Dagur - 12.12.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 12.12.1964, Blaðsíða 8
8 (Ljósm.: E. D.) Jólasvipur er kominn á miðbæ Akureyrar. SMÁTT ÖG STÓRT Lópð var í haust 645.806 dilkum á landinu öllu Það er 57 |)ús. færra en í fyrra - Dilkar þyngri NÝJAR upplýsingar liggja fyrir um sauðfjárslátrun í haust. Alls var í haust slátrað 646.800 dilkum og er það 57.000 dilkum færra en í fyrrahaust, eða 8%. Dilkarnir voru talsvert vænni nú en í fyrrahaust. Með- alfallþungi yfir landið varð nú 14,4 kg. á móti 13,7 kg. í fyrra. Er kjötþunginn því ekki nema tæplega 340 tonnum minni en í fyrra, eða þremur og hálfu prósenti, og nemur alls 9.300 tonnum. Aukning fallþunga varð mest á Norðurlandi, einkum þó í - Sfúdenfafundur m Davíðshús (Framhald af blaðsíðu 1). Stúdentafélagið til að leggja hönd á plóginn og vinna að því 'með öðrum, að varveitt yrði hús Davíðs við Bjarkarstíg um ókomin ár. Ingólfur Árnason kvað sig andvígan dauðu minjasafni í Bjarkarstíg en vildi þó, að hús ið yrði keypt og varðveitt, sem skáldabústaður, en dýrgripir úr bókasafni skáldsins yrðu geymdir í Amtbókasafninu. Þá varpaði hann fram þeirri hugmynd, að Skagfirðingar og Eyfirðingar gætu heiðrað minn ingu stórskáldanna St. G. Steph •anssonar og Davíð Stefánssonar með nýjum menntastofnunum, sem tengdar yrðu nöfnum þeirra. Að frumræðum loknum hóf- ust umræður. Til máls tóku: Guðmundur Karl Pétursson yf- irlæknir, Brynjólfur Sveinsson Nýtt félag í Grímsey ÞANN 1. desember s. 1. var stofnað Æskulýðsfélag Mið- garðakirkju, og fór stofr.un þess fram í guðsþjónustu þann sama dag. Stofnfélagar voru ellefu ung- lingar í eyjunni og formaður félagsins er Áslaug Helga Al- freðsdóttir verzlunarmær Bás- um, en ráðgjafar þess Einar Einarsson djákni og Jakob Pétursson kennari og sóknar- presturinn. Félagið heldur fundi tvisvar í mánuði og var fyrsti fundur haldinn þann sama dag. yfirkennari, Ágúst Þorleifsson dýralæknir, Hólmfríður Jóns- dóttir. menntaskólakennari, Hréinn Pálsson kennari, Hall- dór Blöndal kennari, Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti og Aðalgeir Pálsson formaður. Fram komu tvær tillögur, þeirri hugmynd mjög jákvæðar, að hefjast þegar handa um fjár söfnun og annan undirbúning til að tryggja það, að Davíðshús verði minningarstaður þjóð- skáldsins. Tillögum þessum var vísað til stjórnarinnar ásamt viljayfirlýsingu fundarins um Davíðshús, til samræmingar og henni jafnframt falið að boða til annars fundar um sama mál við fyrsta tækifæri. Sérstæð bék um sérstætt fólk SÍÐASTA SKIP SUÐUR er ný bók Jökuls Jakobs- sonar og teiknarans Baltas- ar. Útgefandi Skálholt h.f. HÖFUNDARNIR dvöldu í Breiðafjarðareyjum lengi sum- ars. Jökull skrifaði og Baltasar teiknaði. Þeir fóru í fiskiróðra. og seladráp með heimamönn- um, enda er Jökull a. m. k. vanur sjómaður. Þeir voru með nefið niðri í öllu. Um það ber bókin vott. Síðasta skip suður er vel rituð og Katalóníumaður inn Baltasar gefur henni sér- kennilegan b!æ með teikning- unum. Hún er sérstæð bók um sérstætt fólk ' og þverrandi byggð, skemmtileg aflestrar og FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ Nú er liðin hálf önnur vika af desember og fjárlagafrumvarp- ið fyrir árið 1965 er enn ekki komið úr nefnd á Alþingi. Enn vita menn því ekki hvaða breyt ingartillögur koma frá ríkistjórn inni eða frá fjárveitinganefnd- inni, og þá heldur ekki, hvað nefndin tekur til greina af er- indum þeim, er henni hafa bor- ist frá ýmsum aðilum. En þá fyrst, þegar þetta liggur fyrir, geta einstakir þingmenn gert það upp við sig, hvort ástæða sé til þess fyrir þá að bera fram sérsíakar tillögur. Síðan eiga að fara fram tvær umræðum í þinginu áður en frumvarpið verður að lögum. Þingeyjarsýslum, með einni undantekningu þó. Austast í Norður-Þingeyjarsýslu og nyrzt í Norður-Múlasýslu várð fall- þunginn heldur minni en í fyrra enda dilkar þá þyngri á þess- um slóðum en í nágrenninu. Sveinn Tryggvason fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, segir minni byrgðir til af ærkjöti nú en í fyrra og væri mismunurinn um 600 tonn. Kæmi þar vafalaust tvennt til. í fyrsta lagi var nú enginn niðurskurður vegna mæðiveikinnar og í öðru lagi meiri ásetningur. Sveinn sagði að um 1.400 tonn af kjöti hefðu þegar verið flutt út. Reikna má með að verð fyr- ir hvert kg. sé milli 22 og 23 kr. og er verðmæti útílutts dilka- kjöts í haust nálægt 30 milljón- um króna. Kjötsala fram til 1. nóvem- ber í haust hér innanlands, varð meiri en á sama tíma ag í fyrra. Seldust nú 1150 tonn á móti 900 í fyrra. Kemur þar einkum tvennt til greina. í fyrsta lagi liófst slátrun fyrr nú en í fyrra og í öðru lagi var mun minna til af birgðum frá fyrra ári nú en í fyrra. □ fróðleg. Margir munu lesa hana um jólin. □ VEGAÁÆTLUNIN En hér kemur fleira til. Vega- áætlunin fyrir næstu fjögur ár, sem samkvæmt nýju vegalögun um á að leggja fyrir Alþingi samtímis fjárlagafrumvarpinu kom loks fram 10. desember. En þessa áætlun er eðlilegt að af- greiða um leið og fjárlögin, og ekki síðar, því að gera verður ráð fyrir, að þingið geti þurft að samþykkja aukafjárveitingu til viðbótar hinum föstu tekjiun vegasjóðsins. Gert er ráð fyrir að álit fjárveitinganefndar komi fram nú um helgina. Enn renn ur allmikið af tekjum af um- ferðinni beint í ríkissjóð, en hætt er við, að ýmsum þyki tekj ur vegasjóðsins hrökkva skammt þegar farið verður að skifta þeim milli þeirra fram- kvæmda, sem aðkallandi eru, enda fer framkvæmdakostnað- urinn stöðugt vaxandi og fram- kvæmdaþörfin einnig, bæði ný- byggingar og viðhaldsþörf um Ieið og ökutækjum fjölgar og álag á vegum eykst um land allt. ÆTLAÐI EKKI STJÓRNINNI AÐ LÆKKA SKATTANA? Enn eiga útsvörin í höfuðborg- ini að hækka um nálega 50 milljónir kr. samkv. fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1965, sem lögð hefur verið fyrir borgarstjóm. Var þá jafnvel borgarfulltrúa Alþýðuflokksins nóg boðið, eft ir því sem blöðin segja. Orðróm ur er um það, byggður á skrif- um Jóhannesar Nordals í Fjár- málatíðindum, að von sé á nýj- um álögum af hálfu ríkisins, og þá líklega helst fasteignaskatti. Sumir stjórnarstuðningsmenn eru orðnir utan við sig af þeim ósköpum og spyrja: Var það ekki stjórnin okkar, sem ætlaði að lækka skattana? Það er von að þeir spyrji. SITTHVAÐ ORÐ OG EFNDIR Það er stundum sitt hvað, orð og efndir. Undanfarna mánuði hefur Morgunbl. og sumir ræðu menn stjórnarflokkanna látið á sér skilja, að þeir séu nú komn ir á þá skoðun, að nauðsynlegt sé að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Jafnvægisfrumvarp Framsóknarmanna hefur þó enn engan stuðning fengið úr þeirri átt. Hinsvegar berst sú frétt að sunnan, að stjórnin ætli að semja við útlendinga um að byggja stóriðjuver við Faxa flóa. Ekki mundi sú fram- kvæmd auka jafnvægið milli landshlutanna. Bókarliöfundarnir, Baltasar og Jökull Jakobsson (til hægri). UM FJALLSKIL Karl Kristjánsson, Sigurður ^Bjarnason, Hermann Jónasson og Gísli Guðmundsson flytja á Alþingi tillögu þess efnis, að ríkisstjórnin láti í samráði við Búnaðarfélag Islands rannsaka hvaða sveitarfélög séu nú þann ig á vegi stödd, að þeim sé ó- kleift orðið, sakir fámennis, að leysa af hendi fjallskil á afrétt um sínum svo rækilega sem þörf er á, og gera síðan tillögur um liæfilega þátttöku þjóðfé- lagsins í fjallskilakostnaði þar sem svo stendur á. Á það er bent í greinargerð, að fjallskil séu nauðsynlegj ekki aðeins vegna þeirra sveitarfélaga, sem eiga að annast þau, heldur og vegna annarra sveitarfélaga, þar sem fé úr mörgum sveitum gengur saman. Auðsætt er, að þessu máli verður að gefa gaum. „FJARSTÝRÐUR“ FLOKKUR VTLDI ÁÐUR STÓRIÐJU Bæjarstjórn Akureyrar hefur farið fram á það, að alumíníum verksmiðjan verði, ef til kemur staðsett við Eyjafjörð. Það er auðsætt, að ef slíku fyrirtæki væri komið á fót norðanlands myndi það hafa áhrif til jafn- vægis á móti „kraftblökkinni“ á liöfuðborgarsvæðinu, svo notað sé austfirskt orðalag um þessi efni. Bæjarfulltrúar Sósíalista- flokksins hér segjast vera á móti alnmíníumverksmiðju. Fyrir 10 árum eða svo hefðu menn áreiöanlega ekki búist við slíku úr þeirri átt. Þá var Sósíalistaflokkurinn ákafur for mælandi þess á Alþingi, að ís- lenskt vatnsafl yrði virkjað til stóriðju og lagði fram tillögu um sérstaka rannsókn á mögu- leikum til að „vinna alumíníum oxyd með raforku“ (Alþingis- tíðindi 1953). Sósíalistar virtust þá ætla að fá fjármagn til stór- virkjunar og stóriðju frá Sovét ríkjunum. Er það ekki hægt nú? Eða hefur „fjarstýringin“ skift um „kúrs“?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.