Dagur - 23.02.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 23.02.1966, Blaðsíða 5
4 S Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og abyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Stjórnmáíagáta KUNNUR rithöfundur og ræðu- maður bregður stundum í útvarps- erindum fyrir sig þeim gamla sið, að kasta fram gátum, áheyrendum til skemmtunar. Einhverjir munu í hvert sinn spreyta sig á ráðningun- um, og til þess er leikurinn gerður. í umræðunum utn stjórnmálin eru flest önnur ráð notuð bæði í sókn og vöm, bæði gallharður sannleikur- inn, hálfsannleikurinn, skammir, gamanmál, liáð og stundum ósann- indi. En sumir kveða fastar að orði um þær umræður. Hér verður nú varpað frain gátu til íhugunar fyrir þá, sem gaman hafa af slíku. En formáli verður að fylgja og er hann á þessa leið. íhald og kratar hafa nú stjómað. landinu í sex ár í vaxandi góðæri til lands og sjávar. Aflamet hafa verið sett ár eft- ir ár því sjórinn hefur verið gjöfull og verð á sjávarafurðum hækkandi erlendis og landhúnaðarframleiðslan hefur aukizt. Forsjónin var því hlið- holl „viðreisnarstefnunni“, sem til var stofnað í upphafi þessa stjórnar- tímabils. Stjórnarflokkarnir lofuðu að stöðva dýrtíðina, láta hin íslenzku sjónarmið ávallt ráða í utanríkismál- um, koma atvinnuvegum á heilbrigð an rekstursgrundvöll, lækka skatta, auka sparnað hins opinbera, auka aðstoð ríkisins við menningar- og framfaramál o. s. frv. Efndirnar hafa gengið misjafnlega, enda verða stjórnarstuðningsmenn jafnan nokk- uð langleitir, stundum jafnvel ofur- lítið hjárænulegir þegar á þetta er minnt. Uin dýrtíð og skatta þarf ekki að ræða því hvef og einn þekkir efnd ir þeirra mála. íslenzku sjónarmiðin döpruðust í huga valdhafanna er þeir leyfðu dátasjónvarpsstækkun- ina og afsöluðu sér einhliða rétti til útfærslu landlielginnar. Tuttugu prósent niðurskurður á aðstoð við skóla, sjúkrahús, hafnir o. fl., sem stjórnin veitti sjálfri sér í fyrra, mið- að við fjárlögin fyrir 1965, þá ný- afgreidd. Þetta er nú bara uppryfj- un staðreynda. En þá eru það at- vinnuvegimir. Hvernig hefur tekizt að koma þeim á heilbrigðan reksturs grundvöll? Haraldur Böðvarsson, Finnbogi í Gerðum, Ólafur í Sand- gerði o. fl. hafa svarað þeirri spurn- ingu opinberlega og átakanlega, hvernig sjávarútvegurinn er á vegi staddur eftir 6 ára stjórn íhalds og krata og jafnmörg aflagóðæri. Gunn ar J. Friðriksson hefur svarað fyrir hönd iðnaðarins á opnum vettvangi og iðnaðármálaráðherra hefur opin- (Framhald á blaðsíðu 7.) Fólkið veltnr drukkið út úr sam- komuhúsunum segir Dúi Björnsson eftirlitsmaður vínveitinga- liúsa á Akureyri í eftirfarandi viðtali við blaðið DÚI heitir maður, Björnsson, og er kirkju- og kirkjugarðs- vörður á Akureyri, eftirlitsmað- ur vínveitingahúsa í bænum og leiðbeinandi skátafélaganna á Norðurlandi. Má því segja, að í starfinu kynnist hann æskunni og ærslum hennar og athafna- þrá — en fylgir þeim síðan til grafar, sem gengnir eru —. Þennan mann kallaði Dagur til viðtals einn daginn og bað hann að svara nokkrum spum- ingum og var það auðsótt mál. Um störf sín við kirkju og kirkjugarð óskaði hann þó ekki að ræða og kvað þær stofnanir sjálfar tala til fólksins, bæði í gleði og sorg. Hvenær varðst þú skáti? Þegar ég var 12 ára. Síðan hefur skátastarfið og hugsjónir skátahreyfingarinnar verið hinn rauði þráður í lífi mínu. Maður lifði og hrærðist í þessu fram á fullorðins ár. Rétt er þó að taka fram, að ég sneri af hinum gullna vegi um tíma, tók þá að stunda drykkju og var ó- reglumaður um árabil, þótt ég stundaði vinnu. En ég var stöð- ugt óánægður með sjálfan mig og innst inni var ég alltaf skáti. Svo var það einn góðan veður- dag, að minn innri maður, skát- inn, og eitthvað kannske fleira af því skárra í sjálfum mér náði yfirhöndinni og ég gat velt af mér ógæfunni og byrjað að nokkru leyti nýtt líf. Ég var um þetta leyti á þvælingi hér og þar. En er ég settist að hér í bænum á ný, um 1960, byrjaði ég að starfa í Skátafélagi Ak- ureyrar aftur, Og nú hefi ég verið erindreki Bandalags ís- lenzkra skáta á Norðurlandi. Ferðast ofurlítið milli staða, of lítið þó og leiðbeint. St. Georgsgildið stofnuðum við líka, en það eru samtök eldri skáta og áhugamanna um skáta- mál. Við stofnuðum skátafélag á Dalvík og teljum okkur eins konar fósturfeður þess félags- skapar. Telurðu heillavænlegt fyrir ungt fólk, pilta og telpur að gerast skátar? Já, og bezt að gerast skáti sem yngstur. Það er mín reynsla. Foreldrarnir mættu gjarnan kynna sér skátastarfið meira og styðja það, ef þeim þykir það vert, að athuguðu máli. Börnin eiga jafnan margar frístundir og unglingamir. Það getur áreiðanlega haft megin- þýðingu fyrir framtíð þeirra, að nota sínar tómstundir vel. Mér virðist auðvelt að nota þær bet- Ur en nú er gert. Þetta er ekki síður mál foreldranna. Ég vil minna á, að því fyrr, þess betra. Það er of stór hópur barna hér í bænum, sem í raun og veru eru útigöngubörn og ekki er leiðbeint. Þau veltast úti fram eftir kvöldum og vita naumast hvað þau eiga af sér að gera. Það er of seint að hugsa um þessi mál þegar slík börn eru orðin vandræðaunglingar. Hér þurfa foreldrar að hafa vökulli augu en verið hefur. Auðvitað er skátahreyfingin ekki sú eina, sem komið getur að gagni. En ég bendi á hana, sem dæmi, af því ég þekki hvers virði hún er. Átta til tíu ára börn hafa flest áhuga fyrir skátastarfi, ef það er kynnt þeim á réttan hátt. Og á það vil ég líka benda, að það er börnum á svipuðu reki ómetanlegt, ef foreldrarnir geta stöku sinnum farið með þau út í náttúruna, bæði vetur og sum- ar, helzt sem oftast, til að taka þátt í leikjum þeirra og til að fræða þau um eitt og annað forvitnilegt í bók náttúrunnar. Fordæmið er alltaf bezti kenn- arinn, og það þurfa foreldrar einnig að hugsa oftar um. Kunn ingi minn sagði eitt sinn við mig, að hann krefðist þess rétt- ar að mega banna syni sínum, jafnvel refsa honum fyrir at- hæfi, sem hann leyfði sér að gera sjálfur. Þetta sjónarmið mun vera of ríkjandi hjá okk- ur, og gefur ekki góða raun. Það fer fullum föður ekki vel að banna syni sínum að taka fyrsta staupið, svo dæmi sé nefnt. Þú villt ekki kasta uppeldis- áhyggjum þínum á skátana, heyri ég? Nei, alls ekki. Skátarair eiga erfitt með að skipa kennarasæt- in hæfum mönnum og mennta börn og unglinga, eins og þjóð- félagið krefst — nógu erfitt þótt foreldrar vanræki ekki sínar uppeldisskyldur. Hve lengi ertu búinn að vera eftirlitsmaður með vínyeitinga- húsum hér í bæ? Þann starfa er ég búinn að hafa með höndum í eitt ár. Vín veitingahúsin eru tvö hér, Sjálf- stæðishúsið og Hótel KEA. Þar hefurðu kynnzt því vanda máli, sem mjög er um rætt, einkum í sambandi við ungl- inga? Já, en í sambandi við ungl- ingadrykkju þar, sem er stað- reynd, verður fyrst og fremst að sakfella löggjafann. Það er alveg fáránlegt, að opna vín- veitingahús fyrir 16 ára ungl- inga en ætlast jafnframt til þess, að unglingarnir, þ. e. fólk frá 16—21 árs, fái ekki vín. V ín veitingastaðina sækja unglingar að meiri hluta eða hvað? Já, oft er 70—80% af gestum vínveitingahúsanna innan 21 árs aldurs því miður kemst vín í glös þessa fólks. Of stór hópur þess ber þess merki hverju sinni að neytt sé áfengis. Því er hald- ið fram, að þjónarnir séu hinir brotlegu í þessu efni, að unga fólkinu sjálfu frádregnu. En mér sýnist fullorðnu gestirnir eiga þarna mesta sök. Það kaup ir vínið handa — eða fyrir — unglingana. Ég tel líklegt, að hiriir eldri gestirnir eigi 60— 80% sök á unglingadrykkjunni, 10% seldi þjónustufólkið og 10 —20% sé stolið af borðunum eða fengið hjá þeim, sem koma með vín með sér að heiman. Þjónarnir munu hafa ágóða- hlut af seldu víni, eins og sjó- menn af afla? Ja, þeir fá vissan hundraðs- hluta af seldu víni í sinn vasa Dúi Björnsson. og örvar það þá mjög til vín- sölunnar. Má nærri geta hvaða áhrif það hefur á leyfilega — og óleyfilega vínsölu í vínveit- ingahúsunum. Þetta fyrirkomu- lag er alveg óhæfa. Þá er undan sláttur og ónákvæmni áber- andi. Maðurinn er t. d. alveg að verða 21 árs — húsinu ekki lokað á réttum tíma — bara nokkrar mínútur framyfir —. Trúverðugir menn athuguðu í vetur eitt kvöld vínveitinga- stað og töldu 80% gestanna yngri en 21 árs og þar af 60% undir áhrifum víns. Getur þetta verið rétt? Ekki kemur mér á óvart, að slíkt hafi átt sér stað, segir Dúi. Greinilegt er það og augljóst þeim, er í þessi hús koma, að stór hópur unglinga er þar við víndrykkju á hverju kvöldi. Einn maður ræður lítið við þetta, þótt reynt sé að fylgjast með, tala við fólk og gera til- lögur um nokkrar úrbætur. Vín veitingahúsin hafa ekki verið kærð, enda vísa þau allri ábyrgð á þjónana í þessu efni. Þjóna hefi ég ekki staðið að vérki, ekk; heldur fullorðið fólk, sem útvegar unglingunum áfengi. Staðreyndin er sem sagt sú, að á hverju kvöldi eru tugir, jafnvel hundruð ungmenna, sera neyta víns hér í bæ, þrátt fyrir lög og reglur, þrátt fyrir fógeta og lögreglu, þrátt fyrir eftirlitsmann, æskulýðsfélög og störf bindindismanna. Er unnt að una slíku, og hvað ber að gera? ' Fyrst og fremst það, að banna því fólki inngöngu í vínveitinga hús, sem vegna aldurs má ekki hafa vín um hönd. Hvort færa eigi það aldurstakmark niður, er svo annað mál og löggjafans að fjalla um það. Ég teldi það rétt t. d. í 19 ár. Á sömu kvöld- um, sem unga fólkið er að velt- ast út úr Sjálfstæðishúsinu, sumt dauðadrukkið og ekkert rúm fyrir það hjá lögreglunni, er annar álíka hópur að yfir- gefa Alþýðuhúsið skammt frá. En þar eru ekki leyfðar vín- veitingar, svo ekki séu nefndir fleiri staðir. Hvað um svarta lista? Ungt fólk er sett á svartan lista og fær ekki að koma í húsið (Sjálfstæðishúsið) um nokkurn tíma, vegna ölvunar- brota. Þessu er framfylgt með aðstoð dyravarðanna. En tilmæl um mínum við lögreglustjóra, um að hækka aldurstakmark gestanna í a. m. k. 18 ár, var synjað. Snéri ég mér þá til fram kvæmdastjóra hússins sömu erinda og fékk einnig synjun þar. Fleiri tiltæk ráð til úrbóta? Ég var nú svo gamaldags í skoðunum að vona, að kennarar og aðrir kjörnir leiðtogar unga fólksins myndu fúsir til sam- starfs,. fengjust a. m. k. til að koma á þá staði, sem í mínum verkahring er að líta eftir, og sjá með eigin augum hvað er daglega að gerast í þessum efn- um. En þeir hafa vikizt undan því, telja það naumast í sínum verkahring og vilja ekki taka á sig neinn siðgæðisstimpil gagn- vart nemendum sínum. Þetta urðu mér sár vonbrigði. Þegar ég var í skóla bar ég virðingu fyrir öllum mínum kennurum og þótti vænt um þá. Það er eins og þetta viðhorf sé orðið eitthvað á annan veg síðan. Samt álít ég, að þessir menn gætu haft mikil áhrif og að þátt taka þeirra í björgunarstarfi sé alveg nauðsynleg, hvað sem stundatöflu og kaupi líður. Er ekkj nauðsynlegt, sam- kvæmt framanskráðu að hefja stóraðgerðir gegn áfengisvarida- málinu? Það hefur mér stundum dott- ið í hug og mætti þá hugsa sér, að lögreglustjórinn, lögreglan og tilkvaddir góðir borgarar, sem vildu ljá góðu máþ lið, hæfu sóknina. Mér þætti lík- legt, að það mætti á mjög skömmum tíma gjörbreyta skemmtanalífinu til hins betra og forða með því margvíslegum lífsverðmætum, jafnvel manns- lífum frá glötun. Almennings- álitið þarf að þrýsta á í þessum efnum. Telurðu mikinn árangur af eftirlitsstarfi þínu? Mér finnst ég stundum vera í gini ljónsins, annan tíma finnst mér ég vera að berjast við óvini, sem mín vopn bíta ekki. En ég tala við fjölda fólks og reyni að hafi áhrif með því að blanda geði við sem flesta. Ég get ekki bent á svona og svona marga menn, sem ég hefi dregið á þurrt. Hins vegar veit ég með vissu, að þótt ástandið í vín- málum ungs fólks sé vandamál, gæti það verið enn stærra vanda mál. Ég væri hættur að starfa við þetta ef ég tryði þvi ekki (Framhald á blaðsíðu 2). Hvernig býr Húsavík aS unga fólkinu? Þessari spuriiiiigii svarar Aðalsteinn Karlsson á Húsavík, formaður kjördæmissambands ungra Framsóknarmanna í Norðurlandskjörd. evstra AÐALSTEINN KARLSSON á Húsavík, formaður í samtökum ungra Framsóknarmanna í kjör dæminu, sem nýlega leit inn á skrifstofur blaðsins, svarar hér á eftir nokkrum spurningum blaðsins um bæjarmál á Húsa- vík, bæði þau, sem einkum snerta æsku bæjarins og önnur. En á Húsavík skipa Framsókn- armenn og Alþýðubandalags- menn meirihluta í bæjarstjórn með sína þrjá fulltrúa hvor af níu manna bæjarstjórn. Bæjar- stjóri er Áskell Einarsson, for- seti Jóhann Hermannsson. Hvernig býr bærinn að æsku- fólki sínu? Undanfarin sumur hefur ver- ið starfandi barnadagheímili. Bærinn lét fyrir nokkrum árum byggj a húsið á svokölluðum Grænavelli, sem hann síðan af- henti Kvenfélaginu endurgjalds laust til notkunar yfir sumar- mánuðina. Hefur dagheimilið komið í mjög góðar þarfir. Yfir vetrarmánuðina hefur æskulýðs nefnd kirkjunnar haft húsið til umráða einnig endurgjaldslaust, til tómstundastarfa fyrir ungl- inga. Barnaleikvellir hafa og verið víðar í bænum yfir sum- armánuðina, kem ég að því máli nánar síðar. íþróttafélagið „Völsungur" hefur notið sérstaklega góðrar fyrirgreiðslu hjá bænum, er hon um veitt árlega nokkurt fé til eigin ráðstöfunar, auk þess sem fé frá bænum er veitt til við- halds á gamla íþróttasvæðinu á Höfðanum, skíðabrekku í Skála mel og þar fyrir utan er eitt sem vert er að bæði æskufólk og fullorðið fólk á Húsavík geri sér fulla grein fyrir og meti að verðleikum. 'Bærinn lætur íþróttafélagið hafa íþróttahús barnaskólans endurgjaldslaust, auk þess sem hann borgar gæzlumanni kaup. Þetta er stórt atriði, sem vert er að minnast. Menningarfélög hafa öll styrk frá bænum til sinnar starfsemi, auk þess sem mörg þeirra hafa endurgjaldslausa aðstöðu í barnaskólabyggingunni. Viltu segja frá framkvæmd- um í bænum? Það er alls ekki óeðlilegt þó að margir álíti að meira mætti gera og framkvæma fyrir þá upphæð, sem innheimt er til bæjarins, en fæstir gera sér grein fyrir því, að meirihluti allra útgjalda bæjarins er bund inn með lögum til vissra verk- efna. Ýmist beint fyrirskipað eða mælt fyrir í lögum, er því ekki að undra þótt ekki sé hægt að nýta fé bæjarins til fram- kvæmda að öllu leyti eins og æskilegt væri. Ég bregð hér upp nokkrum tölum, sem miðaðar eru við fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 1965. Heildartekjur bæjarins voru áætlaðar kr. 13.333.000. Þar frá verður svo að draga hin lög- boðnu og fyrirskipuðu útgjalda liði, sem með öllu voru kr. 8.548.000 eða 65% heildartekn- anna. Af þessu sést að bæjar- sjóður hefur aðeins 35% til nokkurn veginn frjálsrar ráð- stöfunar eða kr. 4.785.000. Nú væri ekki óeðlilegt þó að sú spurning vaknaði hjá sumum, hvernig þessu fé sé varið. Þá er fyrst að nefna götur og ræsi. Á árinu voru lagðar um 1000 metr ar af ræsum og um 1200 metrar lagðir af nýjum vegum, auk end urbóta á gömlu vegunum. Opn- uð var ný gata við Sólbrekku, með átján lóðum, þar af er þeg ar búið að veita 14 lóðir. Það er mjög athyglisvert að þetta er annað árið í röð, þar sem tek- izt hefur að hafa fyrirfram til- búnar götur með vatni og frá- rennsli áður en byggingarfram- kvæmdir hefjast við þær. Má hiklaust fullyrða, að óvíða á landinu hefur náðst jafn góður árangur. Auk þessa hefur veru legu fé verið varið til gatnavið- halds og snjómoksturs. Til við- halds fasteigna hefur verið var- ið rúmlega kr. 300.000. Þá var miklu fé varið til endurbóta á læknisbústað og er þeirri fram- kvsómd senn að Ijúka. Og fleira munið þið hafa á prjónum? Já, fé er fyrir hendi til að ganga að fullu frá lögreglustöð og fangageymslu og verður þetta væntanlega tekið í notk- un á næstunni. Þá er rétt að geta þess, að lokið var á árinu síðustu fram- kvæmdum við barnaskólann og er nú búið að fullbúa hann tækj um. Við sjúkrahúsið var unnið af fullum krafti á síðasta ári og lagði bærinn fram til þeirra framkvæmda á árinu kr. 1.456.000 og er stefnt að því að ljúka við sjúkrahúsið árið 1968. Við félagsheimilið hefur verið unnið mjög vel í sumar. Mun vera áætlun um að taka part af húsinu í notkun á næsta ári. Er vonandi að sú áætlun stand- ist. Einnig-er unnið af fullum krafti við undirbúning að hótel- byggingu áfastri við félagsheim ilið. Er óhætt að fullyrða, að með þessari ákvörðun er fund- inn traustur grundvöllur fyrir Aðalsteinn Karlsson. rekstur félagsheimilisins og er því.mikil nauðsyn að á þessum málum sé tekið með miklum dugnaði. Mun vera áætlað að hótelbyggingin verði komin í notkun árið 1968. Af starfsemi bæjarfyrirtækja er það að segja, að í sumar keyptí tækjadeild bæjarins upp mokstursvél sem reynzt hefur mjög þarfleg. Fyrirhugað er að tækjadeildin kaupi nú í ár nýja vörubifreið, einnig loftpressu svo og nýjan krana. Munu þessi tæki koma til með að kosta mikið en þau eru engu að síður mjög nauðsynleg. Á síðasta ári var að mestu lokið við verbúðarbyggingu, sem er mjög vönduð og falleg bygging. Auk þess var hreinsað mikið grjót úr höfninni. Á þessu ári verður lagt kapp á að gera uppfyllingu við hafnargarðinn vegna kísilgúrgeymslu og síðar ar ráðgert að byggja vandaða smábátakví. Varðandi æskuna og hennar mál er fyrirhuguð stækkun á barnadagheimili, byrjað er á barnaleikvelli milli Hringbraut- ar og Höfðavegar og mun hann verða fullunninn í sumar og komið þar fyrir skýli fyrir börn in og eftirlitskonu. Einnig mun vera fyrirhugaður barnaleikvöll ur á Hjarðarholtstúni. Unnið verður af krafti við nýja íþrótta völlinn og mun vera áætlað að hægt verði að taka malarvöllinn í notkun á nsésta ári. Er það rétt, að bygging gagn- fræðaskóla sé í undirbúningi? Hafinn er undirbúningur að byggingu nýs gagnfræðaskóla, sem þarf helzt að verða fullbú- inn eigi síðar en árið 1971. Frumteikningar liggja nú þegar fyrir og ætti að verða hægt að hefja framkvæmdir nú á næsta sumri. Mjög bráðlega mun koma áætlun um varanlega gatnagerð. Mun verða byrjað á Garðars- braut og er þegar búið að festa kaup á tækjum til malbikunar. (Framhald á blaðsíðu 2.) Rauðhausafélagið Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 2 Ég varð samt sem áður ekki mikils vísari við athugun mína. Gestur okkar bar þess öll merki, að hann væfi ósköp venjulegnr brezkur verzlunarmaður, feitlaginn, hátíðlegur og seinlátur í Easi. Hann var klæddur nokkuð víðum, grá- köflóttum buxum, svörtum lafafrakka óhnepptum og ekki alltof lireinu, grábrúnu vesti. Hann bar þunga messingfesti við úrið. Við hana hékk stungin málmplata til skrauts. Trosnaður pípuhattur og upplitaður brúnn frakki með kryppluðum flauelskraga lágu á stól við hlið hans. Hvernig sem ég starði, sá ég ekkert merkilegt við manninn, nema þetta eldrauða hár og áhyggju þá og gremju, sem stafaði af andlitssvip lians og yfirbragði. Sherlock Holmes tók þegar eftir því, hvað mér bjó í hug. F.n hann hristi bara höfuðið, þegar augu hans mættu spyrj- andi tilliti mínu. — Umfram þá augljósu staðreynd, að hann hefur ein- hvern tíma unnið erfiðisvinnu, að hann tekur í nefið, að hann er frímúrari, að hann hefur komið til Kína og að hann hefur stundað talsverðar skriftir undanfarið, veit ég bók- staflega ekkert um hann. Jabez áVilson hrökk upp í stólnum, með vísifingurinn kyrran á blaðinu, og horfði starandi augum á vin minn. — Hvernig í ósköpunum getið þér vitað þetta, herra Holmes? spurði hann. Hvernig getið þér t. d. vitað, að ég hef stundað erfiðisvinnu? En það er heilagur sannleikur. Hér fyrrum var ég timburmaður á skipi í úthafssiglingum. — Hendur yðar, kæri herra Wilson. Hægri hönd yðar er nokkrum mun meiri en sú vinstri. Þér hafið greinilega beitt lienni við vinnu, svo að vöðvar hennar eru stærri og efldari. — F.n neftóbakið og frímúrarareglan? — Ég vil nú helzt ekki styggja heilbrigða skynsemi yðar með því að segja yður, hvernig ég tók eftir því, ekki sízt vegna þess að boga- og sirkil-nálin í slifsi yðar er ekki borin alveg í samræmi við ströngustu fyrirmæli reglu yðar. — Ó, auðvitað. Ég gleymdi því. En skriftirnar? — Hvað annað gæti valdið því, að hægri líningin á skyrtu yðar er svo gljáandi á fimm þumlunga bili? SVo er annar gljáandi blettur á vinstri ermi yðar upp unclir olnboganum, þar sem þér hafið hvílt handlegginn á borðinu. — Einmitt? En Kína? — Fiskurinn, sem er tattóveraður rétt ofan við úlnliðinn á yður, hlýtur að hafa verið flúraður austur í Kína. Ég he£ gert smávegis rannsóknir á hörundsflúri, já, ég hef jafnvel skrifað svolítið um þau fræði. Það verklag, að lita hreistur fisksins með þessurn fölbleika lit, hefur hvergi viðgengizt nema í Kína. Þegar ég svo sé kínverskan pening hanga við úrfesti yðar, verður málið enn auðveldara viðfangs. , Jabe,z Wilson skellihló. — Ég hef nú aldrei á ævinni heyrt annað eins! Og ég, sem hélt í fyrstu, að þér hefðuð beitt einhverri óskaplegri snilli- gáfu. Nú sé ég, að þetta var með öllu vandalaust. — Ég fer nú að halda, Watson, sagði Holmes, að ég hefði ekki átt að útskýra þetta. Allt óþekkt miklum við, þú manst, omne ignotum pro magnefico, heitir það á latínu. Minn litli orðstír bíður líklega algert skipbrot, ef ég fer að stunda svona hreinskilni. Funduð þér auglýsinguna, Wilson? — já, ég er hérna með hana, svaraði gesturinn og hélt gildum og rauðum fingri sínum á miðri síðu dagblaðsins. Hérna er hún. Og með henni hófst það. Þér getið lesið sjálf- ur, herra rninn, hvað hér stendur. Ég tók við blaðinu og las: „Til Rauðhausafélagsins. Vegna dánargjafar Ezekiah heitins Hopkins frá Lebanon í Pennsylvaníu, Banda- ríkjunum, er nú laus staða, sem veitist rnanni úr félag- inu. Launin nerna fjórum pundum á viku fyrir þægi- leat og lítið starf. Allir rauðhærðir karlmenn, heil- brigðir á sál og líkama og yfir tuttugu og eins árs, koma ' til greina við ráðningu í starfið. Umsækjendur snúi sér persónulega til Duncan Ross klukkan ellefu næstkom- andi mánudag í skrifstofu félagsins, Popes Court 7, Fleet Street.“ — Hvað í ósköpunum þýðir þetta? spurði ég stundarhátt, þegar ég hafði lesið þessa undarlegU auglýsingu tvisvar. Niðurbældur hláturinn hlakkaði í Holmes, sem vatzt til og frá í stólnum, ein^ og vandi hans var, þegar hann var í reglulega góðu skapi. — Ja, það verður varla sagt, að við séum beinlínis á troðn- um slóðum, Watson, sagði hann. En nú köstum við okkur út í það, herra Wilson. Nú segið þér okkur allt um sjálfan yður, heimili yðar og hvaða áhrif auglýsingin hafði á yður og afkomu yðar. En taktu fyrst, Watson, eftir blaðinu og dagsetningunni. — Þetta er Morgunblaðið frá 27. apríl 1890. Réttir tveir mánuðir síðan. , — Ágætt. Jæja, herra Wilson? — Ja, eins og ég var að segja yður, herra Holmes, sagði Jabez Wilson og þerraði svitann af enninu, þá sttmda ég lítilsháttar veðlánaviðskipti við Koburg-torgið, nálægt mið- borginni. Þetta hefur nú aldrei verið í stórum stíl, og nu. Framhald. ;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.