Dagur - 30.03.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 30.03.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. NÝJA UPPBÓTARKfJtFIÐ F R U M V A R P ríkisstjómarinnar vegna sjávarútvegsins, bar vott um jtað, sent ratinar orkar ekki lengur tvímælis, að kornið er á hér á landi nýtt uppbótarkerfi í verulegum hluta útflutningsframleiðslunnar, samhliða niðurgreiðslukerfinu. En til niðurgreiðslu á vörum innanlands er í fjárlögum fyrir árið 1966 gert ráð fyrir að verja nálega 560 milljón- um króna á yfirstandandi ári. I>etta uppbóta- og niðurgreiðslu- kerfi er að sjálfsögðu rökrétt afleið- ing af þeirri þróun, sem orðið liefur á öðrum sviðunt efnahagslífsins, þ. e. hinni sívaxandi dýrtíð síðustu ára. í 1. gr. þessa frumvarps er ákveðið að greiða úr ríkissjóði 25 aura verð- uppbót á livert kíló af línufiski og handfærafiski, og áætlað að sú upp- hæð nemi um 200 millj. króna. Sam- kvæmt 2. gt'. frumvarpsins á að greiða 50 milljónir króna á frain- leiðslu hraðfrystihúsanna, og í 3. gr. heimilaö að greiða allt að 10 millj. kr. til verðuppbóta á skreiðarfram- leiðsluna. Það er að vísu orðað svo, að 50 milljónirnar skuli greiða til framleiðsluaukningar og endurbóta, en í umræðum um þetta mál kom glöggt fram, hverskonar greiðslur hér er raunverulega um að ræða. Samtals eru gjöld samkvæmt frum- varpinu áætluð 80 millj. kr. Við jietta bætist svo Jtað fé, sem greitt er vegna framleiðslu togarafisksí 40 millj. kr. Bætur Jtarf að inna af höndum á sama tíma sent verð hefur hækkað I tií muna á sjávarafurðum erlendis. Að Jtví hníga nú flest rök, að Jtær uppbætur, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, séu óhjákvæmilegar til þess að sú útflutningsframleiðsla, sem hér á lilut að, fái staðizt. Á sum- um sviðum Jtyrfti meira til að koma, ef duga skal. Uppbótin til frystihús- anna verður, ef hún verður greidd á sama liátt og áður, allskostar ófull- nægjandi fyrir Jtau frystihús eða vinnslustöðvar, er erfiðasta hafa að- stöðuna, og eru Jtá einkum höfð í Ituga ýmis frystihús á Jtví svæði, Jtar sem sumaryeiðar eru stundaðar, og Jtá sérstaklega norðanlands. Fé til Jteirra upbóta, sem gert er ráð fyrir, er ekki veitt á fjárlögum Jtessa árs. í Jtess stað gerir fjármála- ráðherrann nú tilfærslu í vippbóta- og niðurgreiðslukerfinu, til að hægt sé að greiða Jtessar 80 millj. kr. Hann gerir Jtað með Jtví að lækka niður- greiðslur á vöruverði innanlands um 80 millj. kr. á þessu ári. Við Jtað hlýt ur vöruverð að hækka að mun, sem aftur leiðir af sér hækkaða vísitölu og meiri og minni útgjaldaaukningu hjá ríkissjóði. „ÞVf HEFUR LORELEI VALDID" ALÞÝÐUFLOKKURINN hélt upp á fimmtugsafmæli sitt hér á dögunum og tyllti sér þá sem bezt hann gat á tá til þess að reyna að leyna smæð sinni. Flokkurinn gaf við þetta tæki færi út sérstakt rit (fylgirit með Alþýðublaðinu) að vísu „í litlu broti“, en „prentað á góðan pappír“, eins og Alþýðublaðið komst að orði í auglýsingu. í þessu riti grobba forkólfar Alþýðuflokksins af sjálfum áér og flokknum. Þó er þar ein und- antekning að því, er flokks- grobbið snertir. Á bls. 17—22 er þáttur úr óprentaðri minninga- bók, sem Stefán Jóh. Stefánsson kvað vera búinn að rita. Nefnir hann þennan þátt: „Hrævarelda og Lóreleiseið“. Er tekið fram að með fyrirsögninni sé skírskot að til villuljósanna, sem kölluð hafa verig hrævareldar, „blossa fagurlega, lýsa og lokka“, og til sögunnar af Lorelei, sem töfraði með unaðsfögrum söng sínum hina gálausu skipsíjóra, er sigldu um Rín, svo þeir misstu stjórn á skipi sínu.“ Allir munu kannast við hið fræga kvæði eftir Heine um Lorelei. Það þýddu þeir báðir, hvor í sínu lagi, á íslenzku Steingr. Thorsteinsson og Hann es Hafstein. Stefán Jóhann Stefánsson segir hreinskilnislega: „Til hafa orðið þeir kaflar í sögu Alþýðu- flokksins, er minna á sjónhverf- ingu hrævarelda og seiðandi söng LoreIei“. Stefán Jóhann Stefánsson seg jr í þessum þætti sínum frá, þeim raunakafla í sögu Alþýðu- flokksins, þegar flokkurinn heill aðist af söng kommúnista á ár- unum 1937 og 1938 og Héðinn Valdimarsson hvarf til þeirra með fjölda manns, en samþykkt var í Dagsbrún mótatkvæðalít- ið að reka Jón Baldvinsson, og með því „skorið á hina veiku lífstaug11 hans. Þá var það, sem Jónas Jóns- son frá Hriflu skrifaði í Tímann um þessa atburði o. fl. grein undir fyrii’sögninni: „Með leiðslutöfrasöng“, sem er tilvitn- un í kvæðið um Lorelei. Er aug- ljóst að áhrif greinar J. J. sitja enn í huga Stefáns og gefa hon- um sýn. Svo sterk geta tök list- arinnar verið. — Umræddur þáttur Stefáns Jóh. í afmælisritinu nær ekki nema til eins kafla um Lorelei- seið, sem Alþýðuflokkurinn hef ir orðið fyrir á fimmtíu ára skeiði sínu, en þess er þar rétti- lega getið, að þeir hafi orðið fleiri. Foringjar hans hafa verið veikir af sér fyrir villuljósum hrævarelds og söngvaseiðum. Árið 1956 þvarr Hannibal Valdimarssyni varúð, svo hann sigldi á sama skerið og Héðinn Valdimarsson og með honum týndist ótalinn hluti Alþýðu- flokksins. Á sjö síðastliðnum árum hafa fyrirliðar Alþýðuflokksins ekki haft stjórn á skipi sínu, vegna þeirra söngva, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefir sungið þeim. Á þá Lorelei hlusta þeir í leiðslu, dást að gullkambinum, sem hún greiðir sér með, svipt- ir ráði og rænu. Framundan þeim eru „löðr- andi rifin“, en þeir taka ekkert tillit til þeirra, því svo heillaðir eru þeir af seiðkonunni. Þeir hafa kastað fyrir borð sínu gamla heiðarlega leiðar- korti. Og í þessari Rínarferð sinni hafa þeir — svo aðeins eitt dæmi af ótal sé nefnt — gengið • inn á samning við Lorelei gullkambsins, um að þeir fátæku menn, sem taka lán til íbúðabygginga hjá Húsnæðis málastofnun ríkisins, skuli greiða lán sín, og vexti með vísi- töluálagi, þó við aðrar lánveit- ingar gildi ekki sú regla. Borga þeir lántakendur nú í fyrsta ár- gjald kr. 18.398.00 og með sömu verðbólguþróun og síðustu ár, þ. e. sömu töfrasöngssiglingu, verður seinasta árgjaldið komið upp í kr. 199.272.00. Þrátt fyrir þetta grobbuðu þessir foringjar óspart á fimm- tugsafmælinu af flokksafrekun- um, nema Stefán Jóhann. Sagan af seiðkonunni, Lorelei, endar þannig, að „fljótsaldan ströng“ hvolfir fleyinu. □ - Erfiðar samgöngur (Framhald af blaðsíðu 8.) byggða á snjóbílnum. Þessi læknisþjónusta væri tvímæla- laust nær óframkvæmanleg við núverandi samgöngur, ef ekki nyti við snjóbílsins. í annan stað mætti þetta verða mönnum um- hugsunarefni, hvernig komið er læknisþjónustu í dreifbýli hér á landi. Að sjálfsögðu hefur ótíðin dregið mjög úr félagslífi innan sveitar. Helzt hafa bridgemenn reynt að ná saman til keppni einu sinni í viku og þorrablót komst á í þorralokin. Nýbreytni í skemmtanalífi hér var bingó- kvöld er Lionsklúbburinn Nátt- fari gekkst fyrir og þótti mörg- um góð tilbreyting. Um síðustu helgi var fyrirhuguð upptaka á þættinum „Sýslurnar svara“ hér á Breiðumýri, keppni Norð- Mýlinga og Þingeyinga. Sam- gönguerfiðleikar og óhöpp lögð ust á eitt með að hindra, að stjórnendur þáttarins og kepp- endur Norð-Mýlinga kæmust hingað austur. Flugvöllur í Aðaldal var lokaður og snjóbíll bilaði, er flytja skyldi fólkið hingað austur fx-á Akureyri. Fóru keppendur Þingeyinga þá á snjóbíl til Akureyrar sl. sunnu dag, svo sem skýrt hefur verið fi'á í blöðum. Sl. sunnudagskvöld og á mánu dagsnóttina tefldu nemendur Reykjaskóla og Laugaskóla sím skák sín í milli á 12 borðum. Veitti hinum fyi-i-nefndu betur og hlutu 8y2 vinning á móti 3V2. Skólahald hefur gengið með agætum að Laugum í vetur og heilsufar nemenda verið áber- andi gott. Má e. t. v. þakka það slæmum samgöngum, að kvill- ar og farsóttir hafi síður borizt í skólann en ella. G, G. Frú Sólveig Pétursdóttir Eggerz níræi ÁRIÐ 1901 urðu prestaskipti að Völlum í Svai'faðai'dal, er séra Tómas Hallgi'ímsson, er hafði þjónað því prestakalli all- lengi féll frá. Þann 21. ágúst sama ár voru Stefáni Kristinssyni guðfræði- kandidat frá Yztabæ í Hrísey, glæsilegum gáfumanni, veittir Vellii'. Hann vígðist til pi-esta- kallsins 22. september sama ár. Séra Stefán þjónaði Valla- prestakalli alla sína pi'estskap- artíð við mikla vinsemd og virð ingu sóknax-bai'na sinna. Hann lét af embætti 1941 og hafði þá þjónað því í 40 ár og jafnframt verið prófastur Eyjafjarðar- sýslu frá 1927. í prestskapartíð séra Stefáns sameinaðist Tjarnarprestakall Vallaprestakalli og tók það þá yfir Svarfaðardal allan, Árskógs strönd og Hrísey. Séra Stefán var kvæntur Sól- veigu Pétursdóttur Eggerz, al- systur Guðmundar og Sigurðar Eggerz fyrrverandi forsætisráð- herra og Ragnheiðar, er gift var Olafi Thorlacius lækni. Öll voru þessi systkin landskunn að glæsileik og atgerfi. Þegar þau prestshjónin Stef- án og frú Sólveig fluttu að Völlum í Svarfaðardal var ég piltur um fermingaraldur og átti síðar eftir að verða heima- gangur á heimili þeirra og njóta vináttu þeirra, því lætur að lík- um er ég nú læt hugann reika til baka yfir liðna tíð, þá renna margar myndir upp úr djúpi minninganna, sem Ijúft er að orna sér við. Það ber þó eigi svo að skilja, að níræðisafmæli frú Sólveig hafi vakið þessar minningar úr dái, því fer víðs- fjarri. Þær hafa jafnan án þess verið í fullu fjöri, aðeins ekki festar á blað fyrr. Mér hefir jafnan verið í ljósu minni, er ég leit frú Sólveigu í fyrsta sinni. Það var sumarið 1901, eða sama árið og þau fluttu að Völlum. Þau hjónin komu í heimsókn til foreldra minna að Tjörn í hópi mennta- manna. Meðan gestirnir dvöldu var ekki skortur á umræðuefni og skoðanir skiptar, og er ekki í sögur færandi. En það var kon- an í hópnum, sem vakti undrun mína. Ég ^at ekki betur fundið, en hún væri skeleggust af öll- um í orðaviðskiptunum og bæri sigur af hólmi. Aldrei hafði ég orðið þess var áður að konur dirfðust að leggja út í kappræð ur við hámenntaða menn og ætla sér að hnésetja þá, en þetta fannst mér frú Sólveig gera og voru þp þarna engir meðalmenn á ferðinni. Þetta var mér einskonar opin berun og opnaði mér nýjan skilning á því, hversu fjarri sanni það væri að konur ættu að vera einskonar bergmál af mönnum sínum skoðanalega, og helzt þegja og láta sem minnst á sér bera. En sá var, að ég ætla all-almennur skilningur um aldamótin síðustu. Þessi voru mín fyrstu kynni af frú Sólveigu. Ég varð hrifinn af glæsileik hennar og persónu- töfrum. Ég fann þó fáfróður væri að um þessa konu lék nýr ferskur hressandi andblær. Fann að þar fór sannmenntuð kona, hvort sem hún hefði öðl- azt þá menntun í gegnum skóla göngu eða á annan hátt. Og þessi ferski andblær átti eftir að vinna sitt verk í svarf- dælsku félagslífi. Ekki höfðu ungu presthjónin setið lengi á Völlum er heimili þeirra var orðin miðstöð sveita- lífsins. Þangað sóttu ungir og gamlir og allir jafn hjartanlega velkomnir. Þar ríkti húsmóðir- in sem drottning í ríki sínu, og lét ekkert við neglur skorið, veitingar, vinsamlegt viðmót eða glaðværð. Húsbóndinn mun hiklaust hafa fengið henni þau völd í hendur, og látið sér vel líka þó mikið þyrfti til heimilis- ins að leggja. Þar virtist aldrei skortur á neinu. En þau söfn- uðu heldur ekki miklum auði á Völlum, en þeim mun meira þakklæti og virðingu. Þeim sem kynntust Valla- heimilinu í tíð þeirra hjóna mun það seint úr minni líða. Höfðingsskapur frú Sólveigar náði langt út fyrir heimilið. Fátækir nágrannar munu ósjald an hafa orðið þess varir að auga var haft með þeim og hjálpsam- ar hendur prestsfrúarinnar á Völlum bættu úr ýmissi nauð- þurft þeirra enda virtu þeir hana og dáðu í senn. Sami ljósi skilningurinn á þörf æskunnar til félagslífs og heilbrigðar gleði kom greinilega í ljós. Þau studdu hverskonar viðleitni til félagslegra samtaka æskunnar og voru innilega hlynnt ungmennafélagshreyfing unni er hún var að stíga sín fyrstu spor hér og studdu hana á margan hátt. Frú Sólveig er þannig að eðl- isgerð, að hún lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, það ættu Svarfdælingar bezt að vita, sem voru svo hamingjusamir að njóta samskipta þeirra hjóna um 40 ára skeið, meðan þau voru í blóma lífsins. Hjálpsemi frú Sólveigar var frábær og hluttekning hennar í raunum og sjúkleika annarra beindust jafnan að raunhæfum aðgerðum, ef unnt var úr að bæta. Engan hvorki karl né konu hefi ég þekkt, er betur kunni að bera mönnum sorgarfréttir eða voveiflega hluti, enda kom það ósjaldan í hennar hlut að fara svo þungra erinda. Hin innilega en rólega hluttekning hennar með syrgjendunum, ásamt sterk um persónuleika verkaði frið- andi og styrkjandi og dró úr sárasta sviða. Félagsmál kvenna í Svarfað- ardal lét hún til sín taka og var í forystustöðu um stofnun kvenfélags og formaður þess um mörg ár og fulltrúi á sambands- fundum íslenzkra kvenfélaga. Starfsemi kvenfélagsins var frá upphafi fyrst og fremst hugs uð sem hjálparstarfsemi innan sveitarinnar, og er svo enn, og eru þeir ótaldir er frá þessari starfsemi hafa hjálpar notið. Það yrði of langt mál ef rifja skyldi upp allt það er frú Sól- veig lagði lið, meðan hún dvaldi hér í Svarfaðardal og skal ég því eigi lengja mál mitt frekar, en það skal þó sagt að flest spor frú Sólveigar voru mörk- uð sama markinu. Stuðningur við góð málefni og hjálp til þeirra er hjálpar var þörf. Eig- um við nokkuð göfugra að stefna að? Ég óska henni til hamingju með lífsstarfið. Ég vil þá að lok- um fyrir mína hönd barna minna og sveítunga allra færa frú Sólveigu hinar hjartanleg- ustu hamingjuóskir á níræðis- afmæli hennar og ástarþakkir fyrir óvenju skemmtilega og lærdómsríka samfylgd og vin- áttu alla. Jafnframt sendum við börnum og sifjaliði hennar öllu beztu kveðjur og hamingju- óskir. Þórarinn Kr. Eldjárn. UM UTCAFU NAFNSKIRTEINA Á SÍÐASTLIÐNU ári voru gefin út nafnskírteini til allra einstaklinga fæddra 1953 og fyrr, sem voru skráðir hér á landi 1. desember 1964. Var þetta gert sámkvæmt lögum nr. 25/1965, um útgáfu og notk- un nafnskírteina. Þessi fyrst út gefnu skírteini voru um 140.000 að tölu. Hófst afhending þeirra um mitt ár 1965 og henni var að mestu lokið fyrir áramót. Lög- reglustjórar önnuðust dreifingu skírteina. Nafnskírteini eru gerð fyrir STÓR HÁKARL Ólafsfirði 28. marz. Hér eru ógæftir og erfitt um sjósókn. Margir bíða með grásleppunet sín þangað til veður stillast. Og enn er hér hríðarhraglandi. Hér kom á land um daginn vænn hákarl, sem Guðbjörg fékk í þorskanet og reyndist rúmlega 1100 ltg. Hákarlinn á að verka að gömlum og góðum sið. Það kemur oft fyrir að smá- got (litlir hákarlar) festast á línu og hefur það einnig verið svo í vetur. Hvort meira sé af hákarli nú en áður á fiskimið- um, skal ósagt látið. B. S. alla einstaklinga 12 ára og eldri, og þarf því árlega að gefa út skírteini til barna, sem verða 12 ára á viðkomandi ári, o gtil einstaklinga erlendis frá, sem orðið hafa skráningarskyldir hér á landi á undanförnu þjóðskrár- ári. Hafa nú verið gefin út nafn skírteini til þeirra, sem eiga að fá þau 1966, og eru þau nú til- búin til afhendingar hjá lög- reglustjórum um allt land. — Tala barna í árgangi 1954, sem fær nafnskírteini í ár, eru um 4.700. Þar við bætast einstakl- ingar, sem voru nýskráðir hér á landi 1. desember 1965, um 800 manns. í Reykjavík og nokkrum öðr- um umdæmum fer afhending nafnskírteina til 12 ára barna fram í skólum, en þar sem svo er ekki skulu 12 ára börn vitja nafnskírteinis síns í skrifstofu hlutaðeigandi sýslumanns eða bæjarfógeta. Einstaklingar eldri en 12 ára, sem nú hafa verið gefin út nafnskírteini til, vitja allir nafn skírteinis síns í skrifstofu hlut- aðeigandi lögreglustjóra, sýslu- manns eða bæjarfógeta. Ekki er skylda að hafa mynd á nafnskírteininu, en einstakl- ingar 12—25 ára eru hvattir til að láta setja mynd á skírteinið, helzt um leið og þeir fá það afhent. q Fyrsta keppni um hið fagra glímuhorn Norðlendingafjórðungs, sem KEA gaf, fer fram á Akureyri nú í vor. GSímunámskeið hðldið á Akureyri ÍÞRÓTTABANDALAG AKUR- EYRAR og Ungmennasamband Eyjafjarðar hafa ákveðið að efna til glímunámskeiðs hér í bænum, ef þátttaka fæst. Kenn arar verða Haraldur M. Sigurðs son og Þóroddur Jóhannsson og auk þeirra mun Þorsteinn Kristjánsson glímukennari Glímusambands íslands leið- beina einhvern tíma. Glímunám skeið þetta, sem hefst nú í vik- unni stendur öllum opið og skulu væntanlegir þátttakendur hafa samband við Harald í síma 11880 eða Þórodd í síma 12522 fyrir n. k. föstudag og þeir munu veita nánari upplýsingar um námskeiðið. Glímusambandið hefir gefið út ný glímulög, sem miða að því að glímunni sé ekki misþyrmt, eins og oft hefir átt sér stað undanfarin ár. Verður lögð sér- stök áherzla á, að útskýra og framfylgja þessum nýju reglum á námskeiðinu, og einnig verða sýndar glímumyndir. Ef aðstæð- ur leyfa verður efnt til glímu- keppni í lok námskeiðsins. Glímuáhugi er vaxandi og all mikill í landinu, sérstaklega fyr ir sunnan, þar æfa mörg hundr- uð manns glímu. Um nokkurt skeið hafa Norðlendingar sýnt glímunni mjög takmarkaðan áhuga, en tæplega getur sú þró- un talist eðlileg. Það glímunám- skeið sem framundan er, mið- ar að því, að endurvekja þessa karlmannlegu íþrótt hér um slóðir, og ættu sem flestir pilt- ar að kynnast kostum glímunn- ar af eigin raun, með því að sækja námskeiðið. REGLUGERÐ um Glímuhorn Norðlendinga- fjórðungs 1. gL'. Glímuhorn Norðlendingafjórð- ungs er gefið af Kaupfélagi Ey- firðinga til glímukeppni (al- menn glíma) í Norðlendinga- fjórðungi. 2. gr. Rétt til þátttöku í þessari glímu keppni hafa allir félagar íþrótta og ungmennafélaga í eftirtöld- um sýslum og kaupstöðum Norðlendingafjórðungs: Vestur- og Austur-Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðar- sýsla, Norður- og Suður-Þing- eyjarsýslur og Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Ak- ureyri og Húsavík. lí 3. gr. Keppt skal um glímuhornið ár- lega að vetrinum. Handhafi þess verður sá, er vinnur glím- una hverju sinni. 4. gr. Vinni sami maður glímuhornið þrisvar í röð eða fimm sinnum alls, hlýtur hann það til eignar. 5. gr. Handhafi glímuhornsins ber ábyrgð á því meðan það er í vörzlu hans. Nafn hans og keppnisdag skal grafa á glímu- hornið og er þeim, sem sér um mótið, skylt að sjá um, að svo sé gert. 6. gr. ' Glímuhorninu fylgir gerðabók. í hana skal rita nákvæma grein argerð um hverja glímukeppni, þar sem tilgreind séu nöfn alh-a keppenda, aldur, heimili og vinningar. Þar skal skrá nöfn starfsmanna mótsins, svo og söguleg atriði, ef einhver verða. 7. gr. Glímusamband íslands sér um fi-amkvæmd þessa glímumóts eða felur það öðrum aðila. i 8. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi 1. febrúar 1966. Q I Rauðhausafélagið | Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 12 — Ég er hræddur um, að svo verði að vera. Ég lrafði nú stungið spilunr í vasann, því að mér datt í hug, að úr Jtví að við værurn hér fjórir, Jtá gætum við komið því svo fyrir, að Jtér fengjuð að taka í slag, bankastjóri, Jtrátt fyrir allt. En ég þykist sjá, að aðgerðir óvinanna séu Jiað langt á veg konmar, að við getum ekki freistað þess að hafa ljós. í fyrsta lagi verðum við að kjósa okkur stöðu. Þetta eru menn, sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna, og Jró að við ráðumst að Jreirn úr launsátri, geta þeir unnið á okkur, ef við gætum ekki fyllstu varúðar. Ég ætla að standa á bak við Jrennan kassa, og þið skýlið ykkur bak við þessa Jrarna. Samstundis og ég varpa Ijósinu á Jiá, umkringjum við Jrá eldsniiggt. Ef Jieir skjóta, Watson, hikarðu ekki eitt andartak við að skjóta Jrá niður. Ég sétti skammbyssuna, með spenntan gikk, ofan á kass- ■ann, sem ég kraup bak við. Holrnes dró lokuna fyrir ljós- opið á ljóskerinu. Allt í einu vorum við þarna í niðamyrkri, svo kolsvcirtu myrkri, að ég hafði aldrei reynt annað eins. Lyktin af heitum málminum var það eina, sem gaf okkur til kynna, að ljósið væri þarna enn [rá og gæti leiftrað upp hvenær sem væri. Taugar mínar voru spenntar af eftir- væntingunni. Það var eitthvað þrúgandi, allt að því yfir- Jryrmandi við þetta skyndilega myrkur og kalda og raka kjallarahvelfinguna. — Þeir eiga ekki nema eina undankomuleið, hvíslaði Holrnes. Það er til baka gegnum húsið og út á Kóburg- torgið. Ég vona, að Jrér hafið gert Jiað, sem ég bað yður, Jones? — Ég setti einn lögregluforingja með tveimur lögreglu- Jrjónum við útidyrnar. Þeir bíða Jrar. — Þá höfum við troðið í öll a,öt. En nú verðum við bara að bíða — og það steinþegjandi. Hvílíkan óratíma biðurn við ekki! Eða svo fannst okkur að minnstá kosti, Jxí að við athugun eftir á reyndist það vera fimm stundarfjchðungar. Mér fannst Jrað vera næsturn öll nóttin, og dögunin hlyti að vera á næstu grösum. Ég var allur orðinn sárjrreyttur og limir mínir stirðnaðir, [rví ég Jrorði ekki að róta mér. Taugar mínar voru spenntar til hins ýtrasta og heyrn mín svo næm í myrkrinu, að ég heyrði ekki aðeins andardrátt félaga rninna, heldur greindi ég greinilega djúpan undirtón, Jregar jötunninn hann Jones dró andann, frá mjóróma andvarpssuðinu í andardrætti bankastjórans. Úr felustað mínum gat ég horft yfir kassatm og frarn á gólfið. Allt í eíriu tók ég eftir örlitlu íjósbliki. í fyrstu var [rað eins og ljósvana gneisti á flísarhellunum. Svo lengdist Jretta í gulleíta ljósrák, og þá opnaðist alveg hljóðlaust dálítil gátt og í ljós kom hönd, grönn og hvít eins og konuhönd, sem þreifaði fyrir sér í daufri birtunni. Stund- arkorn störðum við á Jiessa hvítu hönd, sem stóð með Jrreif- andi fingrum upp úr gólfinu. Svo hvarf luin skyndilega. Allt var aftur í rnyrkri, nema Jressi ljósvana geislarönd, sem markaði rifuna rnilli hellnanna. Myrkrið varaði Jró ekki nema andartak. Ein af breiðu, hvítu steinhellunum reis allt í einu á rönd með nokkrum brestum og rnarri. Ferhyrnt gapandi gat blasti við augum. Upp um það ljómaði birta frá litlu ljóskeri. Upp yfir brún- ina gægðist sléttleitf andlit með unglingslegum svip og horfði hvössum forvitnisaugum allt í kringum sig. Maður- inn tyllti höndurn á hellubrúnirnar og lyftist upp, svo að liann kom rneira en hálfur upp úr gatinu og gat hvílt annað lniéð á brúninni. Andartaki síðar stóð hann á gólfinu við gatið og dró félaga sinn upp úr, lágvaxinn og snarlegan náunga, fölan á vanga, en með mikinn eldrauðan hárlubba. — Allt í lagi, hvíslaði sá, sem fyrr hafði skriðið úr gatinu. Ertu með meitilinn og pokana? Djöfullinn! Stökktu niður, Archie! Láttu mig dingla! í einu vetfangi hafði Sherlock Holmes stokkið fram á gólfið og náð taki á hálsmáli ræningjans. Hinn steyptist nið- ur í gatið. Ég heyrði léreft rifna, Jregar Jones greip í skyrtu hans um leið og hann hvarf. Ljósið leiftraði á skammbyssu- hlaupi, en veiðisvipa Holmes skall í sama bili á úlnlið ræn- ingjans, og vopnið féll glamrandi á steingólfið. — Þetta er Jrýðingarlaust, John Clay, sagði Holmes ofur rólega. Þér eigið nú engra kosta völ. — Ég [rykist sjá Jrað, svaraði Clay án Jress að láta sér bregða. Ég vona Jx>, að félagi minn sé sloppinn, J>ó að ég sjái, að þið hafið tekið toll af föturn hans. — Þrír menn bíða hans við dyrnar, mælti Holmes. — Ó, er Jxað svo. Þér virðist hafa hugsað fyrir öllu. Ég verð að hæla yðttr fyrir frammistöðuna. — Éig gæti sagt: Sömuleiðis, svaraði Holmes. Rauðhausa- hugmynd yðar var bæði nýstárleg og dugði ágætlega. — Þú hittir félaga, Jjinn rétt bráðum, sagði Jones, Jjótt hann væri fljótari en ég að smjúga í holuna. Réttu fram lúkurnar, karlinn, meðan ég tylli á þig armskrautinu. — Má ég biðja yður að snerta mig ekki með yðar skítugu Framhald. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.