Dagur - 05.03.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 05.03.1966, Blaðsíða 5
4 AGUR Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri viS Eyjafj AKUREYRI er að ýmsu leyti lán- samur bær og líf fólksins er mótað af meira efnahagslegu öryggi en títt er. Lán bæjarins liggur að sjálfsögðu að nokkru í legu hans við góða höfn, sem þó er í raun og veru langt inni í landi, og gróskumiklum landbún- aðarhéruðum á alla vegu. Ræjarstæð- ið er fagurt og veðráttan mild. Hið efnalega öryggi byggist á mikilli verzlun og þó enn meira á þróttmikl- um iðnaði, sem hér hefur dafnað í áratugi og öllum er kunnugt. Og oft hefur Eyjafjörður, jafnvel Pollurinn, verið aflasæll. Sjálft er bæjarfélagið efnalega sterkt. Fjármálastjórn bæjarins er gætileg, rninni pólitísk átök í bæjar- málum en í flestum öðrum kaup- stöðum landsins, engar árstíðabundn- ar fólksflutninga- eða atvinnusveifl- ur, ævintýralegar tekjur einstaklinga fátíðar, fáir örsnauðir og vandræða- fólk nær ekkert. Menningarstofnanir svo sem skólar og söfn setja sinn svip á bæinn og andi þjóðskálda svífur þar yfir vötnunum. Menningar- og félagslíf er fjölþætt. Allt þetta ætti að veita bænum aðdráttarafl fyrir það fólk í ýmsum stöðum landsins, sem búferlum flytur af ýmsum sök- um. En sú kakla staðreynd blasir við, að Akureyri, höfuðstaður Norður- lands við liinn fagra Eyjafjörð, vex ekki eðlilega, hvað fólksfjölgun snert ir, svo jafnvel er um hlutfallslega fólksfækkun að ræða. Og sé það rétt sem hermt er, að Akureyringum hafi aðeins fjölgað um hálfan áttunda tug á síðastliðnu ári, er tími til þess kominn að leita orsakanna að þeirri vaxtarkreppu. Það er metnaðarmál bæjarbúa og Norðlendinga yfirleitt, að Akureyri verði þess umkomin að rækja hlut- verk sitt sem höfuðstaður þessa lands hluta og miðstöð þeirrar baráttu, sem heyja þarf til að fá framgengt réttlátum og lífsnauðsynlegum kröf- um Norðlendinga til fjármagns og framkvæmda á vegum þjóðfélagsins og til þess að efla norðlenzkar bvggð- ir, atvinnulíf þeirra og menningu, en sporna við þeirri óheillaþróun, sem felst í ofvexti höfuðborgarinnar á kostnað annarra landshluta. Það fer naumast milli mála að vöxtur bæjar okkar hlýtur að veru- legu leyti að byggjast á eflingu iðn- aðarins, sem núverandi stjórnar- stefna torveldar. Haligrímur Einarsson Mm MINNINGAR - ÞRÍR ÆTTLIÐIR i. Á FYRRI HLUTA 19. aldar og fram um 1880 var sá maður uppi í Svarfaðardal er Hallgrím ur hét. Hann var Jónsson. Hall grímur Jónsson var maður mik ill vexti svo að af bar, hár og þrekinn, fríður og vænn á velli, gjörfilegur í fremstu röð. Var hann talinn tveggja maki um á- tök og afköst. Greindur að nátt úru, enda fróðleiksgjarn og bók elskur. Dulur í skapi, hugrór og jafngeðja og innhverfur nokkuð. Maður kurteis, bón- þægur og vinsæll í bezta lagi. Hallgrímur Jónson bjó fyrst um nokkur ár á Steindyrum, þá á Bakka frá 1847—1864. Þar næst á Skröflustöðum frá 1864—1866 og síðast á Skeiði frá 1866— 1880. Hallgrímur Jónsson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Sólveig Jónsdóttir. Börn þeirra er upp komust voru: a) Margrét Hallgrímsdóttir, seinni kona Rögnvaldar Jóns- sonar bónda á Steindyrum. Son ur þeirra var Sigurjón Rögn- valdsson, hinn ágæti, fjölvirki og athafnasami maður, barna- kennari í Skagafirði og Svarf- aðardal og síðast á Akureyri (sjá um Sigui'jón Rögnvaldsson Kennaratal íslands, bls. 155). b) Sigríður Hallgrímsdóttir, átti Skúla Árnason, líklega frá Stokkhólma í Skagafirði. Son- ur þeirra: Hallgrímur Skúla- son, átti Guðrúnu Jóhannsdótt- ur, er lengi dvaldi á Tjörn í Svarfaðardal á vegum þeirra Þórarins hreppstjóra Eldjám og konu hans Sigrúnar Sigur- hjartardóttur. c) Sólveig Hallgrímsdóttir, átti Gísla Sigurðsson frá Göngu stöðum. Bjuggu fyrst í Svarf- aðardal og síðar á Böggvisstaða sandi. Meðal barna þeirra var Hallgrímur Gíslason, er keypti býlið Bjarnastaði í Ufsalandi á Ufsaströnd. Bjó þar til æviloka. Kona hans var Ilansína Jóns- dóttir bónda í Miðkoti Hansson ar. d) Þuríður Hallgrímsdóttir, átti Jón Sigurðsson. Bjuggu fyrst í Ytra-Garðshorni. Síðar og lengst á Göngustöðum, at- orku- og þrifabúskap alla stund. Börn þeirra voru 9 er upp kom- ust. Meðal þeirra voru þeir bræður Sigurður, Ágúst og Jón, er bezt ófu og mest í Svarfaðar- dal um langt skeið. e) Helga Hallgrímsdóttir, seinni kona Sigurðar Ólafsson- ar. Eitt barn þeirra var Hall- grímur Sigurðsson, bóndi á Hrafnsstöðum í Svai'faðardal um margt maður nýrri og betri tíma. Hann átti Þorláksínu Sig- urðardóttur frá Ölduhrygg. Syn ir þeirra þeir Hrafnsstaðabræð- ur Gunnlaugur Hallgrímsson, kennari, síðast í Reykjavík. Stefán Hallgrímsson skrifstofu- stjóri á Dalvík. Gunnar Hall- grímsson tannlæknir síðast á Akureyri og dr. Snorri Hall- grímsson yfirlæknii' í Lands- spítalanum í Reykjavík. f) Einar Hallgrímsson, varð þríkvæntur. Hans verður nánar getið síðar. Seinni kona Hallgríms Jóns- sonar var Sigríður alsystir Jó- hanns hreppstjóra og bónda á Ytra-Hvarfi Jónssonar Þórðar- sonar fra Hnjúki. Börn þeirra Hallgríms og Sigríðar er upp komust voru Sólveig og Sveinn. Sólveig átti Gamalíel Hjartar- son frá Uppsölum. Synir þeirra Hannes og Sveinn. Báðir all- kunnir og góðkunnir víða um land. Sveinn Hallgrímsson lærði í Möðruvallaskóla, ágætur náms maður. Kona hans var Matthea Matthíasardóttir prests og skálds á Akureyri. Sveinn Hall grímsson var einn hinn vænsti, fríðasti og glæsilegasti maður er ég hefi séð. II. Þessu næst ætla ég að fara nokkrum orðum um Einar Hall grímsson. Hann var maður í hærra lagi á vöxt og þrekinn við hæfi. í látbragði og framkomu prúður og hæglátur. Fámáll í fjölmenni, var og ætíð hljótt um manninn. Hins vegar gat Einar í fámennum hópi góðkunn ingja sinna verið skrafhreifinn og kom þá upp hjá honum kímnigáfa, svo og góð greind, með orðavali í frásögn. Einar var burða- og þrekmað ur mikill. Fór í hákarlalegur á yngri árum, stundaði fiskiróðra frá Dalvík um vertíðir vor og haust. Þótti mikill liðsmaður við hvert bæði á sjó og landi. í júlímánuði árið 1873 var Ein- ar Hallgrímsson staddur vestur á Dýrafirði, sem einn af háset- um á hákarlaskútunni „Hrísey- ingur“ frá Eyjafirði. Skipstjóri var Þorlákur Þorgeirsson frá Sauðanesi á Ufsaströnd. Hafði hann svo og nokkrir hásetanna farið í land ,á skipsbátnum til þess að sækja vatn og eldivið. Var Einar Hallgrímsson einn þeirra. Gekk þeim vel að afla nauðsynja og með fyllsta leyfi þeirra er með áttu. Unnu þeir harðmannlega að og fluttu föng sín í fjöru ofan og báru á ferj- una. Vannst þeim fljótt. Einar hafði vikið sér frá en kom eftir litla stund til félaga sinna,er þá höfðu varnað sinn á bátinn borið. Þotti honum hleðsla báts ins ekki forsjálleg og langt úr hófi. Vakti um það varhygðar- mál. Var því ekki gaumur gef- inn. Hafði Einar ætlað sér að verða félögum sínum samferða' útí skipið, en hætti við. Hinir lögðu frá landi og munu hafa verið fimm eða sex að meðtöld- um skipstjóranum. Logn var veðurs og nálega bárulaus sjór. En af bátnum og mönnunum, sem á honum voru er það að segja, að allt sökk í sævardjúp, þá komið var nær miðja leið út að skipinu. Einn þeirra báts- verja kunni dálítið til sunds og bjargaðist til lands. Hinir fórust allir. Einar Hallgrímsson varð að þola þá raun, að standa í fjörunni og horfa á óbætanlegt slys, afleiðingar hörmulegrai' vanhyggju og glapráða. Haust- ið 1881 komu fjórir Svarfdæl- ingar á bát handan úr Hrísey. Barst þeim á í lendingu við Böggvisstaðasand, svo bátnum hvolfdi. Tveir þeirra félaga kom ust á kjöl, var Einar Hallgríms- son annar þeirra og björguðust báðir, Hinir tveir fórust. Mun Einar hafa mátt þakka það hand styrk sínum, að eigi var öll ævi hans daginn þann. Einar Hallgrímsson var þrí- giftur, átti fyrst Önnu, ekkju Björns Jónssonar bónda í Upp- sölum. Börn Önnu og Bjöms voru: Friðrik bóndi á Hánefs- stöðum, Stefán bóndi í Hofsár- koti, Elísabet Guðrún kona Jóns oddvita og bónda síðast á Hreiðarsstöðum Rúnólfssonar og Björn er ungur fór vestur í Húnavatnssýslu. Kvæntist þar og þótti merkur bóndi. Einar og Anna áttu ekki börn. Miðkona Einars var Kristín Sigurðardóttir (Urða-Sigurðar). Jónssonar bónda á Hóli á Ufsa- strönd Jónssonar Rögnvalds- sonar Jónssonar (Krossaætt hin eldri). Börn þeirra Einai’s og Kristínar voru Anna, lézt á fyrsta aldursári, Sigurður, lézt á unglingsaldri og Kristín er síð ar varð kona Sigurhjartar bónda á Auðnum Sigurðssonar. Hún var greindar- og mannkosta- kona. Síðasta og þriðja kona Einars var Lilja Jónsdóttirsíðastbónda á Skeggsstöðum, Sigurðssonar bónda á Þverá í Skíðadal Hall- gi’ímssonar bónda sama stað Jónssonar. Kona Hallgríms var Þóra Sigurðardóttir. Kona Sig- urðar á Þverá og móðir Jóns á Skeggsstöðum var Ragnhildur Jónsdóttir Arnfinnssonar. Móð- ir Lilju Jónsdóttur var Sigríð- ur Guðmundsdóttir bónda á Yngvörum Jónssonar. Kona Guðmundar og móðir Sigríðar var Guðrún Magnúsdóttir prests og skálds að Tjörn í Svarfaðar- dal Einarssonar og seinni konu hans Guðrúnar Höskuldsdóttur. Sonur þeirra Einars Hallgríms- sonar og Lilju Jónsdóttur var Hallgrímur Einarsson sá er eigi fyrir löngu síðan lézt að heimili sínu Urðum í Svarfaðardal. Verður hans lítillega minnzt síð ar í greinarkorni þessu. Einar Hallgrímsson bjó lengi ævinnar í ofanverðum Svarfað- ardal á Skeiði og Hæringsstöð- um. f Koti bjó hann frá 1894— 1907 og ætíð snotrum bjargálna búskap. Naut vinsælda allsstað ar þar sem hann var eitthvað þekktur. Urðu örlög hans og lífsreynsla allmikil. Hiklausum hljóðlátum skrefum, gekk hann á móti vonum og vonbrigðum lífsins, böli þess og blessun. Ekki uppnæmur fyrir öllu eða æðrugjarn. Einar Hallgrímsson lézt í júnímánuði 1915 og þá um 74 ára gamall. Nýlega kom- inn að Þorsteinsstöðum á veg- um Hallgríms sonar síns og tengdadóttur Soffíu Jóhannesar dóttur frá Hæringsstöðum. III. Hallgrímur Einarsson var fæddur 6. júlí 1888 að Skeiði í Svarfaðardal. Fluttist með for- eldrum sínum Einari og Lilju að Koti 1894 og þá tæplega 6 ára gamall og ólst þar upp með þeim til 1907. Um nokkur næstu árin í húsmennsku á ýmsum stöðum í ofanverðum Svarfað- ardal, Var Hallgrímur þegar hér var komið orðinn stoð og stytta foreldra sinna, er bæði gerðust nú öldruð með hrörnandi heilsu. Vorið 1915, 6.júní kvæntist Hall grímur og gekk þá að eigá Soffíu Jóhannesardóttur frá Hæringsstöðum'. Þar bjuggu þau til 1926. Fluttu þá búferl- um að Klaufabrekknakoti. Árið 1946 byrjuðu þau búskap á Urðum Einar sonur Hallgríms og Soffíu og kona hans Guð- laug Guðnadóttir. Fylgdu þau eldri hjónin þeim þá að Urðum og dvöldu þar eftir það. Að kveldi hins 15. janúar síðast- liðinn lézt Hallgrímur Einarsson mjög snögglega, þá nýlega til rekkju genginn. En Soffía Jó- hannesardóttir er enn á lífi við bærileg heilsukjör. Börn þeirra Hallgríms og Soffíu eru þrjú. Jónína húsfreyja á Klaufabrekk um, gift Hreini Jónssyni frá Dalvík. Lilja húsfreyja í Klaufa brekknakoti gift Karli Karls- syni frá Draflastöðum í Fnjóska dal og Einar bóndi á Urðum, kvæntur Guðlaugu Guðnadótt- ur frá Hofsós. Ég þekkti Hallgrím Einars- son mjög vel frá æsku til ævi- loka. Við vorum á svipuðu ald- ursreki. Olumst upp á efstu bæjum í Svarfaðardal við ræt- ur Heljardalsheiðar og Unadals jökuls. Heimilismenning, venj- ur, siðir, trú og skoðanir var okkar skóli og ekkert framyfir það. Með það veganesti urðum við að leggja út á vegi og veg- leysur lífsins og að sjálfsögðu annað hvort að duga eða deyja ella. Þetta mundi þykja einhliða uppeldi nú á tímum og ekki lík legt til frama eða mikilla af- reka. Brátt fannst það á og kom síðar betur í ljós, að Hallgrímur litli í Koti, mundi vera vel gerð ur maður. Maður blessunarlega laus við flestar þær langanir, þrár, og lineigðir, er mörgum reynast viðsjálar, ef ekki er trú lega um tauma haldið. Maður ósnortinn af metorða- valda- og virðingargirni. Horfði ekki til fjárafla, nema hver eyrir og eyrisvirði, væri rétt og heiðar- lega fengið. Fór vel með hverja skepnu, sem hann átti og hafði til umsjónar eða varðveizlu. Neytti ekki tóbaks eða áfengis. Börnum, gamalmennum og öðr- um þeim, sem höllum fæti standa var hann umhyggjusam- Ur og ráðhollur. Maður hið bezta skapi farinn, hvorki þrætu eða deilugjarn. Fann þó og sá glögglega hvort heldur að hon- um snéri handarbakið eða lóf- in. Manngildismaður um þrek, átök og afköst, meiri en í með- allagi og hvergi sérhlífinn. Bjó við bjargálnir, skilvís og efnda- viss. Hallgrímur Einarsson var virkur þegn í rílci ráðvendninn- ar, mildinnar og góðleikans. Þess vegna varð hann hamingju maður. Rúnólfur í Dal. Nýju „liflu hjúkrunarkonurnar” ÞAÐ E RGAMAN að frétta, að Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri er að mennta „litlu hjúkr- unarkonurnai'11, sem kallaðar voru hér áður, þó í nokkuð öðr um stíl sé, en námstíminn er sá sami, 8—9 mánuðir. Það eru nú 49—50 ár síðan okkar ágæti og elskulegi lækn- ir, Steingrímur Matthíasson, gerði það fyrir okkur konurn- ar að taka nokkrar stúlkur, sem til þess voru valdar og hæfar þóttu, til náms ög æfinga í Sjúkrahúsi Akureyrar með góð um kjörum. Fyrst til þriggja mánaða náms, svo smálengdist þetta og komst, að mig minnir, upp í 9—10 mánaða nám síðast. Sigurlína húsfreyja á Æsu- stöðum í Eyjafirði átti víst upp tökin að þessu, eins og svo mörgu þarflegu í félagsskapn- um, en svo hafði Hjúkrunar- félagið „Hlíf“ á Akureyri, hið merka, mikla félag, á sínum veg um árum saman hjálparstúlkur, sem félagið sendi til hjálpar á heimilum þar sem sjúkdómar eða aðrir erfiðleikar steðjuðu að. Félagið átti líka sinn þátt í þessu framtaki. Þessi fræðsla læknis og hjúkr unarkonu á Sjúkrahúsi Akur- eyrar varð mjög vinsæl. Stúlk- urnar fóru, að loknu námi, út um sveitir og þoi-p, og voru bet ur við öllu búnar vegna veru sinnar á Sjúkrahúsinu. Fréttir af þessum samtökum bárust víðar um og fleiri lækn- ar tóku þennan sið upp. Lækni heyrði ég segja, að ein þessara stúlkna hefði áreiðanlega bjarg- að lífi sjúklinga hjá sér með snarræði sínu og hjálpfýsi. Ég man eftir að merkur bóndi á Suðurlandi sagði við mig að enduðu erindi mínu um heim- ilisiðnað: „Þetta er nú allt gott og blessað, sem þú hefur sagt okkur um samtök ykkar norð- ankvenna um heimilisiðnaðinn, en ekkert hafið þið eins vel gert °g að fá menntaðar „Litlu hjúkr unarkonurnar“. Hjúkrunarfélag íslands var þessu mjög mótfallið, og kom því til leiðar að læknum var bannað að taka stúlkur til náms með þessum kjörum. Féll þetta þannig um sjálft sig. En nú er öldin önnur. Hjálparstúlkurnar, sem enn eru undiivverndarvæng kven- félaganna og njóta nú ríflegs styrks af opinberu fé. Stúlk- urnar eru mjög vinsælar og starf þeirra mikils metið, þakkað og þegið. Þær starfa víða um landið, þessar stúlkur, en þyrftu að vera margfalt fleiri, allir viðurkenna þörfina. Það er mjög ánægjulegt að ríki, bæir og sveitir viðurkenna þörfina með framlagi sínu. Ágætar stúlkur hafa valizt til starfsins, hafa orðið vel að liði við þetta vandasama og merki- lega starf. Vegna mikils og góðs styrks hefur verið hægt að bjóða þeim sæmilega góð kjör. En félögin, sem stjórna starfi þeirra, þyrftu að hafa samtök um námskeið þeim til handa og þær einnig að hafa samtök sín á milli. Allur landslýður samfagnar nýju hjúkrunarkonunum, sem útskrifast frá Sjúkrahúsi Akur- eyrar og frá fleiri sjúkrahúsum í landinu, fagnar hinni nýju stétt, sem á eftir að vinna mikil- vægt starf til góðs í landinu. Blönduósi á Öskudaginn 1966. Með kærri kveðju. Halldóra Bjarnadóttir. - Náttúrugripasafn (Framhald af blaðsíðu 8.) um, að stofnað skyldi opinbert náttúrugripasafn. Vestmannaeyjasafnið er ann- að náttúrugripasafnið, sem rís utan höfuðstaðarins, en hið fyrsta var Náttúrugripasafnið á Akureyri, sem stofnað var 1952. Er þess að vænta að fleiri kaup staðir fylgi á eftir, enda hafa þegar borizt fregnir af stofnun náttúrugripasafna í Neskaup- stað og á Húsavík. í Neskaup- stað er málinu svo langt kom- ið, að skipuð hefur verið safn- nefnd, sem falin hefur verið all ur undirbúningur að stofnun safnsins, en formaður nefndar- innar er Hjörleifur Guttonns- son kennari. Þessi náttúrugripasöfn bæta úr brýnni þörf, þar sem náttúru gripasafn Ríkisins hefur nú ver ið lokað almenningi í um það bil áratug, og litlar líkur til að það verði aðgengilegt á næstu árum, □ LÍTIL KVEÐJA Ingibjörg Eldjárn F. 9. ágíist 1884 - D. 22. febrúar 1966 ÉG er ein þeii'i'a, sem sakna gamla fólksins, sem hverfur frá okkur, meir en orð fá lýst. Það er venja að segja, að það sé gangur lífsins, að gamla fólkið hverfi af sjónarsviðinu — það sé í raun réttri hvorki sorglegt né heldur saknaðarefni, og víst er það rétt, að þetta er lífsins gangur og getur ekki á annan veg orðið. Engu að síður er eft- irsjá í gamla fólkinu, og hún oft svo mikil, að mér finnst stórir fjársjóðir glatast mér, þegai' gömlu vinirnir hverfa. Nú hefir einn þessara gömlu, góðu vina kvatt þennan heim. Það er Ingibjörg Eldjárn frá Tjörn í Svarfaðai'dal. Hún lézt á Akureyri 22. febrúar sl. á átt- ugasta og öðru aldursári. Með Imbu, eins og hún var ávallt nefnd, er horfinn vinur allar götur frá bernskuárum mínum, og mér finnst Akureyri hafa glatað stórum skerfi af að dráttarafli sínu. Það fór ekki mikið fyrir Imbu, en samt fyllti hún hugi allra, er þekktu hana, góðleik og friði. Hún ólst upp með glað værum og gjörvilegum systkin- um á Tjörn í Svarfaðardal, en foreldrar hennar voru merkis- hjónin sr. Kristján Eldjárn og Petrína Hjörleifsdóttir. Þegar leiðir lágu burt frá bernsku- stöðvunum fylgdi Ingibjörg yngri systur sinni Sesselju út í lífið. Um langan aldur hafa þær systui' búið saman og þegar Ingi bjargar er minnzt er óhugsandi annað, en að nefna nafn Sesselju í sömu andránni svo samrýmdar hafa þær verið, og beti'i systur munu vandfundnar. Sjaldnast var manni hugsað til annarrar, heldur beggja í senn, aldrei skrifuð lína annarri heldur til beggja og, er um þær var rætt og á þær minnst, þá var það ævinlega: Sella og Imba. Nú er Sesselja ein eftir í heimilinu þeirra indæla við Þingvalla- stræti. Margir munu verða til að senda henni hlýjar kveður nú og minningarnar frá liðnum stundum munu létta henni söknuðinn, en ennþá er Sesselja sístarfandi að áhugamálum þeirra systra, slysavarnamálun- um. Ingibjörg var ein þessara hljóðu, sístarfandi og góðu kvenna. Hún hafði ekki mörg orð um hlutina, en lagði alltaf gott til allra mála. Hún var heil og sönn, tryggur vinur vina sinna, vel greind og hafði kímni gáfu í ríkum mæli, þótt ekki yrðu allir varir við það. Hún var ákaflega bundin fólki sínu og átthögum og unni frændliði sínu öllu' heitt og innilega. Marg ir munu minnast Brekkugötu 9 á Akureyri með þakklátum huga, þegar Ingibjörg Eldjárn er kvödd. Þar höfðu þær systur matsölu og rausnarheimili um árabil. Þar áttu margir góða og glaða daga og þar réð ríkjum hjartahlýja og höfðingsskapur, þeirra systra. Nú hverfur Ingibjörg heim í dalinn sinn kæra, Svarfaðardal- inn. Aldrei var hún glaðari en þegar hún var að tygja sig a£ stað út í dal í heimsókn til bróð ur síns, Þórarins og konu hans Sigrúnar, sem lengi bjuggu á Tjörn og hin síðari ár til Hjart- ar bróðursonar síns og Sigríðar sem nú búa á ættaróðalinu. Hugur hennar var alltaf heima á Tjörn og í raun réttri fór hún aldrei alfarin úr daln- um sínum fagra, þótt hún byggi annars staðar. Með Ingibjörgu Eldjárn er horfin góð kona, sem mar’gir munu sakna og þeir mest, sem þekktu hana bezt. Það er stórt skarð eftir hina lágvöxnu og hljóðlátu konu — söknuðurinn sár en minningin um hana hugljúf og falleg. Anna Snorradóttir. <$x$k»><$><$>$x$><$xík$*$><£<$x$«$x$><$>3><$>3x$x$>3*®>3xS>®xS>^.$><$><$><Sx$x$><^®x$>3><$>3xS>3x$>3x$>^$x$k$kSx$k$><$x$x$x$x$k®*$><$x$<$x»><$>3x$x$^ A m i Rauðhausafélagið f Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 5 maður okkar stofnaði. Eruð þér kvæntur maður, herra Wilson?; Eigið þér fjölskyldu? — Ég svaraði sem var, að ég væri einn míns liðs. Við þá játningu dró þegar áhyggjusvip á andlit forstjórans. — Kæri vinurl mælti hann af miklum alvöruþunga. Það er vissulega rnjög illa farið. Já, það þykir mér leitt að heyra. Markmið félagsins hefur auðvitað alltaf verið það að auka og útbreiða rauðhært fólk, engu síður en styrkja það til lífsþæginda. Það er ákaflega slæmt, að þér skuluð vera piparsveinn. — Nú var það ég, sem setti upp áhyggjusvipinn, herra Elolmes, því að mér flaug í hug, að nú rnundi ég missa af stöðunni eftir allt saman. En þegar Ross hafði velt þessu íyrii’ sér stundarkorn, sagði hann, að þetta mundi allt blessast. — Ef um einhvern annan hefði verið að ræða, sagði hann, hefði máÍJð vafalaust strandað á þessu óh'agræði, en ég held það sé alvýg óhjákvæmilegt, að við sjáum svolítið í gegnum fingur við mann með annað eins hár og þér hafið. Hvenær gætuð þér byrjað? — Ég veit það ekki, herra Ross, sagði ég. Á öllu þessu er sá annmarki, að ég hef öðru starfi að gegna. — Ó, setjið það ekki fyrir yður, herra Wilson, sagði þá á’incent Spaulding. Ég get vel séð um það fyrir yður. — Á hvaöa tímum væri þetta? spurði ég. — Frá tíu til tvö. — Nú er því svo farið, herra Holmes, að veðlánaviðskipt- in eiga sér aðallega stað síðdegis, sérstaklega á þriðjudags- og föstudagskvöldum, þ. e. a. s. kvöldið fyrir útborgunardag. Það kom sér þess vegna mjög vel fyrir mig að hafa einhverja aukagetit einmitt fyrri hluta dagsins. Auk þess vissi ég, að aðstoðarmaður rninn var fær í flestan sjó og mundi afgreiða, hvað sem ræki á okkar fjörur. — Það er mér mjög þægilegt, sagði ég. Og kaupið? — EjögUr pund á viku. — En vinnan? — Hún er engin, sem heitir, eða mestmegnis í orði kveðnu. — I Ivað eigið þér við með „í orði kveðnu"? — Ja, þér verðið að vera hér á skrifstofunni, eða að minnsta kosti í húsinn, allan tímann. Ef þér laumist burt, þá missið þér samstundis starfann og það fyrir fullt og allt. Erfðaskráin er mjög skýr og ákveðin varðandi það atriði málsins. Þér rjúfið setta skilmála, ef þér rótið yður úr skrif- stofunni þennan ákveðna tíma á dag. — Úr því að þetta eru nú ekki nema fjórir tímar, dytti mér varla í hug að svíkjast um. — Engin afsökun yrði tekin til greina í þeim efnum, sagði Duncan Ross, hvorki veikindi, viðskipti né nokkuð annað. Hér verðið þér að vera, eða yður verður sagt upp vistinni. . — Og starfið? — Það er að afrita hina ágætu alfræðibók Encyclopædia Britanníca. Fyrsta bindið liggur þarna. Þér verðið að sjá yður sjálfum fyrir pappír, penna og bleki, en við leggjum yður til þetta borð og þennan stól. Getið þér byrjað á morgun? — Auðvitað, sagði ég. — Verið þér þá sælir, herra Jabez Wilson, sagði Ross, og leyfið mér að óska yður enn einn sinni til hamingju með hlutskipti yðar. Hann hneigði sig og leiddi mig til dyranna. Ég fór heim með Spaulding og vissi varla, hvað ég átti að segja eða gera. Ég var alveg himinlifandi yfir heppni minni. — Allan daginn var ég nú samt að velta þessu fyrir mér, og um kvöldið var mér orðið þyngra í skapi. Þá hafði ég nefnilega sannfært sjálfan mig um, að þetta hlyti að vera gabb eða svik, þó að mér væri með öllu óljóst, hver gæti ver- ið ástæðan til þess. Mér fannst það ofvaxið öllum skilningi, að nokkur maður gerði slíka erfðaskrá, eða, að nokkur greiddi svo mikið fé fyrir jafneinfaldan hlut og að afrita Encyclopædia Britannica. Vincent Spaulding gerði allt, sem hann gat, til þess að hýrga mig og hressa, en þegar ég fór í háttinn um kvöldið, hafði ég sannfært sjálfan mig um, að bezt væri, að flækja sig ekki í neinni vitleysu. Morgun- inn eftir ákvað ég samt sem áður að hnusa svolítið betur að þessu, svo að ég keypti mér nýja blekbyttu og skundaði síð- an til Popes Court með byttuna, mína beztu pennastöng og sjö blöð af vandaðásta skjalapappír í arkarbroti. — Mér til nokkurrar furðu, var allt í bezta lagi á skrif- stofunni. Borðið hafði verið sett á bezta stað í herberginu og Duncan Ross var þarna, til að setja mig inn í starfið. Hann lét mig bara byrja á bókstafnum A og hvarf síðan á brott. En hann leit inn til mín öðru hvoru, til þess að vita, hvort ekki væri allt í lagi með mig. Klukkan tvö kvaddi hann mig með virktum, hældi mér fyrir dugnað minn og læsti svo skrifstofudyrunum á eftir mér. — Svona gekk þetta dag eftir dag, herra Holmes, og á laugardag kom forstjórinn inn til mín og skellti í mig fjór- um gullpundum fyrir vi.kuvinnu mína. Næstu tvær vikiirn- ar gekk allt eins. Ég mætti á skrifstofunni klukkan tíu á hverjum morgni og hélt svo heimleiðis klukkan tvö eftir hádegi. Smám saman varð það svo, að Duncan Ross kom. Framhald. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.