Dagur - 31.10.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 31.10.1962, Blaðsíða 8
8 Húsnæðismáliii ern vanrækt Verð meðalíbúðar liefur hækkað um 2B8 þús. Helmingi færri íhúðir hyggðar nú en 1958 I-IANNES PÁLSSON, sem lengi hefur starfað í Húsnæðismála- stofnun ríkisins frá fyrstu tíð, var aðalræðumaður á húsnæð- isrnálaíundi, sem Framsóknar- félagið á Akureyri efndi til um síðustu helgi. í ræðu sinni benti Hannes á, að þáttur íbúðamálanna hefði verið mjög vanræktur af hendi löggjafans og peningastofnana landsins. Byggingaþörfin á ár- unum 1946—1954 mun hafa ver- ið, sagði hann, um 1200 íbúðir á ári. Til þess að þeirri bygging- arþörf væri fullnægt, vantaði 2000 íbúðir á þessu tímabili. Árin 1954 og 1955 jukust íbúða- byggingar mjög mikið og má það án efa að nokkru leyti rekja til þess, að veðlánakerfi var sett á laggirnar. ÍBÚÐIR OG ÍBÚÐAÞÖRF. Á árunum 1955—1959 má telja að byggðar hafi verið íbúð- ir, nokkurn veginn eftir því sem fólksfjölgunin kallaði ó. En sá íbúðaskoi'tur, sem fyrir var, var ekki bættur. Miðað við fólks fjölgun og óumflýjanlega rýrn- un eldra húsnæðis, er þörfin nú tvímælalaust ekki minni en 1500 íbúðir á ári. íbúðabyggingar hafa mjög dregist saman siðastliðin tvö ár. Til dæmis má benda á það, að árið 1957 var hafin bygging á 1610 íbúðum, en 1961 er hafin bygging á aðeins 789 íbúðum. LÁNASKORTURINN. Mestu vandkvæðin, sem fólk á við að stríða, er skortur á hagstæðum lánum til íbúða- bygginga. Telja má, að Bygg- ingasjóður ríkisins hafi ekki eigið fé til útlána nema röskar 30 milljónir króna á ári. Hon- um hefur verið gert kleift að lána árlega nokkuð meira fé, með því að bankar og trygginga stofnanir hafa keypt nokkuð af skuldabiéfum Byggingasjóðs. Þannig hefur verið hægt að veita allmiklu meira fé í íbúða- lán, heldur en eigin tekjur Byggingasjóðs. En ár frá áfi hafa möguleikar íbúðabyggenda þó versnað til að koma sér upp viðunandi íbúðum. efnum framtíðarinnar í húsnæð ismálum, hlýtur að verða það, að hagnýta hvern fermetra hús næðisins betur en nú er gert og gera meira að’ stöðlun bygginga og byggingahluta heldur en ver ið hefur. Ef miðað væri við meðalíbúð, ca. 300 m3, þá má ætla, að nauðsynleg fjárfesting Hannes Pálsson. vegna íbúðarhúsabygginga sé ekki minna en 750 milljón krón ur á ári. En lánakjör þau, sem íbúðabyggendur hafa orðið að sætta sig við, eru þau, að öll fasteignaveðslán voru til dæm- is árið 1960 ca. 185 milljónií króna. Eru þá taldir með allir lífeyrissjóðir, sem á því ári voru stærsti lánveitandinn, eða með ca. 100 milljón krónur. Þessi mikli fjármagnsskortur íbúða- byggenda hefur haft það í för með sér, að alltaf fjölgar þeim íbúðum, sem aðeins eru hálf- gerðar eða á ýmsum bygginga- stigum, án þess að vera nothæf- ar. Má t. d. benda á það, að í árslok 1953 var ólokið við 1714 íbúðir, en í árslok 1961 voru þær ornar 2753, enda þótt stór- lega hefði dregið úr því, að íbúðabyggingar væru hafnar á árunum 1960—1961. Gefur það auga leið, hversu mikið tjón það er fyrir þjóðarbúskapinn, að liggja þannig með ónothæf verð mæti ár frá ári. HAGSTÆÐARA í NÁGRANNALÖNDUNUM. í nágrannalöndum okkar, eðá nánar tiltekið, Norðurlöndum, fá nýbyggendur lán, sem svarar 60—-90% af kostnaðarverði. Þetta bil höfum við orðið að brúa með geysilega mikilli eig in vinnu íbúðarhúsabyggenda og skulda söfnun þeirra í skyndilánum. Þetta hefur haft í för með sér, að ekki hefur verið hægt að byggja standard- byggingar, sem tvímælalaust gætu gefið miklu betri útkomu í heildarkostnaði. Það á sjálf- sagt langt í land, að okkar þjóð geti náð því marki, sem ná- grannar okkar hafa náð í þess- um efnum. En tvímælalaust væri hægt að ætla meira lánsfé til íbúðabygginga, heldur en nú er gert. LÁGMARKSKRAFA. Tel ég lágmarkskröfu sem hin uppvaxandi kynslóð verður að gera til þjóðfélagsins, að eigin tekjur Byggingasjóðs, sem kom ið geti til útlána árlega, verði ekki minni en ca. 200 milljónir króna. Og það er þó ekki 30% af nauðsynlegri fjármunamynd- um í nýju húsnæði. RÍKIÐ TEKUR STÓRAN HLUT. Ríkissjóður hefur engin föst framlög laft fram til Bygginga- sjóðs. En þegar það er aðgætt, að ekki minna en 16% af bygg- ingarkostnaði hvers íbúðarbygg enda gengur til ríkisins vegna innflutningstolla og söluskatta, eða ca. 120 milljónir króna á ári, sé miðað við 750 milljón króna fjárfestingu í íbúðarhús- (Framhald á bls. 5) Kári B. Jónsson og Valgarður Sigurðsson við aðra nýju prent- vélina frá Heidelberg-verksmiðjunum. (Ljósmynd: J. Stef.) Ný prenfsmiðja opnuð á Akureyri Valprent h.f. og annast umbúðaprentim o. fl. Á LAUGARDAGINN var ný prentsmiðja á Akureyri kynnt blaðamönnum og ýmsum öðrum gestum. Hún er í Gránufélags- götu 4 og heitir Valprent hf. Eigendur eru Eyþór Tómásson, Valgarður Sigurðsson og Kári Bragi Jónsson. Hinir síðar- nefndu, sem báðir eru Akureyr- ingar, námu prentiðn í POB hér í bæ, fluttu síðar suður og hafa verið þar og erlendis við nám og starf síðan, en eru nú aftur komnir til Akureyrar til að starfa við eigin prentsmiðju. Einnig hefur handsetjari fyrir- tækisins stundað nám erlendis. Er þetta þriðja prentsmiðjan í höfuðstað Norðurlands og mun hafa næg verkefni, ásamt þeim tveim, sem fyrir eru, Prentverki Odds Björnssonar, sem starfað hefur síðan um aldamót og Prentsmiðja Björns Jónssonar, sem er elzta starfandi prent- smiðja landsins. GÓÐUR VÉLAKOSTUR. Valprent h.f. hefur tvær nýj- ar, ágætar, prentvélar frá Vest- ur-Þýzkalandi, fyrir smáprent- un alls konar og umbúða prent- un í litum, en hinn fjölþætti íðnaður í bænum krefst mikillar prentunar af því tagi. Setjara- vél er engin enn, að vísu, en letrið, sem er nýtt handsetning- arletur frá Þýzkalandi og Dan- mörku, er bæði fjölbreytt og f allegt. Þar er og mjög vandaður og nákvæmur pappírsskurðar- hnífur. GÓÐ UMSKIPTI. Eyþór Tómasson kynnti hið nýja fyrirtæki, en einnig tóku til máls, Einar Jónsson forstj. Leturprents í Reykjavík og Jón Benediktson, prentari. Báru þeir fram hamingjuóskir til hinna ungu prentara. Og Jóni Benediktssyni þótti umskipti bæði mikil og góð á þessum stað, sem áður var áfengisút- sala ríkisins. „Hér hafa þeir breytt óvistlegum smáklefum dauðans, — svartadauðans — í glæsileg salarkynni lífsins — athafnalífsins,“ sagði Jón. KONUM KENND MEÐFERÐ SINGER-VÉLA - NÁMSKEIÐ Á AKUREYRI OG HUSAVIK VEEÐllÆKKUNIN. Verðhækkunin hefur orðið, t. d. á tíinabili „viðreisnarstjórn arinnar11, á 360 m:! íbúð ef ínið að er við byggingarvísitölu Ilag stofunnar 227.800,00 krónuf, eða 77 þúsund krónum meira en hámarkslán Húsnæðismála- stofnunarinnar eru. Talið er, að meðalstærð íbúða í landinu sé t í kring um 350 m3. Eitt af verk I Kristín Guðmundsdóttir leiðbeinir í meðferð saumavélanna og Erla Eggertsdóttir er bér að kenna ó Singer-prjónavél. (Ljm.: P.) !Daguk! kemur næst út laugardaginn 3. nóvember. Auglýsingabandrit þurfa að berast fyrir hádcgi á föstudaginn, 2. nóvember. □ Á LAUGARDAGINN lauk á Akureyri kynningarnámskeiði Véladeildar SÍS og Véla- og búsáhaldadeildar KEA í með- ferð Singer-saumavéla og prjónavéla og hafði það staðið / í 4 daga. Aðsókn var tölvert mikil og vaxandi. Gunnsteinn Karlsson veitti námskeiðinu forstöðu en frúrn- ar, Erla Eggertsdóttir og Krist- ín Guðmundsdóttir sýndu vinnuhæfni vélanna og veittu þeim tilsögn er vildu. Sýndar voru fjórar gerðir Singer-sauma véla sem munu kosta frá 7—11 þúsund krónur og ein gerð Sing er-prjónavéla. Með í för var Leifur Steinarsson viðgerðar- maður, sem yfirfór eldri vélar og annaðist viðgerðir á þeim. Sams konar námskeið var síð- an haldið á Húsavík og var það vel sótt, Kynning og verkleg kennsla í meðferð hinna ýmsu véla, innan húss og utan, er hin þarfasta, því mjög mun á skorta að möguleikar vélanna séu að jafnaði fullnýttir og gildir það jafnt um stórar vélar og smáar, sauma- og prjónavélar, sem dráttarvélar og jarðýtur. □'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.