Dagur - 27.04.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 27.04.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLIX. órg. — Akuréyri, miðvikudaginn 27. apríl 1966 — 31. tbl. FERÐASKRIFSTOFAN TÚNGÖTU 1 Símar 1-14-75 og 1-16-50 1. maí-áwp verkafýðsfélaganna I. MAÍ-NEFND verkalýðsfélaganna á Akureyri sendir stéttarfé- . lögum sínum og öllum bæjarbúum kveðjur sínar í tilefni af hátíðis- og baráttudegi alþýðunnar, 1. maí n. k. Um leið viljum við í nafni samtaka okkar minna á þýðingu dagsins í baráttu okkar fyrir baett- um kjörum og réttlátari hlutdeild launastéttanna við skiptingu þjóðarteknanna. Við minnum einnig á, að verkalýðssamtökin hafa á undanfömum árum sýnt mikinn þegnskap, traust og samstarfs- vilja í skiptum sínum við atvinnurekendur og ríkisstjórn. Því mið- ur hafa mótaðilar okkar ekki sýnt sig verðuga þessa trausts, því að með hömlulítilli dýrtíðarskriðú hafa kjarabætur þær, sem samið befur verið um, jafnóðum verið rýrðar, og hlutfall milli kaupgjalds og verðlags orðið æ óhagstæðara.fyrir launþega. Til þess að mæta þeirri öfugþróun hafa þeir enn orðið að bæta á sig yfirvinnu til þess, að geta veitt sér nauðsynlegustu lífsbjargir. Því verða höfuðkröfur okkar nú: Stöðvun dýrtíðar. Stöðugt verðlag. Trygg afkoma án yfirvinnu. 1. maínefndin vill hvetja alla meðlimi verkalýðsfélaganna til að undirstrika þessar kröfur með þátttöku sinni í hátíðahöldunum 1. maí. Sýnum einingu og djörfung. Oll sem eitt. Lifi eining alþýð- unnar. Lifi verkalýðshreyfingn. Liíi Alþýðusamband íslands. Heil til fundar 1. maí. Frá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna: Jón Ingimarsson, Guðm. Snorrason. Jón Helgason. Frá verkalýðsfélaginu Eining: Rósberg G. Snædal. Björn Hermannsson. Jóhann Hannesson. Frá Iðju fé- lagi verksmiðjufólks: Jósteinn Helgason. Ingiberg Jóhannesson. Olöf Tryggvadóttir. Frá Sjómannafélagi Akureyrar: Óskar Helga- son. Júlíus Bergsson. Tryggvi Helgason. Frá Bílstjórafélaginu: Sveinbjörn Jónsson. Gunnar Brynjólfsson. Fró félagi verzlunar- og skrifstofufólks: Karl G. Sigfússon. Ingólfur Gunnarsson. Sigurður Baldvinsson. Frá Sveinafélagi járniðnaðarmanna: Skúli Guðmunds son. Bjargmundur Sigurjónsson. Frá Vörubílstjórafélaginu Valur: Sigurvin Jónsson. Hermann Jónasson. SAMKVÆMT reglugerð Minn- ingarsjóðs Jakobs Jakobssonar er ætlast til að veitingar úr Glímumót á Akureyri FJÓRÐUNGS GLÍMUMÓT Norðlendingafjórðungs verður háð í íþróttahúsinu á Akureyri laugardaginn 30. apríl kl. 4 síð- degis. Keppni fer fram í einum flokki um glímuhornið. Áhorf- endur velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. □ Séra Sveinbörn Högna- son látinn SÉRA Sveinbjöm Högnason prófastur og fyrrum alþingis- maður lézt að heimili sínu Stað- arbakka í Fljótshlíð 21. apríl sl. 68 ára að aldri. Hann var mikill og virtur kennimaður, lengi at- kvæðamikill fulltrúi kjördæmis síns á Alþingi og landskunnur félagsmálamaður. □ Einar Kristjánsson óperusöngvari látinn EINN af kunnustu óperusöngv- urum þessa lands, Einar Krist- jánsson lézt í Reykjavík sl. sunnudag, eftir uppskurð aðeins 55 ára gamall. □ Þessi mynd var tekin á sumarmálum hér á Akureyri. Nýlega klipptar og vel fóðraðar ær fylgja eiganda sínum, Þorbergi Ólafssyni, á heilsubótargöngu um snjóbreiðuna. (Ljósm.: E. D.) ^<5>^X$^X$XJ>^X5>^!$X}X5X$X^><^><$X^X$XS>^X$><^Í>^XÍ><J><$X$>^>«X$>^X$X$X$X$X^^><$^X$X®-ÍXMX$><ÍXÍXÍX$XÍX$X$X$X$X^^®-®XSXS^ ÓSJÁLFSTÆÐISJÁLFSTÆDISMANNA Á AKUREYRI sjóðnum fari fram hinn 20. apríl en það var fæðingardagur Jakobs heitins. Á fundi sínum hinn 20. apríl sl. ákvað stjórn hans að veita úr sjóðnum í fyrsta sinn. Hlaut ívar Sigmundsson, skíðamaður úr KA, kr. 6.000.00 vegna kostn- aðar við námskeið og keppnir, er hann sótti um 3ja mánaða skeið í Austurríki sl. vetur. ívar hefir verið einn bezti skíðamaður okkar undanfarin ár og hefir auk þess stundað skíðakennslu. Hann er nú ís- Jandsmeistari í stórsvigi. Stjóm Minningarsjóðsins skipa nú: Jón Stefánsson, full- trúi KA, Halldór HeJgason, full- trúi ÍBA, og Jakob Gíslason, fulltrúi ættingja Jakobs heitins. í BÆJARSTJÓRNARKOSN- INGUNUM 1962 tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn einu sæti í bæjarstjórn Akureyrax;, og hef- ur þar síðan sömu fulltrúatölu og Framsóknarflokkurinn, sem vann sætið. Þó að fylgi Sjálf- stæðisflokksins minnkaði í þeim kosningum hafði hann þó enn hæstu atkvæðatöluna, enda þótt meirihluti hinna flokkanna þriggja væri mjög stór, ef at- kvæðamagn þeirra var saman lagt. En vel færi á því, að fylgi Sjálfstæðisflokksins héldi áfram að minnka í kosningunum í vor. Hollt væri fyrir íbúana í höfuð- stað Nprðurlands að gera sér fullkomlega Ijóst, hve • ósjálf- stæður Sjálfstæðisflokkurinn er hér í bæ gagnvart hinu öfluga og áleitna Reykjavíkurvaldi, eða nánar tiltekið höfuðborgar- , öflunum, sem borgarstjórarnir fýrrverandi og núverandi, Bjarni Benediktsson og Geir Hallgrímsson veita forstöðu. En það er þessi höfuð- borgaröfl, sem nú ráða lögum og lofum í landsflokki Sjálf- stæðismanna og leggja honum til þá miklu fjármuni, sem hann notar til að halda við iylgi sínu í landinu. Þó að hin staðbundnu flokks- samtök, sem hér starfa, séu formlega séð aðilar að lands- flokknum, er það Akureyri og Norðurlandi í heild mikil nauð- syn að viðhorf þeirra sé sem sjálfstæðast og mótað af norð- lenzkum sjónarmiðum. Þetta hafa Framsóknarmenn á Akur- eyri gert sér ljóst frá öndverðu. Þeir meta réttilega gildi al- mannasamtakanna fyrir Akur- eyri og aðra Norðlendinga og hafa bezt skilyrði til að taka að sér forystu hinna vandasamari mála í bænum, eins og annars staðar í kjördæminu. Fylgi Framsóknarmanna í kosningum hér í bæ hefur þó hingað til ekki verið eins mikið og eðlilegt væri, þótt það hafi vaxið í seinni tíð og muni verða meira. Um Alþýðubanda- lagsmerjn og Alþýðuflokksmenn hqr má segja, að ýmsir þeirra hafi nú upp á síðkas.tið, sýnt v.erulegan lit á að tileinka sér norðlenzk viðhorf, einkum í sam bandi við stóriðjumálið og ber (Framhald á blaðsíðu 5.) Eldsvoði í Svarfaðardal Bakkagerði 26. apríl. Fyrir há- degi í dag varð eldur laus í íbúðarhúsinu á Brekku hér í sveit. Það er gamalt timburhús, en nýlega viðgert, og ónýttist það alveg. Slökkviliðið frá Dal- vík kom á staðinn en þá var húsið alelda. Innbú brann að mestu. Allt var lágt vátryggt. Ábúendur í Brekku eru þau Klemens Vilhjálmsson og Sigur laug Halldórsdóttir. Heima voru auk þeirra fóstursonur og dótt- ursonur. En dóttir og tengda- sonur, sem heima eiga á Dal- vík, ætluðu að flytja í Brekku í vor og hefja þar búskap. G.y. VÆNTANL. HAFNARNEFND Akureyr- arkaupstaðar hefur setið fundi með vitamálastjóra syðra og athugað tilboð um efni í nýja dráttarbraut á Akureyri. Þegar blaðið hafði spurnir af viðræðum þessum í gær bentu likur til, að samningar M 2000 TN. UNDIRRITAÐIR I um að kaupa af Pólverjum 2000 tonna slipp með liliðar- færslu fyrir allt áð 800 þunga tonna skip yrði undirritaður í dag. Vitamálaskrifstofan og Inn kaupastofnunin hafa milli- göngu um þetta mál. En í Hafnarnefnd Akureyrar eru: Magnús . E. Guðjónsson, Stefán Reykjalín, Zophonías Árnason, Magnús Bjarnason og Ámi Jónsson. Þá hefur syðra dvalið þessa dagana Slippstöðvarstjórinn, Skafti Áskelsson, væntanlegur leigu taki hinnar nýju dráttar- brautar. Q Blaðið birtir í dag viðtal við Jakob Frímamtsson fram- kvæmdastjóra um bæjarmálin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.