Dagur - 08.02.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 08.02.1966, Blaðsíða 2
2 Jóliannes Jónsson MINNINGARORÐ HANN andaðist óvænt og svip- lega aðfararnótt 11. janúar sl. og verður til moldar borinn að Miklabæ í Blönduhlið í dag, 22. janúar. Við höfðum verið saman á söngæfingu um kvöldið, eins og svo oft s.l. aldarfjórðung. — Áformað var að finnast á förn- um vegi daginn eftir í því tilefni að æfa nokkur sálmalög til söngs yfir kunningja okkar, er jarðsettur skyldi eftir fáa dagá. Jóhannes átti lengra heim en aðrir þátttakendur í þeim söng og var boðið að vera um kyrrt og bíða æfingarinnar. En hann mátti ekki heyra annað nefnt en að drífa sig heim. Endalok þeirrar heimferðar urðu með öðrum hætti og átakanlegri en okkur bjó í hug. Kallið var kom ið — kallið til starfa á öðrum vettvangi —. Andlát aldraðs fólks þarf eng um að koma á óvar. Það er eðli alls, sem lifir, að fæðast, þrosk- ast, hrörna og deyja. En þegar það hendir, sem oft vill verða, að klippt sé á þráðinn áður en þessari eðlilegu leið er lokið, fer ekki hjá því, að menn hrökkvi við. Og það gerðu áreið anlega margir þegar þeir fréttu ujp hið óvænta andlát Jóhann- q esa'r/Ekki aðeins vegna þess, að hann var maður á bezta aldri og var með nokkrum hætti að hefja sitt lífsstarf, heldur einn- ig af hinu, að úr hópnum var horfinn hugljúfur félagi og góð ur drengur, sem var svo þrung- inn af krafti og lífsfjöri, að manni varð sízt af öllu hugsað til dauðans í sambandi við hann. Jóhannes heitinn var borinn og barnfæddur Blöndhlíðingur og átti heima í Akrahreppi ævi sína alla. Sveitin hans var hon- um svo kær og samgróin, að utan hennar gat hann ekki hugs að sér að dvelja til langframa. Þótt hann leitaði sér fyrrum at- vinnu annarsstaðar, var það að- eins til þess að búa sig betur undir endanlega staðfestu heima fyrir. Hann var ekki borinn til auðs og óðals og jarðir lágu ekki á lausu í Akrahreppi. En draum urinn rættist. Fyrir nokkru kvæntist Jóhannes ungri og ágætri konu, Kristínu Jóhannes dóttur og hóf búskap af litlum efnum en mikilli bjartsýni á eignarjörð foreldra hennar. Tók hann þar þegar til höndum möð þeim hætti, að ljóst var, að vel myndi séð fyrir framtíð Tyrf- ingsstaða og fjölskyldunnar meðan hans nyti við. En á því er snögglega endir orðinn. Jóhannes heitinn var frábær f élagshyggj umaður, þótt þátt- taka hans í félagsmálum byggð ist ekki á löngun til að feta upp metorðastiga því hann skildi fé- lagsmálin öðrum og dýpri skiln- (Framhald á blaðsíðu 7.) Togbrautarmót í Hlíðarf jalli Sexlán Akureyringar keppa í Reykjavík TOGBRAUTARMÓT fór fram , Tvasr lyftur eru í gangi, önnur skemmtileg. Karlabraut lagði ívar Sigmundsson og var hún 600 m. löng og 50 hlið. í Hlíðarfjalli sl. sunnudag, við Strompinn. Veður var mjög fagurt þennan dag, logn og heið skýrt og skíðafæri eins og bezt verður á kosið. Enda lét fólkið úr bænum eklti á sér síanda. Munu áhorfendur hafa verið 200—300. Að vísu er vegurinn uppeftir ekki fær nema jeppum og stór- um bílum. En fastar ferðir eru upp í Skíðahótelið og ætti fólk að nota sér þær, og nota ennþá betur þá aðstöðu, sem þarna er fyrir hendi, og fjölmenna í fjalla loftið, sjálfum sér til ánægju og til þess einnig að örfa hið unga'" fólk til keppni á skíðamótum og stunda hina hollu vetraríþrótt.' Handknattleiksmót Akureyrar MÓTIÐ hófst um sl. helgi, eins og áður var frá sagt. Áhorfend- ur voru allmargir, bæði á laug- ardaginn og sunnudaginn. Urslit urðu þessi: Laugardagur. II. fl. kvenna KA-b—Þór-a 4:19. II. fl. karla Þór—KA 22:16. Mfl. karla Þór-b—ÍMA 25:38. Sunnudagur. II. fl. kvenna KA-a—Þór-b 6:5. IV. fl. karla Þór—KA-b 12:4. III. fl. karla Þór—KA-b 22:9. Mfl. karla ÍMA—Þór-a 38:26. við hótelið og hin við Stromp- inn, sem er nokkru ofar í Hlíð- ' árfj'álli. Keppnin í togbrautar- mótinu var mjög hörð og Unglingabraut hliðum. -v.T... . var með 38 Úrslit urðu þessi: sek. C Karlaflokkur. sek. sek. sek. • li<—2. ýívar Sigmundsson KA.......... 45,6 — 48,5 = 94,1 1. —2. Reynir Brynjólfsson Þór ....... 46,0 — 48,1 = 94,1 3. Magnús Ingólfsson KA............ 46,2 — 48,2 = 94,4 4. Viðar Garðarsson KA ........... 46,1 — 51,9 = 98,0 5/ Þorlákur Sigurðsson KA.......... 53,5 — 54,0 = 107,5 6. Jóhann Tómasson ÍMA ........... 52,0 — 60,2 = 112,2 7. Guðmundur Finnsson Þór......... 51,8 — 63,1 = 114,9 8. Sigurður Jósafatsson ÍMA....... 62,4 — 59,6 = 122,0 ' í I ; *>,» (} Ungling:afIokkur 13—15 ára. sek. sek. sek. Í. Ingvi Öðinsson KA ................. 35,0 — 36,8 = 71,8 2. Jónas Sigurbjörnsson Þór........... 36,7 — 36,6 = 73,3 3. Örn Þórsson KA..................... 39,4 — 37,4 = 76,8 ^•iÍNjrsteién Baldvinsson KA .......... 40,8 — 44,4 = 85,2 •5, BérgufFmijsson Þór................. 35,9 — 52,3 = 88,2 6. Árni Óðinsson KA .................. 45,5 — 46,0 = 91,5 7. Arngrímur Brynjólfsson Þór......... 44,3 — 50,0 = 94,3 8. Þorsteinn Vilhelmsson KA .......... 43,2 — 61,3 = 104,5 Drengir 12 ára og yngri sek. sek. sek. 1. Gunnlaugur Frímannsson KA . . 12,1 — 12,0 = 24,1 2. Guðmundur Sigurðsson KA .... 15,5 — 13,4 = 28,9 3. Sigurjón Jakobsson KA........... 13,0 — 16,3 = 29,3 4. —5. Halldór Jdhannesson Þór........ 17,0 -— 14,1 = 31,1 4.—5. Ólafur Halldórsson KA .......... 16,6 — 14,5 = 31,1 Síúlkur. sek. sek. sek. 1. Barbara Geirsdóttir KA............. 14,5 — 19,0 = 33,5 2. Sigþrúður Sigurlaugsdóttir ........ 17,7 — 21,5 = 39,2 3. Bima Aspar KA...................... 18,3 — 26,7 = 45,0 Um næstu helgi er fyrirhug- uð keppnisferð til Reykjavíkur og munu Akureyringar senda fríðan flokk eða alls 16 keþp- endur til að taka þátt í skíða- móti syðra. □ ALMANNATRYGGINGAÞÆTTIR - 5 - Örorkulífeyrir og örorkusfyrkir SÁ EÐA SÚ, sem ekki nýtur ellilífeyris og er öryrki „til lang frama“ á það háu stigi, að hann cða hún cr ekki fær um að vinna sér inn Vt þess, er and- lega og Iíkamlega heilbrigðir menn eru vanir að vinna sér inn, á rétt til örorkulífeyris, Læknar Tryggingastofnunarinn ar meta örorku með skoðun eða að fengnum vottorðum annarra lækna. Kallað er, að sá eða sú, sem hefur aðeins Vt starfsorku sé 75% öryrki. Örorkulífeyrir- inn er jafnhár ellilífeyri þ. e. kr. 29.601.72 á ári fyrir einstakl- ing og kr. 53.283.24 á ári fyrir hjón. Um greiðslu örorkulífeyr- is gilda yfirleitt sömu reglur og um greiðslu ellilífeyris. T. d. cr heimilt að hækka hann á sama hótt. Enn fremur hefur Trygg- ingastofnunin heimild til að greiða 50—75% öryrkjum, þ. e. þeim, sem hafa rúmlega Vi og allt að hálfri starfsorku, svo- nefnda örorkustyrki og má verja til þess fjárupphæð, sem svarar til allt að 10% af því fé, sem varið er til greiðslu örorku lífeyris ár livert. Ákvörðun þessa örorkustyrks byggist einn ig á mati samkvæmt læknis- vottorðum, og eru upphæðim- ar misjafnar eftir ástæðum í samræmi við settar reglur. sú, að kona fái greiddar maka- bætur, þegar eiginmaður henn- ar fær ellilífeyri eða örorkulíf- eyri, en hún ekki, „ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi“, eins og það er orðað í lögunum. Makabætur mega nema allt að 80% af einstaklingslífeyri, þ. e. eins og nú standa sakir nálega kr. 23.680.00 á ári eða 1/12 af ti* þeirri upþhæð mánaðarlega. Kona, sem er yngri cn 67 ára og ekki sjálf öryrki, en gift öryrkja cða manni, sem fær ellilífeyri, hefur ástæðu til að sækja um slíkar bætur, ef þörf krefur. FJÖLSKYLDUBÆTUR. Tryggingastofnunin greiðir fjölskyldubætur með öllum bömum yngri en 16 ára, og má ekki blanda þeim saman við barnalífeyri eða meðlög, sem síðar verður sagt frá. Fjölskyldu bætur með hverju bami eru nú kr. 3219.60 á ári. Hjón með 5 börn innan 16 ára fá þannig ár- lega kr. 16.098.00. Fjölskyldu- bætur eru greiddar þeim, sem annast framfærslu bams eða bama. Meðlagsgreiðandi getur þó fengið greiddan helming fjöl skyldubóta, ef hann greiðir um- fram meðalmeðlag, sem því svarar. Framhald. G. G. MAKABÆTUR. f sambandi við elli- og örorku lífeyri er Tryggingastofnuninni lieimilt að greiða svokallaðar makabætur. Venjan mun vera LfFEYRISDEILD ALMANNA- TRYGGINGA átti að vera fyr- irsögn á þriðja þætti, og Ieið- réttist það hér með. - MIIÍIL IIÆKKUN Á GJALDSKRÁ R.V.A. (Framhald af 8. síðu.) eyri svo sem hér segir og þó aðeins nefndir algengustu gjaldskrárliðir: Kr./kwst. Heimilistaxti ............... 1.06 Daghitun .................... 0.10 Næturhitun .................. 0.21 Vélanotkun ........ frá 0.33—2.49 Mesta verð á kwst. er kr. 5.00 og er það ti! lýsingar. (Ath. lýsing á heimilum lellur undir heimilis- taxta.) Viðbætur ............. 6.580.000.00 Viðhald .............. 2.025.000.00 Til byggingar geymsluhúss . .. . 500.000.00 Framl. til skrifstofu- byggingar ...... 950.000.00 Söluskattur......... 2.400.000.00 Eftirtektarvert er, að Akureyr- ingar vérða nú árlega að greiða kr. 5.200.000.00 í skatta til Ríkis- sjóðs af raförku þeirri, sem þeir nota, en fyrif fáUiúárum var eng- inn skattur á raforkunnk _ Helztu tekjuliðir Rafveitunnar eru: Kr. Til lýsingar ........ 6.467.000.00 Suða og heimilist.. . 10.231.000.00 Véíanotkun .......... 6.043.000.00 Hitun ............... 8.151.000.00 Mælaleigur............. 499.000.00 Helztu gjaldaliðir eru: Kr. Raforkukáup (af Lax- árvirkjun) ...... 14.700.000.00 þar af eru krónur' 2.805Í000.00 vcgna nýja raforkusk. Stjórn, skrifstofuk., innheimtuk. og eftirlit .......... 2.760.000.00 - Flýgur áfram . . . (Framhald af blaðsíðu 1.) flýgur áfram- á- lausum snjón- um. Maðurinn heitir Jón Sigur- geirsson frá Árteigi í Kinn og hefur kollinn í lagi og fimar hendur. Hann keyptí í haust franskan, eldgamlan bíl. Á Húsavík fékk hann gömul belti af snjóbíl, semieru nú komin undir þann 'fraiíSka, ásamt skíð um í sambandi við stýrið. Hahn flýgur nú á ^essum snjóbíl yfir snjóbreiðurnar á: allt/að 50 km. hraða, ef snjór er mátulega laus. Jón útbjó þetta farartæki að gamní sinu í frítímum, er hann hvíldi sig á stórvélasmíði. B.B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.