Dagur - 30.03.1966, Side 1

Dagur - 30.03.1966, Side 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 30. marz 1966 — 24. tbl. annast ferðalagið. Ekkert aukagjald. Ferðaskrifstofan SAGA Sími 1-29-50 í þróf fahússbyggingin á dagskrá BÆJARRÁÐ varð sammála um það á fundi sínum 24. marz „að byggja bæri á næstu árum full- komið íþróttahús á vegum bæj- arins, sem leyst geti þörf skól- anna og íþróttafélaganna — en íþróttafélögin frestuðu í bili byggingu eigin íþróttahúsa og lánuðu til byggingarinnar fram lög sín samkv. fjárhagsáætlun. Stefnt veiði að því, að hraða byggingu íþróttahússins eins og unnt verður“. Samkvæmt þéssu og jákvæðri afstöðu bæjarstjórn ar í gær, má segja, að þetta mál stefni í rétta átt og um það hafi loks myndast sú samstaða, sem nauðsyn var á. □ VANTRAUSTSTILLAGAN Á STJÖRNINA VAR FELLD Samningur við svissneska auðhringinn undirritaður Þjóðinni varnað að segja álit sitt á erlendri stóriðju TILLAGA SÚ, um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar, var rædd á Alþingi á föstudag og umræðum útvarpað, en síðan var tillagan felld með 32 atkvæðum gegn 27. (Einn stjóm- arandstæðingur var ekki viðstaddur). Flutningsmenn vantraustsins kröfðust þess, að þjóðin fengi að leggja dóm á stórnarstefn- una og framkvæmd hennar. Segja til um það í almennum kosningum, hvort hún uni leng ur ríkisstjórn, sem gengið hefur berlega og á fjöldamörgum svið um í berhögg við gefin loforð. Má þar nefna loforðin um stöðv un verðbólgunnar og lækkun Erfið færð á Héraði VEGAGERÐIN upplýsti í gær, að bílfært mætti kallast frá Ak- ureyri að Hjalteyrarvegi, enn- fremur að Bægisá og að Siglu- vík á Svalbarðsströnd. Vegir slarkfærir sunnan Akureyrar, allt miðað við trausta bíla. Vegirnir taka breytingum frá degi til dags sökum rennings og hríða. Ekkert útlit fyrir opnun Oxnadalsheiðar fyrr en veður batna að muri. '□ skatta, að skipta sér ekki af launadeilum, vernda rétt þjóð- arinnar út á við (landhelgismál, sjónvarp o. fl.), auka kaupmátt launa, stytta vinnutímann, styðja atvinnuvegina með ráð og dáð o. s. frv. En öll þjóðin veit hvernig þessi loforð hafa verið efnd. Við þetta bætist svo samn- ingur við erlendan auðhring um atvinnurekstur á íslandi og sölu raforku til hans við vægu verði um áratugi. — Allt þetta að þjóðinni forspurðri. — Þessi samningur var undirritaður í Reykjavík á mánudaginn, með fyrirvara. Utvarpsumræðurnar frá Al- þingi 25. marz vörpuðu Ijósi á þessi mál, einnig sú nauðvörn stjórnarflokkanna, að gera ekki tilraun til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar rædd voru glöp ríkisstjórnarinnar síðustu árin og ólýðræðislega þrásetu henn- ar. q Myndin er tekin suður yfir Glerá á Akureyri. Súiurnar gnæfa í baksýn. (Ljósin.: B. S.) Mótmæli III Alþingis gegn stóriSju á Suðvesturlandi BLAÐINU hefur borizt greinargerð fyrir mótmælum 487 kjósenda í Norðurlandskjördæmi eystra gegn fyrirhugaðri stóriðju á Suð- vesturlandi. Hér er ekki um fjöldaáskoranir að ræða, lieldur mót- mæli þeirra manna, sem forystu hafa á hinum ýmsu sviðurn, svo sem sveitarstjórnarmanna, stjórna stéttarfélaga, menntamanna og menningarfélaga í kjördæminu. Þátttaka hefur verið slík, að ætla má, að 80—90% alþingiskjósenda í kjördæminu séu andvígir fyrir- liugaðri stóriðju í Straumsvík syðra. Mótmæli þessi eru rökstudd á þessa leið í nefndri greinargerð: 1. Samningarnir eru háskalegir fyrir stjórnarfarslegt og fjár- hagslegt sjálfstæði íslands, þjóð erni þess og menningu. Hið al- þjóðlega auðmagn hefur í æ rík ari mæli sameinazt í hringi, sem hvorki skeyta um þjóðerni eða landamæri. Oft og tíðum hefur baráttan við þá verið erfiðasta viðfangsefni ríkisstjórna, jafn- vel stórvelda, eins og Banda- ríkja Norður-Ameriku. Innflutt fjármagri frá ríkum, iðnþróuð- um löndum hefur margoft náð VERKAMANNABÚSTAÐIR REI5TIR A AKUREYRI FULLTRÚAR Framsóknar- manna í bæjarstjórn Akureyrar báru fram þá tillögu í gær, að bæjarstjórn beitti sér fyrir því, við ríkisstjórnina, að hún (ríkis stjórnin) láti gera framkvæmda áætlun um byggingu verka- bústaða hér, hliðstætt þvi, sem gert er í Reykjavík, samkvæmt LÖGREGLUÞJÓNAR NÝR lögregluþjónn er tekinn til starfa á Akureyri, Karl J. Kristjánsson frá Víðivöllum í Fnjóskadal. Fastráðinn er nú í lögregluliði bæjarins Ólafur Ásgreirsson, áður starfandi lög- régluþjónn. Alls eru nú lögreglu þjónar bæjarins 14 talsins. □ samningum við verkalýðsfélög- ráðs og því falið að undarbúa in. það í samráði við verkalýðs- Málinu var vísað til bæjar- félög bæjarins. Q TRILLA SAT FÖST Á SKERI ÞAÐ bar við á föstudaginn að maður einn frá Akureyri renndi trillubát sínum upp á sker undan Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd. Sat hann þar fastur í 6—7 klst. Enginn bátur átti leið þar hjá þótt margir væru á sjó, og enginn tók eftir því í landi þótt maðurinn skyti 20 haglaskotum til að vekja á sér athygli. Átti hann þá þrjú skot eftir, sem hann ætlaði að nota ef leit yrði hafin er myrkt væri orðið að kveldi eða nóttu. Drengir á Hellulandi í Glæsi- bæjarhreppi sáu í kíki hvað orð ið hafði og sögðu Sigþóri föður sínum, er hann kim heim. Sig- þór gerði lögreglunni á Akur- eyri þegar aðvart og lét einnig vita um þetta á Svalbarðseyri. Frá Svalbarðseyri var þegar sendur bátur er sótti manninn, en síðar annar stærri, er dró ■ triJluna af skerinu. Tókst þetta allt vel. □ ugaori ótrúlegum völdum, svo sem dæm'i sánria í Suður-Arrieríku og Afríku. 2. Nú eru íslendingar ein allra fámennasta þjóð heims, en land þeirra stórt og auðugt af marg- breytilegum náttúrugæðumi sem ýmsar erlendar þjóðir skort ir og þær líta girndarauga. Háskinn af innfluttu, erlendu fjármagni er því meiri fyrir þá 'en flesta aðra. 3. Stóriðja í mesta þéttbýli lands ins mundi sópa tii sin fólki úr dreifbýlinu, bæði því, sem mun vinna beint við iðjuverin, og öðru, er jafnan sækir að a'lls konar þjónustustörfum í þétt- býli. Hún mundi vera áhrifa- mikið afl til þess að tæma fá- mennar byggðir, sem erfiðasta hafa aðstöðu um menntun, Sam göngur og félagsmál. 4. Stóriðja mundi gera okkar gömlu atvinnuvegum þröngt fyr ir dyrum. Þeir stefna að verð- mætasköpun úr öllum landsins gæðum, hvar sem þau eru stað- sett. Samkeppnin um vinnuafl við stóriðjuna mundi standa í vegi fyrir þróun íslenzkra at- vinnuvega og hagnýtingu inn- lendra hráefna til verðmæta- sköpunar. Forréttindum er- lendra aðila í atvinnulífi íslend- inga ber því tvímælalaust að hafna. 5. Mikil hætta er á því að vinnu afJsskortur mundi leiða til þess, að erlendir verkamenn flyttust hingað í stórum stíl og settust hér að. Hingað mundu einkum koma þeir menn, sem minnst (Framhald á blaðsíðu 2.) Gef juiiaráklæði á Loftleiðahótelinu HIÐ margumtalaða Loftleiða hótel syðra kaus sér Val- bjarkarhúsgögn frá Akur- eyri. Þau eru með Gefjunar- áklæði, sem margir sækjast nijög eftir. í gær og fyrra- dag sótti Loftleiðaflugvél enn húsgögn til Akureyrar og á þriðja hundrað sængur frá Gefjunni, teppi o. fl. Má því segja, að hið mikla gistihús sé að verulegu leyti búið norðlezkum húsgögn- um, sem urðu fyrir valinu vegna yfirburða í verði og þó fyrst og fremst í gæðum. <S> STRÁKAGÖNGIN MEIRA EN HÁLFNUÐ JARÐGÖNGIN í Strákum við Siglufjörð eru nú orðiri meira en 400 metra löng, en alls verða þau 780 metrar. Ákveðið hefur verið, að hafa þau einföld, eða með einni akbraut, en útskot verða þrjú eða fjögur þar sem bílar geta mætzt. Ekki er búizt við, að steypt verði undir þak jarðgangnanna nema við enda þeirra, og enn hefur ekki verið ákveðið úr hvaða efni slitlag vegarins verð ur í jarðgöngunum. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.