., þar af um 40 millj. til þriggja hafna, en þær tölur væri rétt að umreikna á verðlagi ársins 1960 til þes að fá réttan samanburð. Þess ber að geta, að á fyrsta ári áætlun- arinnar (1961) urðu fram- kvæmdir ekki í meðallagi sam- kvæmt áætlun, og þyrfti að vinna það upp. En með því að halda sig aðeins við 1/10 af á- ætlunarupphæðinni þ. e. 10% millj. kr. til jafnaðar á ári, fæst sú niðurstaða, að veita þyrfti á fjárlögum til liafna á austan- verðu Norðurlandi nál. 65% meira en gert var 1962 til þess að ríkið greiddi sinn hluta (40%) samkv. núgildandi hafna lögum. En jafnvel þótt það tækist að haga svo afgreiðslu fjárlaga, að ríkissjóður væri ár hvert reiðu- búinn til að greiða sín lögboðnu 40% af hafnagerðarkostnaði, fer því fjarri, að tryggt sé það fjármagn, sem til framkvæmd- anna þarf. Bæjarfélög þau og hreppsfélög, sem að hafnagerð standa, eru þess yfirleitt alls ekki umkomin að leggja fram 60% framkvæmdakostnaðar úr sjóðum sínum eða afla fjár til þess með útsvörum. Fé til þess að greiða hluta bæjar og lirepps félaganna, verður því að fá að miklu leyti að láni, auk þess sem oftast verður að útvega bráðabirgðalán upp í þann hluta ríkisframlagsins, sem ekki fæst greiddur jafnóðum og verki mið ar áfram. Ríkisábyrgð er að vísu fáanleg. En lánsfjármagn skortir á þessu sviði’ eins og víðar. Flestar hafnárstjómir kunna þá sögu, hvemig reynt er að reyta saman smálán hér og þar til þessara fjárfreku framkvæmda, t. d. hjá lífeyris- sjóðum og tryggingarsjóðum ýmiss konar og af atvinnuaukn- ingarfé, eða lánsloforð hjá liafn arbótasjóði, en þessir mögu- f í ' leikar hrökkva stundum skammt. Oft stöðvast fram- kvæmdir af þeim sökum um lengri eða skemmri tíma og*þar með efling atvinnulífs og eðlileg þróun hlutaðeigandi byggðar- lags. Til þess ber nú brýna nauð- syn að breyta gildandi lögum um liafnagerð og gera bæjar- og sveitarfélögum kleift að afla sér lánsfjár til aðkallandi hafna framkvæmda. Framlag ríkis- sjóðs, sem nú er yfirleitt 40% af kostnaði, þarf að hækka einkum til þeirra hafnamann- virkja, sem kostnaðarsömust eru og jafnframt nauðsynlegust. Koma þarf upp sérstakri stofn- un, sem útvegar og veitir láns- fé til hafnamannvirkja. Kem- ur þá til grcina að gera Ilafnar- bótasjóð, sem nú er lítils meg- andi, að slíkri stofnun. Óhjá- kvæmilegt virðist að veita á þennan hátt einhverju erlendu fjármagni inn í landið, og ætti það ekki að vera varhugavert, þar sem hér er um að ræða framkvæmdir, sem auka gjald- eyrisöflun landsmanna. Þess verður að vænta, að af endur- skoðun þeirri á hafnalögunum og lögunum um Hafnabótasjóð, sem atvinnutækjanefnd vann að í samráði við vitamálastjóra leiði viðhlítandi úrbætur á þessu sviði. En tillögur nefndar innar um þesi mál voru aflient- ar ríkisstjórninni haustið 1961. Á mörgum stöðum á austan- verðu Norðurlandi er þörfin fyrir liafnarbætur mjög brýn. Víða eru hér möguleikar til að gera góðar hafnir. En yfirleitt þarf að gera garða til varnar gegn hafsjó, og eru þau mann- virki mjög dýr. Hættulegt get- ur verið að skipta slíkri mann- virkjagerð í mjög marga áfanga því að skemmdahættan er mikil í stórviðrum á veturna, þegar ekki liefur verið gengið þannig frá mannvirki, að því megi treysta til að standa af sér sjó- gang þann, er í slíkum veðrum verður. Dæmi þessa eru alkunn. I hverri höfn skiptir það auðvitað mcstu, að þar sé nokk- urnveginn öruggt skjól fyrir skip, sem athafna sig þar að staðaldri eða leita þangað. En það er þó ekki nóg, því ef höfn á að koma að tilætluðum notum þarf hún að vera þannig úr garði gerð, að flatarmál hennar komi að sem mestu gagni sem legurými og að skip geti fengið þar afgreiðslu á-eðlilegan hátt við bryggjur eða bólverk. Allt kostar þetta mikið fc, svo mikið að ýmsum vex í augum og liafa ekki gert ráð fyrir slíku. En allt er dýrt nú á tímum. Segja má, að t. d. 15—20 mlllj. kr. kostn- aður við að byggja upp höfn sé ekki fjarri því að vera andvirði 30—40 íbúða eða 3—4 síldar- báta. En slík höfn getur líka verið lífæð stórra byggðarlaga og undirstaða lífsframfæris fyr- ir fjölmenn sjávarpláss, sem leggja drjúgan skerf í þjóðar- búið. Framkvæmdamöguleikar eru að sjálfsögðu takmörkunum liáð ir. En nauðsynlegt er að horfast í augu við þau verkefni, sem framundan eru. G. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.