Dagur - 09.01.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 09.01.1965, Blaðsíða 1
Dagur Símar: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Dagur XLVIII. árg. — Akureyri, laugardagmn 9. janúar 1965 — 2. tölublað Ný framhaldssaga EIRÍKUR HAMAR Fylgizt með frá byi jun. Hækkun á byggingarkostnaði 375 rúmm. íbúðar er 332 þús. kr. SAMKVÆMT skýrslum Hagstofunnar hafi byggingarkostnaður 375 rúmmetra íbúðar í júnímánuði sl. ár hækkað úr 430 þús. upp í 762 þús. kr. á sex ára tímabili, þ. e. frá júní 1958. Hækkunin er 332 þús. krónur. En lán út á nýjar íbúðir frá húsnæðismálastjórn eru hæst 150 þús. kr. og er raupað af. Gert er ráð fyi’ir, samkv. júní- samkomulaginu, að lán, sem veitt verði út á ný hús síðar verði 280 þús. kr. Enn er þó óljóst, hvort nokkur, sem byggt hefur á sl. ári, fær svo há lán. Og jafnvel þótt þau fáist, nema þau ekki verðhækkuninni, sem orðin var fyrir 6 mánuðum. Við reisnardýrtíðin gleypir ekki að eins lánahækkunina, heldur lánin í heild og meira til. STJÓRNIN VILDI HEFTA FRAMFARIRNAR Svipað er að segja um fram- kvæmdir í sveitum. Stofnlána- deild landbúnaðarins er nú í fjái-þröng og gerði á árinu, sem leið, sérstakar ráðstafanir til að BRENNDIST Á ANDLITI Á gamlársdag kviknaði í glugga tjöldum út frá kertaljósi, að Skriðulandi í Arnarneslireppi með þeim afleiðingum, að lítið barn brenndist á andliti og höndum en ekki liættulega. Slæmt veður var og ófærð á vegum, svo fá varð snjóbíl frá Akureyri til að ná í barnið. Var farið með það á sjúkrahúsið á Akureyri. □ Neituðu að taka á móti refsingu sinni EINS OG kunnugt er lögðu bankastarfsmenn Útvegsbank- ans niður vinnu einn dag til að mótmæla með því ráðningu Braga Sigurjónssonar við Út- vegsbankaútibúið á Akureyri. Málinu var skotið til dómstól- anna. í gærmorgun var stjórn félags bankamanna kölluð fyrir, til þess hún mætti taka á móti dómi og refsingu, sem var áminning. Stjórnin mætti á ákveðinni stund og stað. En hún neitaði hinsvegar að viður- kenna refsinguna með undir- skrift. Fer málið því á ný til sak- sóknara til frekari aðgerða, eft- ir því sem ástæða þykir til hjá embættinu. Ekki er laust við, að mál þetta fari að verða nokkuð bros- legt og vandséð nú, hverja stefnu það kann að taka. draga úr fjárfestingu hjá bænd um, með því að heimta umsókn ir í apríl og neita þegar í vor, sem leið, um lán til sumra fram kvæmda á árinu. Nú er fjár- þröng deildarinnar skýrð með því, að lánað hafi verið yfir 100 millj. kr. sl. ár, og borið saman við fyrri lánveitingar. En þeir sem svo mæla, gleyma hinni gíf urlegu dýrtíðaraukningu, sem hlaut að kalla á miklu hærri lán en fyrr. Þeir, sem mest gum uðu af stofnlánadeildarlögunum hefðu átt að taka dýrtíðina með í reikninginn og láta minna. BÆNDUR VEGNA BANKA EÐA BANKI VEGNA BÆNDA Þeir, sem nú ráða þessum mál- um, hafa gert mikið að því að auglýsa það, að stofnlánasjóðir Búnaðarbankans hafi verið illa stæðir fyrir 5 árum. En. stað- reyndin er sú, að þá fengu bænd ur lán, ef þeir höfðu lokið fram kvæmdum þannig að skjöl væru komin í bankann þegar aðalútlánstíminn hófst, í nóv,- des., þótt þeir hefðu ekki sent umsóknir að vorinu, og þá taldi bankinn það ekki í sínum verka hring að takmarka framkvæmd irnar. Og þá fengu bændur lán in með þriðjungi lægri vöxtum en nú. Þá datt engum í hug, að leggja búvörugjald á bændur handa Búnaðarbankanum. Þá var það rikjandi skoðun, að sjtofnlánadeildir Búnaðarbank- ans væru til vegna bændanna, og að það sem máli skipti væri að bændur fengju lánin, og að þau væru með eðlilegum kjör- um. Með stofnlánadeildarlögun um kom bankasjónarmiðið í stað bændasjónarmiðsins. Það er mergurinn málsins. Ávarp frá framkvæmdanefnd Davíðshússins Að Bjarkarstíg 6 á Akureyri stendur hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús þetta * lét Davíð sjálfur reisa og bjó jiar einn meira en tvo áratugi. Húsið með öllu, sem í því er, ^ minnir _á Davíð einan. Hver hlutur geymir brot af hugsun hans og smekk. Hér kvað hann * ýmis fegurstu ljóð sín, og segja má, að sjálf þögn hússins sé eitt af ljóðum skáldsins. ^ Þegar við andlát Davíðs.var um það rætt, að heimili þjóðskáldsins yrði að varðveita ^ eins og hann skildi við það í hinzta sinn. Tækifærið var einstakt til þess að geyma minn- ^ ingu andlegs höfðingja og mikils íslendings. Allir virtust sammála. Aðeins þurfti einhvcrja £ til að hefjast handa. ^ Nú hefur Akurevrarbær riðið myndarlega á vaðið með því að kaupa hið dvrmæta f ct bókasafn skáldsins. F.rfingjar hafa gefið húsmuni Davíðs og listmuni. Eftir er húsið eitt, ^ -t og virðist einsætt, að hér komi til hlutur þjóðarinnar allrar. Davíð var meira en Akureyr- ingur eða Eyfirðingur. Hann var íslendingur, þjóðskáldið, sem langa ævi naut meiri ást- ^ sældar en flest, ef ekki'Öll íslenzk skáld fvrr og síðar. List hans öll stóð djúpum rótum í íslenzkri þjóðmenningu og þjóðarsál. Hér er það einmitt þjóðarinnar allrar að sýna þakk- læti í verki og ræktarsemi. A því vaxa allir. ^ Áhugamenn á Akureyri, ásamt Stúdentafélaginu á Akurevri, hafa tckið höndum ^ saman um að efna til samskota með þjóðinni til kaupa á húsi Davíðs. \'ér treystum því, 'jj; að þeim mörgu íslendingum, víðs vegar um land, sem sótt hafa yndi í ljóð Davíðs Stef- ý t ánssonar á liðnum árum, sé það ljúft að gjalda svo skuld sína við skáldið, að þeir leggi ^ £ eitthvað af mörkum, til þess að heimili Davíðs frá Fagraskógi megi varðveitast sem eitt af ^ véum íslenzkrar menningar. f Dagblöðin í Reykjavík sem og önnur blöð i bæjum landsins eru beðin að birta ^ ávarp þetta, og jafnframt er þess vænzt, að þau taki á móti framlögum. Einnig er mælzt til þess við unnendur Davíðs úti um land, í sveit og við sæ, að þeir hafi forgöngu um ^ fjársöfnun, og geta þeir snúið sér til einhvers úr framkvæmdanefnd og fengið senda söfn- ‘jr unarlista. — Gjaldkeri söfnunarinnar er Haraldur Sigurðsson, Utvegsbankanum, Akureyri, ^ X pósthólf 112. I t. í framkvæmdanefnd: Þórarinn Björnsson, Brvmjólfur Sveinsson, Guðmundur Karl Pétursson, Sigurður O. Björnsson, Sverrir Pálsson, Freyja Eiríksdóttir, Ragnheiður Arnadóttir, Aðalgeir Pálsson, Haraldur Sigurðsson. í I i f Blaðamannafuiidur lijá skólameistara í gær Ákveðið að kaupa Davíðshús fyrir frjáls fram- lög fólks til sjávar og sveita Þórarinn Björnson skólameist- ari boðaði fréttamenn á sinn fund síðdegis í gær. Tilefni fund arins var það, að framkvæmda- nefnd áhugamanna á Akureyri, um að varðveitt verði á einum stað og í húsi Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi munir hans allir, listaverk og hið mikla bókasafn, hefur ákveðið að hefja fjársöfnun um land allt til að kaupa hús skáldsins, að Bjarkarstíg 6. Bærinn hafði áð- ur keypt bókasafn hans og þeg ið að gjöf innanstokksmuni hans og listaverk frá erfingjunum. Skólameistari, sem er formað- ur þessarar nefndar, rakti í stór um dráttum gang þessara mála og viðræður við bæjarstjórn um þau. Taldi hann þær viðræður, sem allar hefðu verið hinar vin- samlegustu, hafa borið þann ár- angur, að fyrri ákvörðun bæj- arstjórnar um brottflutning bókasafns og muna skáldsins úr húsi hans, yrði breytt, enda hefði það verið upphafleg ætl- un bæjarstjórnar að hús og munir yrði varðveitt á sama stað. Við erum ekki að gera þetta fyrir skáldið, sagði skólameist- ari, heldur fyrir okkur sjálf, af ræktarsemi. Við viljum gefa þjóðinni þann möguleika að eiga þetta menningarvé. Davíð var svo þjóðlegur, að af bar, og svo nálægt hinu einfalda og upprunalega, að á meðan ís- lenzk kennd bærist í íslenzkum brjóstum, verður minningin um hann þjóðinni kær og mikils- verð, sagði Þórarinn Björnsson skólameistari efnislega. Síðan afhenti hann fréttamönnum ávarp það, sem er á öðrum stað á þessari síðu. Dagur fagnar því, að þetta mál, sem hér var fram borið stuttu eftir andlát þjóðskáldsins og svo í öðrum blöðum, skuli nú, undir forystu hinna ágæt- ustu manna, vera komið á framkvæmdastig. Gjafir til (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.