Dagur - 12.12.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 12.12.1964, Blaðsíða 1
Dagur Símar: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 12. desember 1964 — 90. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði Varðskipið Þór kom mé brezkan landhelgisbrjót lil Akureyrar BRESKUR togari frá Hull, Kingston Jacinth 800 tonn var tekinn að meintum ólöglegum Veiðum út af Geirólfsnúp á Húnaflóa um 2,4 sjómílur inn- an landhelgi kl. 23 miðvikudag- inn 9. þ.m. Það var varðskipið Þór, skipherra Jón Jónsson, sem Frönsk aðmírálsfiðr- ildi til Islands JÓNAS JAKDBSSON veður- fræðingur segir frá því í tíma- riti veðurfræðinga, Veðrinu, að hingað til lands hafi í sumar komið fiðrildaganga frá megin- landinu. Þetta voru hin stóru og litfögru aðmírálsfiðrildi með 5—7 sm vænghaf. Jónas álítur, að fiðrildi þessi, er í sumar fundust á Suður- landi, hafi borizt með vindum frá Frakklandi, lagt upp í hina löngu ferð 29. ágúst og farið t'il Öræfa á 30 klst., ef vindurinn einn hefur ráðið ferðinni. En þessi vegalengd er 2200 km. Aðmírálsfiðrildi hafa oft áð- ur borizt hingað til lands með vindum, bæði haust og vor. ? kom að togaranum, sem var þá að veiðum. Var farið með togarannn til Akureyrar og komið þangað á fimmtudagsmorgun og tekið fyrir mál skipstjórans, Harrý Shakepeare Ford, sem er 35 ára gamall. Hann hefir ekki stund að veiðar fyrir Norðurlandi áð- .ur. Hann hvaðst ekki hafa fylgst nógu vel með staðháttum og tog arann rekið inn fyrir línu. Ekki véfengdi hann mælingar varð- skipsmanna. Dómsrannsókn lauk á fimmtudag og var dómur kveðinn upp í gær. Hlaut skip- stjórinn 260 þús. kr. sekt til landhelgissjóðs og afli, (um 33 lestir) og veiðarfæri gert upp- tækt. Einnig var honum gert að greiða málskostnað. Skipstj. áfríaði til Hæstaréttar. Sigurð- ur M. Helgason fulltrúi kvað upp dóminn. ásamt meðdómend um sínum Þorsteini Stefánssyni hafnarverði og Bjarna Jóhann- essyni skipstjóra. Við réttarhaldið voru mættir fyrir hönd saksóknara ríkisins Bragi Steinarsson lögfræðing- ur og verjandi skipstjóra, Ragn ar Aðalsteinsson lögfræðingur. Hallarekslur á ríkisbúunum SAMKVÆMT ríkisreikningi fyrir árið 1963 hefur reksturs- halli þriggja ríkisbúa, á Bessa- stöðum, Hólum og Hvanneyri, það ár orðið samtals kr. 978.676- 03, auk bústofnrýrnunar á einu þessara búa. Engir vextir voru þó greidd- ir af-fé því, sem lagt hefur verið í jarðir, mannvirki, bústofn og vélar vegna búa þessara. Hér er um allstór bú að ræða. Er þá varla að undra, þó að bændum með minni bú hafi þótt afurðarverðið lágt. Minkurinn eyðir fugli eg silungi Svarfaðardal 9. desember. — Fuglalíf hefur farið mjög þverr- andi í Svarfaðardal síðustu ár- in. Ég heyrði ekki í spóa nema einu sinni í sumar. Endur eru að mestu horfnar. Hinsvegar er minkur í byggðinni og mun hann valdur að. Þá hefur silungur næstum horfið. Á mínum yngri árum var oft dregið fyrir í Svarfaðar dalsá og þótti ekki sérstaklega frásagnarvert að fá 50—100 sil- unga á einu kveldi. Nú er það minkurinn, sem helzt gæðir sér á silungi, og finnast oft marg- ir við bæli hans. Friðgeir Jóhannsson í Tungu felli hefur minkahunda og mun á þessu ári hafa unnið um 20 minka, síðast fyrir nokkrum dögum við rafstöðvarstíflu í Syðra-Holti. En þar hafði slóð minksins í nýföllnum snjó vís- að leiðina. Hvotsóttin herjaði töluvert hjá okkur í haust, en . nú er heilsufar fólks mjög sæmilegt. Mjög er nú greiðfært um sveitir, enda er nær snjó- laust. G. V. Breski landlieigisbrjóturinn við hlið Þórs í Akureyrarhöfn. (Ljósm.: E. D.) udenfalun ureyri um Samþykkti viljayfirlýsingu um Davíðshús Á fimmtudagskvöldið efndi Stú dentafélagið á Akureyri til um ræðufundar um Davíðshús. Frummælendur voru Þórarinn Björnsson skólameistari og Ingólfur Árnason bæjarfulltrúi. Fundurinn var fjölsóttari en venjulega og stóðu umræður lengi kvölds. Formaður Siúdentafélagsins, Aðalgeir Pálson, setti fund og stjórnaði honum en fundarrit- ari var Haraldur Sigurðsson bankagj aldkeri. í frumræðu sinni rakti Þórar inn Björnsson, skólameistari þá atburði og ákvarðanir, sem þeg ar hafa orðið varðandi hús, og aðrar eignir og persónulega muni Davíðs skálds Stefánsson ar frá Fagraskógi. Hann gat þess fyrst, að Akureyrarkaupstaður hefði þegar keypt af erfingjum skáldsins bókasafn Davíðs og ákveðið því stað í væntanlegu Amtsbókasafnshúsi, sem er í smíðum. Ræðumaður fór um það við- urkenningarorðum, að bæjar- félagið hefði sýnt þessu máli áhuga, en þó fyndist ýmsum þessi lausn ekki fullkomin. Hefðu því nokkrir menn gengist fyrir undirskriftasöfnun, þar sem skorað var á bæjarstjórn- Brúsa-mjólkurflufninginn hæit? í SAMBANDI við fregnir af 35 ára afmæli Mjólkurbús Flóa- manna, síðasta laugardag, er þess getið, að framtíðaráætlun í mjólkurflutningum þar syðra sé bundin kæliklefum og tank- bílum. Góð reynsla er af því í Svíþjóð, t. d. að skipta á brúsa- flutningum og stórum tankbil- um. Til þess þarf kæliklefa á hverjum framleiðslustað, eða hverjum bóndabæ og traust vegakerfi. Mað þessu fyrir- komulagi er óþarft að taka mjólkina hjá bændum nema á tveggja eða þriggja daga fresti og hin erfiða brúsavinna spar- ast. Þessi mál eru á umræðu- og athugunarstigi, hér við Eyja- fjörð, svo og fleiri nýjungar í sambandi við flutning mjólkur og einnig dreifingu hennar í þéttbýlinu. ? ina að vinna að því, að bærinn eignaðist hús skáldsins og alla muni, og að engu yrði þar hreyft, heldur varðveitt sem minningarsafn. Þessi áskorun, undirrituð af á 14. hundrað manns hefði ekki breytt málinu í bæjarstjcrn. Áhugamenn um að varðveita Davíðshús væru hér ekki í neinu stríði við bæj- arstjórnina, heldur vildu þeir, í samráði og fullri samvinnu við hana, styð.ja að því að skrefið yrði stigið fyllra. Um það mál hefðu farið fram viðræður við bæjarstjórnarmenn í fullkom- inni hreinskilni og bróðerni. Skólameistari sagði, að nú hefði bæjarstjórnin gert sitt, með því að kaupa bókasafn Davíðs og þiggja persónulega muni skálds ins úr hendi erfingjanna, en eft ir væri okkar hlutur, að sýna þann vilja í verki að kaupa hús ið. Hann sýndi fram á, að bær- inn yrði fátækari eftir, ef sundr að yrði heimili skáldsins, enda hefði það verið einstakt á marg an hátt. Hús og heimili Davíðs var að öllu leyti hans verk, mót að af honum sjálfum, hluti af honum sjálfum, því hann lifði einn og ókvæntur. Ræðumaður lýsti því, hve á- hrifin væru sterk í húsi Davíðs. Hvergi dýpri þögn, en þó þrung in þeim anda, sem kveikt gæti hugmyndir svo af yxu lífsins sprotar. Skólameistari minntist á fjár málahlið þessa máls og þótt ann að væri meira um vert, áliti hann að bærinn myndi hagnast af því að eiga Davíðshús og hafa það opið, og að vegna þess húss myndu peningar fremur leita til bæjarins en úr honum. Hann benti á ferðamanna sjónarmið- ið. Akureyri hefði of lítið að sýna, þótt bærinn væri á marg an hátt góður staður. Hér væri of fátt við að una fyrir ferða- fólkið. Þá gat hann þess, að bókasafn skáldsins mætti nota, þótt kyrrt væri á sínum stað, t.d. í umsjá amtbókavarðar. f Amtbókasafninu væri líka hægt að hafa Davíðssal, með mál- verki af þjóðskáldinu og miklu af, bókum hans, þeim bókum, sem nú eru geymdar á neðri hæð í Bjarkarstíg 6 og þyrfti að varðveita í Amtbókasafninu. En þar væri stór hluti af því heildarsafni, sem bærinn nú- hefði keypt. Þá vék ræðumaður að því al- menna menningargildi, sem í því fælist" að leggja sérstaka rækt við eitthvað, og sýna því ræktarsemi, er þess væri verð^ ugt. Með því værum við að rækta okkur sjálf, því ekki launuðu hinir látnu. Hann fór síðan enn nokrum orðum um skáldið frá Fagraskógi, og sagði að vel ætti við hann þau orð, sem kveðin hefðu verið um frænda hans einn: „Sál vors lands var sálin hans". svo mikill fslendingur og sannur hefði Davíð verið. Hvatti hann síðan (Framhald á bls. 8.) HVER VARÐ SPARNAÐURINN? f ATHUGASEMDUM yfir- skoðunarmanna ríkisreikn- ingsins fyrir árið 1963 segir svo: „ _ Hefur kostnaður við ríkisskattanefnd og skatt stofur orðið á árinu kr. 15,- 580.132,28, og er umfram- greiðsla frá fjárlögum á þess um lið kr. 10.101.133.28. Þetta virðist sanna all greini lega, að hið nýja fyrirkomu lag á innheimtu skattanna er miklu dýrara en hið gamla var". Þetta er dómur yfirskoðun armanna um hinn margaug- lýsta sparnað núverandi fjár málaráðherra í sambandi við álagningu skattanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.