Dagur - 27.04.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 27.04.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1160 og 1-1167 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. TÆKNISKOU Á AKUREYRI VORIÐ 1963 samþykkti Alþingi lög nm Tækniskóla Islands og voru þau staðfest af lýðveldisforsetanum 26. maí það ár. Þar segir, að heimilt sé að stofna í Reykjavík skóla, sem nefn ist Tækniskóli íslands og veiti nem- endum tæknilega og almenna mennt un, sem geri þá liæfa til að „takast sjálfstætt á henclur tæknileg störf og ábyrgðarstöður í þágu atvinnuvega þjóðarinnar“. Tekið er fram í lög- unum, að kostnaður við stofnun og rekstur skólans greiðist úr ríkissjóði. Tækniskólinn sé m. ö. o. ríkisskóli, en ekki skóli á vegum bæjarfélags. Ríkinu ber því að byggja yfir skól ann eða sjá honum fyrir liúsnæði á annan hátt á sinn kostnað. í sjöundu grein laganna segir, að heimilt skuli vera að starfrækja undirbúningsdeild við tækniskólann bæði í Reykjavík og á Akureyri. í sömu grein segir ennfremur: „EINNIG ER HEIMILT AÐ STARFRÆKJA AÐRAR BEKKJ- AR- OG SKÓLADEILDIR TÆKNI SKÓLANS Á AKUREYRI, ENDA SÉ AD ÞVÍ STEFNT, AÐ ÞAR RlSI SJÁLFSTÆÐUR TÆKNI- SKÓLI.“ Þetta ákvæði tækniskólálagarina á sína siigu. Það var ekki í lagafrum- varpinu, þegar stjórnin lagði það fyr- ir Alþingi. Þá var það, að bæjar- stjórn Akureyrar og Framsóknar- menn á Alþingi tóku upp baráttu fyrir því að Tækniskóli íslands yrði á Akureyri. Um þetta urðu átök á þingi og það, sem á vannst í þeim átökum, var að bætt var inn í frum- varpið ákvæðum um bekkjar- og skóladeildir á Akureyri og að stéfnt skuli að því að hér verði sjálfstæður tækniskóli, hliðstæður skólanum í Reykjavík. En þar með er sagan ekki á enda. Akrireyringar og Norðlendingar í heild verða að sækja þetta mál í hend ur stjórnarvöldunum eins og þeir sóttu menntaskólamálið fyrrum. Alþingi hefur veitt lagaheimildina og hefur ákveðið í lögum, að liverju skuli stefna. En framkvæmdin er í höndum ríkisstjórnarinnar. RÍKIÐ Á AÐ STOFNA TÆKNISKÓL- ANN Á AIvUREYRI, EKKI AÐ- EINS UN DIRBÚNIN GSDEILD, HELDUR LÍKA AÐ SJÁ HONUM FYRIR HÚSNÆÐI OG KENNUR- UM. En þetta mun tæplega komast í framkvæmd, eins og til var stofnað, nema heimamenn geri lcröfu til þess, og þeirri kröfu verður að fylgja fast eftir. (Framhald á blaðsíðu 7.) arskálin segir Jakob Frímannsson, franikvæmdastjóri, bsina nýju eHendu fjármagni í ° enn stærri stíl en nokkru sinni efsti maður á lista Framsóknarmanna á Akureyri fyrr. Um þetta stóra spursmál og geysilega vandamál dreifbýl- isins álít ég að næstu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar munu fyrst og fremst snúast. Og ég spyr: Hversu margir Akureyr- ingar gefa stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu flokknum, atkvæði sín og með Hvernig liafa störf bæjar- stjórnar verið síðasta kjörtíma- bil? Ég hygg að störf bæjarstjórn- ar síðastliðið kjörtímabil hafi verið farsæl. Ekki er vafi á því, að þau hafa mótazt af einhuga vilja allra bæjarfulltrúa, að gera hverju sinni það, sem bæn um okkar var fyrir beztu án þess að láta auglýsingaskrum eða flokkshagsmuni ráða. Hvað viltu segja um fram- kvæmdastjórn bæjarins og störf hinna ýmsu bæjarstarfs- mahna? Akureyrarbær á áreiðanlega því láni að fagna að hafa gott starfslið í nær öllum trúnaðar- störfum. Ég tel, að óvíða, á opin ber’um skrifstofum, sé jafn vel og samvizkusamlega unnið sem hjá Akureyrarbæ, en enginn framkvæmdastjóri, hvort held- ur er í opinberu starfi, félags- eða einstaklingsrekstri getur sýnt góðan árangur í árslok, nema hann hafi góðu starfsliði á að skipa. Fyrst og fremst tel ég, að traúst og góð afkoma Akur- eyrarbæjar sé að þakka framúr- skarandi samvizkusömu og dug- legu starfsfólki í trúnaðarstöð- um, En þegar ég tala um trún- aðarstöður, á ég ekki við fáar efstu trúnaðarstöður, heldur stöður allra fastráðinna bæjar- starfsmanna. Hver og einn ein- asti hefur trúnaðarstöðu, e. t. v. frekar hjá okkar litla bæjarfé- lagi en í nokkrum öðrum rekstri. Fjárhagur bæjarins er traust- ur? Fjárhagur bæjarins er nú sem fyrr, að mínu áliti, mjög traustur. Skuldir litlar og greiðslugeta jafnan eins og bezt verður á kosið. Ekkert getur fremur stuðlað að öruggri fjár- málastjórn bæjarfélags en gott samstarf ráðandi flokka innan bæjarstjórnar og örugg vissa bæjarfulltrúa um, að enginn bæjarfultrúi vilji nota aðstöðu sína til yfirboðs í auglýsinga- skyni til fylgisöflunar. Slíkt er mjög fátítt í bæjarstjórn Akur- eyrar og tel ég það mikla gæfu fýrir Akureýrárbæ og vona, að svo megi jafnan verða. Hvemig hafa Framsóknar- menn staðið við loforð sín frá síðustu kosningum? Ég held að ég megi fullyrða, að þau kosningaloforð, sem við Framsóknarmenn gáfum fyrir kosningarnar 1962, hafi öll byggzt á raunsæi og trausti á bæjarbúum og væntanlegum bæjarfulltrúum. Okkur var það ljóst þá, og er það enn, að einir höfum við ekki styrk til að stjórna bæjarfélaginu. Samvinna við aðra flokka var því nauðsyn og er að okkar áliti traustasti hornsteinn velmegunar og fram fara bæjarins. Enn erum við sömu skoðunar og væntum þess að við, í hönd farandi kosning- um, getum eiin styrkt þá að- stöðu okkar, að leiða öruggt samstarf bséjarfulltrúa allra, með það eitt markmið, að vinna að heill og framförum bæjarins Jakob Frímannsson á skrifstofu sinni. (Ljósm.: G. P. K.) JAKOB FKÍMANNSSON er meðal þeirra borgara á Akureyri, sem lengst hafa átt sæti í stjórn bæjarins og mest trausts notið. Mun tæpast ofmælt, að þar þyki meiriliáttar málum vart vel ráðið án lians. Geta víst flestir á það fallizt hvaða stjórnmálaflokki sem þeir fylgja og hvort sem þeir aðhyllast samvinnustefnu eða ekki. Veld- ur því óvenjulega mikil þekking hans á athafna- og viðskiptamál- um, traustvekjandi persónuleiki og síðast en ekki sízt hin giftu- drjúgu störf fyrir samvinnufólk í bæ og héraði, og nú hin síðari ár á víðari vettvangi, sem forystumaður samvinnuhreyfingarinnar á íslandi. Jakob Frímannsson varð við eindregnum óskum Fram- sóknarmanna hér í bæ um að skipa enn efsta sæti á framboðslista þeirra til bæjarstjórnarkosninga nú í vor. Dagur fór þess á leit við Jakob, að hann svaraði nokkrum spurningum um bæjarmálin og fer viðtalið hér á eftir. án þess að láta flokkshagsmuni sitja fyrst og fremst í fyrirrúmi. Vandamálið um of litla fólks- fjölgun? Hér erum við komnir inn á landspólitíkina. — Það er ekki aðeins vandamál Akureyrar að fólkinu fjölgar ekki. — Sama sagan er yfirleitt alls staðar á Norður- og Austurlandi. Ekki það, að barnsfæðingar séu ekki eðlilegar í þessum landsfjórð- ungum, heldur hitt, að fólks- flutningar til Faxaflóasvæðisins eru miklu meiri en eðlilegt má teljast. Vafalaust stafar þetta af því, að fjármagninu, sem ríkis- stjórnin hefur fyrst og fremst stjórn á, er beint til Reykjavík- ur og Suðurnesja. Su stjórn, sem nú sítur, hefur ekki trú á því að „útkjálkahéruðin" eigi tilverurétt. Reykjavík og ná- grenni getur tekið við allri fólks fjölgun landsins. Þar er fjár- rnagnið og þangað á enn að Hvernig finnast þér kosninga- Iiorfurnar nú? Ég lít björtum augum á næstu kosningar og hefi trú á því, að Framsóknarflokkurinn fái mun meira fylgi en nokkru sinni fyrr. Undanfarið kjörtímabil hefur verið tími mikilla verklegra framfara í bænum okkar og þótt allir flokkar eigi þar nokkurn lilut að, er það tvímælalaust Framsóknarflokkurinn, sem þar hefur lagt þyngsta lóðið á vogar skálar með eindregnum stuðn- ingi og ötulli baráttu fyrir öllu því er bæta má afkomu bæjar- búa og gera þeim léttara að lifa í fallegum og myndarlegum bæ, sem ég vona að okkur öllum þyki vænt um og viljum ekki yfirgefa þrátt fyrir lofoi'ð stjórn arflokkanna um gull og græna skóga til allra þeirra sem vilja falla fram og tilbiðja þá og flytja undir þeirra verndarvæng í Reykjavík eða nágrenni, segir Jakob Frímannsson að lokum og þakkar Dagur svör hans. □ - ÁRSÞING UMSE (Framhald af blaðsíðu 8). bandinu eru nú 15 félög með nær 800 virka félaga og um 300 aukafélaga. Hefur félagatalan aukizt nokkuð frá síðasta þingi. Stjórn UMSE var öll endur- kjörin, en í henni eiga sæti Sveinn Jónsson, Kálfsskinni, formaður, Haukur Steindórsson Þríhyrningi ,ritari, Birgir Mari nóson, Engihlíð, gjaldkeri, sr. Bolli Gústavsson, Hrísey, með- stjórnandi og Eggert Jónsson, Akureyri, varaformaður. □ Við afhendingu fóstrukassans á Fjórðungssjúkrahúsinu. (L.: H.S.) Gjöf til Fjórðungssjúkrahússins Á SUMARDAGINN FYRSTA færði stjórn Lionsklúbbsins ins Huginn sjúkrahúsinu að gjöf inkubator A. G. A. af mjög full kominni gerð (ætlað vanburða börnum). Formaður Hugins, Jóhann Guðmundsson afhenti gjöf með ávarpi og árnaðaróskum. Guð- mundur Karl Péturssön yfir- læknir þakkaði með ræðu. En Baldur Jónsson barnalæknir sýndi gjöfina og skýrði gildi hennar fyrir sjúkrahúsið. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Lions- klúbburinn Huginn sýnir sjúkra húsinu hlýhug í verki. Beztu þakkir f. h. F.S.A. Torfi Guðlaugsson. ÓSJÁLFSTÆÐI SJÁLFSTÆÐISMANNA Á AK. (Framhald af blaðsíðu 1.) að viðurkenna það, þó að marg- ur ljóður sé á þeirra ráði. En um Sjálfstæðisflokkinn hér verður því miður ekki hið sama sagt. Hann virðist hvenær sem er reiðubúinn til að gleyma sjálfum sér, samþykktum sín- um og norðlenzkri lífsnauðsyn, ef andað er á hann að sunnan. Gamansamir menn segja, að Sólnes og Co hneigi sig álíka djúpt fyrir máttarvöldunum syðra og Bjarni Ben fyrir ýms- um erlendum máttarvöldum! Blaðið íslendingur er tákn- rænt fyrir þessa afstöðu, eins og það er nú, og skal ekki nán- Stjórnin þarf að fá áminningu því styðja þá óheillastefnu, sem ríkt hefur í skiptingu lánsfjár- magnsins milli Faxaflóasvæðis- ins og annarra landshluta?, seg- ir bæjarfulltrúinn með nokki'- um þunga. Er lánsfjártregða til fram- kvænida hér nyrðra eins mikil og af er látið? Fyrirhugaðar framkvæmdir SÍS hér á Akureyri munu vafa- laust eitthvað dragast á langinn vegna lánsfjárskorts. Einnig mun óhjákvæmilegt fyrir KEA að draga mjög úr og jafnvel stöðva allar stærri fjárfestingar meðan svo illa gengur með sölu mjólkurafurðanna en í þeim á KEA geysimikið fjármagn bund ið. Af sömu ástæðum mun ekki verða að svo stöddu ráðizt í byggingu nýs skips þótt óneitan lega væri mikil nauðsyn að fara nú úr þessu að endumýja okkar góða gamla Snæfell. (Framhald af blaðsíðu 8). Að nauðsynjalausu er þessu framleiðslubákni komið upp syðra og útlendu stórfyrirtæki, án þess nauður reki til veitt réttindi hér á landi, sem hljóta að hafa í för með sér áhættu fyrir þjóðina — áhættu, sem ekki má taka nema mikið liggi við og nauðsyn til þess sé brýn, svo að ekki sé meira sagt. Jafnframt þessu eru nú að hefjast miklar framkvæmdir í Hvalfirði, sem stjórnarvöldin hafa leyft Bandaríkjamönnum að gera. Ætla má, að bygging olíuhreinsunarstöðvar sé á næstu grösum og allar líkur benda til, að einnig hún verði reist á því svæði, sem þenslan er mest og atvinnuaukningar- þörf minnst. Ein sogdælan enn. Þetta er það, sem mönnum er ferskast í minni nú fyrir þing- lokin. En ástæða til óeiningar var næg fyrir. Ríkisstjóm sú, sem sagðist á sínum tíma hefja göngu sína til að skapa fast verðlag í landinu, liefur misst öll tök á efnahags- málum þjóðarinnar og vill ekki reyna nýjar leiðir. Fjármálaráð herrann telur ríkissjóðinn ekki lengur hafa efni á því, að halda niðri verðlagi á neyzluvörum, eins og gert hefur verið. Fiskur- inn hækkáði í verði, allt upp í 79%, smjörlíkið um nálega 50%. Fleira mun á eftir koma. Ráð- herrann segist þurfa að fá þessa matarpeninga fátæka fólksins til að borga verðuppbætur á út- fluttar fiskafurðir í mesta afla- góðæri sögúnnar, af því fram- leiðsla slíkra vara beri sig ekki. Þrátt fyrir vanmátt stjórnar- innar til að framkvæma það, sem liún tók að sér og henni var til trúað af ýmsum, sýnir hún nú það ráðríki að knýja fram álsamninginn og stóriðjuna syðra, þvert ofan í vilja mikils hluta þings og þjóðar, og neitar að leita álits þjóðarinnar um málið. Slík ríkisstjórn þarf að fá nýja áminningu. Og tækifærið til að veita henni þessa nauðsyn legu áminningu, fá kjósendur m. a. við kjörborðið hinn 22. maí n. k. Þá áminningu mun hún skilja og taka mark á, svo skammt er nú til alþingiskosn- inganna. □ ar um það rætt. Um þingmenn Sjálfstæðisflokksins hér, af- stöðu þeirra og frammistöðu í seinni tíð, skal heldur ekkert rakin að þessu sinni. En annað má nefna, sem einn- ig er táknrænt, og gerðist í bæj arstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Frambjóðandinn, sem þá var talinn í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins, og ýmis- legt er raunar vel um, hóf sína kosningabaráttu á fundi með því að vara Akureyringa við Kaupfélagi Eyfirðinga og taldi varhugarvert að sýna þeim mönnum trúnað í bæjarmálum, sem styddu þessi almannasam- tök í starfi. Sú „lína“ var án efa að sunnan ættuð, þar sem auðjöfrum þykja sarpvinnufé* lög óþægur ljái i þúfu En liér og annars siaðar hafa samvinnu félögin reynzt brjóstvörn al- mennings á mörgum sviðum, en sjóðir þeirra og fjárfesting eru almenningseign og verður ekki selt til brottflutnings. Ekki voru Akureyringar þess sinnis fyrir fjórum árum, að þeir vildu' láta KEA þoka um set fyrir reykvískum selstöðu- rekstri hér um slóðir, og felldu þann, er svo óskynsamlega hafði byrjað sinn kosningaáróð- ur. Ekki hefur verið örgrannt um það síðan, að hin sami andi að sunnan hafi látið á sér bæra öðru hverju í verki, en fæst af því verið gæfusamlegt, og enn síður það, sem af hefur hlotizt. afnvæðing landsins og ríkis- framlag til Iiennar Fjárhagserfiðleikar hafnasjóða. Margir þekkja af reynslu fjár hagslega þróun þessara mála víðsvegar um landið. Þörfin var brýn og er enn fyrir fram- kvæmdir, og mikið hefur verið unnið, þó að meira sé að líkind- um ógert. Margt hefur orðið dýrara en það hefði þurft að verða, ef fjárráð hefðu verið rýmri, tæknin meiri og hin leið- beinandi hönd sérfræðinnar eigi svo fjarlæg, sem raun hefir á verið. Mikill hluti hafnarfram- kvæmdanna hér og þar hefur verið unninn fyvir lánsfé, sem hafnarnefndir og sveitarstjórnir hafa dregið saman í ýmsum lánsstofnunum og með ærinni fyrirhöfn. Ríkið hefur ekki stað ið í skilum með sitt fjárfram- lag, nema að nokkru leyti á rétt um tíma. Þó að gerð hafnanna sé lífsnauðsyn fyrir hlutaðeig- andi byggðarlög og nýtingu fiskimiðanna, hefur það sýnt sig, að tekjur hafnanna í smíð- um, eins og þær eru nú flestar, eru yfirleitt fjarri því að nægja, til þess að standa straum af þeim 60% af kostnaðinum, sem ríkissjóður greiðir ekki. Þar við hefur svo bætzt greiðsludráttur ríkisframlagsins. Endurskoðun hafnalaga og áæílunargerð. Langt er síðan gr’eiðslur vaxta og afborgana af hafnarlánum byrjuðu nokkuð almennt að falla á ríkissjóð að meira eða minna leyti — enda þótt um nokkrar undantekningar sé að ræða hjá hafnasjóðum, sem haft hafa meiri tekjur en almennt gerist. Þegar á árinu 1958 var mörg- um orðið ljóst, að löggjöfin frá 1946 var að verða úrelt, og að nauðsyn bar til að ríkissjóður tæki að sér að bera meiri hluta af hafnargerðarkostnaði sveitar félaganna en þar er ákveðið. Var þá líka svo komið, að sett höfðu verið sérstök lög um landshafnir, sem gerðar eru að öllu leyti á kostnað ríkisins. Hinn 26. maí 1958 ályktaði Al- þingi að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða gildandi laga- ákvæði um „skiptingu kostnað- ar milli ríkis og sveitarfélaga11, svo og ákvæðin um landshafnir og önnur þau atriði laga um hafnagerð, er ástæða þætti til að breyta. Ennfremur að láta gera 10 ára áætlun um nauð- synlegustu hafnarframkvæmd- ir í landinu. Haustið 1958 fól samgöngumálaráðherra atvinnu tækjanefnd, er þá var starfandi, að framkvæma þetta verk í sam ráði við vitamálastjóra. Skilyrði til áætlunargerðar þeirrar, sem hér var gert ráð fyrir, voru að vísu af skornum skammti, en tilraun vai' þó gerð, sem senni- lega hefur komið að einhverju gagni, þótt þeim, sem að henni unnu, yrði að vísu fljótlega Ijóst, eftir að þeir hófu starf f t | I I I KJÓSENDUR FR AMSÓKN ARFLOKKSIN S, sem ekki verða heima á kjördegi eru beðnir að kjósa sem fyrst. Hafið samband við kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins Hafn -10 s.d. og Lönguhlíð 2 Glerárhverfi, sími ® 1-23-31, opin öll kvöld, nema laugardagskvöld kl. 8—10 ,s d; I Utankjorstaðakosning fer fram a skrifstofu bæjarfogeta a <3 venjulegum afgreiðslutíma og auk þess kl. 4—6 og 8—10 s.d. f alla virka daga, nema laugardaga kl. 4—6 s.d. og á sunnu- dögum kl. 1—3 s.d. sitt, að í rauninni var ekki hægt að gera áætlun 10 ár fram í tímann, eins og ráðgert var. Nefndin sagði í skýrslu sinni, að á áætlunina bærr að líta sem tilraun til að gera grein fyrir helztu verkefnum komandi ára, að svo miklu leyti, sem unnt væri. Jafnframt framkvæmdi hún, ásamt vitamálastjóra, ýtar lega endurskoðun á gildandi lög gjöf um hafnarmál og afhenti ríkisstjórninni haustið ; 1961 frumvarp til laga urp „hafnir og hafnabótasjóð", ásamt greinar- gerð, er hún hafði samið með frumvarpinu. Nefndin hélt rúmlega. .60 fundi um þessi mál, þar af rúm- lega 50 fundi með vitamála- iiiiiinuiitimniMi 11111111111111111. SIÐARI GREIN ■i iiiiiiiiiiiiii ii niiiiiiiiiiii11111111111111. stjóra, enda var hann mjög í ráð um með henni um störf hennar og tillögugerð. Frumvarp það, sem ríkis- stjórninni var afhent haustið 1961, um „hafnir og hafnabóta- sjóð“, hefur ekki verið lagt fyr- ir Alþingi og ekki heldur birt á annan hátt. Ekki hefur heldur verið lagt fram annað frumvarp í þess stað. Hækkun og staðgreiðsla ríkis- framlags. Það er enn ógert, sem Alþingi taldi nauðsynlegt fyrir 8 árum, að breyta gildandi lagaákvæð- um, um „skiptingu kostnaðar við hafnargerðir milli ríkis- og sveitarfélaga". Á undanförnum þingum höf- um við nokkrir þingmenn Fram sóknarflokksins flutt frumvarp um hækkun ríkisframlagsins til ýmissa nauðsynlegustu hafnar- mannvirkja, en það hefur ekki borið árangur á Alþingi. Nú í vetur höfum við gert tilraun, til að bera fram nýjar tillögur og með öðru sniði, um það efni. Jafnframt leggjum við til, að Alþingi taki upp ný vinnubrögð méð áætlunargerð og stað- greiðslu á ríkisframlaginu. Enn- fremur, að tryggð verði á skömmum tíma greiðsla hinna ógreidda ríkisframlaga, sem safnazt hafa saman, og enn munu safnast saman á þessu ári, þrátt fyrir þá viðleitni, sem uppi hefur verið, til að stytta þennan „hala“, sem svo er nefndur. A-, B- og C-flokkur hafna. í frumvarpi okkar er lagt til, að hafnar- og lendingarbóta- stöðum verði skipt í þrjá flokka. f staðinn fyrir núverandi r-íkis- framlag, sem er yfirleitt 40% af kostnaði, er lagt til, að ríkis- framlagið verði 50% í A-flokki, 60% í B-flokki og 70% í C- flokki, en ríkisábyrgðarheimild- in lækki að sjálfsögðu að sama skapi. Gert er ráð fyrir, að sameinað Alþingi ákveði skiptinguna með þingsályktun (sbr. vegaáætlun skv. vegalögum), að fengnum rökstuddum tillögum vitamála- stjcra, og að hækkun ríkisfram laganna taki gildi í byrjun næsta árs (1967), en geti þó, ef svo er fyrir mælt í ályktuninni, gilt um eldri'framkvæmdir t. d. á þessu ári. Til þess er ætlazt, að flokkaskiptingin og þar með hundraðshluti ríkisframlagsins, verði við það miðað, að hafnar- sjóðir hafi sem jafnasta fjárhags lega aðstöðu, til að koma upp undirstöðumannvirkjum hafnar gerðar, að þeim verði það fjár- hagslega viðráðanlegt þannig, að nauðsynleg hafnvæðing landsins geti komizt í fram- kvæmd sem fyx-st. Varla hægt að koma neti í sjó ■Ö -S* -s* <-a -Híi <-ö -Mí -«5 -ÍS'Æ-WS -(-©-S* -Wö -í-* -WS -W2 -Ml ■$* i 1 UTANKJÖRSTAÐAKOSNING ER HAFIN I arstræti 95, sími 2-11-80, opin alla virka daga, nema laugar- ^ daga kl. 2—6 og 8- I a t <? <? Haganesvík 25. apríl. Búið er að moka allar aðalleiðir. Veg- farendur um hina nýlega ruddu vegi sjá naumast annað en snjó veggina til beggja hliða. Snjór er enn mjög mikill og eiginlega allt á kafi, e. t. v. minni inni í Stíflu. Nokkrir bændur hafa þurft að kaupa hey, bæði úr Skagafirði og frá Skagaströnd. Sauðburður er að byrja á stöku bæ. Svo mikið er komið hér af grásleppunetum í sjó, að aldrei hefur séðst hér. Bátar frá Hofs- MARGIR HEYTÆPIR Egilsstöðum 25. apríl. Okkur líður eftir því betur, sem snjór- inn minnkar Snjólítið er að verða um uppsveitir, og hvergi hamlar hann nú umferð. Hins vegar eru nú að komá aur- bleyta á vegum og búið að lækka hámarksþunga ökutækja. Þótt margir séu heytæpir, er farin að lyftast brún á búand- körlum þessa stilltu og góðu daga. Fóðurbætisgjöf og hag- stæð tíð bjargar vonandi vand- ræðum. Frost virðist ekki djúpt í jörð. Byggingavinna er nú hafin af fullum krafti og allt að vakna af vetrardvalanum. V. S. ósi, Ólafsfirði og Siglufirði raða sér á þessi mið. Veiði er nokk- ur. Hér eru nokkrir, sem freista grásleppugæfunnar, en varla er hægt að koma neti í sjó. G.V. Mjólk í plastumbúðum M J ÓLKURSAML AG samvinnu manna á Sauðárkróki hefur xíú gei't tilraun með plastumbúðir fyrir mjólk, sem líka mjög vel. Lítil vél er komin til reynslu, en önnur stærri á leiðinni. Er ætlunin að selja mjólkina í eins kg. plastpökum en rjóma í minni pokum. Fellur þá senni- lega niður sala mjólkur í lausu máli. En samlagið hefur aldrei sélt floskumjólk. q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.