Dagur - 27.04.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 27.04.1966, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Fulltrúar á ársþingi UMSE 1966. (Ljósm.: H. S.) Ársþing UMSE í Freyvangi í sambandinu eru 15 félog og 1100 félagsmenn ÁRSÞING Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið í Frey- vangi s. 1. laugardag og sunnu- dag. Sveinn Jónsson, formaður sambandsins, setti þingið með rœðu og kom inn á ýms málefni, sem varða starfsemi þess. For- setar voru kjörnir Guðmundur Benediktsson og Eggert Jóns- son, en ritarar Haukur Stein- dórsson, Magnús Kristinsson og Klara Arnbjörnsdóttir. Meðal gesta á þinginu voru Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, Hafsteinn Þorvaldsson ritari UMFÍ, Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi og Óskar Ágústsson formaður HSÞ. Fluttu þeir allir ávörp. Fóru þeir viðurkenningarorð- pm um þróttmikið starf UMSE og létu þá ósk í Ijósi, að vöxtur þess mætti enn aukast. Einnig komu þeir inn á hina ýmsu þætti í sambandi við æskulýðs- og iþróttastarfið almennt. Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UMSE flutti starfsskýrslu s.l. árs og verða 'birtir kaflar úr henni hér í blað inu síðar. Birgir Marinósson gjaldkeri skýrði reikninga sam- bandsins og sýndu þeir, að fjár- hagurinn hafði heldur batnað á árinu. I Margar ályktanir voru gerð- ar, sem snerta framtíðarstarf UMSE og félaga þess. Verður þeirra getið síðar Að loknum þingstörfum fyrri daginn var efnt til kvöldvöku, og var þar margt á boðstólum til fróðleiks og skemmtunar, m. a. flutti Gísli Halldórsson þar UPPSÖGN SAMNINGA H)JA, félag verksmiðjufólks í Reykjavík og Verkamannafélag ið Dagsbrún hafa sagt upp samningum sínum frá 1. júní n. k. að telja, einnig Eining á Akureyri frá sama tíma. Ástæða uppsagnanna er stefna stjórnar- mnar í verðlags- og dýrtíðar- málum og telja félögin hana bafa brugðizt loforðum sínum í því eíni, sem gefin voru í fyrrp. □ erindi um gildi íþrótta. Kvöld- vakan fór vel fram, var fjöl- 'menn og víri sást ekki á nokkr- um-hnanni. Þingið naut ágætrar fyrir- greiðslu í Freyvangi og í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi, þar sem fulltrúum var séð fyr- ir fæði þingdagana. í lok þingsins buðu ung- mennafélögin Ársól og Árroð- inn fulltrúum og gestum til rausnarlegrar veizlu mæðraskólanum. Hús- Þetta þing er hið fjölmerin- asta sem UMSE hefur haldið og ríkti mikill áhugi fyrir málefn- um ungmennafélagshreyfingar- innar. Sóttu það nær 60 fulltrú- ar sambandsfélaganna. í sam- (Framhald á blaðsíðu 4.) UNGAR KONUR Ritstjóri íslendings lýsir því sér staklega á tveim stöðum í for- ystugrein síðasta blaðs, hve kona sú sé ung, er skipi finimta sæti á lista Sjálfstæðimanna hér í bæ. Ritstjórinn á eftir að læra þá list, að tala af háttvísi um aldur kvenna. Nær væri lionum að minna á mæt störf þeirrar konu. Rit- stjórinn verður nú að bæta fyr- ir mistök sín. Gæti hann bezt gert það með því, að liætta ung- meyjaskrafi sínu en birta við hana viðtal um líknarmál og hjúkrunarstörf. UNGIR MENN Verkamaðurinn kynnir í síðasta blaði sínu þriðja mann á sínum lista, 21 árs iðnverkamann og leggur sérstaka áherzlu á, að æska hans sé mikils virði í bæj- arstjórnarmálum ef hann fengi þar sæti. Skynsamlegra hefði verið fyrir Verkamanninn og líka fyrir hinn unga iðnverka- mann að segja, að þrátt fyrir æsku og reynsluleysi væri mað urinn vel frambærilegur. VINSAMLEG ÁBENDING Síðasti íslendingur segir, að það sé gert í óvirðingarskyni við rit stjóra hans, að kenna hann við Kópavog. Þeíta er mikill mis- skilningur hjá honum og hinn ómaklegasti gagnvart hinum á- gæta bæ, sem hefur fóstrað pilt þennan um 10 ára skeið. Gte MÁL STUDD Alþýðumaðurinn 21. apríl sl. lýsir yfir stuðningi sínum við tvö þeirra mála, er Framsóknar menn hér í bæ hafa á stefnuskrá sinni, nýlega birtri. En þau eru; nýtt leikliús og smáíbúðir fyrir aldrað fólk við Elliheimilið. STAÐREYNDIR EÐA KROSS- GÁTA Ritstjóri íslendings áttar sig ekki á tveim staðreyndum á Ak ureyri: Hin fyrri er sú, að fólks fjölgunin í bænum er minni en meðal-fjölskyldufjölgun þjóðar- innar, og hin síðari er sú, að iðnaðurinn á Akureyri hefur veitt fólki sæmileg lífskjör og á sviði iðnaðar veltur framtíð bæj arins. Ritstjórinn er líklega eini maðurinn á Akureyri, sem ekki áttar sig á jafnaugljósum hlut- um, en finnst þetta hálfgerð krossgáta. HVAR ERU VEGHEFLARN- IR? Margir vegir í bænum og allir vegir í nágrenni hans hafa sagt hinum mikla flota bifreiða og annarra farartækja stríð á hend úr. Þetta stríð hefur staðið síð- an snjóa leysti, og ekki sýni- legt, að neinn telji sér skylt að bera sáttarorð á milli. En það er á valdi þeirra, er yfir veg- heflum ráða, að eyðileggja fall- gryfjur óvinanna á vegunum og draga úr herkostnaði og slysum bifreiðaeigenda. Hvenær koma vegheflarnir á vettvang? Fiskur uppi í landsteinum Stjóm UMSE. Fremri röð frá vinstri: Birgir Marinósson, Sveinn Jónsson, Haukur Steindórsson. Aftari röð: Séra Bolli Gústafsson, Þóroddur Jóhannsson og Eggert Jónsson. (Ljósm.: H. S.) Gunnarsstöðum Þórshöfn 26. apríl. Nú er þorskur genginn, svo að segja upp í landsteina eins og var — göngur í gamla daga, og hafa menn aflað ágæt- lega vestur í Krossavík og Við- arvík, og ennfremur er reitings veiði af grásleppu. Tveir listar komu hér fram til hreppsnefndarkosninganna. H-listi, sem skipaður er þessum RÍKISSTJÓRNIN MRF AÐ FÁ ÁMINNINGU í B Æ J A RSTJÓRNAR- KOSNINGUNUM fyrir fjór- um árum fékk ríkisstjórnin áminningu, sem hún varð að taka til greina. Kjósendur veittu henni þessa áminn- ingu með því að auka fylgi Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn fékk þá tvo . bæjarfulltrúa í Reykjavík og hér á Akur- eyri unnu Framsóknarmenn sæti af Sjálfstæðisflokknum, sem kunnugt er. Stjórnin var þá búin að framkvæma gengisfellingu ár eftir ár, 1960 og 1961, og margt benti til þess, að ætl- un hennar væri að láta geng islækkun fylgja hverri kaup hækkun, sem um væri sam- ið við stéttarfélögin. En á- minningin hafði þau áhrif, að gengi var ekki breytt sum arið 1962 og hefur ekki ver- ið breytt síðan, þrátt fyrir breytingar þær, er orðið hafa á kauptöxtunum, enda þótt þær séu mun meiri en breyt- ing sú, sem um var samið vorið 1961 og stjórnarliðið þá taldi óframkvæmanlegt og notaði lengi síðan til árása á samvinnufélögin, sem höfðu forgöngu um samninga við verkalýðsfélögin í það sinn. Nú er full ástæða til þess að stjórnin fái nýja áminn- ingu og alveg sérstaklega hér á Norðurlandi. Margt ber til, en þessa dagana verð ur mönnum minnisstæðast það, sem nú er að gerast á Alþingi í hinu svonefnda stóriðjumáli, og AÐ ÓSKIR OG TILLÖGUR NORÐ- LENDINGA HAFA ÞAR VERIÐ AÐ ENGU HAFÐ- AR. En ekki nóg með Álverksmiðjan mikla Straumsvík, sem ásamt til- heyrandi Þjórsárvirkjun í hennar þágu, mun kosta framundir fjögur þúsund milljónir króna, er að því er virðist, vitandi eða óvitandi sett til höfuðs þeirri lands- byggð, sem nú á í vök að verjast, þ. á. m. norðlenzk- um byggðum. Jafnvel hér á Akureyri kann hin mikla sogdæla í Straumsvík syðra að hafa meiri áhrif til fólks- fækkunar og samdráttar en marga grunar. (Framhald á blaðsíðu 5). mönnum: Vilhjálmur Sigtryggs son oddviti, Sigurður Tryggva- son sparisjóðsstjóri, Friðrik Sveinsson héraðslæknir, Jón Kr. Jóhannsson bifreiðastjóri, og Ásgrímur H. Kristjánsson út gerðarmaður. I-listi, sem kallar sig frjáls- lyndan: Pálmi Ólafsson skóla- stjóri, Sigurður Sigurjónsson út gerðarmaður, Jóhann Jónsson útgerðarmaður, Njáll Þórðarson vélstjóri, og Kristján Ragnars- son vélstjóri. Ó. H. Listi Framsóknar- manna á Blönduósi Á BLÖNDUÓSI hafa komið fram tveir listar til hreppsnefnd arkosninga. En þar er hrepps- nefnd skipuð fimm mönnum. Þessir menn eru í kjöri fyrir Framsóknarmenn og óháða: Ólafur Sverrisson kaupfélags stjóri, Þórhalla Davíðsdóttir frú. Jónas Tryggvason iðnverkamað ur, Þormóður Pétursson verk- stjóri, og Guðmundur Theodórs son iðnverkamaður. Dagur kemur næst út á Iaugardaginn. 30. apríl. Auglýsingar þurfa að berast tímanlega, svo og annað. sem óskað er birtingar á hér í c

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.