Dagur - 15.09.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 15.09.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.L Ábending ti! menn- ingarfélaga FRAMSÓKNARMENN fluttu á síðasta þiugi frumvarp um, að reist- ir yrðu á kostnað ríkisins sjö nýir héraðsskólar á árunum 1966—1975, í Eyjafjarðarsýslu, Norður-Þingeyj- arsýslu, Barðastrandasýslu, Skaga- fjarðarsýslu, Dalasýslu og á Suðaust- urlandi. Menntamálanefnd klofnaði í málinu og vildi meirihlutinn vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Ríkið hefur þegar tekið að sér flesta gömlu héraðsskólana. í Norð- ur Þingeyjarsýslu er mál þetta lengst komið. Þar starfaði tveggja vetra unglingaskóli s.l. vetur, í Skúla- garði. Næsta vetur verður rekinn þriggja bekkja héraðsgagnfræðaskóli í Skúlagarði og Lundi í Öxarfirði. Verður fyrsti bekkur í Skúlagarði og annar og þriðji bekkur í Lundi. En börn úr Öxarfirði stunda nám í Skúlagarði ásamt bömum úr Keldu- hverfi. Á báðum stöðum eru heima- vistarbarnaskólar og starfar héraðs- skólinn í húsakynnum þeirra til bráðabirgða. Báðir þessir skólar voru í sumar gisti- og greiðastaðir fyrir ferðamenn, en náttúrufegurð er mik- il þar í héraðinu, sem kunnugt er. Fræðsluráð sýslunnar hefur haft for- göngu í skólamálum Norður-Þing- eyinga. Formaður þess er Björn Har- aldsson bóndi í Austurgörðum. Það fer ekkert milli mála, að skóla- málin í Norður-Þingeyjarsýslu hafa verið fast sótt af lieimamönnum. Án þess væri þar enginn unglingaskóli. Hinir dugmiklu Þingeyingar hafa með atorku sinni í skólamálum skip- að sér í fremstu röð þeirra byggðar- laga, sem enn eiga eftir að leysa skólamál sín á viðunandi hátt, og hafa lcomið upp skóla þótt ýmsa nauðsynlega aðstöðu vanti ennþá. Eyfirðingar hafa liéraðsskóla á dagskrá og eiga sitt fræðsluráð. En annað hvort er, að sú forysta fræðslu- mála er máttlaus, eða hana vantar hinn nauðsynlega stuðning almenn- ings, sem býr við skólaskort. Kven- félagskonur hafa lagt fram fé til héraðsskóla og er stuðnings að vænta úr þeirri átt. En félagssamtök þeirra og ungmennafélögin eru líklegust til að taka málið upp og veita því braut- argengi. Er það verðugt viðfangsefni þeim félögum og öðrum, sem menn- ingarmál styðja, og héraðinu nauð- syn, að öflug samtök fólks hefji bar- áttuna fyrir byggingu nýs héraðs- ské)la svo fljótt sem verða má. □ Sióð lengst yfir fé í Norður Þiiigeyjarsýslu r Rætt við Halldór Olason á Gira'aarsstöðum HVER er þessi gamli og brúna- mikli, spurði ungur maður sessunaut sinn á kjördæmisþing inu á Laugum nú í sumar. Sá Brúnamikli var Halldór Ólason á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, einn fulltrúanna að austan. Af þinginu lagði hann leið sína til Eyjafjarðar og hitti ég hann þá að máli. Ætt Halldórs er að mestu úr sveitunum kring um Eyjafjörð. Sem betur fer, mun þar fátt um presta, en margt af dugandi sjósóknurum og bændum, seg- ir Halldór. Sjálfur var ég aldrei hneigður til sjómennsku og þoldi sjóinn illa, gagnstætt ýms- um ættmönnum mínum, sem hvergi kunnu við sig nema á sjó, bætir hann við. Viltu nefna einhverja af for- feðrum þínum, án þess að fara út í ættfræði? Foreldrar Ingveldar, lang- ömmu minnar voru Björg og Sæmundur, sem bjuggu á Lóma tjörn í Grýtubakkahreppi. Til Bjargar var þessi vísa kveðin, í orðastað fátæklings, sem naut gjafmildi hennar: Brók og skyrtu Björg mér gaf, blessuð er sú kona. En Sæmundur veit ekkert af, að við breytum svona. Þetta er nú líklega 160—170 ára gömul vísa, sem amma kenndi mér og þykir mér vænt um vísukornið. Það mun fleir- um hafa þótt, því annars væri hún gleymd. Viltu segja mér eitthvað frá æskuárum þínum, Halldór? Ég fæddist 7. september 1895 að Brekku í Hvalvatnsfirði, Fluttist þaðan á fjórða ári inn að Eyjafirði, missti föður minn 10 ára gamal, flutti þá að Kol- gerði við Grenivík til móður- bróður míns, Jóns Halldórsson- ar. Jón var duglegur jarðrækt- armaður. Hann vildi láta fara vel með allar skepnur. Ég var hjá Jóni í 8 ár en fór þá að Grýtubakka og var þar í 4 ár, hjá Bjarna Arasyni bónda þar. Þar þroskaðist ég mikið til lík- ama og sálar. Þá var myndar- legur búskapur á Grýtubakka. Eitt vorið voru sléttaðar þar 3 dagsláttur. Það voru mörg hand tökin, með þeim aðferðum, sem þá tíðkuðust við þúfnasléttun. Heimilislífið á Grýtubakka var skemmtilegt og á margan hátt menningarlegt. Húsbóndinn, Bjarni Arason, var hugsjóna- og félagshyggjumaður, skáld- hneigður og mjög bókhneigður. Það var gott fyrir unga menn að vera með honum. Hann lán- aði mér margar góðar bækur og þar las ég mikið en svaf stundum í minna lagi vegna þess, hve ég var sólginn í bæk- ur. Varstu einhverntíma á Bárð- artjörn? Já, frá Grýtubakka fór ég til Guðlaugs Jóakimssonar á Bárð artjörn. Guðlaugur var mennt- aður maður og mótaður af hin- um mikla hugsjórtamanni, Torfa í Ólafsdal. En vorið 1919 flutt- ist ég austur í Þistilfjörð og hef átt þar heima síðan. Tveim ár- um síðar giftist ég Þuríði Árna- dóttur frá Gunnarsstöðum og hófum við búskap á Ytra-Lóni HALLDOR OLASON á Gunnarsstöðum. á Langanesi 1923, en við flutt- um að Gunnarsstöðum 1925 og höfum átt þar heima síðan. Við bjuggum á einum þriðja jarðar- innar. Nú hafa synir okkar, Óli og Gunnar, tekið þar við búi og reka félagsbú. Bregðum okkur nú til gamla íímans? Amma mín, Guðný Bjarna- dóttir, sem var fædd í Láfsgerði í Reykjadal (eyðibýli uppi á heiðarbrúninni ofan við Ein- arsstaði), kenndi mér mikið af sögum í uppvextinum og hún fór með mikið í bundnu máli, enda var hún hagmælt sjálf og ljóðelsk. Hún mat Matthías mest allra skálda og lét sig engu skifta, hvað um hann var sagt. Hann var nú ekki hátt skrifaður upp úr aldamótunum og allir vissu, að biskupinn ýtti honum frá prestskap. Amma dó þegar ég var 11 ára gamall. En þótt ég nyti hennar ekki lengi, á ég henni mikið að þakka. Þú hefur alltaf verið gefinn fyrir sauðfé? Þegar ég var í Kolgerði hjá frænda mínum, vandist ég á að fara sparlega með hey, því hey- skapur var þar lítill. Þar vand- ist ég því ungur, að standa yfir fé á beit. Mér þótti það alltaf mjög skemmtilegt og það er það skemmtilegasta, sem ég hef unnið um dagana. En það gat verið erfitt í vondum veðrum. En ég varð aldrei fyrir áföllum í því starfi, hvorki þá né síðar. Stundaði ég það starf þó árlega til 67 ára aldurs. Er ég sennilega síðasti maður í Norður-Þingeyj arsýslu, sem stóð að staðaldri yfir fé á vetrum. Þeir voru þannig, gömlu karlarnir, sem voru vanir að standa yfir fé, að þeir undu ekki öðru. Þannig var því einnig farið með mig. í yfirstöðunni er maður einn með sjálfum sér og þó í náinni snert- ingu við náttúruna og hjörðina. Góðir hundar og forystufé létta fjárgæzlustörfin og eru sérstak ir vinir manns Viltu nefna dæmi um góða forystukind? Við eigum t. d. núna svart- glæsótta forystuá, sem kölluð er Lipurtá. Hérna um vorið villtist annað lambið undan henni í vorsmölun. Það var bíldótt gimbur. Hitt var mórauð gimbur. Fjórum dögum síðar var svo símað frá Tungnaseli, og sagt, að lambið væri þar. Lipurtá var þá komin til fjalls og ekki um annað að gera en sleppa lambinu og láta það bjarga sér. Svo liðu dagar og svo liðu vikur, einar fjórar, þá sjáum við dökka kind koma frá leirunum við Hafralónsá, er fór hratt. Þarna var Lipurtá kom- in, og okkur til mestu furðu, með bæði lömbin. Fórum við þá að hugleiða ferðalag hennar, sem enginn veit þó með vissu. Hún þurfti að fara yfir ár og girðingar. Sennilegt er, að hring urinn, sem hún þurfti að fara, hafi verið 30—40 kílómetrar. — Lipurtá lifir enn og líka dóttir hennar, sú, sem undan villtist. Annars hefi ég verið svo hepp- inn, að hafa ætíð komizt með féð heim úr hríðarveðrum, án þess að slys eða tjón yrðu. — Þetta get ég líka þakkað góðum hundum, sem ég hef og átt og hafa hjálpað mér við fjárgæzl- una. Einhvemtíma hefur þú þó lík- lega komizt í hann krappann? Komið hefur það fyrir, að ég hef verið þreyttur. Ég man t. d. eftir einu atviki. Þá var ég vinnumaður hjá Jóhannesi mági mínum á Gunnarsstöðum. Þannig stóð þá á, að ég hafði ónýtan hund og óduglegt for- ystufé. Jæja, atvikið er á þessa leið: Ég var úti með féð, rétt ofan við bæinn í Holti, er hann skall á með grenjandi hríð. Veðrið var óskaplegt, enda fjár skaðaveður. Ég fór þá strax að reka féð á stað heimleiðis, um eitt leytið eða litlu fyrr. En laust eftir kl. 9 um kvöldið var ég búinn að koma því niður að sjónum, rúma tvo kílómetra. Það var erfið ferð, þótt ekki væri hún löng. Þá hef ég líklega orðið tæpastur fyrir að ná bæj- um. Ég var orðinn svo þreytt- ur, þegar ég kom niður, að ég ætlaði ekki að hafa mig heim, þótt veðrið væri þá farið að skána og leiðin góð síðasta spöl- inn. Þú munt stundum hafa legið úti í fjárleitum á haustin? Já, margar næturnar hefur maður gist í gangnamannakof- um, en það hafa nú svo margir gert og ekkert merkilegt við það. Maður var endalaust að þvælast á heiðinni á haustin og fram eftir vetri. Eitt haustið lá ég 13 nætur úti. En þá fór ég hvað eftir annað að leita að fé, og fann þó nokkrar kindur, eft- ir allar venjulegar göngur, —■ Einu sinni náði ég tveim, lömb- um úr illgengu fjalli og átti fjárhundinum mínum, — henni Loppu, — það að þakka að mestu leyti. Hún var af- burða góo, lilýðin og vitur. Hún tók hvaða kind sem var, bara ef hún sá hana. Já, ég hef átt góða hunda og gott forystufé, en góðhesta átti ég eiginlega aldrei og var aldrei neinn hestamaður. Hvernig voru menntunarskil- yrði, þegar þú varst að alast upp? Ég var í barnaskóla, sem svar aði þremur mánuðum. Kennari minn var Magnús Jóhannsson, ættaður af Árskógsströnd (Eg ill skipstjóri og Freymóður Jó- hannssynir munu rekja ætt sína til hans). gáfumaður og ágætur kennari og minnist ég hans ætíð með miklu þakklæti. Hann mótaði margt það bezta í huga mínum, glæddi vísnalöng- un mína og fróðleiksþrá. Ann- ars vandist ég fjármennsku strax og ég fór nokkuð að geta og vann önnur þau landbúnað- arstörf, sem til féllu — og hef gert síðan. Á unglingsárum mínum stóð löngun mín til bóka og hefur sú löngun fylgt mér síðan. Á heimili foreldra minna var ofurlítið af bókum, þótt lítið færi þar fyrir efnun- um. Faðir minn var sérstaklega bókhneigður og amma mín líka. Mínar fyrstu ferðir út af bæ, voru þær, er ég var sendur eft- ir bókum í bókasafnið, sem. var í Svæði í umsjá Jóhannesar Sigurðssonar. Ég hafði þá með mér á miða, hvaða bækur ég átti að fá. En fljótt fékk ég um leið bækur fyrir sjálfan mig, vegna velvildar Jóhannesar, er benti mér á lestrarefni, t. d. ævintýri og þjóðsögurnar. í Kolgerði var lítið af bókum, en þó svolítið. Þar voru t. d. ljóð Jóns á Bægisá og Þyrnar Þor- steins Erlingssonar. Þessi ljóð las ég og lærði sumt af þeim. Síðar á ævinni lærði ég þó bet- ur að meta Jón, einkum hinar frábæru ljóðaþýðingar hans. En í fyrstu mun það hafa verið málið, sem seiddi mig, fremur en efni ljóðanna, sem ég hafði þá ekki vit á að meta að verð- leikum. Hins vegar var það efn- ið í Þyrnum, sem tók mig fang- inn, hin róttæku ljóð. Hugur minn var í töluverðu uppnámi stundum á þeim árum. Mér stóð mjög hugur til mennta, en átti þess engan kost. Mér fannst ég stundum vera afskiftur, þeg- ar jafnaldrar mínir voru að fara í Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri, svo sem eins og Ingi- mundur Árnason í Grenivík og Jóhann Kröyer á Svínárnesi, báðir ágætis piltar. Það var sárt að geta ekki farið líka. Þetta voru andleg högg, sem lengi sviðu — gera e. t. v. ennþá. — Ég öfundaði þá ekki persónu- lega, því þetta voru góðir félag- ar. En sársaukinn var jafn fyrir því. Mér skildist áðan, að þér væri kalt til presta? Nei, nei, ekki er það nú bein- línis. En bæði hafa þeir verið í breiskara lagi, margir hverjir, meira en góðu hófi gegnir, not- uðu líka stundum aðstöðu sína á fjárhagssviðinu. Kolgerði var kirkjujörð og þurfti að láta prest hafa fjóra gemlinga í land skuld, sem kallað var. Einu sinni var ég látinn reka vetur- gamlar kindur þangað um far- dagana. Þetta sveið dálítið, enda eftir því gengið, að ekki væri látið það lakasta úr hjörðinni. Ég sá eftir gemlingunum, eink- um mórauðri, veturgamalli á, hinu mesta ærefni. Ég sé enn eftir Móru og sé hana ennþá fyrir mér. Á þessum timamótum kem- urðu svo til æskustöðvanna. — Eða ertu ekki sjötugur á morg- un? Ég ákvað það fyrir mörgum árum síðan, að ef ég lifði til sjö- tugs og yrði ferðafær, skryppi ég til Eyjafjarðar og á gömlu slóðirnar mínar austan við fjörð inn. Ég fer nú þangað á morg- un. Fámenn er orðin sú sveit, sem ég þekkti forðum í Grýtu- bakkahreppi. En lengi hélt ég kunningsskap við mai'ga vini mína og kunningja, einkum með bréfaskriftum. En svo er það sveitin sjálf, sem dregur mig. Það voru góðir bréfritar- ar þeir Guðlaugur á Bárðar- tjörn og Björn Árnason frá Pálsgerði, svo einhverjir séu nefndir, segir Halldór að lokum. Dagur þakkar viðtalið, óskar afmælisbarninu til hamingju og fararheilla til æskustöðvanna við austanverðan Eyjafjörð. — E. D. Laxveiði freg í flestum ám i sumar ÞÓTT ekki liggi fyrir enn tölur um laxveiðina í sumar, má full- yrða, að í heild hafi laxveiðin verið mun minni en undanfar- in ár. En laxveiðum er, sem kunnugt er, að ljúka. Nokkrar ár hafa þó gefið góða veiði, svo sem Blanda, og fyt-ir sunnan Laxá í Leirársveit og Korpa. Hin kunna veiðiá, Laxá í Þingeyjarsýslu, hefur naumast skilað nema % hlut- um meðaltalsins, að því er kunnugir telja. Aflattregðan hefur valdið mörgum veiðimanninum von- brigðum, því jafnframt lélegri veiði hækkuðu veiðileyfi mjög í verði í sumar í mörgum ám. Þau dýrustu upp í 3500 krónur fyrir stöngina á dag. Yfirleitt kenna menn úrkomu leysi og litlu vatnsmagni ánna um hina lélegu veiði, aðrir því, hve mikið sé veitt af laxí í sjó við Grænland. En þar hafa lax- ar, merktir í Noregi og Skot- landi, verið veiddir. En þótt minna veiðist í ár en undanfarið, er ekki ástæða til að örvænta, enda sannanlegir möguleikar á stóraukinni laxa- gengd í flestum ám eða öllum, með því að hjálpa náttúrunni við laxauppeldið. □ ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTYRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS ctl •F 2 > o 2 >-• Q s H 2 > «3 o 2 C3 Q £ Q K H 2 > % LESLIE CHARTERIS M 'llbíll SJOUNDI HLUTI <: 2 H 2 ö w cs ö 2 Q < 2 <■ to ö 2 Q fo < 2 S3 ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS Þetta var alveg eins og hið'fyrsta Gasthof, sem þau höfðu komið inn í. Eini mismunurinn var í Belindu sjálfri. Núna sat hún upprétt, augun glömpuðu og hún horfði á jrau til skiptis í tilraun til jress að fylgjast með samræðunum. Þeg- ar Jrau hlógu, hló hún og lét sem hún skildi allt. Og Jrað einkennilega var, að hún skildi meininguna furðanlega. Þarna var hamingjusamur hópur, félagsskapur og frjáls- leiki Jress fólks, sem hefur allt fest rætur í sömu góðu jörð- inni og sem deildu með sér margvíslegri ánægju matar og drykkjar, jafnframt veðri himinsins, ótakmörkuð gestrisni án ])ess að ætlast til launa, eining sveitamanna, sem höfðu heilsað guði. Maður talaði við mann, hlógu, börðu hvern annan í bakið og héldu ekki aftur af gleði sinni á neinn hátt, ómæddir af hvers konar ótta og afbrýðisemi. Þeir' höfðu eriga ástæðu til annars. Hver um sig tók hinn sem vin og ferðafélaga. Því ekki? Þeir vissu að heimurinn var nógu stór fyrir Jrá alla. Því skyldu ekki Jojóðir hittast á sama hátt? Belinda fann, að hún var farin að hugsa of rnikið og hún varð glöð, Jregar einn af mönnunum, sem hafði borið með sér mandólín, sló hljóm á strengi Jress og raddirnar hófust í kringum hana: „Trink, trink, Brúderlein, trink Lass doch die Sorgen zu Hause Aðrir bættust við og börðu með könnunum í borðin Jrangað til allir sungu með — „Meide den Kummer und meide den Schmerz, Dann ist das Leben ein Scherz!“ og endurtekningin hristi glerið í gluggunum: MEIDE DEN KUMMER UND MEIDE DEN SCHMÉRZ, DANN IST DAS LEBEN EIN SCHERZ! Belinda hlustaði og í huga hennar komu ljóðlínur Hilaire Bellocs, sem hún hafði lært í skólanum, en nú höfðu Jrau aðra og dýpri þýðingu: „Manst þú eftir krá, Miranda, manst þú eftir krá?“.... Þetta var krá, sem hún myndi aldrei gleyma, og hún var undarlega auðmjúk í bragði, Jregar hún hafði tekið í síðustu sterku hendina og hún stóð fyrir utan krána, ein með Símoni Templar undir rökkurskyggðum himninum. „Hvað er langt héðan til Innsbruck?" spurði hún er Jrau gengu burt frá dalnum í leit að næturstað. „Við gætum farið Jrað á einum degi, ef við færum eftir veginum, sem er nú frekar leiðinlegur og rykugur. Við get- um líka halclið áfram beint hér yfir, tekið á okkur krók og verið tvo daga án Jress að flýta okkur.“ Þau gengu eftir einmanalegum kerruvegi og sérhvert þrusk, sem fætur þeirra gerðu, endurómaði í skóginum eins og þau væru alein í heiminum. Vagn, hlaðinn greinum, kom marrandi út úr bláu mistrinu dreginn af hesti og uxa í tvöföldum aktygjum. Ekillinn smellti með svipunni og bauð ])eim gott kvöld um leið og hann fór hjá. Var Jretta tákn einhvers?. . . . Belinda sagði: „Þessir Wandervögel hljóta að vera rnjög hamingjusamir." „Þeir tilheyra nýrri kynslóð,“ sagði Dýrðlingurinn kyrr- látlega. „Það er margt fólk eins og Jreir — undir mismun- andi nöfnum. Þetta er tilraun til að finna leið út úr arga- Jrrasi Jsessa heims. Borgirnar liafa valdið Jreim vonbrigðum, svo þeir hverfa aftur til hins forna vísdóms um nægjusemi með einfalda hluti. Það er að minnsta kosti betra en að gef- ast upp. Og hver er kominn til að segja að þeir hafi ekki rétt fyrir sér?“ Hann leit í kringum sig. „Hérna er gras, lækur og spýtur til að kveikja með eld — eigum við að vera hér í riótt?“ 4. kafli ÞAU ELDUÐU matinn sinn og borðuðu Jregjandi, en það var ekki sams konar þögn og áður. Belinda var kynlega ró- leg; Sírnon vissi að verki hans var lokið. Síðar, þegar Jrau sátu yfir rjúkandi kaffi og sígarettum, voru þau enn hljóð. Símon hugsaði um annað og hættulegra ævintýri, sem varð til Jress, að hann fór Jressa sömu leið og Jray höfðu farið nú. Belinda hélt ntan um hné sín og horfði í dansandi logana. Hvers vegna hafði hún aldrei tekið eftir sætum ilrni brenn- andi skógarviðar fyrr?. . . . Eldibrandur valt um og dreifði neistum sínum út úr elcknum. Hún sagði: „Hvernig er leiðin, sem þú ætlar að fara eftir að við komuni til Inns- bruck?“ Símon sparkaði brandinum til baka. „Fallegri en þú hefur nokkurn tíma séð. Ég held að ég hali ekki séð neitt eins fallegt í öllum heiminum. Það er svolítið líkt Jrví, sem við sáum í gær og í dag, bara hundrað sinnum mikilfenglegra. Fjöll, dalir, skógar og ár. Maður fer stíg, sem liggur hálfa leið upp vegginn á heiminum. Á aðra hönd getur Jdú horft upp milli trjánna á snævijrakta tinda og á hinn veginn sérðu yfir djúpan, grösugan dal, Jrar sem kvikféð er á beit og lítil á rennur í botni hans. Loftið er fullt af ilmi villtra blóma og hljóms frá kúabjöllum. Þeg- ar })ú sérð þetta í fyrsta skipti, viltu helzt setjast niður og horfa á þetta allan daginn.“ Belinda hlustaði á suðið í skordýrunum í grasinu, og allt sem hún hafði séð um daginn rann upp fyrir henni eins og hún horfði á kvikmynd. Að lokum sá hún myndina, sem Símon hafði dregið upp fyrir henni. Ungir menn og konur, sólbrún og áhyggjulaus fetuðu sig upp stíginn, upp vegg veraldarinnar, og sungu. Þau borðuðu, sváfu og voru ham- ingjusöm við varðelda eins og Jrennan. Furðulegt hvað við skemmum líf okkar með alls konar margvíslegum boðum, bönnum og áhyggjum, hugsaði hún, og vitum aldrei hvað Jrær skipta litlu máli fyrr en við erum næstum búin að gleyma Jreim! Þvílíkur sægur af siðareglum og smámunum! Hún lá á bakinu og horfði upp í laufjrakið fyrir ofan. Það var enn svolítið eftir, sem húri Jmrfti að segja, Jrað særði hana, en nýtilkomið stolt heimtaði Jráð: „Mér þykir Jrað Ieiðinlegt að ég sló Jsig og eyðilagði svona marga daga,“ sagði húri. „Ég vildi gefa hvað sem er til Jress að lifa Jrá aftur.“ Hann brosti í daufum eldsbjarmanum. „Og ég skal biðjast afsökunar á Jrví, að ég sagði að þú værir hætt að vera stofustáss og værir ekki lengur falleg. Það var ekki satt, en mig langaði til þess að gera Jrig reiða. Það var aðeins vika til stefnu og við urðum að klára að ríf- ast — rífast út. Tilfellið er, að Jrú ert fallegri en þú hefur nokkurn tírna verið áður.“ Hann var svo rólegur og eðlilegur, að fræ sjálfskenndar, sem kynni að vera sáð í sálu hennar, varð að engu. Á því augnabliki virtist skilningur hans og vísdómur svo guðurn líkur, að henni fannst hún minnka — ekki óþægilega eða skammarlega, heldur .eins og barn. „Þú hefur gert svo mikið fyrir mig,“ sagði hún, „en samt veit ég ekkert um ])ig.“ Hann hló. „Ég er bara ræningi og flakkari. Stundum hvíli ég mig eins og ég geri núna, stundum lendi ég í vandræðum. Þú myndir aðeins Jrekkja mig frá verkum mínum fyrir utan lög og rétt, ef J)ú læsir um svoleiðis hluti. Ég Jreytist um allt og skemmti mér konunglega. Stundum stel ég.“ Hann leit á hana skærbláum augunum, og þau glömpuðu. „Ég stal veskinu þínu í Miinich.“ Hún varð of undrandi til þess að grípa andann á lofti, hvað þá annað. „Þú stalst veskinu mínu?“ „Peningum, vegabréfi, lánsskírteininu og öllu saman. Ég breiddi út alveg dásamlegar sögur um Jrig á hótelinu og ræðismannsskrifstofunni og í bankanum, svo þú fengir enga hjálp — sem litskýrir, hvers vegna þeir voru svona leiðin- legir og tortryggnir. Það var eina leiðin til þess að koma })ér í svo mikla klípu, að þú yrðir blátt áfram að fara með mér þessa ferð.“ Hún svaraði engu stundarkorn. Síðan sagði hún: „Því skyldir Jrú ómaka Jrig vegna persónu eins og ég var?“ „Það var varla neitt ómak,“ sagði hann. „Og mér fannst að þú værir þess virði. Ef þú hefðir fengið að halda áfram á sömu braut, var eins víst, að Jrú hefðir seinna meir eyði- lagt líf ykkar beggja. Jack sagði, að })ú myndir aldrei fyrir- gefa honum, ef hann færi að tukta þig til, en mér fannst Jrað ekki gera hvorugu ykkar neitt, Jró að Jdú fyrirgæfir mér aldrei. Allt fyrir það er ég feginn að Jrú hefur gert J)að.“ (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.