Dagur - 08.02.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 08.02.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-llGG og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. K J ÖRDÆMISÞIN G Eramsóknar- manna á Laugum 1965 ályktaði um nauðsyn þess að gera stórátak í skólá- málum dreifbýiisins með það fyrir augum, að unnt verði að fullnacgja með eðlilegum hætti og í samræmi við nútíðarkröfur löboðinni fráéðslu skyldu og gera unglingum í sveitum I og þorpum kleift að njóta framhalds- I menntunar heima í héraði til jafns við það, sem bezt gerist í kaupstöð- um. Benti þingið í því sambandi á nauðsyn þess að fjölga héraðsskólum í landinu og tók undir þá stefnu, sem fram hefur komið hjá þing- mönnum flokksins, að gerð verði áætlun um byggingu a. m. k. sjö nýrra héraðsskóla á næstu árum. I»ing ið minnir alveg sérstaklega á nauð- syn þess að reistir verði héraðsskól- ar í Eyjafjarðarsýslu og Norður-Þing- eyjarsýslu. Kjördæmisþingið benti einnig á nauðsyn þess að hið opinbera létti námskostnaðarbyrði þeirra heimila, sem senda verða börn og unglinga til náms um langa vegu og e. t. v., sem oft er, til vetrardvalar utan heimilis. Kæmi þá til greina að greiða náms- dvalarstyrki, eftir ákveðnum reglum, svo og ferðakostnað eftir því sem við ætti og framar því sem nú er gert. Kjördæmisþingið taldi auk þess æskilegt, að komið verði á í landinu námslaunakerfi í Jtágu námsmanna, sem leggja stund á dýrt nám heima eða erlendis, enda er vinna til fjár- öflunar með námi takmörkum bund- in og í mörgum tilfellum óhugsandi. Að öðru jöfnu, ætti slíkt fyrirkoinu- lag að stuðla að styttingu námstíma og meiri einbeitingu að námi. Þá benti Jnngið á nauðsyn endurskoð- unar fræðslukerfisins og mikilvægi |>ess, að sérskólum verði dreift meira um landið, en verið liefur og taldi m. a. mikilvægt að Akureyri verði markvisst og skipulega efld sem skóla bær, enda ]>egar fyrir hendi traustur grundvöllur undir víðtækara skóla- starf í bænum. M. a. taldi þingið að stefna beri að því, að fullkomin tækniskóli taki þar lil starfa, sem allra fyrst samkvæmt fyrirmælum í lögum um Tækniskóla Islands. Einn- ig, að vinna beri ]>ar að eflingu ann- arra mennta- og menningarstofnana og sköpun framtíðarskilyrða fyrir æðri sérmenntun í einni eða annarri mynd í höfuðstað Norðurlands. AÐ BEIÐXI ritstjóra I Dags lief ég tekiö sar.ian = þeíía stutta yfirlit um I barnafræðsluna á Norð- = urlandi. Mér er Ijóst, að \ hér er um enga tæm- = andi frásögn að ræða, | heldur aðeins stiklað á = nckkrum atriðum. = Valgarður Haraldsson. \ Skólahverfi eru 64. Á.Norðurlanái eru nú alls 64 skólahverfi, stór og smá, og í vetur fer fram kennsla í þeim öllum, þó með tveim undantekn ingum, og sækja börn þaðan skóla í noerliggjandi skólahverfi eða stunda heimanám. Eftir tegund skóla skiptast skóla- hverfin þannig: Farskóla'nverfi eru 17, heimavistarskólar í 20 skólahverfum og heimangöngu skólar í 27 skólahverfum. Láta mun nærri, að tala skóla barna norðanlands sé um 4000. Fjöldi fastra kennara mun vera kerfi vort. Áðurnefnd könnun hefur þegar borið nokkurn ávöxt. í haust sem leið hófu 5 skólahverfi (í þrem skólum) til viðbótar að framkvæma fræðslu skyldu til 15 ára aldurs, auk þess sem könnunin hefur að sjálfsögðu átt sinn þátt í því að vekja fólk til umhugsunar og jafnvel up.dirbúnings á málum þessum. Ilöfum sofið cf lengi á verðinum En hvað hefur valdið þessum drætti? Þrátt fyrir þá staðreynd í fræðslulögum frá 1946, að þau skuli „koma til framkvæmda á árunum 1947—1953“, — eða fyr ir næstum því 15 árum. Hér verður engum sérstökum aðil- um um kennt, hvernig málum er komið, heldur hljótum við öll að vera þar meira og minna samsek. Við Norðlendingar höf- um soíið illilega á verðinum, rétt eins og menn liafi treyst því, að samþykktin ein á lög- unum, nægði málinu til frekari framdráttar, — og þá jafnan gleymt, nverjir hafa eigi frum- kvæðið í málum þessum. Ýmsar orsakir. Af öðrum orsökum, og þá kannski öllu áþreifanlegri má nefna: 1. Lítill áhugi og vilji ein- stakra skólahverfa að stofna til samvinnu við önnur skólahverfi greinar vegna kostnaðar eða skorts á kennslukröftum, auk þess sem árlegur kennslutími er þar mun skemmri en í fjöl- mennari skólahverfum. A5 öðru leyti læt ég nægja nú, að vísa til gildandi kost'.iað- arlaga um skólarekstur og sömuleiðis námsskrá fyrir skyldunámsstigið. Skoríur á skólabyggingum. Sú staðreynd blasir við, að erm í dag eiga 37 skólahverfi norðanlands ekkert skólahús- næði fyrir starfsemi sína, og fer því skólahald þar fram í leigu- húsnæði, — félagsheimilum eða íbúðarhúsnæði, misjöfnu a5 gæðum og oft við fremur þröng an kost. Flestum er þó vel kunnugt, að það hefur löngum verið stefna fræðslumálastjórnar að sameina smærri skólahverfi um byggingu samskóla fyrir fleirL hreppa. Veit ég, að fyrrverandi námsstjórar spöruðu livorki tíma né fyrirhöfn til þess að vinna að framgangi þessara mála. Þótt ekki sé hægt að segia, að hinn sýnilegi árangur eða afrakstur af sameiningat'- starfi þeirra sé enn mikill, að- eins einn samskóli á öllu Norð- urlandi, Þelamerkurskóli í Eyja firði, þá er óhætt að fullyrða, að þeir hafa með árvekni sinni og dugnaði vakið þá öldu, sem hér eftir verður ekki lægð. Á Ileimavistarbarnaskólinn á unandi og öflugt skólasetur handa æskufólki sínu. Nýir skólar. Öllum áðurgreindum sam- skólum (utan Eyjafjarðar) er T> f X I ^ 'f j XT \ I i. Darnarræo! slan a i>< 3rourIandi 160 og stundakennarar 51, auk þess sem margir fastir kennar- ar hafa á hendi aukakennslu. Fræðsluskyldu óvíða fullnægt. Á sl. skólaári, 1964—1965, höfðu aðeins 15 skólahverfi á Norðurlandi náð að framkvæma gildandi lagaákvæði um fræðslu skyldu til 15 ára aldurs, en í öðrum skólahverfum, 49 að tölu, fór kennsla fram eftir undan- þágu þeirri, sem fræðslulögin nr. 22 1946 veita, þ. e. a. s. að fræðsluskylda skuli aðeins ná til 14 ára aldurs, og nær þetta ákvæði til um þriðjungs allra skólabarna á Norðurlandi. Þokar í rétta átt. Sl. ár var fyrir tilstuðlan menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, athugað, hvaða möguleikar væru á því, að gild- andi lagaákvæði, um fræðslu- skyldu til 15 ára aldurs, gæti komið til framkvæmdar í öll- um skólahverfum landsins, og þá í beinum tengslum við barna fræðsluna. Ég tel, að hér hafi verið stigið ákaflega heillaríkt spor, og þar með mörkuð öllu skýrari og ákveðnari stefna í skólamálum til að vinna eftir en áður hefur tíðkast, og virð- ist mér hér jafnframt beinast í þá átt að leiðrétta og samræma þær kröfur, sem gera þarf um xnenntun æskunnar í landinu, en þó um íéið að efla og treysta enn meir núverandi fræðslu- um byggingu og rekstur sam- skóla fyrir fleiri hreppa. 2. Komið hefur í ljós, að í mörgum skólahverfum er kennslueiningin, (þ. e. tala nem enda í aldursárgangi), það lág, að vart er hugsanlegt, að þau ein sér geíi komið á skyldu- námsfræðslu, sem standist þær kröfur, er í dag eru gerðar um fjölbreytni og gæði slíks náms. Sú hefur líka raunin orð- ið, að víða í fámennari skóla- hverfunum verður að fella nið- ur nokkurn hluta kennslu- stunda eða alveg heilar náms- næsta leiti hillir undir nýjan samskóla í Austur-Húnavatns- sýslu, sem 6 hreppar sýslunnar eiga aðild að. Ennfremur er í undirbúningi að reisa 2 sam- skóla í Suður-Þingeyjarsýslu, 1 í Vestur-Húnavatnssýslu, 1 norður í Svalbarðshreppi og 1 samskóla fyrir unglingastigið í framsveitum Eyjafjarðar, sem vonandi leiðir til enn víðtæk- ara samstarfs milli innhreppa Eyjafjarðar um skólamálin. En það má grátlegt kallast, að eitt framsæknasta landbúnaðarhér- að landsins skuli ekki eiga við- ætlað að ná til alls skyldunáms- stigsins, frá 7—15 ára aldurs, og hefur Alþingi þegar lagt af mörkum nokkurt fé til þeirra. Þá eru í byggingu ný skólahús- næði í Svarfaðardal, Grímsey, Árskógi og Reykjadal. Nýir skólar hafa verið teknir í not- kun á Raufarhöfn og í Mývatns sveit, þótt fullnaðargerð þeirra sé að vísu ekki lokið. Nokkur skólahverfi hyggja á stækkun skólarýmis, til þess að geta full- nægt fræðsluskyldunni og bætt kennsluaðstöðuna. Má þar til nefna Þelamerkrurskólann, en Við Barnaskóla Akureyrar. (Ljósmynd: E. D.) 5 (Ljósmynd: E. D.) OPIÐ BREF til bænda á svæðinu frá norðanverðu Isaf jarð- ardjúpi om Norðurland og Norðausiurland til Fjarðarheiðar og Breiðdalsheiðar ■augalandi á Þelamörk. meðal fólks í vjðkomandi hrepp um er ríkjandi mikill einhugur um að vinna sem bezt að fram- gangi skólans og vilja foreldrar hag hans sem mestan. Þá viija Blönduósingar stækka sinn skóla, á Dalvík er verið að reisa íþi'óttahús, Akureyrarbær er að fara á stúfana með undir- búning að byggingu nýs skóla fyrir barnafræðslúna og Síeins- staðarskólinn í Skagafirði er að sprengja utan af sár böndin. Já, — og er svo einhver að segja, að við Norðlendingar höf um sofið á verðinum? Nú kunna menn að spyrja, hvað er samskóli? Fram til þessa hefur heitið eingöngu verið notað yfir heima vistarskóla, sem reistir eru og reknir af 2 eða fleiri hreppsfé- lögum í sameiningu, þó er alls ekki svo fráleitt að hugsa sér, að í framtíðinni og þá með batn andi vegakerfi, megi byggja upp slíka skóla sem heiman- gönguskóla og þá að aka nem- endunum í skólann. Þríþætt starf. -Samskólanum er ætlað að ná 'tll.ialls skylduhámsstigsins, en þó_énn. um sinn með nokkrum takmörkunum. - I stuttu máli ságí, má aátlá-EaS starfsgrund- 'Völlur han's. ý.erði þríþættur: a) Árleg vor bg haustnámskeið 'fý.Hr 7 og 8 ára-börn. Þó er hugs áhlégt,. að~ bornih geti komið öðrn hyerju y.fjr veturinn í skól ann til eins- konar prófunar eða köhnunar, því aukin fræðslu- skylda hlýtur að gera það að verkum, að betur verði fylgzt með heimanámi yngri barna en nú Oi' gert. Hér er þó á engan hátt verið að kasta rýrð á lofs- -.verðan þátt -E&írnilanna í námi baima sinna, heiaur þvert á móti er tilgangurinn sá, að skól inn leiðbeini um heimanámið meðan ékki þykir fært að sjá þessum aldursflokkum fyrir lengri skólagöngu árlega. b) Tvískiptur skóli fyrir 9—12 ára börn, og dveljast þá tveir og tveir aldursárgangar í senn í skólanum yfir veturinn. c) Unglingadeildir fyrir 13 og 14 ára börn, og sækja þau skól- ann dag hvern. Skyldunáminu lýkur með unglingaprófi og á það að veita rétt til að setjast í 3. bekk gagnfræðaskóla. Kennaraskoríurinn. Kennaraskorturinn er stað- reynd, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Orsakirnar eru efalaust margar, og koma mér þar helzt í hug: Slæmur aðbún- aður á skólast., lág laun vegna þess hve árlegur kennslutími er stuttur, lítil byrjunarlaun, aukn ir möguleikar um stöðuval, cg í mörgum tilfellum of einangr- að og þá um leið bindandi starf. Hugsanlegar leiðir til úrbóta, tel ég vera: Að kynna betur hinar björtu hliðar kennslu- starfsins og auglýsa það meir upp en gert hefur verið hingað til. Að fækka skólahverfunum og stækka þau svo að allir kenn arar, hvar sem er á landinu, búi við sem líkust kjör og jafnastar aðstæður. Að athuga í samráði við Kennaraskóla Islands, hvort ekki séu tök á því að senda kennaraefni út á land til kennsluæfinga og skapa þannig öllu virkari tengsl milli Kenn- araskólans og landsbyggðarinn- ar en verið hefur. Á móti gæti svo komið hærri byrjunarlaun en nú gerist. Þá vil ég nota tækifærið og geta þess, að í haust hófu hér 5 nýútskrifaðir kennarar starf. Vonast.ég eftir, að Norðlending- ar reynist þeim veþ svo þeir ílengist hjá okkur. Að framan hefur verið drep- ið á þá hugmynd, að allt skyldu námið fari fram í einum og sama §kóla. Hér er þó ekki um nein nýmæli í lögum að ræða, heldur gera einmitt gildandi fræðslulög ráð fyrir þessum möguleika. Víða í kauptúnum landsins og einstaka skólahverfi til sveita fer öll skyldufræðslan fram í sama skóla og ljúka börn in þar fyrstu tveim árum gagn- fræðastigsins. í flestum kaup- stöðum er hins vegar allt gagn- fræðanámið í einum og sama skóla, — skóla gagnfræðastigs- ins. Á seir.ni árum hefur þó Reykjavíkurborg tekið upp fyrr nefnda háttinn og virðist sú ráð stöfun hafa heppnazt vel. Ég álít, að þessi sveigjanleiki fræðslukerfisins sé fremur kost ur en löstur, — enda hefur flest um þjóðum reynzt erfitt að draga ákveðna markalínu milli barnafræðslu og gagnfræðastigs ins, ekki sízt þar, sem aldurs- sjónarmiðið ræður mestu um tilfærslu nemenda milli skóla- stigá, — og því er nokkuð á reiki, hvorum skólanum fyrstu ár unglingastigsins tilheyra. Margir hallast að þeirri skoðun, að því seinna sem aðskilnaður milli skólastiga fer fram, því betra, og benda þá oft á hin erfiðu og viðkvæmu unglingsár máli sínu til framdráttar. Aðalkostir þess að hafa sam- felldan skyldunámsskóla, ætla ég vera: Gagnfræðaskólarnir losná við hinn tvískipta starfsgrundvöll, þ. e. a. s. að vera hvortveggja í senn skyldunámsskóli og frjáls framhaldsskóli. Auðveldar þar samræmingu á aga og reglum fyrir allt skyldunámsstigið. Betri yfirsýn fæst yfir allt skyldunámið og ætti frekar að ýta á eftir endurskoðun og jafn- vel endurmati á skyldunáminu með tilliti til ,einstaklinganna sem skólana sækja. Stuðlar þetta og að breytingum á náms- skrá og námsefni, t. d. að byrj- að verði fyrr á máiakennslu og eðlisfræðikennslu en nú tíðk- ast. Þótt ég hafi gert hér að um- talsefni hið ytra skólastarf, má (Framhald á blaðsíðu 7.) Góðir bændur! Ekki mun þörf á að vekja at- hygli yðar á, að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, því að þótt þér búið fjarri sölum Alþingis, eruð þár svo trúir íslenzkri bændamenn- ingu, að þér látið yður ekkert það óviðkomandi, sem varðar málefni þjóðarinnar. Tilgangur bréfs þess er í fyrsta lagi að leita álits yðar á efni 6. gr. nefnds frumvarps, þar sem lagt er til, að höfuð- reglan um sinubruna verði sú, að sina sé ekki brennd eftir 1. maí ár hvert, en ef veðrátta hamli í byggðarlögum yðar að mati hreppstjóra, megi veita leyfi til brennslu á sinu til 15. maí. Þér, sem ár hvert eigið þess kost öðrum frekar að - njóta radda vorsins, munuð unna fuglalífinu, og ekki munu aðrir skilja betur en þér ..aðstöðu og lífskjör varpfuglanna, vegna þess að þeir, eins og þér, ,eiga alla sína afkomu undir veður- farinu og hvað kjörlendi þeirra hefur þeim upp á að bjóða, og því leyfum vér oss í fvllsta trausti að bera upp við yður þá spurningu, hvort þér teljið sinu brennslu slíka nauðsyn, að óhjá kvæmilegt sé, að hún verði leyfð á tímabilinu frá 1. til 15. maí, ef snjóalög banni, að unnt sé að brenna sinu fyrir þann tíma? Getur það ekki skaðað gróð- ur að sina sé brennd svo síðla vors? Og hvort teljið þér ekki, að brennsla, sem fram fer í fjórðu viku sumars, þegar allar tegundir varpfugla — um 50 talsins — eru komnir í kjörlendi sín, muni hafa truflandi og jafn vel eyðandi áhrif á fuglalífið? Vér höfum undanfarin ár bar izt fyrir að mynda almennings- álit, sem snúizt gegn því, að sinubrunar verði leyfðir eftir 1. maí, án tillits til landshluta, og- bæði Búnaðarfélag íslands og Stéttarfélag bænda hafa gert samþykktir, sem falið hafa í ser tilmæli um, að eftir 1. mai verði sina alls ekki brennd. Vér höf- um og aftur og aftur komizt að raun um, að almenningur hefur fyllzt gremju, þegar hann. þef- ur séð sinu brennda eftir þann tíma, og hafa margir snúiá sér til sýslumanna og kært þá, sem að brennunum hafa staðið. Þeir hafa svo orðið steinhissa, þegar i þeir hafa verið fræddir á því, að engin lög væru til, sem bönn uðu sinubruna eftir 1. maí. En er það ekki ákveðinn og almennur vilji íslenzks sveita- fólks, að sá dagur verði lögfest- ur til viðmiðunar banni við brennslu á sinu um land allt, án tillits til þess, hvernig vora kunni? í öðru lagi viljum vér með þessu bréfi leita vitneskju um, hvort það stríði ekk; gegn rétt- lætis- og sómatilfinningu ís- lenzkra bænda og annars sveita fólks, að handhöfum veiðiréttar verði heimilað í lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun að smala grágæsum á stöðuvötn- um og sjávarlónum til deyðing- ar, meðan þær eru í sárum og geta ekki neytt vængjanna til undankomu? Ennfremur vilj.um vér leyfa oss að spyrja: Er það ekki reynsla íslenzkra bænda víða um land, að á friðunartíma fugla séu allmikil brögð að því, að ýmsir aðkomumenn, sem fara um víðavang, hafi með sár byssur og skjóti fugla? Og ef svo er, mundi þá ekki frekar ástæða til að stöðva þetta fram ferði, heldur en auka það, beint og cbeint, með frávikum frá lög unum um fuglaveiðar og fugla- friðun? Vér leyfum oss að vænta þess, að einhverjir yðar, helzt sem flestir, verði til að láta í ljós skoðanir sínar á frarnan- greindum atriðum, sem allra fyrst eftir að þér hafið lesið þetta opna bréf. Bréf um þessi mál má senda stjórn S. D. í., ef bréfritari kýs það fremur en senda bréf sitt beint til Alþingis eða til þess alþingismanns, sem hann þekk- ir eða treystir bezt. Með vinsemd og virðingu. I stjórn Sambands Dýravernd undarfélaga íslands: Þorbjöm Jóhannesson, for- maður. Tómas Tómasson, vara- formaður. Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri. Þorsteinn Einarsson, ritari. Guðmundur Gíslason Hagalín, meðstjórnandi. Ásgeir O. Einarsson, meðstjórnandi. Þórður Þórðarson, meðstjórn- andi. Flugfélag Islands gef- ur út ný auglýsinga- spjöld til landkynn- ingar f DAG kom út á vegum Flug- félags íslands ný auglýsinga- spjöld með myndum frá íslandi. Utgáfa slíkra spjalda er einn liður í hinni margþættu land- kynningarstarfsemi félagsins, en það hefir áður gefið út aug- Iýsingaspjöld með myndum af Surtseyjargosinu og Gullfossi, í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins, o. fl. Myndirnar sem prýða nýju auglýsingaspjöldin, eru af „BLIKFAXA“ yfir Reykjavík og af Dynjanda í Arnarfirði. Báðar eru prentaðar í litum og hafa að þeirra dómi er séð hafa tekizt mjög vel. Myndina af „BLIKFAXA“ yfír Reykjavík, tók norski ljósmyndarinn Mats Wibe-Lund, en myndina af Dynjanda tók Jón Þórðarson. Litgreining, myndamót og prentun fór fram í Kassagerð Reykjavíkur. ( F réttatilkynn ing) - Handbók bænda 1966 (Framhald af blaðsíðu 8.) Magnús Óskarsson um búfjár- áburð, Óli Valur Hansson skrif- ar um garðrækt, Stefán Aðal- steinsson um ull, Vigdís Jóns- dóttir um húsfreyjuna og heim- ilið og þannig mætti lengur telja. Handbókin virðist hafa margt það að geyma, sem bændum er til hagræðis að hafa í bókahill- unni. q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.