Dagur - 09.01.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 09.01.1965, Blaðsíða 5
4 5 itelHK*r>iM~l i fr'líiri Vi« -ií Ji.ijrjririi ^ Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fjárlög ríkisins EITT AF síðustu verkum Alþingis fyrir jól var að afgreiða fjárlög ríkis- ins fyrir árið 1965. Kennir þar margra grasa, og verður að sumu vikið síðar. Þetta er, eins og kunnugt er, langhæstu fjárlög í sögu hins unga íslenzka lýðveldis. Niðurstöðu- tala innborgana og útborgana hjá ríkissjóði á hinu nýbyrjaða ári, sam- kvæmt þessum fjárlögum er 3529.2 MILLJ. KRÓNA eða rúmlega hálf- ur fjórði milljarður. Hér er þó ekki öll sagan sögð, því eftir er að sam- þykkja vegaáætlunina næstu fjögur ár (1965—1968). Hinar sérstöku tekj- ur vegasjóðsins af benzínskatti og bifreiðagjaldi verða ekki undir 200 millj. kr. á þessu ári. Að þeirri upp- hæð viðbættri er niðurstöðutalan komin upp í nálega 3730 millj. kr. Undanfarin ár hafa niðurstöðutöl- ur fjárlaga verið þessar: Árið 1958 ........ 882.5 millj. Árið 1959 ........ 1146.0 millj. Árið 1960 ........ 1501.8 millj. Árið 1961 ........ 1588.7 millj. Árið 1962 ........ 1752.0 millj. Árið 1963 ....... 2198.1 millj. Árið 1964 ........ 2696,2 millj. Árið 1965 ........ 3730.0 millj. Árið 1958—1959 eru niðurgreiðsl- ur vara, sem þá koma úr útflutnings- sjóði, bætt við fjárlagaupphæðina og árið 1965 sértekjum vegasjóðsins, til þess að tölur verði sambærilegar. Hækkunin frá 1958 er nokkuð yfir 300%. Ríkisstjórnin hefur nú um ára- mótin lækkað bankavexti almennt um 1% þannig, að venjulegir inn- lánsvextir verða 6% í stað 7%, venjulegir víxlavextir verða 8% í stað 9% o. s. frv. Vextir af afurða- víxlum, sem Seðlabankinn endur- kaupir, eru lækkaðir nokkru meira. Hér hefur ríkisstjórnin enn einu sinni neyðzt til að fara inn á þá leið, sem Framsóknannenn hafa ben.t á og barizt fyrir að farin yrði, þótt of skammt sé gengið. Vaxtalækkunin mun eiga að draga úr óvinsældum stjórnarinnar út af nýja söluskattin- um. Af viðreisnarskikkjunni frá 1960 eru nú senn eftir tötrar einir. í kosningum á Alþingi lánaði rík- isstjómin Alþýðubandalaginu eitt atkvæði og kom kommúnistum þannig í sex trúnaðarstöður, sem þeir sjálfir höfðu ekki atkvæðamagn til að fá af eigin rammleik. Margir telja þetta laglega jólagjöf, og ef marka skal Morgunblaðið, mætti ætla, að Sjálfstæðismenn hefðu talið kommúnista lítt hafa til hennar unn- ið. En Einari Olgeirssyni muni ætl- að að sjá um, að gjald komi fyrir á nýja árinu. Silungs-aðgerð við Mývatn. (Ljósmynd: E. D.) Vatnabúamir gela gefið margfaldar tekjur með því að hjálpa náttíirunni - rækta stofnana ÚTGÁFA ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS STRÁKUM þykir gaman að handsama lontur undir lækjar- bakka, fullorðnir kaupa leyfi til að freysta gæfunnar og veiða lax á stöng og gjalda 1—2 þús krónur fyrir daginn. Og eins og það er víst, að strákarnir halda áfram að veiða lontur, jafnvel bara hornsíli, kaupa hin ir fullorðnu veiðileyfin í laxán- um, hvar sem þau fást og fyrir hátt verð. Á síðustu árum eru millj. nefndar í sambandi við veiðiréttindi. Innlendir menn og útlendir veiða lax á stöng, hvort sem það borgar sig eða ekki. Hér er ekki um tízkusveiflur að ræða, hvernig menn eyða tímanum eða skemmta sér. Fyr- ir því er næg reynzla erlendis. Og hér á landi er laxveiði á stöng ekki atvinna heldur sport. Þótt ár og veiðivötn hafi um áraraðir verið ræktuð víða er- lendis, til að auka veiðina og þar með tekjur hlutaðeigandi, byggist laxveiðin hér á landi, svo og sjóbirtingsveiðin, nær eingöngu á hinum „náttúrlegu" göngum þessara fiska úr sjó í freskt vatn. Það eina, sem veru Iega hefur breytzt, er leigan. Þó vita menn vel, að það er hægt að hjálpa náttúrunni til að auka fiskgengdina, jafnvel margfalt og jafnvel að gera þær ár góðar veiðiár sem áður voru „dauðar“. Auk þessa eru svo möguleik- arnir til fiskeldisstöðva, þar sem fljótvaxnar fisktegundir eru fóðraðar í tjörnum og hafð ar undir mannshendi eins og húsdýr. Hér á landi eru margar laxár góðar og enn fleiri ár miðlungi góðar, sem hægt er að rækta upp og gera miklar veiðiár. Og enn eru ár, já heil vatnasvæði „dauð“ og fisklaus e. t. v. vegna einnar hindrunar á leið laxa og silunga úr sjó. Það eru dýrar hindranir og þarf að ryðja þeim úr vegi. Hér vantar tilfinnanlega klak og uppeldisstöðvar, þar sem lax væri alinn upp fyrstu 2 ár- in eða í göngustærð. Um 10% af þeim löxum skila sér aftur í móðurána, sem stórir og eftir- sóttir fiskar. Og heiðarvötnin okkar mörgu! Hve verðmikil veiðivötn geta þau ekki orðið? Mörgum þykir lítið til laxveið- anna koma, kostnaður mikill og eftirtekjan lítil þegar um stangaveiði ræðir. Slíkt má til sanns vegar færa um sport yfir leitt. En laxinn er þó dýrmæt vara, þótt sjaldan þyki nóg veitt. Til gamans má geta þess um laxveiðina í Borgarfirði, er um getur í riti kaupfélagsins þar í haust, að félagið tók á móti 2820 löxum til útflutnings árið 1963. Smálax þó ekki með talinn. Utflutningsverð á 1. fl. laxi varð kr. 85.00 pr. kg. ísland er land hinna miklu möguleika í fiskirækt og veiðum í ám og vötnum, og enn órækt að á því sviði. NÝR „F0SS“ NYTT vöruflutningaskip, sem Eimskipafélagið á í smíðum hjá Álaborg Værft í Álaborg, hleyp ur af stokkunum hinn 10. febrú ar og er áætlað að smíði verði að fullu lokið í maí n.k. Fljót- lega eftir að þetta skip hefur hlaupið af stokkunum verður kjölur lagður að öðru skipi, er Eimskipafélagið hefur samið um smíði á hjá sömu skipasmíða- stöð. Áætlað er að smíði seinna skipsins ljúki í janúar árið 1966. Bæði þessi Vöruflutningaskip verða af sömu gerð og stærð, opin hlífðarþilfarsskip, 2650 D. N. tonn, með styrkleika til þess að sigla lokuð. Aðalaflvél verð- ur 3000 hestöfl og ganghraði nál. 14 sjómílur. Nýsmíðar þessar_eru liður í endurnýjun á skipastóli félags- ins. (Frétt frá hf Eimskipa- félagi íslands). AF ÚTGÁFURITUM Almenna bókafélagsins á síðasta ári má fyrst nefna þær þrjár bækur, sem komið hafa í hinum vin- sæla flokki Lönd og þjóðir. — Þessar bækur eru Mexíkó, eftir W. W. Johnson, þýðandi Þórð- ur Orn Sigurðsson, Sólarlönd Afríku, eftir R. Coughton, þýð- andi Jón Eyþórsson, og Spánn, eftir Hugh Thomas, í þýðingu Andrésar Kristjánssönar. Senni lega hefur ekkert af því, sem AB hefur gefið út, náð jafn al- mennum vinsældum og einmitt þessi bókaflokkur, og ber þar hvort tveggja til skemmtileg frásögn um efni, sem öllum eru hugleikin, og frábært mynda- val, en auk þess hefur vinsam- leg samvinna við upphaflega út gefendur gert félaginu kleyft að selja þær við mjög hóflegu verði Alls eru tíu bækur komnar út í þessum flokki, en tvær þeirra, Frakkland og Bretland, eru nú þegar algerlega uppseldar og sumar hinna hvað úr hverju á þrotum. Því miður eru engin tök á að endurprenta þessar bækur og koma þær ekki fram á íslenzkan bókamarkað. Þættir um íslenzkt mál, kom út sl. haust. Þar rekja sex ís- lenzkir málvísindamenn upp- runa og sögu íslenzkrar tungu menningarþróun, en ritstjórn og ræða stöðu hennar í nýrri bókarinnar annaðist dr. Halldór Halldórsson. Ekki er því að leyna, að enn sem komið er hef ur sinnuleysi almennings um þessa bók valdið talsverðum vonbrigðum. Reyndar hafði aldr ei verið búizt við, að hún yrði metsölubók, en þegar þess er gætt, hve verndun móðurmáls ins hefur mjög verið höfð á orði að undanförnu, hefði mátt ætla, að hún yrði kærkomin fleiri, en í-eynzt hefur til þessa. Á öndverðu ári gaf félagið út bækur eftir tvö íslenzk skáld. Jón Oskar sendi frá sér ferða- hugleiðingar frá ítalíu og Ráð- stjórnarríkjunum, Páfinn situr enn í Róm, og var allmikið rætt og ritað um bókina. Hin bókin, Austan Elivoga, er fyrsta ljóða bók Böðvars Guðmundssonar, stúdents við norrænudeild Há- skólans. Oft er talað um, að ljóð ungra skálda seljist illa, en ekki er það algild regla, ef dæma má eftir þessari bók, því hún má nú heita uppseld. Þá kom í haust út smásagnasafr^ Svartárdalssólin, eftir þriðja ís lenzka skáldið, Guðmund Frí- mann, og er það fyrsta bók hans í óbundnu máli. í sumar komu út hjá AB tvær stuttar skáldsögur eftir erlenda öndvegishöfunda, Vaðlaklerkur, eftir Steen Steensen Blicher, í þýðingu Gunnars Gunnarsson- ar, og Ehrengard, eftir Karen Blixen, í þýðingu Kristjáns Karlssonar. Með þessum bók- um er hafin útgáfa á nýjum flokki sem í verða stuttar úr- valssögur erlendra höfunda. Þá er komið að þeim bókum, sem kalla mætti jólabækur AB Verður þá fyrst fyrir Jómfrú Þórdís, hin nýja skáldsaga Jóns Björnssonar. Höfundurinn hef- ur sótt efni bókarinnar í frægt sakamál frá öndverðri 17. öld, hinu myrka tímabili hjátrúar og hindurvitna, þegar skuggi Stóra dóms og hins danska konungs- valds vofir yfir landinu og forn og nýr átrúnaður áttu í bar- átlu um sálir fólksins. Allar fyrri skáldsögur Jóns Björns- sonar hafa selzt upp og má rriik ið vera, ef hið sama verður ekki upp á teningnum með Jóm frú Þórdísi. Þá er nýlega komið lokabindi hins mikla ritverks Kristjáns Albertssonar um Hannes Haf- stein. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta rit, því senni- lega hafa engar íslenzkar bæk- ur vakið jafnmikla athygli, eða leitt af sér eindregnari viðbrögð, ýmist til andófs eða hrifningar. Fyrsta bindið kom út haustið 1962 í 6000 eintaka upplagi, sem allt seldist upp á tæpum þrem ur vikum, og varð þá strax að prenta viðbótarupplag, sem út kom í fyrra. Af því bindi eru nú til innan við þúsund eintök. Annað bindið, hefur einnig selzt mjög mikið, enda þótt hin svo kallaða jólasala færist að mestu fyrir, vegna þess hve lítið af upp.laginu náðist þá úr bandi af verkfallsástæðum, og nú, eftir að lokgbindið er komið út, virð ist síður en svo hafa dregið úr áhuga almennings á þessu mikla ritverki. Að sjálfsögðu mun enn verða deilt um af- stöðu höfundarins gagnvart ein stökum mönnum og málefnum, en hitt orkar ekki tvímælis, að aldrei fyrr hefur viðburðarrík- asta tímabili í sögu íslands ver- ið gerð ýtarlegri skil en í þess- ari ævisögu Hannesar Hafsteins hins glæsilega skálds og þjóðar leiðtoga. Bók dr. Sigurðar Þórarinsson ar um Surtsey er einstætt heim ildarrit í máli og myndum um ó viðjafnanlegt jarðsögulegt fyrir brigði. Hafa menn beðið hennar með mikilli eftirvæntingu og fyrirspurnir borizt um hana úr ótrúlega mörgum löndum. Aldr ei hefur heldur verið lögð jafn í desembermánuði sl. var Hóla kirkja í Eyjafirði raflýst og raf hituð. Fyrsta messugjörð eftir fram kvæmd þessa fór fram á annan í jólum, og talaði séra Benja- mín Kristjánsson um dýrð ljós- anna, ekki einungis þeirra, sem maðurinn notar við að reka myrkrið að höndum sér, heldur og hinna æðri ljósa. í þessu sambandi voru kirkj- unni gefnar ýmsar gjafir: Frá Raforkusjóði Sesselju Sig urðardóttur kr. 5,000,00. Frá Kjartani Júlíussyni, til minning mikil vinna í nokkra bók fé- lagsins af þessu tagi og Surtsey. Alls er bókin 112 bls. og auk teikninga í formála hefur hún að geyma fimmtíu myndir, vald ar úr meira en eittþúsund Ijós- myndum, er helmingur þeirra litmyndir. Við val myndanna hefur í senn verið farið eftir feg urð myndanna og heimildargildi i og segja má að þær reki þróun- arsögu eyjarinnar alit frá upp- hafi. Einnig er skilmerkileg frá sögn um gosið í skemmtilegri inngangsritgerð eftir dr. Sigurð Þórarinsson, en hann hefur að sjálfsögðu haft mestan vanda af þessari bók ásamt Torfa Jóns- syni teiknikennara, sem hefur ráðið útliti hennar og uppsetn- ingu. Kassagerð Reykjavíkur hefur annazt myndamót og prentun mynda og hafa starfs menn hennar lagt frábæra alúð við verk sitt. Kvæði og dansleikir er mikið rit í tveimur bindum eða alls á níunda hundrað blaðsíður. Er það fyrsta verkið í safni fs- lenzkra Þjóðfræða, sem unnið hefur verið að á vegum AB um alllangt skeið, og má segja, að næstu bækurnar í þessum flokki séu senn tilbúnar undir prent- un. Að meginhluta taka kvæði og dansleikir til fornkvæða, sem svo hafa verið nefnd, vikivaka og viðlag, en af öðrum efnis- flokkum má nefna stökur, kviðl inga, amorskvæði, þulur og langlokur. Telur AB sér mikið happ að hafa fengið mag. Jón Samsonarson til að búa útgáf- una úr garði. Hefur hann unnið að henni í nokkur ár, kannað í því skyni sæg handrita í innlend um og erlendum söfnum og orð ir æðimargs vísari eins og bert verður af hinni miklu og ýtar- legu inngangsritgerð hans, en hún ein er um 240 bls. Þetta er tvímælalaust á sínu sviði veg- legasta safn þeirra kvæða, sem orðið hafa til með þjóð vorri á liðnum öldum, og hefur fæst af þeim verið tiltækt fyrr en nú, enda sitthvað ekki áður komið í leitirnar. Þarf því ekki að efa, að Kvæði og dansleikir eignist sæti meðal grundvallar- rita í þjóðlegum bókmenntum íslendinga og áreiðanlega er hér um að ræða mikla námu fróð- leiks og skemmtunar. ar um foreldra hans kr. 6.000.00. Ljósakróna til minningar um Jón Siggeirsson Hólum gefin af Geirlaugu Jónsdóttur, ekkju hans, börnum þeirra og tengda börnum. Onnur ljósakróna var gefin af hjónunum í Torfum, Sigríði Ketilsdóttur og Helga Sigurjónssyni, til minningar um móður hans og stjúpföður. — Einnig fleiri smærri gjafir. Söfnuðurinn þakkar hjartan- lega gjafirnar og hlýhug til kirkjunnar og óskar gefendum árs og friðar. Sóknamefndin. Gjafir þakkaðar RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga CbKbKKbKbKhKbKbS- Hve hér er allt orðið öðruvísi en í öndverðu. Húsakynnin voru heldur ekki nærri eins glæsileg, þótt Fylkir hefði þá þegar allmikið umleikis. — Þá héldu þeir til yfir á Stóra- torgi í allgömlu húsi og fremur hrörlegu. Fylkir var þá heldur ekki talinn neitt fínn náungi, en um hitt voru allir sammála, að hann væri skolli sluiiginn fjármálabrallari, og menn vöruðust að lenda í deilum við hann. Félagar Eiríks öfunduðu hann opinskátt, er hann varð fulltrúi Fylkis eft- ir aðeins þetta eina ár í Akurs Rannsóknarrétti. Já, yfirleitt hefir þetta gengið sæmilega, hugsaði hann þreyttur, — og var sljór á ný urn hríð. Skyndilega áttaði hann sig og tók að velta Fylki fyrir sér á ný. Hvað vár nú um að vera? Sennilega alls ekkert at- hugavert við hann. Hann er víst í rauninni sá sami. Það er því sennilega ég sjálfur. Eitt var að minnsta kosti áreiðanlegt, að Eiríkur undi sér ekki við vinnu sína, og alls ekki við sjálft fyrirtækið. Það var aðeins svo óskiljanlegt, að hann skyldi verða þess var núna. Ekkert hafði komið fyrir. Og Eiríkur hafði unnið, og unnið með áhuga og hrifni, allt síðan vinur hans Níels Bang dó, fyrirfór sér. Það var svo margt furðulegt við þetta, sem hann hafði aldrei hugsað um síðan, vildi ekki hugsa um, sem hann vildi losna við. Þessvegna starfaði hann af kappi eins og hestur. Þetta var sorgleg saga með Níels Bang. Hann hafði ver- ið einkavinur Eiríks frá bernskuárum, fíngerður drengur og gáfaður, en með aldrinum varð hann veiklyndur og laus í rásinni, lenti í listamannaklíku og óreglu, ætlaði víst að verða skáld, vesalings pilturinn, en var of lingerður og laus í fiskinn til þess, að nokkuð gæti orðið úr honum. En mest hafði Eiríki gramizt, að hann reyndist illa ungri stúlku, henni Ástríði, sem þó unni piltinum lieitt, annars ágætis stúlka og elskulegri, og vissulega hafði Eiríkur sjálfur verið skotinn i henni. Faðir hennar var listmálari, frægur mál- ari, og þau höfðu víst átt heima í París, öll fjölskyldan. Nú var svo langt síðan allt þetta gerðist, að hann mundi það ekki lengur almennilega, — já, þetta var í órafjarlægð. En honum hlaut þó einhverntíma að hafa fundizt, eins og' hann hefði brennt sig á því. Þetta var hætta, sem hann varð að forða sér frá. Hann hafði séð það á Níelsi Bang, hve illa færi, þegar slangrað væri stefnulaust út í lífið og tilveruna yfirleitt. Það var víst við jarðarför Níelsar Bang þarna efra í Vestra Grafarlundi — það var ægilegur dagur, en til allrar hamingju mundi hann nærri ekkert frá þeim degi — aðeins að þá hafði hann ásett sér að viniia alveg undir drep. — Það var vinur hans, guðfræðingurinn Þórólfur Hólm, sem hafði rausað heilmikið eftir á, og síðan spurt, hvað Eiríkur nú ætlaði að taka fyrir. Og Jrá hefði hann svarað: — Ég ætla að vinna! Ég ætla að ljúka prófi á einu ári frá í dag. Þetta var ekkert smáræðis heit, — en hann hafði efnt Jrað! Hann tók prófið að ári liðnu með óvenju fallegu láði. Starfið var honum yfirleitt eins konar kraftaverka- raun. Hann komst að raun um, að lögfræði var skemmtileg. Og þessa starfsgleði hafði hann látlaust haft síðan. Það var auðvitað mikil hvatning að fá þær 15.000 krón- urnar, sem faðir hans hafði heitið honum, óðar er hann væri orðinn kandídat. Hann hafði í rauninni ekki lagt mik- inn trúnað á þetta, en hann fékk krónurnar samt. Og hann var ekki fyrr kominn aftur til borgarinnar, er hann fékk aðstoðarstarf sent laust var til eins árs í Rannsóknarrétti Akursbyggðar. Þetta voru dásamlegir tímar, eða að minnsta kosti fanns hanum það, að nú saknaði hans eins og var alltaf ánægður. Hvernig var þá þetta? ' Hann hafði tekið á leigu tvö vistleg herbergi í litlu timb- urhúsi niður við Skipalæk, og hafði þaðan útsýni yf-ir Byggð- eyjaflóann. Hann keypti sér húsgögn og ný föt — og kjól. Slíkt plagg hafði hann aldrei átt áður, — hvað á ég að gera við Jressháttar snurfuns, hafði hann sagt við föður sinn, sem eitt sinn hafði boðið honnrn J^essa flík. Nú fékk liann sér tennis-tæki og lék tvisvar í viku við skólafélaga sinn og sam- tímis kandídat, sem hét Haraldur Breck. Faðir hans var ríkur stórkaupmaður og átti skrauthýsi skammt þaðan með allskyns dásemdum og einnig tennisvöll. Breck var skemmti- legur tráungi, en nú var hann erlendis og hafði kosið sér sendiráðsleiðina, enda nægilega vel efnaður til þess, og í svipinn starfaði hann víst í sendiráðinu í Berlín. Eiríkur hafði svallað ofurlítið með Haraldi — og með hans aðstoð náði hann í fyrstu vinkonu sína, sem hét Elsa, og var hreint og beint skrifstofustúlka hjá pabba stórkaup- manni. Hún var annars lagleg og snotur, — og í fyrstu lá við að hann teldi sér trú um, að hann væri ástfanginn, Jretta var semsé fyrsta ástarreynsla lians. En honum varð brátt ljóst, að — hamingjan góða — hann kærði sig ekkert um stúlkuna nema ástarbrögðin ein, — og smátilraunir hennar að ná fastari tökum á honum, hafði honunr tekizt að vísa á bug vinsamlega og ákveðið. Honum varð hugsað til núverandi ástmeyjar sinnar, Edith, — hún yrði ef til vill erfiðari viðureignar, en hún þyrfti að vera talsvert snjall- ari og hugvitsamari en hún var í raun og veru, til Jress að króa hann inni í hjónabandi. Það var að minnsta kosti alveg víst. Og ann.ars nefndi hún aldrei neitt í Jrá áttina. Hve honum reyndist þá tíminn drjúgur! Hann las þá töíuvert, hann snuðraði í bókabúðum og fann Jrar ýmislegt, sem hann hafði óskað sér, hann langaði til að lesa ofurlítið heimspeki í smáskömmtum. Sshopenhauer, Nietzsche,- C.arlyle, nöfh sem hann stijðugt hafði rekizt á. Og frönsku hafði hann lesið tvisvar í viku í tvö ár. Hann var raunveru- lega orðinn harla duglegur. Það var sveimér engin vitleysa að Jressu sinni, En heimspekingarnir höfðu orðið honum vonbrigði. — Hann var ef til vill of mikill raunsæismaður, kærði sig ekkert um ástríðuhugsanir, hann tileinkaði sér allt Jretta á sama hátt og hann hafði numið lögfræðina. Þetta er Jrá hugsunarhátturinn, hér eru skilgreiningarnar raktar, en hann veitti engu af Jressu neitt persónulegt viðnám. — Jú, auðvitað, hann var lítið eitt hrifinn af spámannstóni Nietzsches, hryggðist ofurlítið af bölsýni Schopenhauers, og áköf viðkvænnii Carlyles vakti eins konar guðúð hjá hon- um — en í rauninni fanst honum allt þetta smáskringilegt, Jrað snerti hann alls ekki, og hann gat hrist allt þetta af sér í einni svipan. Smámsaman hafði annars öll lestrarjiörf hans Jrorrið — hann las aldrei annað en Jtað, sem hann hafði þörf fyrir í lögmannsstarfi sínu. Hvað var svo um Jrað að segja, — vafa- laust fremur þröngt og tilbreytingarlaust, — sú var tíðin, að Jrað var honum nauðsyn að lifa fjölbreyttu menningar- lífi, — en fyrst hann mátti nú ekki vera að því — og það raunverulega truflaði hann? Auk Jress var Jretta almennt fyrirbæri, Jiað voru aðeins unglingar og konur, sem lítið höfðu að gera, sem fylgdust með í svonefndu bókmennta- lífi. Þetta voru nú annars furðulegar hugleiðingar í vinnu- tímanum. Og sennilega var Jretta í fyrsta sinn í mörg ár, að hann hafði orðið fyrir svona fjarhygli og sinnuleysi. Það var að vefjast fyrir honum, að jafnvel það árið, sem liann stundaði námið af ofurkappi, alveg undir drep — að hon- um Joá Jregar hafi fundizt hann hafa gert mikla uppgötvun!, skyndilega orðið ljóst, að það sem væri um að gera fyrir fullorðinn mann, sem einhverju vildi koma í framkvæmd, — Jrað væri athöfn, að starfa vel og hagkvæmt, það er að segja: forðast ógát og sinnuleysi, rífa upp miskunnarlaust og skera niður allt það, sem truflað gæti og leitt á afvegu. Fyrst og fremst var þetta brýn nauðsyn. Og Jrar næst myndi maður vinna í einbeitni og innsæi Jrað, sem ef til vill færi forgörðum við fjöljrrif og hversdagslegan útsatnaðan skiln- ing, hverju nafni sem nefnist. Það var athöfnin, sem um væri að gera. Þegar hann var svona langt kominn í heilabrotum sín- um, var honum Ijóst, að gremja hans gagnvart Fylki væri á alla vegu honum óhagkvæm. Þeir unnu báðir í sama firma: Fylkir lögmaður og Hamar hæstaréttarmálaflutnings- maður. Eiríkur tók ti! starfa. Þegar um hálftvö leytið hafði hann lesið og athugað öll reikningsskil Trjávöruverksmiðjunnar á Eiðsvelli og lesið fyrir áskorunina til aðalfundarins. Því næst las hann vélritaranum fyrir nokkur bréf, unz Fylkir lögmaður kom klukkan tvij. Stundvíslega klukkan tvö fór Eiríkur inn til hans. Oðar er hann sá Fylki þarna við skrifborðið, vaknaði öll gamla andúðin í huga hans, og hann varð að þrælbeita tök- unum á sjálfur sér til þess að varðveita kurteisi sína, svo að Jrað olli honum líkamlegum kvölum — og hvað gekk eigin- lega að honum? Til allrar hamingju leit Fylkir ekki strax við honum, — hann sat og las í nokkrum skjölum. Og Eiríkur hafði J^ví allt að því náð sér, er Fylkir leit npp og benti brosandi á skinnstólinn vinstra megin við skrifborðið. — Tyllið yður niður. sem snöggvast, Hamar. Eg skal ekki tefja yður lengi. Það var enginn mállýzkublær* í tali Fylkis, en það var auðheyrt, að hann var ekki frá Ósló, eða yfirleitt ekki Aust- lendingur, en annars var harla erfitt að átta sig á, hvaðan Framhald. *) Málblær flestrar sveitamállýzku Noregs — en þær skipta tuga- tugum — er svo megn, að hann máist sjaldan að fullu, þótt ung- menni t. d. hljóti æðstu menntun, eða lifi langa ævi fjarri heima- högum sínum. c*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.