Dagur - 05.03.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 05.03.1966, Blaðsíða 8
8 Ungar konur að störfum í Niðursuðuverksmiðjunni við Sjávargötu. (Ljósm.: E. D.) DAl'Ð KENNING íhaldið liefur löngum haldið því fram, að þar sem Sjálfstæðis- menn hefðu aðstöðu til úrslita- áhrifa í verkalýðsfélögum, næð ist réttlát kjarabót án verkfalla vondra kommúnista. Þessi kenn ing ætti að vera umhugsunar- efni nú, þegar fjölmennasta verzlunarmannafélag landsins, Verzlunarmannafélag Reykja- víkur, undir forystu kunnra Sjálfstæðismanna er í verkfalli. ÓLÍKT HÖFUMST VIÐ AÐ Menn sjá það betur og betur hve kapp ríkisstjómarinnar til að fá liingað erlent fjármagn til stóriðju er varhugavert. Norð- menn fá 20% hærra verð fyrir rafmagn selt til alumbræðslu en hér á landi er ráðgert. Norð- menn hafa ákvæði um hækk- andi raforkuverð, láta alum- bræðslur ekki njóta sérréttinda í tolla og skattamálum. Norð- menn eignast verksmiðjurnar eftir tiltekið árabil. Ekkert af þessu virðast íslenzk stjómar- völd liafa lært, er þau nú setj- ast við samningaborð. VERÐUG VERKEFNI Fiskimálastjóri hefur sagt, að ef íslendingar nýttu sjávarafla sinn á svipaðan hátt og t. d. V.- Þjóðverjar, yrði útflutningsverð rnæti aflans helmingi rneira en nú er. Af þessu er Ijóst, hve stórkosílegir möguleikar eru enn ónotaðir í meðferð hráefna þeirra, sem úr sjó konxa. Þessi stórkostlegu verkefni bíða úr- lausnar, en bjóða um leið upp á þúsundir milljóna í aukinni gjaldeyrisöflun árlega, þótt sjálf ur sjávaraflinn stæði í stað. Að sjálfsögðu þurfa fslendingar einnig að hafa opin augu fyrir nýtingu annarra auðlinda lands ins. En þar mega íslenzk sjónar niið aldrei vikja. AFSTÝRA VERÐUR SLÍKRI ÞRÓUN I samþykktum frystihúsaeig- enda er tekin afstaða til stóriðju málsins. Þar segir: „Með tilliti til þeirrar aðstöðu, sem útflutningsiðnaður lands- manna hefur með samkeppni á erlendum markaði, lýsir fund- uriiin yfir sérstökum ótta við ráðagerðar stórframkvæmdir út lendinga í landinu, á sama tíma sem landsmenn ráðast í stærri og nxeiri raforkuframkvæmdir en nokkru sinni fyrr. Mikilvægt er, að stórfrainkvæmdum á ýms unx sviðum verði liagað með þeim hætti, að ekki verði axikið á spennu vinnunxarkaðsins, eða efnt til óeðlilegrar samkeppni við sjávarútveg og fiskiðnað um íslenzkt vinnuafl, og er eindreg- ið hvatt til þess, að gerðar verði ráðstafanir til að afstýra slíkri þróun og forða þar með fyrir- sjáanlegum vandræðum í út- flutningsframleiðslunni af þeim sökum“. LANAKJÖRIN ÞARF AÐ BÆTA „Til að styrkja núverandi sam- keppnisaðstöðu fiskiðnaðarins álítur fundurinn þýðingarmik- ið, að lánakjör hans verði bætt til nxuna, m. a. með endurskip- Framhald á blaðsíðu 7. NÁTIÚRUGRIPÁSAFN í eyjum EINS og getið var í útvarps- fréttxim nýlega, hefur nú verið opnað náttúrugripasafn í Vest- mannaeyjum. Safnið er rekið af bænum en safnvörður hefur verið ráðinn Friðrik Jensson kennari, á fullurn launum. Er hér stórmyndarlega af stað farið. Náttúrugripasafn í Vest- mannaeyjum á sér orðið nokk- urn aðdraganda. Fyrir um það bil tveimur áratugum, byrjaði Þorsteinn Víglundsson, þá skóla stjóri Gagnfræðaskólans, að safna skeldýrum og fiskum. Þetta safn Þorsteins er nú mik- ið orðið, og hafa verið haldnar á því sýningar nokkrum sinn- um, sem vakið hafa mikla at- hygli bæjarbúa, og munu hafa orðið því valdandi', að bæjar- stjórnin ákvað fyrir fáum ár- (Framhald á blaðsíðu 5). Niðurlögð síld á Akureyri seld Rússum fyr- GRÁSLEPPU- KÓNGAR Dalvík 4. marz. Björgvin land- aði 55 tonnum fiskjar á Dalvík á miðvikudaginn eftir rúmlega þriggja daga útivist og er það góður afli. Línubátar á Dalvík fá engan fisk en sæmilega hefur aflast í net. Grásleppukóngar hyggja gott til veiði og undirbúa sig af kappi. J. H. ir 25 milljónir á ári ástæða er til að þessu málefni verði meiri gaumur gefinn í framtíðinni, og sérstaklega, að hið opinbera hafi forustu í þess um aðgerðum, þar eð niðursuðu verksmiðjur í landinu hafa ekki bolmagn til að standa straum af víðtækri markaðsleit og aug- lýsingastarfsemi. Hér á landi eru ýmsir erfið- leikar í sambandi við rekstur niðursuðuverksmiðja. Ef um er að ræða verulega framleiðslu til útflutnings verður verksmiðj an að hafa geysimiklar birgðir af alls konar hráefnum og um- búðum. Má t. d. nefna dósir svo hundruðum þúsunda skiptir, inatarolíu, tómatkraft, krydd alls konar o. fl. Þá þarf fyrir- tækið einnig að festa kaup á nokkrum þúsundum tunna af kryddsíld fyrirfram, oft í óvissu um max-kaði erlendis. Augljóst er, að geysimikið fjármagn þarf til þessara vöru- kaupa, sem stöðugt fara vax- andi með aukinni framleiðslu og fjölbreytni. Á sl. sumri var byrjað á við- bótarbyggingu við verksmiðj- una, sem er stálgrindarhús, 755 ferm. að flatarmáli. Það mun leysa úr brýnni þörf fyrir geymslupláss og pökkunarsal, auk þess sem hluti þess.verður nýttur sem vinnupláss. Á árinu voru einnig keyptar nokkrar dýrar vélar, sem brýn Framhald á blaðsiðu 7. Frá vinstri: Mikael og Kristján Jónssynir við stóran stafla af köss- um með gaffalbitum. (Ljósm.: E. D.) r Attatíu manns vinna nú að niðurlagningu BLAÐAMENN áttu þess kost á fimmtudaginn, að skoða Niður- suðuverksmiðju Kr. Jónssonar & Co við Sjávargötu á Akur- eyri. Þar var þá verið að leggja niður gaffalbita í dósir fyrir Rússlandsmarkað. Aðaleigend- ur verksmiðjunnar, þeir bræður Kristján og Mikael Jónssynir og Hjalti Eymann verkstjóri sýndu gestunum verksmiðjmia og vinnubrögðin. Áttatíu manns voru þama að störfum en með fullunx afköstum þarf verksmiðj an um 120 manns. Það var kryddsíld frá Neskaupstað, sem verið var að leggja niður. Nú í ár verður væntanlega flutt út framleiðsla frá þessari verksmiðju fyrir 25 milljónir króna. Dósirnar eru norskar. Jnnihald hverrar síldartunnu fjórfaldast í verði við niðurlagn inguna. í verksmiðjuxmi er hlýtt og bjart, vixmuskilyrði sýnast góð. I sfarfsliðinu var margt af full- orðnxmi og eldri konum en einn ig nokkrar blómarósir. Gestir vom leiddir í kaffisal verk- smiöjufólksins þegar búið var að líta á vinnubrögðin, og við kaffidrykkju var m. a. þetta upplýst: Hlutafélag um rekstur Niður suðuverksmiðju Kr. Jónsson & Co. h.f. var stofnað 1947. Fram til 1960 starfaði fyrirtækið í mjög ófullkomnu húsnæði og við lítinn vélakost, enda þá ein- göngu framleitt í smáum stíl fyrir innlendan markað, Árið 1960 var ráðizt í stór- fellda stækkun verksmiðjunnar m. a. vegna áeggjan þess opin- bera, sem hafði látið rannsaka skilyrði fyrir slíkum rekstri við Eyjafjörð, aðallega með útflutn ing fyrir augum. Byggt var nýtt verksmiðju- hús og keyptar nýtízku niður- suðuvélar frá Noregi. Á árunum 1961—1965 hafa verið framleiddar niðursuðu- vörur að verðmæti 65 millj. kr. Þar af hefir útflutningur verið 47 millj. kr., sem skiptist þannig eftir vörutegundum: Sardínur 3 millj. dósa. Smjörsíld 1 millj. dósa. Gaffalbitar 4,6 millj. dósa. Aðalmarkaðslandið hefur ávallt verið Rússland. Nokkuð hefir einnig verið flutt út til Tékkóslóvakíu, Rúmeníu og Bandaríkjanna., ' Þrátt fyrir þessa framleiðslu hefir verksmiðjan aldrei starfað með fullum afköstum allt árið, þar eð erlendir markaðir hafa ekki verið fyrir hendi, enda engin skipulögð markaðsleit framkvæmd, hvorki af hálfu ís- lenzkra niðursuðuverksmiðja né hins opinbera. Fullkomin Sauðfjáreigendur á Akureyri ætla ao láfa vélklippa féð í vefur T ' FJÁREIGENDAFÉLAGIÐ á Akureyri hefur ákveðið að láta vélklippa sauðféð í vetur, að dæmi þeirra ýmsu bænda hér á Norðurlandi, sem þegar hafa góða reynslu i þessu efni. Þetta staðfesti formaður Fjáreigenda- félagsins hér i bæ, Guðmundur Snorrason, og sagði einnig, að félagið ætti nauðsynleg tæki og hefði ráð á vönum manni. En námskeið hafa verið haldin í vélklippingu sauðfjár og þessi kunnátta fyrir hendi meðal bænda. Formaður Fjái'eigenda- félagsins hefur leitað álits bænda, er reynslu hafa af vél- klippingunni og er umsögn þeirra mjög jákvæð. Kostirnir eru þessir: Ullin verður betri vara og féð fóði'ast betur í húsi. Hér í bæ er féð í húsi fram í græn grös, en hin langa húsvist eykur áhuga fyrir vetrai’klippingunni. Guðmundur Snorrason hefur beðið blaðið að birta símanúm- er þeira manna, sem taka á móti pöntunum um vélklipp- ingu sauðfjár, og eru þau þessi: 12112, 11073, 12094 og 12958. — Pantanir þurfa að berast fyi'ir 10. þ. m. Q SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.