Dagur - 18.05.1966, Page 1

Dagur - 18.05.1966, Page 1
HOTEL Herbcrgis- pantanir. Ferða- skrifstoian Akureyri, Túngötu 1. Sími 11475 XLIX. árg. — Akureyri, mtðvikudaginn 18. maí 1966 — 39. lbl. I Túngötu 1. FERÐASKRlFSTOFANsí^ 11475 Skipuleggjum ferðir skauta á milli. Farseðlar með Flugfél. ísl. og Loftleiðum. Eiga Norðlendingar að sæfta sig við dieselrafmagn? EKKI er langt liðið síðan stjórn ai-völd létu það koma til alvar- legrar athugunar, að byggja hér disilstöð, eina eða fleiri í stað nýrrar Laxárvirkiunar og láta þá framkvæmd nægja fyrst um árabij, þangað til hinn svokall- aði „náðarspeni" yrði lagður frá Búrfelli norður á milli jökla, yfir háfjöil Eyjafjarðar til Akur eyrar. í staðinn fyrir fyrirhugaða línu frá Laxá austur yfir Reykja hciði reka ríkisrafveiturnar nú disilrafstöðvar á Raufarhöfn og Þórshöfn og ætla að leiða raf- magn þaðan allt vestui' í Keldu- hverfi. Enn lifir disilstöðvahugmynd- in góðu lífi í höfuðstöðvum syðra, en rannsókn höfð í gangi í sambandi við virkjunarmögu- leika bæði hér og á Austurlandi samtímis og möguleikar á öræfa línu þá jafnframt í athugun. Hvað taka þessar rannsóknir langan tíma? Og hver verður niðurstaðan? Eitt er víst: Norð- lendingar geta ekki látið bjóða sér disilrafmagn til frambúðar, þegar allt Suð-Vesturland býr við ódýra orku frá stórvirkjun. ODDEYRARSKÓLANUM SLITIÐ ODDEYRARSKÓLANUM á Akuréyri var slitið laugardag- inn 14. maí sl. Um 420 börn voru I Afkvæði greift D-lisfan- j |um þýðir: Kjósandinn { f sæffir sig við stjórn- | j leysi innanlands og I ! auðsveipni við erlenf I vald. "■•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 11111111111111111111 FUNDIR FLOKKANNA ÞRfR stjórnmálaflokkar hér í bænum hafa nú haldið almenna kjósendafundi. Á fundi Alþýðubandalagsins mættu 55. Á almennum kjósendafundi Framsóknarmanna voru 180, en sá fundur var haldinn í Borgar- bíói á laugardaginn. Sjálfstæðismenn héldu svo kjósendafund á mánudagskvöld ið og fengu 117 áheyrendur. Alþýðuflokkurinn heldur kjós endafund í kvöld og hefur aug- lýst hljómsveit og söngvara ásamt ræðumönnum. Q í skólanum í vetur og skipt í 16 bekkjardeildir. Barnapróf tóku 50 böm og hæstu aðaleink- unn hlaut Friðný Jóhannesdótt- ir, ágætiseinkunn 9,79 og er það hæsta aðaleinkunn, sem gefin hefur verið í skólanum til þessa. Næsthæstu aðaleinkunn hlaut Guðný Jónsdóttir, ágætiseink- unn 9,69. Eins og undanfarandi ár gaf Kvöldvökuútgáfan bæk- ur til verðlauna fyrir nokkra beztu námsárangrana. Indriði Ulfsson, settur skóla- stjóri í vetur, lætur nú af starfi sem skólastjóri, en Eiríkur Sig- urðsson, skólastjóri tekur við starfi sínu. Hann hefur verið í orlofi í vetur og dvalið að mestu erlendis. Q Þeir, sem vilja Alþýðu- flokknum vel, kjósa hann ekki að þessu sinni. Aðvðrun gefur leysf hann úr þeim óíögum, að þjÓRa íhaldinu. Snjóskafl í vestanverðri Vaðlaheiði 15. maí 1966. (Ljósm.: E. D.) Síldarskipin eru að sigla austur SíMin er enn mögur en full af átu UNDANFARIN vor hefur oft verið rætt um það manna á milli að of seint væri hafin síld- arleit á austurmiðum. Má segja að alltaf hafi fundizt síld þegar skip hafa farið út á veiðarnar. Fyrir nokkru fór leitarskipið Hafþór á miðin út af Austfjörð- um til síidarleitar. Hélt hann nú nokkru sunnar út á miðin en farið hefur verið undanfarin ár. Eftir 230 til 240 sjómílna siglingu rv. ASA frá Kambanesi fann skipið allmikla síld. Fund- ust þarna ágætar torfur á all- stóru svæði. Síldin var uppi á tíu föðmum yfir nóttina en dýpk aði á sér yfir birtutímann. Frá þessum stað hélt Hafþór NNA eftir, allt norður fyrir 66 gráðu eða um 70 til 80 sjómílur. Á þessari leið fannst síld alltaf af og til sumt ágætar torfur. Allmikil rauðáta er á þessu svæði. Mældist hún 13 og upp í 65 ml. sem má telja mikla átu svo snemma sumars. Eitt íslenzkt veiðiskip kom á miðin í sl. viku og hefur þegar fengið tvo farma. Fyrri farminn fékk skipið um 150 sjómílur rv. ASA frá Seley. Síld sú, sem þarna veiddist virtist aðallega vera tveir árgangar 28—30 cm. og 36—37 cm. löng. Síldin er mjög mögur en full af rauðátu og ætti því að fitna fljótt. Seinni farmurinn fékkst um 80 sjómíl- ur í sömu stefnu frá Seley. Var það allt stór síld. í fyrra fékkst fyrsta síldin 24. maí. Var það sama skipið m/s Jón Kjartansson SU 111 sem fyrstur var á miðin og fékk strax veiði eins og nú. Veiði- svæðið fyrst á vertíðinni í fyrra var mikið norðar en síldin hef- ur fundizt nú. Hins vegar er það svæði ókannað enn og trúlegt að þar finnist einnig síld þegar leitað verður. Síðastliðna nótt fpru héðan (Framháld á blaðsíðu 7.) NORRÆNA SUNDKEPPNIN A ' W « 4» » Sjómannadagurmn í Ölafsfirði Ólafsfirði 17. maí. Sjómannadag urinn var haldinn hátíðlegur að venju. Hófust hátíðahöldin á laugardaginn kl. 4.30 með kapp- róðri Átta sveitir tóku þátt i róðrinum, sem fór fram á firð- inum rétt utan við hafnarmynn- ið í mjög góðu veðri. Sveit mótorbátsins Þorleifs vann. Á sunnudaginn var ágætt veð ur. Þá var allur bærinn fánum prýddur, svo og skip í höfninni. Kl. 10.45 gengu sjómenn í skrúð göngu til kirkju og hlýddu þar á messu hjá sóknarprestinum, séra Ingþóri Indriðasyni, kl. 2 var keppt í knattspyrnu. Land- menn sigruðu sjómenn. Aðal- skemmtun dagsins fór fram i félagsheimilinu Tjarnaihorg og hófst hún kl. 5. Gísli M. Gísla- son setti skemmtunina. Aðal- ræðu dagsins flutti Sigurður Jóhannsson sjómaður, Lúðra- sveit Ólafsfjarðar lék undir stjórn Magnúsar Magnússonar, Kristinn Jóhannsson skólastjóri las upp, nokkrir drengir sýndu leikfimi undir stjórn Björns Þórs Ólafssonar og að lokum var sýnd íslenzk litkvikmynd. Milli skemmtiatriða fór fram verðlaunaafhending til sigurveg ara í knattspyrnu og róðri. En í knattspyrnu voru verðlaun veitt í fyrsta sinn, likan af knatt spyrnumanni, sem Sigurður Jó- hannsson og Július Magnússon gáfu. Aldraðir sjómenn, þeir Mágnús Jónsson og Ólafur Guð mundsson, voru sæmdir heiðurs (Framhald á blaðsíðu 7) NORRÆNA sundkeppnin er hafin. Hér á Akureyri syntu fyrstu þátttakendur keppninnar á sunnudaginn og í gær höfðu 140 manns tekið þátt í henni. Norræna sundkeppnin er nú háð í sjötta sinn. Hún er talin hafa örvað sundáhuga þjóðar- innar 'og þjónar hún þá góðu málefni. Blaðinu barst í gær fréttatil- kynning um mál þetta, og þar sem hún er svo mjög á seinni skipunum, verður henni gerð skil síðar. íslendingar hafa vakið athygli með góðri þátttöku sinni í þess- ari sérstæðu keppni. Keppnisreglum hefur verið breytt og ætti það enn að örva metnað okkar. Sundsamband Norðurlanda sér um keppnina. Akuieyringar- létu ekki sitt eftir liggja í fyrri keppnum af þessu tagi. Vonandi gera þeir það heldur ekki nú. Q DAUTT BIARNDÝR VESTUR í Þaralátursfirði á Ströndum fannst nýlega dautt bjarndýr, sjórekið með molaðan haus, Finnendur hirtu úr því vígtennumar, sem voru sagðar þrír þumlungar á lengd. Q „Óhreina barnið” felur sig á bak við hvít- klæddu konuna í vara- sætinu. En það er samt jafn óhreinf og áður.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.