Dagur - 18.05.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1966, Blaðsíða 2
2 - Ræða Jakobs p' (Framhald af blaðsíðu 8). ingsins. í samvinnufélagi fá allir viðskiptamenn hlutdeild í rekstr- arafgangi eða hagnaði, ef einhver er f árslok. Eignum samvinnufélags verður ekki skipt upp milli félagsmanna og því ekki mögulegt að flytja eignina til annarra landshluta, ef félag leggst niður. En eignir ein- staklings eða hlutafélags getur eig- andi hvenær sem er flutt með sér, hvort heldur í aðra landshluta eða til útlanda. Hér á Akureyri þekkj- um við þess fjölmörg dæmi, að fjármagn fyrirtækis sem einstakl- ingar liafa komið á fót og það jafnvel með aðstoð og lánum frá bæjarfélaginu, hefur verið flutt, þegar eiganda hefur boðið svo við að horfa. Við vöknum við það einn morgun að fyrirtækið er lagt niður, rekstri hætt og fjármagnið, sem safnazt hefur vegna vinnu og viðskipta Akureyringa, er flutt til Reykjavíkur eða nágrennis, þar sem fjármagnið ávaxtast enn bet- ur en hér. Á svipstundu er fjár- magn fyrirtækisins horfið héðan og við sjáum fram á þá dapurlegu staðreynd, að við verðum að byrja á nýjan leik að mynda fjármagn og rekstrarfé, ef fyrirtækið á ekki að hverfa fyrir fullt og allt úr sögu Akureyrar. Ég vil ekki í þessu sambandi nefna nein nöfn einstaklinga eða fyrirtækja, sem þannig hafa flutzt burtu frá Akureyri og nágrenni með sitt fjármagn, oftast til Reykjavíkur, en ég held að all- flestir Akureyringar þekki dæmin eins vel og ég. Á árinu sem leið munu reikn- ingar KEA sýna þá útkomu, að mögulegt verður að endurgreiða i stofnsjóð AKUREYRINGA EINNA um 3 millj. króna, sem arð af verzlun þeirra á árinu 1965. Á undanförnum árum liefur svip- uð upphæð eða 4% af vöruúttekt Frímannssonar þeirra verið endurgreidd. Það má því benda á, að KEA veitir fé- lagsmönnum sínum geysimikla endurgreiðslu eftir hvert ár, fyrir utan það, að yfirleitt mun vöru- verð verá lægra hjá KEA en kaup mannverzlunum, og hvernig væri verðlagið hjá-kaupmönnum ef KEA nyti ekki við til að halda verði til neytenda í skefjum. VerðbólgaJi erToskapleg og virð- ist ntun-i Tará'hriiðversnandi með hverju ári meðan núverandi stjómarf'Iókkar fara; með völdin. Kaupgjald Iiækkar ckki f samræmi við • dýr-U’ðarhækkunina og öllum almeniringi hlýtur því að vera lífs spursmál að njóta eins góðra verzl unarkjara_ sem frekast er unnt. Því miður cr ekki útlit fyrir að dýrtíðar-stjórnin hrökklist frávöld um á’ næstúnni, en við getum sýnt henni, að við metum þann flokk, sem vill efla aimenningssamtök samvinnumanna, það er Fram- sóknarflokkinn^ rqfð því að gera veg hansdfem rnesfan við f hönd farandi ÉosninguiS. Ég get ekki annað en bent á þaoivrajmalega sannleika, að jafn vel Alþýðuflokkurinn hefur brugð izt því . skilyrðislausa hlutverki s(ny, ^Mrann vilí mcð réttu kall- ast AljjýðUflokkúr, að styðja sam- vinnufélagsskapinn, og á þann hátt draga úr framfærslukostnaði almennings. Ég þekki engan annan alþýðu- flokk f heiminum en Alþýðuflokk inn á 'íslandi, sem styður kaup- marínaverzluri, en er á móti sam- vinnuverzlun. Vonandi á hann eftir að súpa seyðið af þeirri stefnu sinni enn meira en þegar er orðið, og það nú þegar í næstu bæjarst jórnarkosn ingum. En Jrað er ekki aðeins bætt verzlun fyrir Akureyri sem Fram- sóknarflokkurinn berst fyrir, með því að styðja samvinnufélögin. Hann liefur sýnt það á undan- förnum árum, að hvert Jrað Jrjóð- þrifafyrirtæki í iðnaði, í fram- leiðslu, í allri Jrjónustu við al- menning, sem sanívinnufélögin berjast fyrir og vinna að, nýtur fullkomins stuðnings flokksins í ræðu og riti. A meðan aðrir póli- tískir flokkar styðja ekki sam- vinnufélögin á sama hátt, eigum við samvinnumenn að hjálpa okk ur sjálfir með Jjví að styðja Fram- sóknarflokkinn . Framsóknarflokkurinn hefur í blöðum sínum og tímaritum frá fyrstu tíð stutt af fullri einlægni þær miklu framkvæmdir Sam- bands islenzkra samvinnufélaga og Kaupfélags Eyfirðinga í upp- byggingu varanlegs framtíðar iðn- aðar hér á Akureyri, sem byggir tilveru sína fyrst og fremst á iðn- aði til fullvinnslu íslenzkrar hrá- vöru landbúnaðarins, svo sem ull- ar-, gæru-, skinna-, húða-, kjöts og mjólkuriðnaði o. fl. Ættum við Akureyringar, sem að verulegum hluta höfum okkar lffsafkomu í sambaildi við þenn- an iðnað, ekki að styðja þann flokk, sem við af langri reynslu vitum, að styður þessar höfuð iðn- • IIIIMIIIIIIIIUIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIh* j Á Norðurlandi ráðast | ! örlög íslands. Djarfir I jmenn trúa á landið, úr-| | tölumenn og ósjálf- | | stæðir frúa á efnahags-1 I bandalög, útlenda for-1 1 sjá, eða jafnvel vís- | | bendingar úr Morgun-i í blaðshöllinni. I •IIMMIMMIIMIIMIMMIMMIMMMIIMIIMIMMMIMIIIIMIMI* aðar-framleiðslugreinúr Akureyr- ar. Dettur nokkrum Akureyringi í liug, að samvinnuverksmiðjurn- ar, lang-stærstu og öflugustu iðn- aðarfyrirtæki landsins, hefðu risið upp hér á Akureyri ef Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn hefði á Jreim tíma ráðið lög- um og lofum í Jressu landi? Nei, góðir Framsóknarmenn og kjós- endur á Akureyri. Við erum nú, á Jressu stjórnartímabili íhaldsins og Reykjavíkurvaldsins, orðnir þeirri reynslu ríkari, að við vit- um, að stjórnarliðið æskir ekki framgangs dreifbýlisins. Þeirra GLERÁRSKÓLANUM var sagt upp sl. föstudag og skýrði skóla stjórinn Hjörtur L. Jónsson frá störfum skólans á vetrinum. f skólanum voru 103 böm í 6 bekkjardeildum. Yngri deild- ir skólans hófu nám 1. septem- ber en eldri deildirnar 4. októ- ber eða aðeins seinna en venju- lega, vegna kennaranámskeiðs, sem haldið var um mánaðamót- in sept.—okt. Foreldradagur var haldinn 23. nóv. og var hann mjög vel sóttur. Námsstjórarnir Valgarður Har aldson og Óskar Halldórsson heimsóttu skólann, og lagði Val garður reikningspróf fyrir elztu börnin, en Óskar ræddi um ís- lenzkukennslu og próf. Var sam kvæmt ósk hans haldið munn- legt próf í íslenzku nú í vor. Nemendur 6. bekkjar fengu þriggja daga skíðanámskeið í Hlíðarfjalli og tókst það með ágætum. Börnin héldu ársskemmtun sína 1. og 2. apríl við góða að- stefna er stóriðja og stórverzlun í Reykjavík, sem gæti skammtað Akureyri og öðrum útkjálkahér- uðum úr hnefa lágmarks lífsvið- urværi, en öll gróska, uppbygging og forusta, sem hvetur til lieil- brigðs framkvæmdastarfs, á að búa og blómgast í Reykjavík. Þetta hafa undanfarin íhalds- stjórnarár sýnt okkur og sannað, og því berjumst við fyrir lífi okk- ar Akureyringa Og dreifhýlisins með Jrví að kjósa Jrannig á kosn- ingadaginn.22. m'aí, að ekki verði til framdráttar stjórnarflokkun- um. sókn. Ágóðanum var varið til að greiða hluta af kostnaðinum við skíðanámskeiðið, en einnig til tveggja daga skemmtiferðar fyrir barnaprófsbörnin nú í lok mánaðarins. Zontaklúbbur Akureyrar bauð nemendum 6. bekkjar að skoða Nonnasafnið og hlýða á frásagn- ir um ævi Nonna. Seinna var svo lagt fyrir þau smápróf um rithöfundinn og veitt verðlaun fyrir beztu svörin. Sparifjársöfnun barnanna var um 5000 kr. Heilsufar í skólanum var á- gætt. Próf var haldið dagana 27. apríl til 9. maí og luku 17 börn barnaprófi. Hæstu einkunn hlaut Ásdís ívarsdóttir, 9.52, og fékk hún ásamt nokkrum öðr- um börnum bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu. Fastir kennarar við skólann eru 3, auk skólastjóra, stunda- kennarar voru 3 í vetur. Glerárskólanum slitið Húsbyggjendur: Athugið ai við kappkostum ai eiga ávalll sem fjölbreyttast úrval al byggingarefni, svo sem: SEMENT KALK TIMBUR STEYPUSTYRTARJÁRN SAUMUR BÁRUJÁRN SPÓNAPLÖTUR PLASTHÚÐAÐAR SPÓNA- PLÖTUR VALBORÐ PLASTHÚÐAÐ VALBORÐ HARÐPLAST KROSSVIÐUR GABOON TRÉTEX MIÐSTÖÐVAROFNAR: fslenzkir, danskir, enskir. PÍPUR OG PÍPUTENGI EXTROL ÞENSLUKÚTAR SJÁLFVIRKAR LOFT- SKRÚFUR LOFTSKILJUR VA” OG V/2” ÖRYGGISLOKAR KOPARKRANAR HREINLÆTISTÆKI Gustavsberg og Ifp KLOSETT HANDLAUGAR BAÐKÖR BIDET BAÐHERBERGISHILLUR BAÐHERBERGISSKÁPAR LJÓSASTÆÐI hvítt, gult, blátt, grænt. BLÖNDUNARTÆKI fyrir bað og eldhús GADDAVÍR TÚNGIRÐINGANET 5 og 6 str. GIRÐINGALYKKJUR GIRÐINGASTAURAR FÚAVARNAREFNI PINOTEX OG C-TOX ýmsir litir GÓLFDÚKAR GÓLFFLfSAR PLASTGÓLFLISTAR DÚKALÍM FLÍSALfM TEAKOLÍA MÁLNING MÁLNIN G ARÚLLUR PENSLAR SPARTL SPARTLSPARÐAR RYÐVARNAMÁLNING KÖLD GALVANISERING KURUST SKRÁR LAMIR VERKFÆRI SKÓFLUR SPAÐAR GARÐHRÍFUR ARFASKÖFUR 11 Ife II Ú ii A . KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Byggingarvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.