Dagur - 12.12.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 12.12.1964, Blaðsíða 5
4 S Ritstjóri og ábyrgðannaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ALLIR ÍSLENDINGAR í EINNI BORG ÍBÚATALA landsins var 1. des. 1963 um 187 Jnisundir samkvæmt Hagskýrslum. Hún hefur vaxið ört Iiina síðustu áratugi. I»ó er þjóðin ekki fjölmennari en svo, að hún gæti fullvel komizt fyrir í einni borg eða bæ við Faxaflóann, án þess nokkurn undraði stærð liennar þegar metið væri á heimsmælikvarðann. Senni- lega gætu Islendingar, sem allir byggju saman í einni borg, skapað sér viðunandi lífsskilyrði. „En við íslendingar, Jjessi 187 þúsund, ger- um J>á kröfu til lífsins, sem enginn Íannar jafn fámennur hópur manna gerir á þessari jörð, en það er að fá að vera sjálfstætt ríki með sjálfstæðri tungu og þjóðmenningu, og að eiga landið, sem við erum kennd við, nýtt land og fagurt og auðugt af náttúrugæðum," eins og Gísli Guð- mundsson sagði fyrir nokkru í J)ing- ræðu um byggðajafnvægið. f Jtessum orðum er mikill og eftirtektarverður sannleikur, og víst er um það, að á meðan við búum hér einir og nytj- um landið, eigum við }>að einir og höfum rétt til að vera sjálfstæð þjóð og ráða málum okkar sjálf. Sjálfan eignarréttinn lielguðu forfeðurnir með Jjví að byggja landið. Þessum rétti glötum við ef við flytjum í eina borg og J)á erum við ekki lengur fs- lendingar. Að sjálfsögðu er erfitt að vera sonur fámennrar J)jóðar norður við heimskaut. Það er alltaf erfitt að vera maður. En landið okkar hefur fætt og fóstrað göfuga menn og vitra, og flestir íslendingar munu óska J)ess, að vera J)átttakandi í uppbygg- ingu lands og ríkis og verða sjálfir af því meiri nienn. Allir vitibornir og fulltíða menn á íslandi vita J)að fullvel hvers virði frelsi J)jóðarinnar er, því þeir hafa reynt J)að og lifað breytinguna. En J)að, að vera góður sonur síns föðurlands, leggur öllum skyldur á herðar. Þær skyldur eru á sumum sviðum þyngri en hjá fjöl- mennum þjóðum, en gæta skyldu menn J>ess J)á um leið, að hver ein- staklingur hér á landi er stærri hluti sinnar þjóðar en einstaklingar ann- arra J)jóða, og jafnframt dýrmætari. Röskun sú, sem orðið hefur á bú- setu landsmanna undanfarin ár, stefnir að landauðn í heilum byggð- um. Svipuð saga liefur gerzt í öðrum löndum, sem þó eru miklu þéttbýlli. Noregur er J)ar ljóst dæmi og vel J)ekkt. En Norðmenn vildu ekki una J>eirri stefnu og tóku sterklega í taumana fyrir mörgum árum. Byggðajafnvægið á íslandi hefur verið rætt á Aljnngi ár eftir ár, en án J>ess að náðst hafi samkomulag um raunhæfar aðgerðir. enn a mill k r • f auKa ojarnvæ i lanasnlutanna? BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti nýlega yfirlýsingu, þar sem hún lét í ljós áhuga sinn fyrir því, að stórvirkjun og iðjuver í sambandi við hana yrði, ef til kæmi, staðsett á Norðurlandi. Um þetta mál, svo og um leiðir til að bæta úr yfirvofandi rafmagnsskorti, er nú mikið rætt. Fyrir nálega þrem árum ályktaði Alþingi að skora á ríkisstjórnina að „láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunn- ar til framleiðslu á útflutnings- vöru og úrræðum til fjáröflun- ar í því sambandi.“ Flutningsmenn þessarar til- lögu voru alþingismennirnir Gísli Guðmundsson, Jónas G. Rafnar, Karl Kristjánsson, Garðar Halldórsson, Björn Jónsson, Magnús Jónsson og Bjartmar Guðmundsson, og var Gísli Guðmundsson fram^ögu- maður málsins á Alþingi. Dagur átti af þessu tilefni viðtal við Gísla fyrir sl. mán- aðamót. Hvað viltu segja nú um Jök- ulrársamþykkt Alþingis frá 22. marz 1961? Þegar Alþingi samþykkti án mótatkvæða tillögu norðanþing manna um að „undirbúa virkj- un Jökulsár á Fjöllum til stór- iðju,“ mun það af' mörgum hafa verið skilið sem svo, að þar með væri sú stefna mörkuð, að stór- iðjumöguleika sem fyrir hendi kynnu að reynast, bæri að nota tij að stuðla að jafnvægi milli landshluta. Virkjunarmöguleik- ar í sambandi við Jökulsá höfðu líka þá þegar verið rannsakaðir all ýtarlega og með það góðum árangri, að raforkumálastjóri komst svo að orði í bréfi til Al- þingis 6. maí 1960, að sá árang- ur væri talinn hafa „leitt í Ijós, að úr Jökulsá megi vinna raf- orku á svipuðu kostnaðarverði og stóriðjuver svo sem alumin- iumverksmiðjur greiða fyrir orkuna víða erlendis." Norðlendingar og Austfirð- ingar létu, sem kunnugt er, í Ijos mikinn ahuga á þessu máli. Hefur álit manna 1961 á virkj unarmöguleikum Jökulsár ekki reynzt rétt? Þær rannsóknir, sem síðan hafa farið fram, staðfesta það, sem talið var líklegt, að orka Jökulsár myndi verða ódýr, og þá sérstaklega frá orkuveri við Dettifoss. Nú eru komnar fram h'kur fyrir því, að mikla og ódýra orku megi fá með því að virkja Laxá með auknu vatns- magni þveránna, sem nú falla í Skjálfandafljót. Má því senni- lega gera ráð fyrir, að allgóðir möguleikar séu til stórvirkjun- ar tveggja fallvatna hér á aust- anverðu Norðurlandi. Hvað um framkvæmd þings- ályktunartillögunnar frá 1961? Stjórnarvöldin virðast ekki hafa haft hið norðlenzka jafn- vægissjónarmið í huga, og í rauninni tekið minna tillit til ályktunar Alþingis en vænta mátti. Eftir að þingsályktunin var gerð létu stjórnarvöldin vinna í heilt ár að Þjórsárrann- sókn án þess að hefja það verk hér nyrðra, sem þeim hafði ver- ?« J Gísli Guðmundsson ið falið. Viðleitni stjórnarvalda beindist fyrst og fremst í þá átt að reyna að finna á Suðurlandi stórvirkjunarmöguleika, sem væri reikningslega ódýrari en stórvirkjunarmöguleikarnir hér nyrðra. Leggja síðan spilin á borðin fyrir þá útlendu aðila, sem hafa skyldi samstarf við, m. a. um útvegun lánsfjár eða beina fjárfestingu. Láta þá draga bezta sþilið — ef svo mætti segja. Svona kemur þetta mér fyrir sjónir. Hver er ástæðan? Á þennan hátt hefur verið að því stefnt, að leysa með stór- virkjun og aluminiumverk- smiðju hið almenna raforku- vandamál Suðvesturlands og þá fyrst og fremst höfuðborgar- svæðisins, sem raforkuyfirvöld eru farin að hafa áhyggjur af og átt erfitt með að taka ákvörð un um. Aðgerðum í byggðajafn- vægismálinu væri — ef þetta yrði ofan á — snúið upp í að- gerðir í raforkumálum höfuð- borgarsvæðisins. En lausn höf- uðborgarsvæðisins ætti ekki að vera sérstökum vandkvæðum bundin. Þar eru margir virkjun armöguleikar, bæði í sambandi við vatnsafl og jarðhita, og hæfileg virkjun fyrir orkumark aðinn þar er það öruggt fyrir- tæki, að ekki á að vera erfitt að fá lán til hennar erlendis. Ef þetta viðhorf verður ráð- andi, hvað þá? Uppkoma stóriðju á höfuð- borgarsvæðinu væri ekki til þess fallin að styrkja lands- landshlutajafnvægið. — Hún mundi þvert á móti valda auk- inni röskun jafnvægis milli landshlutanna. Því er haldið fram og hefur verið reiknað út, að höfuðborgarsvæðið eða Suð- vesturland myndi fá eitthvað ódýrari raforku á þennan hátt, og eru þá reiknaðir 15 ára vext- ir og vaxtavextir af stofnkostn- aði. Vaxtareikningsmeistarar iundu það líka út á 19. öld, að smáupphæðir, sem voru lagðar á vöxtu, væru orðnar að gildum sjóðum og mikils megnugum á 20. öld. Við vitum hvernig sú spá hefur ræzt. Er ekki hægt að fá útlenda aðila til að reisa iðjuver á Norð- urlandi, ef það þykir æskilegt? Ég bjóst aldrei við því, að út- lend fyrirtæki kæmu á harða- hlaupum til að fá að reisa iðju- ver í sambandi við raforku. En ef áhugi er fyrir slíku, trúi ég ekki öðru en að hægt væri að fá stærð aluminiumverksmiðju, t. d. sem væri í samræmi við vinnslugetu Dettifossvirkjunar eða Laxárvirkjunar og hinn al- menna raforkumarkað norðan- og austanlands, og staðsetningu hér — ef íslenzk stjórnarvöld væru búin að gera það upp við sig, að stóriðjunni, þegar hún kæmi, væri ætlaður staður í þessum landshluta og að það væri undirstöðuatriði í málinu. Hvernig viltu láta haga fram- kvæmdum, ef til koma? Viðhorf mitt í þessum efnum er óbreytt. Ef komið verður upp aluminiumverksmiðju á hún að vera norðanlands að mínum dómi. Það á að virkja Jökulsá eða Laxá. Það er líka hægt að hugsa sér Búrfells- virkjun með línu norður og verksmiðju staðsetta hér. En ráðagerðir um að reisa iðjuver við Faxaflóa og leggja línu norður yfir fjöll árið 1973 eru, að mínum dómi, lítils virði fyr- ir Norðurland á árinu 1964. Hvaða vinnubrögð telurðu eðlileg í þessum málum nú? Eins og undirbúningi hefur verið háttað til þessa, sýnist mér, að stórvirkjunar- og stór- iðjumálið sé varla komið á ákvörðunarstig ennþá. Það ætti að fela þingkjörinni nefnd að fjalla um þetta mál og veita henni hæfilegan frest til að vinna úr gögnum og afla nýrra. Jafnframt þarf að athuga út af fyrir sig hina sérstöku mögu- leika til að fullnægja hinni al- mennu raforkuþörf hér norðan lands og syðra, án stóriðju, og þá með minni vatnsvirkjunum fyrst um sinn. Sumir álíta, að heilsa búpen- ings sé í hættu við Eyjafjörð, verði aluminiumverksmiðja reist hér? Fullyrt er, að þessu megi svara neitandi, enda myndi hlut aðeigandi fyrirtæki ekki kæra sig um að verða skaðabótaskylt af þeim sökum. Yrði rekstur aluminiumverk- smiðju hagkvæmari á höfuð- borgarsvæðinu? Ef þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að reisa slíka verk- smiðju, vilja heldur hafa hana þar en hér nyrðra, býst ég yð að það stafi af því, að þeir álíti að í hinu mikla fjölmenni sé auðveldara að fá vinnuefl og sjá því fyrir húsnæði. En ef við fslendingar viðurkennum sjón- armið af þessu tagi hjá atvinnu rekendum, er það sama sem að gefast upp við að hafa áhrif á þróun landsbyggðarinnar. Þeir, sem vilja láta skeika að sköp- uðu, segja: Þar sem fólkið hef- ur safnast saman, byggjum við upp atvinnulíf, rafveitukerfi og ibúðir. Við, sem styðjum jafn- vægissjónarmiðið sggjum: Þar sem búið er að byggja upp byggðalög á þennan hátt, verð- ur fólk. Hér er um tvö mismun- andi sjónarmið að ræða. Eru virkjunarskilyrði við Þjórsá betri en við fallvötnin liér nyrðra? Ég er leikmaður á þessu sviði og er líklega ekki talinn hafa leyfi til að svara svona spurn- ingu. En ég þóttist hafa rök- studda óstæðu til að segja fyrir 3—4 árurn að virkjunarskilyrði væru að líkindum hvergi betri en við Dettifoss, í 100—130 þús. kw orkuveri. Að fengnum þeim upplýsingum, sem ég hefi átt kost á, er þetta álit mitt óbreytt enn. Jökulsá og Þjórsá eru að sumu leyti ólík vötn, svo og að- staða á virkjunarstað. Fyrir nokkrum mánuðum var gert ráð fyrir ofanjarðarstöð. Búið var að verja miklu fé til rann- sókna á neðanjarðarstöðinni. Samkvæmt skýrslum virðist orkan verða jafn dýr frá 100 til 130 þús. kw við Dettifoss og frá 105 þús. kw orkuveri við Þjórsá. Svo á að virkja meira við Þjórsá og verðið þá að lækka. Þetta segja skýrslurnar. Hug- myndir um fyrirkomulag Detti- fossvirkjunar hafa lítið eða ekki breytzt. Kæmi til greina að nota raf- orkuna til framleiðslu á ein- hverri annarri útflutningsvöru en aluminium? Ég held að þeirri spurningu hafi ekki verið svarað á viðun- andi hátt. Hafa staðsetningarskilyrði iðjuvers, t. d. hafnarskilyrði á ýmsum stöðum hér á Norður- landi verið athuguð til hlýtar? Ég held, að þar sé um mjög lauslega athugun að ræða, svo ekki sé meira sagt. Hvað segir þú um að mæta raforkuþörfinni hér norðan- lands með olíustöð? Ef hér verður .komið upp olíu stöð í stað vatnsvirkjunar í þeirri trú, að lína verði lögð norður fjöll árið 1973, er ég Yú styttist til jóla! Blómabúð K.E.A. býður fjölbreyttara vöru úrval en nokkru sinni fyrr. — Svo sem: SILFURPLETT- BORÐBÚNAÐ (Prinsessumynztur) FÖT, SKÁLAR og margt fleira úr silfurpletti KERTASTJAKAR úr krystal, gleri og silfur- pletti. — Einnig úr kopar og palísander með kerti, mjög fallegir. KRYSTALL, glær og litaður, mjög nýtízkuleg form. KAFFISTELL, tékknesk, mjög ódýr. Japanskir KAFFIBOLLAR STÁLBORÐBÚNAÐ- URINN ódýri er koininn aftur. KERAMIK, vestur-J)ýzkt, í mjög fjölbr. gerðum. JÓLAKERTI, mjög fjölbreytt úrval. Tökum fram margar nýj- ar gerðir um helgina. Ný sending af SKRAUTKERTUM með helgimyndum vænt- anleg úr lielginni. ILMVOTN STEINKVÖTN GJAFAKASSAR í fjölbreyttu ún ali. KRYSTALS-HÁLS- FESTAR Enn fremur mjög ódýrar HÁLSFESTAR fyrir unglinga. Belgisk VATNSGLÖS innbrennd í sex mynztr- um, mjög ódýr og góð. Sex í kassa til gjafa. Seljum GRENIGREIN- AR alla daga til jóla. JÓLATRÉ JÓLASVEINAR JÓLABJÖLLUR allt upptrekt og spilar jólalög. JÓLASERVIETTUR JÓLAPAPPÍR JÓLALÖBERAR, mjög ódýrir. JÓLASERÍUR í úrvali BLOMABÚÐ hræddur um, að sú trú reynist oftrú. Hafa alþingismenn fengið upp lýsingar um undirhúning þann, sem fram hefur farið á veguin ríkisstjórnarinnar? Þingmönnum hefur nú alveg nýlega verið fengnar í hendur niðurstöður virkjunarrann- sókna og ýmis konar saman- burðartölur. En það er erfitt að átta sig á þessum plöggum fyr- ir þá, sem ekki hafa átt þess kost að fylgjast með. Undirstöð- una vantar. Dæmi geta verið rétt reiknuð. Hitt er annað mál, hvort öll þau dæmi eru reikn- uð, senj rétt væri að reikna. Þingkjörin nefnd myndi áreið- anlega fá svar við ýmsum spurn ingum, sem enn er ósvarað, sagði Gísli Guðmundsson al- þingismaður að lokum og þakk- ar Dagur svörin. Q TIL SÖLU: 4 stoppaðir stólar, sófi og sófaborð. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 11161. TIL SOLU: Barnavagn, kr. 1.000.00 Barnastóll, kr. 400.00 Uppl. í síina 12684 til kl. 7 e. h. BARNAVAGN TIL SÖLU. Uppl. í síma 12036. TRILLUBÁTUR TIL SÖLU: Tveggja smálesta opinn vélbátur með 8—12 hest- afla Sabb-dieselvél til sölu. Bátur og vél í góðu lagi. — Uppl. hjá eiganda Geirfinni Sigurgeirssyni, Hrísey. SAUMAVÉL og BÓNVÉL til sölu. Uppl. í síma 12557. ÓSKILAKIND í Saur- bæjarhreppi haustið 1964 Grá ær, 5—6 vetra, mark: Heilrifað hægra, tvístýft fr. biti a. vinstra. Brenni- mark tölustafurinn 1 á hægra horni. Ekki sjáan- legt að hornin hafi verið rnáluð. — Eigandi getur vitjað andvirðis hennar að frádregnum kostnaði til Ingva Ólasonar, Litla-Dal. ÍiÚÍÍiíiÍiÍF I B U Ð Lítil íbúð (2 herbergi og eldhús) á góðum stað í bænum til leigu frá n.k. áramótum. Tilboð merkt „íbúð“ skilist á afgreiðslu Dags fyrir 20. des. n.k. iiliiiiiii BILASALA HÖSKULDAR Rússajeppi, árg. 1957 með góðu húsi. Willy’s jeppi, árg. 1942 í mjög góðu lagi. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 11909 AUGLYSING um endurgreiðslu bifreiðagjalda fyrir árið 1963 Fjármálaráðuneytið hefur framlengt frest til endur- greiðslu bifréiðagjalda 1963 til 31. þ. m. Þeir, sem eiga eða átt hafa bifreiðir með A-númeri og óska end- urgreiðslu, snúi sér til skfifstofunnar með kvittun, eða greinargerð um greiðslu ef kvittun er töpuð. Bæjarfógetaskrifstofan Akuréyri, 11. des. 1964. FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON. bókasafn á hvert heimili fíiliscpuc <li Lam|H'dusji HLÉBARgN^ SKALDVERK GUNNARS t GUNNARS SONAR ÞÆTTIR UM mm Islenzk bjóðfræði ÍÍSLENZKT MAL 'ina,0I Swin“°n I M e*f ú’ í-ý ISLENZKAR KVÆÐI OG § ,ri BÓKMENNTIR lHftlS DANSLEIKIR Igi FORNÖLD ISLAND, ELDUR I ÖSKJU VATNAJÖKULL ÍSLENZK LIST FRÁ FYRRI ÖLDUM Sigurður Þórarinsson SURTSEY i ■■m. sm »m HELZTU M m M m xí;'?: %>& s? TRÚARBRÖGÐ 1 - f ^ sllliiiS HEIMS SlSlfö fc m m M Í HAFIÐ BÓKA FLOKKURINN LÖND OG ÞJÓÐIR : SÓLARLÖND AFRIKU M i ' - ; ss bl2I m mI uf áftí £ & & 2® - RÚSSLAND ÍTALÍA JAPAN | i Y 1 s.ú ;«s f, h ■-:] ,7 ISRAEL 1 INDLAND MEXIKÓ | SPÁNN FURÐUR Se/,Je/derllp SÁLARLÍFSINS gjgg-'s; - Mnllhliiv JóiHtwott VERÖLD MILLIVITA aefisögur HANNES ÞORSTEINSSON SigurSur Sttfánsson JÓN ÞORLÁKSSON frM- .l<>n ()-"k(ir M í§ PÁFINN k 3- SITUR ENN § 1 í RÓM m Sl. St. Blicher Hafið þér athugað hver kostakjör A B veitir félagsmönnum sínum? 1. Þeir Jrurfa engin félagsgjöld eða innritunargjald að greiða til AB. 2. Þeir fá allar AB-bækur minnst 20% ódýrari en utanfélagsmenn. 3. Þeir fá bókmenntatímarit AB, Félagsbréfin, ókeypis. 4. Þeir félagsmenn, sem kaupa einhverjar sex AB-bækur eða fleiri á árinu, fá sérstaka bók í jólagjöf frá félaginu. Þessar gjafabækur AB eru ekki til sölu og fást aðeins á þennan hátt. 5. Félagsmenn geta valið úr öllum bókum AB, gömlum jafnt sem nýjum. Eina skuldbindingin, sem menn taka á sig, þegar þeir gerast félagar í AB, er sú, að þeir kaupi a.m.k. einhverjar fjórar AB-bækur á ári, meðan þeir eru í félaginu. Engu máli skiptir, hvort þær eru nýútkomnar eða gamlar og nægir jafnvel að kaupa fjögur eintök af sömu bókinni. E£ þér eru ekkið í Almenna bókafélaginu, ættuð þér að gerast félags- maður þess strax í dag. i UMBOÐSMENN AB Á AKUREYRI ERU JÓNAS JÓHANNSSON, Brekkugötu 4, sími 12389 GÍSLI ÁRNASON, Brekkugötu 1, sími 12896 ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.