Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 2
2 Eitt bezta handknattleikslið landsins leikur á Akureyri nú um helgina ALMANNATRYGGINGAÞÆTTIR - 6 - ' BARNALÍFEYRIR TRYGGINGA STOFNUNIN greiðir barnalífeyri með böm- um innan 16 ára, ef faðir, kjör- faðir eða stjupfaðir er Iátinn eða er örorkulífeyrisþegi, ckki þó með kjörbami, nema það hafi verið a. m. k. tvö síðustu árin, áður en lífeyrisréttur gat hafizt, á framfæri kjörföðurins, og ekki með stjúpbami, sem á framfærsluskyldan föður á lífi. Stytta má tveggja ára frestinn, ef sýnt þykir, að ættleiðing standi ekkiísambandi við bama lífeyrisréttinn. Bamalífeyrir er nú kr. 12.983.28 á ári eða kr. 1.081.94 á mánuði. Barnalífeyr- ir greiðist þeim, er annast fram færslu barns. Tryggingastofnunin liefur heimild til að hækka barnalíf- eyri um allt að 109%, ef barn er munaðarlaust eða annað for- eldranna látið og hitt öryrki. Greiða niá ekkjumanni allt að barnalífeyrisupphæð, sömu- leiðis einstæðri móður, sem er öryrki, og hjónum, ef konan er öryrki. Þegar svo stendur á, em ástæður metnar hverju sinni. MÆÐRALAUN Mæðralaun em greidd ekkj- um, ógiftum mæðmm og frá- skildum konum, sem bafa bam eða böm á framfæri sínu. Þau eru nú: Með 1 barni kr. 2596.68 á ári Með 2 börnum kr. 14096.04 á ári Með 3 bömum kr. 28192.20 á ári FÆÐINGARSTYRKUR Kona, sem elur bam eða böm fær nú kr. 6183.00 „við liverja fæðingu“ Fleirburafæðing telst ein fæðing. Dvöl allt að 9 daga vegna fæðingar á sjúkraliúsi eða fæðingarstofnun verður konan sjálf að greiða af fæðing- arstyrknum, en dvöl fram yfir þann tíma greiðir hlutaðeigandi sjúkrasamlag. Framhald. G. G. Fréllabréf af Jökuldal HAUKAR A LAUGARDAG (í dag) kl. 5 e. h. og á morgun kl. 1 e. h. gefst íþróttaunnendum tækifæri til að sjá eitt bezta handknattleiks- liö landsins leika í Rafveitu- skemmunni á Akureyri, en það em Haukar frá Hafnarfirði. — Þeir leika gegn liði IBA, en í því em Ieikmenn úr ÍMA, KA og Þór. .4 undan aðalleiknum á laug- ardag leika Þór og KA, 3. fl. karla, og II. fl. Þór og KA á eftir aðalleiknum á sunnudag. Eins og flestir vita, er Hauk- ar eitt bezta handknattleikslið landsins og sigruðu þeir m. a. fslandsmeistarana, FH, í ís- landsmóti, sem nú stendur yfir. MÓTMÆLA ÖLFRUMVARPI „FUNDUR í st. Ísafold-Fjall- konan nr. 1, haldinn að félags- heimilinu Bjargi á Akureyri 6. jan. 1966 harmar framkomið frumvarp Péturs Sigurðssonar, Matthíasar Bjarnasonar og Bjöms Pálssonar um bmggun og sölu áfengs öls. Skorar fundurinn á hæstvirt Alþingi að firra þjóðina því al- varlega ástandi, sem bruggun áfengs öls mundi valda og fella frumvarpið“. Framanskráð ályktun hefur verið send Alþingi. □ RIT UM BIBLÍUNA ÞEGAR Hið íslenzka Biblíufé- lág varð 150 ára á sl. ári gaf félagið út gott afmælisrit 132 síður að stærð. Biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson ritar þar ávarp og segir frá því, hvernig fyrsta biblíufélagið í heiminum varð til og einnig hið íslenzka 10. júlí 1815. Einnig ritar biskupinn grein um lestur Biblíunnar — og markmið hennar. — Ól- afur Ólafsson kristniboði, sem er framkvæmdastjóri félagsins skrifar söguna um íslenzka fé- lagið og um Ebenezar Hender- son, sem varð hvatamaður þess að biblíufélagið okkar var stofn að fyrir rúmum 150 árum. Þeir, sem áhuga hafa á lestri Biblíunnar og sögu hennar ættu að eignast ritið. Það er hvort tveggja, fróðlegt og leiðbein- andi. Hið íslenzka Biblíufélag vinn ur merkilegt starf, sem þarf að styðja og efla. Afmælisritið er til sölu hér á Akureyri hjá kirkjuverði og sóknarprestum, ennfremur hjá Björgvin Jörg- enssyni, Jóhanni Pálssyni, og Sæmundi Jóhannessyni og kost ar það kr. 100.00. Engu skal um það spáð, hvort Akutöýrirtgti'r standi í Hauk- um, en Akureyringum gefst kostur á að sjá leikinn hand- knattleik, eins og hann er bezt leikran ii .1 slandi í dag. Mjög ánægjulegt er, að takast skyldj að fá svo gott lið hingað A AÐALF.UNDI Iðju á Akur- eyri voru eftirfarandi mótmæli samþykkt: AÐALFUNDUR IÐJU, félags verksmiðjufólks á Akureyri, haldinn í Alþýðuhúsinu 6. febrúar 1966 mótmælir harðlega þeim fyrirætlunum ríkisstjórn- arinnar að semja við erlendan auðhring um stóriðju hér á landi. Telur fundurinn að með slíkum samningum yrði um að ræða háskalega stefnubreytingu frá þeirri rótgrónu og sameigin legu ákvörðun þjóðarinnar frá upphafi sjálfstæðis hennar,, frá þeirri stefnu að íslendingar eigi og ráði sjálfir og einir atvinnu- rekstri sínum á öllum sviðum. Með tilkomu erlends risafyrir- tækis, sem íslendingar ráða að engu væru flóðgáttir opnaðar fyrir erlendu fjármagni og er- lendum yfirráðum í atvinnulífi landsmanna. Að öðru leyti byggir fundur- inn mótmæli sín á þeim stað- reyndum, sem nú eru augljósar í þessu máli og þ. á. m.: 1. Að stofnun og rekstúr alumínbræðslu við yfirspenntan vinnumarkað Stór-Reykjavíkur er ofviða efnahagskerfi þjóðar- innar og mundi leiða af sér enn örari yerðbólguþróun en þegar er orðin og þannig skaða þjóð- arhagsmuni og afkomu alls al- mennings. 2. Að beinn skaði yrði að sölu raforku og vinnuafls til hins erlenda auðhrings, bæði vegna GÍSLI JÓNSSON, ritstjóri, níræður MIÐVIKUÐAGINN 9. þ. m. varð Gíslj Jónsson- skáld og rit- höfundur í Vesturheimi níræð- ur. Hann er JökuWælingur-, vax inn upp á þeim slóðum, sem nú er ekki lengur mannabyggð, en hann er • frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, gamall Möðru- vellingur og flutti vestur um haf árið 1903, stundaði þar prentiðn sína og fékkst við margskonar ritstörf. Gísli gaf út ljóðasöfnin Farfugla og Far- daga, ennfremur Hauga-elda, mikla bók og fagra, og kunnur var hann sem ritstjóri blaða og fleiri lið sæki Akureyringa heim síðar í vetur. Iþróttaunnendum skal á það bent, að ekki komast margir áhorfendur fyrir í Rafveitu- skemmunni, og er því betra að koma tímanlega til að fá miða. Forkeppnin hefst kl. 4,30 á á laugardag. □ of lágs raforkuverðs og sökum þess að allur ágóði af vinnuafli verður fluttur úr landi. 3. Að eðlilegri þróun íslenzkra atvinnuvega og þá alveg sér- staklega sjávarútvegs og iðnað- ar er stefnt í hættu vegna óheilbrigðrar samkeppni um vinnuafl, en í hinum fyrirhug- uðu samningum er gert ráð fyr- ir að hinum erlenda auðhring verið ívilnað stórkostlega sam- anborið við íslenzkan iðnað og raunverulega á kostnað hans. 4. Að alumínbræðsla og fram kvæmdir í sambandi við hana mundu enn auka á fólksflutn- inga til Suð-Vesturlands og stuðla að samdrætti byggða og framkvæmda annars staðar á landinu. Fundurinn beinir framan greindum mótmælum sínum fyrst og fremst til Alþingis og skorar á það að hindra áform rikisstjórnarinnar í máli þessu eða að öðrum kosti að leggja •hinn fyrirhugaða, saipijing uncþ ir þjóðaratkvæði, svo úr því fá- ist skorið hver vilji þjóðarinnar er í þessum efnum. Klausturseli á kyndilmessu. Hér voru miklar frosthörkur í janúar af og til, og var víða farið að bera á vatnsskorti, en vegir bólgnuðu upp, svo þeir voru að verða lífshættulegir, að aka um þá. Á föstudaginn er leið brast á stórhríð, og stóð hún laugardag ,og sunnudag, með ofsaroki og fannkomu og eru komnir feiki- lega háir skaflar og allir vegir gjörsamlega ófærir. En þar sem hagar voru fyrir sauðfé og hesta fyrir bylinn, eru ágætir hagar enn. Þegar óveðrið brast á voru margir'bílar á Reyðar- firði að sækja hey, sem kom með skipi. Ur Jökuldal og Jökulsárhlíð voru sextán menn veðurtepptir á- Egtlsstciðum byl dagana, og bílss-nir _eru hingað og þangað á vegunuíh og sumir ' á Reyðarfirði ennþá. Mennirnir lögðu af stað þeg- ar upp rofaði og komust með aðstoð ýtu að Skóghlíð í Hróars tungu, þaðan urðu.þeir að ganga og skilja eftir allan farangur sem þeir höfðu meSferðis, þar á meðal póst Jökuldælinga. Jón Sigurðsson Teigaseli póstmaður okkar varð að ganga frá Skóg- hlíð að Grund á Jökuldal, 2 dag leiðir fyrir gangandi mann, til að sækja sér beltisdráttarvél, sem búizt er við að hægt verði að nota til póstflutninga meðan öðrum farartækjum verður ekki við komið, en allt andlegt fóður Jökuldælinga liggur utan og austan heiðar og verður farið að koma gamlabragð af því þeg ar það kemur til skila. >, , : Ekkert tjón yarð hér í sveit í fárviðrinu, og var þó á sum- um bæjum fáliðað heima vegna heyflutninganna. _ Um miðjan jan. fann Hrafn- kell í Klausturseli tvær gimbr- ar, sem Helgi Árnason á Refs- höfða átti. Voru það samstæðir tvílembingar, sem ekki höfðú sést frá því að ánni var sleppt á fjal) í vor, og mun hún hafa drepizt frá lömbunum. Gimbr- arnar voru vænaróg vel á sig komnar. .. - . > G. A, LJOS OG KRAFTUR A VEGI LIFSINS „En það sé fjarri mér að hrósa mér, nema af krossi drottins vors Jesú Krists.“ (Gal. 6. 14.) EITT SINN hugleiddi ég, að það gæti verið yndislegt að eiga lítið herbergi, sem einangrað væri frá heiminum og einkum helgað bæn, og þar sem ljósið streymdi inn gegn um einn einasta glugga. En frá honum myndaðist krossinn hinum meginn á veggnum. Sú sjón væri til þess fallin að minna á fyrirgefningu synda minna, ljós í öllum erfiðleikum mínum, sigur í veikleika, svölun í þjáningum, óendanlegt þakklæti í gleði minni, eilífa von í ótta mínum. Þegar sjóndeildarhringurinn yrði dimmur af óveðri í að- sgi, þá kæmi myrkrið til mín í gegn um krossinn ,og sýndi mér enn.meii-a myrkur, sem frelsarinn minn þoldL Rósfagur morgunroðinn, hið glaða sólskin dagsins, og hinn purpura- rauði aftanljómi kæmi til mín í mynd krossins og minnti mig á ríkdóm skaparans og náð endurlausnarans. Ég sæi ekkert af umheiminum, og ekkert umhverfis kæmi til mín öðru visi en i gegn um krossinn. En við þurfum alls ekki á slíku fyrirmyndar bænaherbergi að halda. Sérhver getur átt slíkt athvarf í sínu eigin hjarta, þangað sem hann getur leitað. Biðjum Drottinn, að hann láti ekkert koma, hvrort sem það er gleði eða þjáning, vinna eða freisting, andlegur eða stundlegur veruleiki, — án þess að það mæti okkur í kross- inum. 9. febr. — Th. Monad (þýtt). til keppni. og ei, vonandi, að T # 1 Sfl Iðja mótmælir sfóriðjunni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.