Dagur - 16.02.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 16.02.1966, Blaðsíða 5
1 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-116G og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Sfrandferðir og landvarnir GUÐJÓN TEITSSON, forstj. Skipa útgerðar ríkisins, ritaði í Tímann 10. febrúar mjög athyglisverða og skilmerkilega grein um strandferðir hér við land, en hann hefur nú starf- að við Skipaútgerðina á fjórða tug ára, framanaf sem skrifstofustjóri Pálma heitins Loftssonar, og síðan sem útgerðarstjóri, og hefur því ó- venjulega reynslu og þekkingu á þessu sviði. Guðjón skýrir hér hlut- verk strandferðanna í þágu lands- byggðarinnar og þær staðreyndir, sem að jafnaði hljóta að vera því til fyrirstöðu, að þær geti borið sig reikningslega, þótt um mikinn o- beinan hagnað sé að ræða fyrir þá, er þeirra njóta. En með þeim tryggir höfuðborgin einnig sambönd sín í ýmsar áttir. Jafnframt ræðir Guð- jón um nauðsýnlega endurnýjun nú verandi strandferðaskipa, sem öll eru nokkuð við aldur og úrelt, mið- að við nútímaþarfir. Mun það vera tillaga lians, að gömlu skipin fjögur verði seld og byggð þrjú vöruflutn- ingaskip og eitt farþegaskip í þeirra stað. Myndu hin nýju vöruflutninga skip þá verða nál. lielmingi stærri en Herðubreið og Skjaldbreið, en rekst ur tiltölulega mun minni. Guðjón Teitsson andmælir því, að kostnaður ríkisins vegna sam- göngumála sé meiri hér en hjá nokk urri annarri þjóð, miðað við mann- fjölda, en því liefur stundum verið haldið fram af hálfu ríkisstjómarinn ar. Það kemur í ljós, að Guðjón lief- ur kynnt sér þessi mál í Noregi og gerir samanburð á fjárlögum Norð- manna og íslendinga. Niðurstaðan er sú, að norska ríkið greiðir til sam- göngumála á árinu 1966 kr. 2514.00 pr. íbúa en íslenzka ríkið kr. 1717.91. Til landvarna greiðir Noregur á þessu ári kr. 3254.35 á hvern íbúa. Tilsvarandi útgjöld hér á landi eru engin. En efling landsbyggðar er landvörn íslendinga, og ef Norð- menn geta varið kr. 3254.35 á íbúa til landvarna með vopnum, ættum við að geta varið einln erju sem um munar til okkar friðsamlegu land- varna. Þess má svo að síðustu geta, að um rædd skrif Guðjóns Teitssonar voiu öðrum þræði svar til Enúls Jónsson- ar og er ráðherrann ekki öfunds- verður af þeim orðaskiptum, þótt þau verði ekki gerð að umtalsefni hér. □ HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON: r######################### Svar til Halldórs Blöndals ERINDREKI Sjálfstæðisflokks- ins á Akureyri, Halldór Blöndal skrifar í íslending 3. febrúar langa grein, sem hann kallar opið bréf til undirritaðs. Fyrir- sögn greinarinnar er svohljóð- andi: Stuðlar alúmínverksmiðja við Hafnarfjörð að jafnvægi í byggð landsins? Bréfið er skrifað í tilefni af grein minni í Degi 16. jan. um þetta efni. Ég get þakkað H. B. fyrir bréfið. Það er kurteislegt og hann heldur sig að mestu leyti við efnið. Hins vegar er ég ekki sérlega hrifinn af þeirri aðferð sem hann notar við að svara grein minni. Hann segir sem sagt næsta lítið frá eigin brjósti, en segizt hins vegar hafa, „tekið þann kostinn að láta ýmsa áhrifamenn innan Framsóknarflokksins tala í minn stað — í þeirri von að þér gefið betri gaum að þessu bréfkorni heldur en ella mundi.“ Samkvæmt þessu tínir hann svo saman ummæli nokkurra Framsóknarmanna sem á ýms- um tímum hafa talað eða skrif- að um alúmínmálið. (Aðallega Steingrímur Hermannsson). Það er meira en lítið undar- legt að manninum skuli detta í hug, að ég eða nokkur annar gefi meiri gaum að bréfi hans, þó hann vitni í orð — og að sumu leyti ósamhljóða orð — andstæðinga sinna. Auðvitað hefði bréfinu verið stórum meiri gaumur gefandi, ef bréfi’it arinn hefði sagt þó ekki væri nema með fáeinum skýrum orð- um, hvað hann sjálfur og flokks menn hans hér á Norðurlandi hugsa og vilja í þessu stórmáli. Eða er það virkilega svo að þeir geti alls ekki myndað sér skoð- un í málinu. Þessi aðferð getur ekki verið annað en tilraun til að skjóta sér undan alvai’legum umræð- um um efnið, en umvefja það í þess stað í venjulegu pólitísku glamri svo enginn geti lengur hugsað um það skýra hugsun. Maður kannast svo sem við þetta háttarlag íslenzkx-a póli- tíkusa, þeir ætla seint að vaxa upp úr þess háttar vanþi’oska margir hverjir. Það er ekkert launungaxmál að Framsóknarmenn hafa ekki allir sömu afstöðu til spurn- ingarinnar um alúmínver og staðsetningu þess ef byggt yrði. Ymsir þeirra hafa mikinn áhuga á málinu út frá almennu þjóð- hagslegu sjónarmiði og alveg sérstaklega, ef það gæti orðið til að styrkja atvinnulífið í lands- hluta, þar sem það stendur höll um fæti. Og til eru þeir Fram- sóknarmenn, svo sem sumir þeir, sem H. B. lætur tala fyrir sig, sem ekki telja að staðsetn- ingin skipti meginmáli og látast jafnvel trúa því og trúa því kannske í raun og veru, að slíkt risafyrirtæki á íslenzkan mæli- kvaiða sett niður við Hafnai'- fjörð geti stuðlað að jafnvægi í byggð landsins. En þeir ráða' ekki stefnu flokksins. Og það skiptir heldur ekki máli hvern- ig þessir menn líta á málið, jafn vel ekki fyrir mig, hvað þá fyrir H. B. og hans skoðana- bræður. Það sem máli skiptir á þessum vettvangi er, hvað skoð un við höfum sjálfir og hvað við viljum gera til að fylgja henni eftir. Ég hef lýst minni skoðun í fyrri gx-ein minni í Degi, en skoðun H. B. er a. m. k. afar óljós svo ekki sé meira sagt, því hann svarar aldi'ei ber um oi'ðum spui'ningu sjálfs sín — stuðlar alúmínverksmiðja við Hafnarfjörð að jafnvægi í byggð landsins? Augljóst er þó að hann vill styðja stjói-nina sína í þessu máli og taka undir rök hennar í öllum greinum. í fyrsta lagi slær hann því föstu að bygging alúmínvers við Eyjafjörð sé algjöi-lega útilokuð. vegna meiri kostnaðar hér held- ui' en syðra og vitnar þar x Steingrím Hermannsson. Hins vegar tekst svo slysalega til í opna bréfinu að jafnvel velvilj- aður lesandi getur ekki áttað sig á hvort heldur verðmismun- urinn er áætlaður 100 eða 400 milljónir króna eða jafnvel þess ar tvær upphæðir til samans, en það skiptir þó talsverðu máli. En hvernig sem þetta ber að skilja þá dregur H. B. þá álykt- un af þessari forsendu að spurn ingin sé ekki livar vei'ksmiðjan skuli rísa, heldur hvort hún skulj íísa við Hafnarfjörð eða alls ekki rísa ella. Setjum svo að foi'sendan og ályktunin séu báðar réttar, sem af mörgum er þó mjög di-egið í efa, þá er að svara spuj-ningunni: Á vei'k- smiðjan að rísa eða ekki? Til þess að hjálpa sér til að svara þessari spurningu á þann hátt sem hann telur sig þui-fa að svai-a henni tekur svo H. B. til við að gylla þá kosti sem alúmín veri eiga að fylgja, allt eftir uppskrift stjórnai'innar og ann- ai'ra postula alúmínmálsins. Sumt af því er vafalaust byggt á skynsamlegum rökum og ég hef enga löngun til að tæta það niður og heldur engin gögn í höndum þótt mig langaði til þess. En það atriðið sem H: B. leggur mesta áherzlu á þ. e. að tekjurnar af Straumsvíkui'verk smiðju eigi að ganga í Fram- kvæmdasjóð di'eifbýlisins, um það verð ég að fara nokkrum orðum. í mörg ár hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp um Jafnvægissjóð sem ríkið stofni og leggi til árlega vissa prósentu af ríkistekjunum. Þessu laga- frumvarpi hefur núverandi þing meirihluti jafnan komið fyrir kattamef. En á síðastliðnu ári gerist það svo að ríkisstjórnin boðar lagasetningu um samskon ar sjóðsstofnun Framkvæmda- sjóð dreifbýlisins og sú sjóðs- stofnun tengd alúmínmálinu á þann hátt, að fyrirhugað er að tekjur af alúmínbræðslunni eiga að einhverju leyti að ganga til sjóðsins og styðja þann ig atvinnulífið út um allt land. Það er víst ekki tilviljun ein að stjórnin skuli einmitt nú skyndilega fá áhuga á uppbygg- ingu dreifbýlisins. Mér sýnist það liggja í augum uppi að það er vond samvizka hennar gagn vai't dreifbýlinu sem þai'na kem ur fram. Hún veit að með stofn- un alúmínvers við Reykjavík er verið að greiða dreifbýlinu enn eitt hnefahöggið, en til þess að milda svolítið áhrifin þá klapp- ai' hun okkur um leið á kinnina með hinni hendinni og segist vilja okkur allt hið bezta. Stofn un Framkvæmdasjóðs er góðra gjalda verð en eins og hana ber að er hún stjórninni til lítils sóma. Og þessi aðferð að þykj- ast ætla að bæta þá meinsemd sem alúmínvex' syðra hlýtur að auka á þ. e. fólksstreymið úr landsbyggðinni til Stór-Reykja- víkui*, með tekjum x-íkissjóðs af vei'inu er heldur óaðlaðandi. Við höfum dálitía hliðstæðu á öðru sviði þjóðlífsins. Ríkið hefur einkasölu á áfengi og græðir á henni nokkur hundr- uð milljónir króna á ári hverju. Síðan er örlitlu broti af gróð- anum varið til áfengisvarna. Þarna segir hin opinbera sam- vizka til sín á næsta grátbros- legan hátt. Það er nákvæmlega þetta, sem fyi’ii'hugað er í alu- minmálinu og sambandi þess við stofnun Framkvæmdasjóðs dreifbýlisins. Við skulum ekki látast vera skammsýnni og heimskari en við erum. Stofnun risavaxins iðnfyrirtækis á þétt- býlasta bletti landsins og aðal- iðnaðarsvæði landsins getur aldrei stuðlað að jafnvægi í byggð landsins, hvoi'ki í bi'áð né lengd, beinlínis eða óbein- línis, heldur þvert á móti. Þar með er fallin aðali'öksemd H. B. fyi'ir því, að Norðlendingar eigi að samþykkja stofnun alumin- vers, þrótt fyrir það, að því hefur nú verið valinn staður í Straumsvík við Hafnai'fjöi'ð. Ef við þess vegna eigum að svara spui-ningu H. B.: Á að byggja alumínver við Hafnai- fjöi'ð eða alls ekki byggja það á íslandi ella? Þá hlýtur svarið að vera: Eins og allt er í pott- inn búið og með tilliti til at- vinnuástandsins í landinu, þá ræður staðsetningaratriðið úr- slitum og við skulum ekkei’t al- uminver byggja að sinni. Að lokum vil ég leggja áherzlu á að við sem hér erum að deila eigum ekki að taka flokkspólitíska afstöðu til þessa stói-máls heldur sem einstakling ar með sjálfstæðar skoðanir og sem Norðlendingar því pólitísk- ir flokkar fæðast og deyja. Sjálf stæðisflokkurinn getur t.d. hæg lega verið dáinn og grafinn um næstu aldamót, kannske fyrr og sama er að segja um alla hina flokkana. En Norðurland mun standa og við viljum að það vei'ði byggt niðjum okkar um ókomnar ald- ir. En með áframhaldi þeirrar þróunar í byggða- og búsetu- málum sem verið hefur um skeið er það hvei'gi næi-ri öx-uggt. Við þurfum því allir að standa saman um hagsmuna- mál fjói'ðungsins meðan við enn höfum nokkurt afl til að hafa áhi'if á gang þjóðmála. H. E. Þ. Hvenær þurf a íslend- ingar liallærislán? Kefill á Fjalli sjötugur HINN 12. febrúar átti Ketill bóndi Indriðason á Ytra-Fjalli í Aðaldal í S.-Þing. sjötugs- afmæli. Ketill er sérstæður maður um marga hluti og eftirminni- legur. Karlmannlegur er hann og einarður, stórskorinn og stundum e. t. v. lítið eitt hrjúf- ur í fyi'stu kynningu, vandar málfar sitt meira en títt er og er manna kjamorðastur í við- ræðum og í ræðustól. Fróður er hann í sögu og bókmenntum og skáld gott. Fyrir hálfum þriðja áratug eða svo, höguðu atvikin því svo, að sá er þessar línur ritar, var eins konar landseti Ketils í nokkrar vikur, ásamt öðrum manni, heyjuðum við á Laxár- bökkum og sváfum í tjaldi. Þá gengu miklir hitar, en stutt var í ána ef maður þurfti að kæla sig. Það var líka stutt að Ytra- Fjalli, ef einhverja aðstoð þurfti og ævintýri líkast að tala við Ketil bónda og ágæta konu hans, Jóhönnu Björnsdóttur. — Tjaldvistin á Ytra-Fjalli varð málvöndunarnámskeið hjá okk- ur félögum, þar sem bóndinn var kennarinn, án þess að vita það sjálfur — fyrr en nú, ef hann les þessar línur. Þótt yarla muni það teljast umtalsvert, að íslendingur unni landi sínu og þjóð og átthögum sínum, finnst mér Ketill hafa þar sérstöðu — ást hans bæði heitari og heilli en almennt ger- ist. — Prjál og sýndarmennska, í hvaða mynd, sem er, er hon- um þyrnir í auga. Mál sitt flyt- ur hann af alvöruþunga og innri hita síns stóra geðs, hvort sem áheyrandinn er einn eða margir og á þann veg, að vel er hlustað. Ketill er mikill samvinnumað ur og í þeim efnum ekki eitt í dag og annað á morgun fremur en í öðrum málefnum, þar sem hugsjónir svífa yfir vötnunum og staðrejmdir tala ljósu máli. Sennilegt þykir mér, að góð bók sé Katli kærari í hendi en skóflan, skógræktin hugnæmari en grasrækt. Um það vitnar haldgóð sjálfsmenntun bóndans á Ytra-Fjalli, óprentað ljóða- safn hans og skógarhlíðin ofan við bæinn, ekki síður en nauð- synlegar framkvæmdir bónd- ans við stækkun túns milli hraunhólanna í Aðaldal. Um leið og ég sendi Katli Indriðasyni bónda á Ytra-Fjalli þakklátar kveðjur og árnaðar- óskir í tilefni sjötugsafmælisins, lýsi ég sérstakri ánægju minni yfir því, að enn skuli sveitir þessa lands eiga slíka kjarna- kvisti íslenzkrar þjóðmenning- ar. E. D. EKKERT „TR0MP“? (Framhald af blaðsíðu 8). smiðjunnai' þannig, að hún yi'ði ekki í stórborg eða nágrenni hennar og við það yrðu útlend- ingar að miða athuganir sínar og áætlanir. Ef sama jafnvægis- sjónarmið hefði ráðið hérlendis, átti að fara eins að í byrjun. Hægt var að fá það staðfest af sérfræðingum, sem hafa tiltrú á heimsmælikvarða, að hér á Norðurlandi væru miklar lízkur til að framleiða mætti rafoi'ku á verði, sem hagkvæmt væri fyrir stóriðju. Ef ætlunin var að leyfa erlenda fjárfestingu í því skyni að efla jafnvægi milli landshlutanna, áttu íslendingar aldrei að vera til viðtals um staðsetningu af öðru tagi. Bón- arvegurinn var aldrei fær í þessu máli. Útlend fyrirtæki telja sér ekki skylt að skipu- leggja landsbyggð á íslandi. Virkjun til framleiðslu raf- orku til almenningsnota á Suð- vesturlandi hefur verið og er vel framkvæmanleg á hagkvæm an hátt án aluminíumverk- smiðju og fjármagn að sjálf- sögðu fáanlegt til slíkrar virkj- unar, ekki síður en það fékkst til Sogsvirkjunar, þegar þjóðin var fátækari en hún er nú. Q VIÐ þurftum erlendrar hjálpar við 1941 þegar bandóður þýzk- ur harðstjóri var reiðubúinn að hertaka landið og þrælka alla landsmenp. Við báðum Banda- ríkin um varnarlið. Þau ein gátu og vildu bjarga þjóð og landi Leifs heppna. Við hækkuðum kaup og vör- ur og undirbjuggum ki'ónufall og dýrtíð. Árið 1946 átti þjóðin í pundum og dollurum 600 millj ónir kr. Feður landsins eyddu öllu þessu fé á hálfuöðru ári að mestu í bæjar og ríkisútgerð tog ara. Akureyri þekkir sinn hlut í því efni og hefur borið illa til komnar klyfjar með karl- mennsku. í fyrra vai’ þessi baggi 5 milljónir á bökum höf- uðstaðarbúa. Árið 1948 var þjóðin peninga laus, markaðslaus og vörulaus, jafnt í búðum kaupmanna og kaupfélaga. Bandaríkin höfðu ein allra erlendra þjóða veitt ís lendingum þögula hlutlausa en áhrifamikla hjálp til að endur- reisa þjóðveldið 1944. Frá þeim kom allur stríðsgróðinn sem hvarf á fyrstu mánuðum hins nýja lýðveldis. Skyndieyðsla var alíslenzkt gáleysisverk. Sennilega hefði þjóðin átt skilið að rétta hlut sinn með margra ára viðreisnarstríði. En Banda- ríkin höfðu hvað eftir annað veitt noi'ðurálfuþjóðum austan Atlantshafs hjálparhönd í neyð. Vestmenn stöðvuðu yfir- drottnun þýzku junkaranna og Vilhjálms keisara 1918. Næsta fórn þeirra til verndar heims- menningunni var að stöðva nazismann, fasismann bæði ítalskan og í Japan 1945. Þriðja lotan til verndar mannlegu frelsi voru alþjóðasamtökin móti Stalín 1948, þegar hann hafði kyrkt og gleypt tíu þjóð- ir. Síðan hjálpuðu Vestmenn undir forystu Marshalls öllum bágstöddum þjóðum vestan járn tjalds með óhemju fyrirgreiðslu í.matvörum, peningum og iðn- tækni. Þá fengu fslendingar 700 milljónir kr. gjöf á fjórum árum til viðréttingar landi og þjóð. Vitaskuld áttum við ekki skilið að fá þessa lijálp eins og fórnar- lömb Hitlers, sem stóðu alls- laus af jarðneskum gæðum eft- ir ægikúgun Nazista. En Mars- hall vissi að fslendingar voru að byrja nýja og vandasama ferð á vegum lýðstjórnar í óró- legum heimi. Íslendingar sýndu nú mikla atorku og nokkra ráð- deild í meðferð fjármuna. Auðs- uppsprettur landsins hafa veitt miklar tekjur á þessum árum, eftir að Marshall-lánum var lok ið: Moldin, sjórinn, vatnsorkan og jarðhitinn hafa opnað marg- háttaðar lindir jarðneskra gæða fyrir landsfólkinu. En fyrir fáum dögum kemur í útvarpinu tilkynning frá stj ornarvöldunum um að fram- lengdur hafi verið sáttmáli Bandaríkjanna og íslands um að ísland fái nálega hundrað millj. króna virði, mest í mat- vörum, vestan um haf. Þetta mun vera einskonar lán, samt án gjaldskyldu. Þessa skipulags mun fyrst vera getið í stjórnar- tíð Hermanns Jónassonar og 'kommúnista. Getur þarna verið um allt að milljarðs króna lán- töku að ræða, án þess að þing- ið og kjósendur hafi rætt um málið svo að orð sé á gerandi. Málum mun vera þannig hátt að, að stjórn Bandaríkjanna kaupir offramleiðslu bænda, mikið magn og notar vöruna til að bæta úr hungursneyð og skorti í Indlandi og mörgum Afríkuríkjum. Er þar ærin þörf, því að hungur sverfur að mörg- um þjóðum. Hér er um mann- úðarverk að ræða. Síðan Mars- hallhjálpinni lauk hefur ís- lenzka þjóðin haft nægilegar birgðfr til fæðis og skæða, og má segja, að þeir ráðherrar úr stærstu flokkum landsins, sem hafa með þessari sáttagerð far- ist óskörulega í kapphlaupi bág staddari þjóða í fjarlægum lönd um á þann veg, að vansæmd er að. (Framh. á bls. 2) Stjóm Slippstöðvarinnar. Frá vinstri: Herluf Ryel, Bjami Jóhann- esson og Þorsteinn Þorsteinsson. - Nýff sfálskip sjóseff á Akureyri um smiði á ca. 460 brúttólesta stálfiskiskipi fyrir útgerðarfyrir tækið Eldborgu h.f. í Hafnar- firði. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu: Skapti Áskelsson, Herluf Ryel og Gísli Konráðsson. — Núverandi sjórn félagsins skipa Bjarni Jóhannesson formaður, Herluf Ryel og Þorsteinn Þor- steinsson. Framkvæmdastjóri frá upp- hafi hefur verið Skapti Áskels- son.“ E. D. (Framhald af blaðsíðu 1.) lagsins til þessa er bygging á stálfiskiskipi fyrir Magnús Gam alíelsson útgerðarmann í Ólafs- firði. Þetta er stærsta skip, sem byggt hefur verið hérlendis, um 335 brúttólestir. Aðalteikn- ingar eru gerðar af skipaverk- fræðingi Hjálmari R. Bárðar- syni, stálteikningar af tækni- fræðingi Birni Ólafssyni og aðr- ar teikningar af starfsmönnum Slippstöðvarinnar h.f. Kjölur var lagður 20. júní 1965 og hef- ur verkið gengið samkvæmt áætlun og stefnt er að því að skipið verði tilbúið á síldveiðar á sumri komanda. Á s. 1. áratug hafa tréskipa- byggingar að mestu lagzt nið- ur og nær eingöngu verið byggð stálfiskiskip og þær bygg ingar verið framkvæmdar að mestu erlendis, en þar sem í landi okkar er mikið af góðum iðnaðarmönnum, og ennfremur vegna þess, að teljast verður æskilegra að íslendingar byggi sín fiskiskip sjálfir, þá réðst fyr irtækið í það á s.l. ári að koma sér upp tækjum og búnaði til að smíða stálskip. Aðstaða til að vinna slíkt verk sem þetta, er engan veginn svo góð, sem hún þai-f að vera, en forráða- menn fyrirtækisins hafa fullan hug á að bæta þessa aðstöðu á næstu mánuðum. Þá má að lokum geta þess, að fyrirtækið hefur þegar samið Þorsteinn Jónsson tæknifræðingur. EnJurvarpsstöám SKJALDARVÍK VEGNA greinar þeh'rar, sem óánægðh' útvarpshlustendur á Akureyri hafa komið á fram- færi í síðasta tölublaði Dags, um starfrækslu Endurvarps- stöðvarinnar í Skjaldarvík, vil ég taka fram eftirfarandi: Það er algjörlega úr lausu lofti gripið, að stöðin hafi verið lengur óvirk, en vera þyrfti vegna slælegrar gæzlu. Eins og um var getið í grein- inni, er sjálfvirkur rofi í stöð- inni, sem rýfur útsendingu við ákveðið spennufall og að út- sending hefst ekki aftur fyrr ' en straumi hefur verið hleypt á „handvii'kt". Það ér einnig rétt, að við fastráðnir starfsmenn stöðvar- innar vinnum einnig að öðrum verkefnum Landssímans inn á Akureyri og að radíóstöðinni að Björgum, báðir samtímis. Einnig vinnum við að radíó- stöðinni á Vaðlaheiði og öðr- um radíóstöðvum á Norður- og Norðausturlandi, en þó aðeins annar í sénn. Með þéssu fæst betri nýting á starfskröftum, en það var ein af forsendum þess, að Pósti og Síma var falinn rekstur stöðv- arinnar. Ræsing sendis og útskipting móttökutækja hefur verið kom- ið fyrir á einfaldan og þægileg- an máta og þarfnast ekki sér- kunnáttu, og annast heimilis- fólk það, ef starfsmenn eru fjarverandi víð önnur störf. Bjöllukei'fi hefur verið lagt um húsið, og gefur það til kynna samstundis og útsending fellur niður vegna stöðvarbilun Viðgerðarmaðm’ er ávallt til staðar, innan takmarka sjálf- virka símakerfisins á Akureyri. í þau tvö ár, sem Landsíminn hefur annazt í'ekstur Endur varpsstöðvarinnar, hefur hún aðeins bilað tvisvar sinnum og voru viðgerðarmenn stöðvar- innar til staðar í bæði skiptin. Þegar þess er gætt, að það tek- ur tíu mínútur að aka frá Ak- ureyri út í Skjaldarvík, en tók um fjórar klukkustundir að gera við í hvort skiptið, hefði fjarvera viðgerðarmanna ekki skipt hlutfallslega miklu máli. Með bilunum tel ég ekki fimm mínútna stopp, sem óhjá- kvæmilega verða af og til, þeg- ar skipt er um lampa í sendin- um, en oftast nær fara þeir á morgnana, þegar stöðin er ræst, áður en útsending hefst. Undanfarinn óveðurskafla hafa útsendingar fallið niður vegna rafmagnsbilana. Einnig þótt rafmagn væri ótruflað á Akureyri. Einnig verður að gæta þess að allar bilanir á Reykjavíkur- stöðinni koma fram á útsend- ingu hér, þar sem útsending er stöðvuð á meðan viðgerð fer fram þar. Komið er til landsins tæki, sem hleypir straumnum sjálf- virkt á sendinn, hafi hann hrokkið út vegna spennutrufl- ana, og mun það sett upp á næstunni. Læt ég hér lokið þeim hluta greinarinnar, sem ætlaður er til andsvars fyrrnefndri blaða- grein, en ætla þess í stað að stikla á nokkrum atriðum öði'- um um stöðina og útvarpsmál byggðarlagsins, almenningi til fróðleiks. Fyrir um það bil tveim árum, þegar L. í. tók við rekstri út- varpsstöðvanna var dagskrár- efni til endurvarpsstöðvanna á Norður- og Norðausturlandi sent um langbylgjusendinn í Reykjavík. Með árunum hefur erlendum stöðvum fjölgað og styrkur þeirra aukizt svo, að ó- gerningur var fyrir endurvarps stöðvarnar. að ná ótruflaðri út- sendingu frá Reykjavík eftir að dimma tók. Einnig kom það þrá faldlega fyrir, að stöðva varð út sendingu endurvarpsstöðvanna, vegna truflana frá snjókomu og rigningu. Þá voru einnig truflanir sem stöfuðu af hreyfingu íonasphei'e laganna. Enn fremur höfðu bætzt við truflanir frá loranstöðinni á Gufuskálum. Hamlað var á móti þessum truflunum með því að gera mót tökutælq stöðvanna band- þrengri, en það þýddi að þau tóku ekki móti lxæstu tíðnis- sveiflum tónlistarinnar. Með þessu fékkst nokkur bót. Ollum þessum truflunum var útrýmt með því, að komið var upp radíófjölsímasambandi milli Reykjavíkur og Akureyr- ar og með sérstökum prógram- tækjum, er nú flutt útvarps- efni beint frá magnarasal út- varpsstöðvarinnar í Reykjavík með fullu tíðnissviði. Nokkuð vantaði á í fyrstu að útvarps- efnj það, sem barst með síman- um frá Reykjavík, stæðist al- þjóðlegar kröfur um gæði. En smám saman hefur tekizt að draga svo úr þessum ágöll- um sem á voru, að nú vantar rétt herzlumuninn, og er alls góðs að vænta í þeim efnum. Sami háttur er hafður á um flutning útvarpsefnis um Suður- og Austurland til Egilsstaða og Eiða. Þessa dagana er unnið að upp setningu tækja, sem gera kleift að flytja prógram báðar leiðir um radíófjölsímasamband L.f. milli Vaðlaheiðar og Fjarðar- heiðar. Að því loknu hafa end- urvarpsstöðvarnar möguleika á prógrammi um tvær leiðir. Og ef í harðbakka slær, höf- um við ávallt tilbúið viðtæki með stefnuvirkum loftnetum fyrir móttöku frá Reykjavík á langbylgju. í smíðum hjá L.f. eru nú sér- stök prógramtæki „innlend“, sem ætluð eru til flutnings pró- grams á línum og hafa slík tæki þegar verið reynd með á- gætum árangri. Er ætlunin að senda prógram til Dalvíkur, Ól- afsfjarðar og Sauðárkróks, en þar munu verða settar upp litl- ar stöðvar, sem nægja munu þeim bæjum, þar til annað ræt- ist úr. Fyrirliggj andi eru áætlanir um FM útvarpskerfi, og er það yfirlýstur vilji útvarpsstjóra að su áætlun verði framkvæmd eins hratt og greiðslugeta út- varpsins leyfir. Virðingarfyllst. Gunnar Ágústsson, stöðvarstjórL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.