Dagur - 08.02.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 08.02.1966, Blaðsíða 8
8 iiiiiiiiiiiiíiii lllllllllllll^lIIIIIIIIIIIVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIVIIIIIIIIItlllltlllltllllvllllllllllllVIIIIIIBIIlCIIIIVIf SMÁTT OG STÓRT VETRARMYND. (Ljósmynd: E. D.) ■ ■ iii 11 ■ 11 ■ ■ 111 ■ 1111111111111 Nýr skattur veldur mikilli raf- magnsliækkun Framsóknarmenn beittu sér gegn hækkun á rafmagni til næturhitunar Á SÍÐASTA bæjarstjórnarfundi var samþykkt ný gjaldskrá fyrir Rafveitu Akureyrar og ennfremur íjárhagsáætlun hennar fyrir árið 1966. Nokkrar umræður urðu um þessi mál við báðar umræður, einkum gjaldskrárliði þá, er á- kveða verð á raforku til hitunar. Rafveitunefnd lagði fyrir bæj- arstjórn tillögur, er fólu í sér um 21% hækkun ,að meðaltali, en nokkuð misjafnt á einstaka liði. Nálega helmingur hækkunarinnar á rætur að rekja til raforkuskatts- ins nýja, sem olli nær 24% hækk- un á heildsöluverði raforku frá Laxárvirkjun eða um 10.8% hækkun á söluverði raforku frá Rafveitu Akureyrar. En vaxandi dýrtíð og þc'irf fyrir fé til lagfær- ingar á núverandi innanbæjar- kerfi og til stækkunar kallaði einnig á nokkra hækkun raforku- Lúna 9 sendi myndir frá tunglinu RUSSAR sendu tunglflaugina Lunu 9. á ákvörðunarstað í síð- ustu viku. Heppnaðist lending- in svo vel, að tæki hennar sendu margar myndir til jarðar og hafa þær myndir verið birtar í blöðum. Tungiskot þetta þykir mikið vísindaafrek og ávinningur til aukinnar þekkingar á yfirborði þessa nágranna okkar í himin- geimnum. □ LÍK PÓSTMANNSINS ER FUNDIÐ HINN 6. febrúar fannst lík Auð uns Eiríkssonar póstmanns á Raufarliöfn, er varð úti í of- viðri fyrir hálfum mánuði, og áður er frá sagt. Hann fannst á fjaUgarðinum milli Raufarhafnar og ÞistU- fjarðar. □ verðs, en það hefur staðið í stað óbreytt síðastliðin tvö ár. Um þörf Rafveitu Akureyrar á auknum. tekjum voru nær óskipt- ar skoðanir. Hins vegar vorumenn ekki á eitt sáttir um hversu dýrt mætti selja raforku til næturhit- unar, ef hún ætti að geta orðið samkeppnisfær við olíu. I fyrstu tillögum rafveitunefnd- ar var verð á raforku til nætur- hitunar 24 au. pr. kwst. En bæjar- fttfitfúar Framsóknarflokksins lögðu til, að það vrði eigi hærra en 21 au. pr. kwst. Var sú tillaga samþykkt með 8 atkv. gegn 3 at- kvæðum Sjálfstæðismanna, er töldu það óeðlilega lágt. Enn- fremur var daghitunartaxti lækk- aður frá fyrstu tillögu rafveitu- nefndar um 2 au. hver kwst. Vegna þessara brevtinga lækkuðu áætlaðar lekjur Rafveitunnar um rúmar 600 þús. kr. ToSffmkvæmt hinni nýju gjaldskrá verður útsöluverð raforku á Akur- (Framhald á 2. síðu.) Handbók bænda 1966 BLAÐINU héfur borizt Hand- bók bænda 1966, 16. árgangur, sem Búnaðarfélag íslands gef- ur út og Agnar Guðnason rit- stýrir. Handbókin er um 350 blaðsiðul í' fremur litlu broti. Fremst er almanak ásamt ýms- úm toflúm og upplýsingum og nær sá kafli yfir rúmlega 90 bls. Síðan -eru stuttar faglegar grein ar úm. hina mörgu þætti land- búnaðarins, allt frá stjóm bún- aðarmála á íslandi til minni- háttar atriða. Þórir Baldvinsson skrifar um byggingar, Sigúrður Sigvalda- son um frágáng á bárujámi, Orn Þorleifss. um vinnuhagræð ingu, þáttur er um tryggingar, verðlagsgrundvöllinn 1965— 1968, ýmsir bændur rita um ein stök atriði búskapar, þættir eru þama uppteknir úr búnaðar- ritum og Sveinn Einarsson skrif ar um eyðingu svaríbaks. Þá eru greinar um áburðar- skammta, snarrót, illgresislyf, niðurstöður tilrauna á Hvann- eyri, Skriðuklaustri, Sómsstöð- um, Reykhólum og Akureyri og Jónas Jónsson skrifar um korn- rækt. Ingvi Þorsteinsson skrif- ar greinina Gróðurvernd, Síurla Friðriksson um beit á fóðurkál, {Framhald á blaðsíðu 5.) ÓK Á 170 K3I HRAÐA! í samtalsþætíi í útvarpinu var nýlega rætt við einn af elztu síarfandi bílstjóruni þess lands cg var hann 77 óra. Hann á nýj- an amerískan bíl og sagði frá því að hann liefði ekið á homun á 170 km hraða. Ekki veit ég hvað yfirvöldin í okkar landi segja um þessar upplýsingar — líklega ekkert. En trúlegt má telja, að einhver ungkarlinn telji sig ekki í liættu á allmikilli ferð, úr því sá gamli blánaði hvorki né bliknaði á 170 km hraða. Sannast hér, að oft má satt kyrrt liggja. ÖRN AT ÆÐARFUGL Á KOSTNAÐ RÍKISSJÓÐS Öm sótti í æðarvarp Jóns bónda á Hvallátrum. Jón sótti um ráðuneyíisleyfi íil að skjóta öm- inn, en var neitað. Þeíta gerðist 1957. Bóndi krafðist síðar bóta hjá menntamálaráðuneytinu, sem slík mál heyra undir, en var synjað. Þá fór Jón bóndi í mál en tapaði því í undirrétti, og skaut þá máli sínu til hæsta- réttar. — Hæstaréttardómur dæmdi bónda fébætur úr ríkis- sjóði, kr. 15 þúsund, auk vaxta írá 1957. SKÁLHOLTSKEPPNI AFLÝST Áður auglýst samkeppni Bóka- útgáfunnar Skálholt, sem bauð 100 þús. kr. verðlaun fyrir beztu skáldsöguna, fellur niður. Er þar um kennt gagnrýni Rithöf- undasambands íslands. En þessi samkeppni vakti athygli er frá henni var sagt, m. a. hin hóu verðlaun. ENDURVARPSSTÖÐIN f SKJALDARVÍK Óánægðir útvarpshlustendur á Akureyri hafa kvartað yfir því, að endurvarpsstöðin í Skjaldar- vík værj oftar óvirk en vera þyrfti. Við minnsta spennufall fellur stöðin út, þ. e. sjólfvirk- ur rofi rýfur útsendingu. Hins vegar hefjast útsendingar ekki á ný íyrr en stöðvarvörður hef- ur sett strauminn á að nýju. Tveir stöðvarverðir búa í hús- inu. En landssíminn, sem fekið hefur að sér rekstur stöðvarinn ar um skeið éíns óg aðrar éiidur varpsstöðvar, hefur þessa nienn í sinni þjónusiú óg virðast þeir ekkj allíaf viðláínir þegar þcrf er á. Þetta mál þarf skýringar við. ENDURSKIN S2MERKI fslendingar eru furðu tómlátir hvað noíkun endurskinsmerkja viðvíkur. En þau eru mjög not- uð í okkar nágrannalöndum og fullyrt, að bau liafi komið í veg fyrir fjölda slysa. Endurskins- merki æítu allir að bera í myrkri, hvort sem þau eru fest á klæðnað, t. d. vinnuföt, eða á annan hátt. Reykvíkingar eru byrjaðir að nota þau á hesta og ætti að taka það til athugunar hér, nema knapinn beri þau á sér í bak og fyrir, scm væri mjög skynsamlegt. HÁAR TÖLUR f UTANRÍKIS- VIÐSKIPTUM Dagur frétti í gær úr höfuðborg inni, að fyrir lægju nú bráða- birgðatölur um innflutning og útflutning landsmanna á árinu 1965. Flutfar voru út vörur fyr- ir 5559 millj. kr., en inn voru fluttar vörur fyrir 5901 millj. kr. Innflutningur kvað hafa orð ið mjög mikill í desembermán- uði og hefur ríkissjóður væntan lega haft af því nokkum hagn- að. Eiít og annað er nú flutt inn, sem nýstárlegt þykir. Til dæmis fósí nú danskar smákök- ur og tertubotnar hjá SiIIa og Valda í Austurstæti í Reykja- vík. Prjónastofan Sólin HAFNAR eru í Þjóðleikhúsinu æfingar á leikriti Nobelsverð- launaskáldsins Halldórs Lax- ness og heiíir það Prjónastofan Sólin. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson, en hlutverk eru þrettán talsins. □ Ósamið ennþá við verzlunarfólk UM síðustu áramót gengu úr gildi kjarasamningar verzlunar- fólks hér á Akureyri. Eftir nokkra árangurslausa viðræðu- Surtseyjarkvikmynd Ósvaldar NÆSTKOMANDI föstudag og laugardag eiga Akureyringar þess kost að sjá hina margum- töluðu Surtseyjarkvikmynd Ós- valdar Knudsen. Mynd þessi hefur hlotið margháttaða viður- kenningu á mörgum erlendum kvikmyndahátíðum undanfarið, þar á meðal gullverðlaun á kvikmyndahátíð á ítalíu síðast- liðið haust og fékk þar þann vitnisburð, að hún væri bezta heimildarkvikmynd ársins. Surtseyjarmyndin var sýnd víða um land sl. sumar og alls staðar við mjög góðar undir- tektir. Meðal annars var bún sýnd fjórum sinnum á Akur- eyri við húsfylli og urðu marg- ir frá að hverfa. Þeir Akureryingar, sem ekki hafa nú þegar séð myndina, ættu nú að nota tækifærið til að sjá þessa sérstæðu og stór- fenglegu kvikmynd. □ fundi, milli verzlunarfólks og at vinnurekenda, sem haldnir voru í Reykjavík, var ákveðið að vísa frekari samningaumleitun- um til sáttasemjara ríkisins. Fyrir verzlunarfólk tóku þátt í þessum fundum fulltrúar frá Landssambandi ísl. verzlunar- manna, Verzlunarmannafélög- um Reykjavíkur og Árnessýslu auk Félags verzlunar- og skrif- sofufólks á Akureyri. Síðast var haldinn samninga- fundur föstudaginn 4. febrúar. Þann fund sóttu fj’rir F. V. S. A. þeir Bragi Jóhannsson, formað- ur félagsins og Sigurður Jó- hannesson. Þeir létu þess geíið, er blaðið innti þá frétta af viðræðum, að lítið hefði miðað í samkomu- lagsátt, og síðasti fundur ekki borið sjáanlegan árangur. — Næsti fundur hefur ekki ver- ið boðaður ennþá. □ Kíghósti í Bárðardal, en vægur Stórutungu 7. febrúar. Kíghósti hefur stungið sér niður í héraði og er á þremur bæjum í Bárð- ardal, en vægur. Snjór er töluverður og mjólk er ekkj flutt af fremstu bæjum. En frá Stóruvöllum og norður dalinn er sæmilegt bílfæri. Fátt ber til tíðinda. Stórviðrið síðasta gerði hér engan usla, en það var óþverraveður, ekki er að neita því. Nú býr hver að sínu og allir hafa nóg að gera við hin daglegu störf. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.