Dagur - 18.05.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 18.05.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hönd, sem gaf - hönd, sem tók SAMÞYKKT var á þiiigi í vor frum- varp ríkisstjórnarinnar um Atvinnu- jöfnunársjóð. í úpphafi greinargerð- ar, sem þingmenn fengu í hendur, var sagt, að mál þetta væri flutt „í samræmi við þá steínuyfirlýsingu rík isstjórnarinnar að mynda sjóð til að stuðla að jafnvægi í bvggð landsins í ríkari mæli og á skipulegri liátt en auðið hefur verið að gera með hinu takmarkaða ráðstöfunarfé Atvinnu- bótasjóðs“, er stofnaður var með lög- um árið 1962. Framsóknarmönnum, sem á fjór- um þingum í röð höíðu flutt frum- varp um sjálfstæða bvggðajafnvæg- isstofnun og byggðajafnvægissjóð, er fengi árlega 2% af ríkistekjum, en hlotið þau svör, að ný löggjöf urn þetta efni væri með öllu „óþörf“, þóttu þetta góðar fréttir og töldu þar með hilla undir nokkurn árangur af baráttu sinni. Við nánari athugun sáu þeir þó, að hér Var skemmra geng ið en menn höfðu gert sér von um. Sagt var, að sjóðurinn fengi 364 millj. kr. í stofnfé, sem mátti telja góða byrjun, ef handbær var. En af þessari upphæð reyndust 116 millj. kr. vera skuldabréf úr eigu Atvinnu- ■bótasjóðs, 98 rnillj. kr. eiga að koma lir búi Framkvæmdabankans á 4 ár- um, en hann hættir lánastarfsemi sinni, eins og Atvinnubótasjóður. í þriðja lagi á svo ríkisframlagið, sem Atviunubótasjóður hefur fengið, 10 millj. kr. á ári, að færast yfir í At- vinnujöfnunarsjóð og hækka um 5 millj. kr., þannig að það verður 15 millj. kr. eins og „atvinnuaukningar- féð“ var árið 1957, og er 10 ára fram- lag (1966—1976) kallað 150 millj. kr. „stofnfé". Reiknað var út hjá ráð- herra, að þetta 364 millj. kr. stofnfé verði orðið svo og svo mikð eftir lO ár með vöxtum og vaxtavöxtum, en óvissar tekjur eru það, þar sem mik- ill hluti af aðstoðarfénu þyrfti að vera vaxtalágur og sumt óafturkræft. Fyrir utan „stofnféð“ er sjóðnum svo ætlaður árlegur tekjustöfn, s’em að vísu gefur ekki af sér neinar -tekj- ur árin 1966—1969, en á árunum 1970-1972 rúml. II millj. kr. á ári. Eiga síðan að fara hækkandi,- éf á- æflanir standast. Rétt er þó að gera sér grein fyrir því, að hér er út af fyrir sig um að ræða talsverða umbót frá því sem áð- ur var í lögum um Atvinnubótasjóð frá 1962, bæði að því er varðar fjár- magn og starfshætti. En á það var bent af talsmfinnum Framsóknar- flokksins, að hér þyrfti miklu meira tií að koma, ef duga skyldi. Hitt er samt verra — og sorgarsaga þessa máls — að sú viðleitni, sem í hinum riýju lögum felst til aðgerða í hinu örlágaþrungna byggðajafn- (Framhald á blaðsíðu 7.) Æska Akureyrar vex upp í fögrum bæ. (Ljósm.: E. D.) VOR Á AK ÍBÚAR AKUREYRAR voru 1. desember sl. 9628 talsins. Hve margir ættu þeir að verða t. d. árið 1980, þ. e. eftir 15 ár, ef um eðlilega fólksfjölgun væri að ræða þannig, að inn- flutningur fólks í bæinn og brottflutriingur stæðust á? Beint liggur fyrir, að svara Jiessari spurningu á grundVelli þeirrar fjölgunar, sem orðið hef ur á undanförnum 15 árum, þ. e. á árunum 1951—1965. í því sambandi er ástæða til að taka það fram, að fólksfjölgunin á Akureyri, að Glerárhverfi með- töldu, varð á þessu tímabili tals vert minni hlutfallslega en fólks fjölgunin í landinu í heild, og veldur því fólksstraumurinn suður. En íbúum landsins í heild fjölgaði á þessu tímabili um nálega 49.600 eða um 35%. Með sömu fólksfjölgun hlut- fallslega næstu 15 árin, ættu í- búar Akureyrar að verða ná- lægt 13 þúsundum í árslok 1980 eða um 3370 fleiri en þeir voru 1. des. sl. Þessi viðbót er álíka mikill fólksfjöldi og nú er í Siglufjarðar- og Ólafsfjarðar- kaupstöðum samtals. 800 ÍBÚÐIR LENDUR. LOÐIR OG Ef þessi fólksfjölgun verður, þarf að vera búið að koma upp 700—800 nýjum íbúðum í bæn- um, auk þeirra, sem koma í stað gamalla og lagðar verða niður fyrir þann tírria. Ef þessi fólksfjölgun verður, hlýtur hið byggða svæði að stækka mikið, jafnvel þótt unnið yrði að því, að þétta nokkuð þá byggð, sem hér er nú. Bygging háhýsa gæti að vísu nokkuð dregið úr út- þenslu byggðarinnar og jafnvel stöðvað hana. En í bæ af þessari stærð, sem auk þess ræður yfir ódýrum lóðurn, verður naumast talið líklegt eða æskilegt, að hnigið verði að því ráði. Bygg- ing 700—800 íbúða er mikið við fangsefni fyrir bæjarfélagið og fjölskyldurnar, sem í hlut eiga. Á öðruni sviðum þarf einnig, ef vel á að vera, margt að ger- ast á næstu 15 árum. Eri því áð eins mun það gerast svo vel sé, að horft sé fram á Ieið, áætlanir gerðar og ráð í tíma tekið með almenningsheill fyrir augum. Eitt af því, sem mestú máli skiptir er, að bærinn eða önnur almannasamtök eigi nóg land, ekki aðeins til næstu 15 ára heldur til notkunar um langa framtíð. Eitt af því versta, sem komið getur fyrir bæjarfélag og atvinnulíf, ér að lóðir og lendur séu farnar að ganga kaupum og sölum í ábataskyni áður en þær verða undirstaða bæjarbyggðar og atliafna. Hátt lóðaverð stafar af fyrirhyggjuleysi bæjaryfir- valda og skiþuleggjenda og er eiít af því, er skapar dýrtíð í bæ og borg. Og á þann hátt hverfur oft mikið fé úr vösum borgar- anna yfir í hendur framsýnna fésýslumanna. HVERNIG VERÐA GÖTURNAR? í sambandi-við útfærslu bæjar byggðar hér á Akureyri, fyrir- sjáanlega fjölgun ökutækja og auknirigu umferðar er gatna- gerðin auðsætt og vaxandi við- fangsefni komandi ára. Hvernig verða götur Akureyrar eftir 15 ár, um það leyti, sem unglinga- prófsbörnin á þessu vori komast yfir þrítugsaldurinn? Bæjarfé- lagið þarf að setja sér mark í þessu efni til að keppa að, og búa sig undir að ná því marki á tilsettum tíma. Reykjavík er að verða 80 þús. manna borg og enn eru þar mal argötur eða moldargötur um mikinn hluta borgarinnar. Nú er tækni og reynsla í gatnagerð inni meiri en fyrr, og nýjar að- ferðir við gerð slitlaga koinnar til sögunnar t. d. olíumölin, sem tilraun hefur verið gerð með hér á Akureyri og virðist hafa þolað allvel veturinn í Kópa- vogi, þar sem talsvert var að slíkri gatnagerð unnið sl. sum- ar. Fleira kann að koma til sög- unnar. Hér skipíir miklu að bær inn hafi þeim sérfræðingum á að skipa, sem ekki standa öðr- um að baki í þekkingu, fram- takssemi og áhuga fyrir því að fylgjast með tækninýjungum, því að fjárframlög koma ekki að fullu gagni án þess. Er það ekki eðlileg bjartsýni að vænta þess, að Akureyri verði eftir 15 ár, þrátt fyrir æski lega stækkun, orðin ryklaus bær þegar sól skín á sumri? Að þá verði komið varanlegt slitlag á allar götur, þar sem teljandi umferð á sér stað? Ánægjulegt væri einnig að mega vænta þess á þeirri tíð, að kynd ing eldstæða og óþrif sem henni fylgja, væru úr sögunni, en vatn úr heitum neðanjarðarlind um eða raforka frá ódýrri vatns virkjun verði komin í hennar síað. HRAÐBRAUT UM AKUR- EYRI. Ætla má, að áður en lagt er liðið á 15 ára tímabilið, verði búið að byggja liina fyrirhug- uðu hraðbraut gegnum Akur- eyrarbæ, sem nú þegar er byrj- að á. Svo mun vera ráð fyrir gert, að braut þessi verði að verulegu leyti byggð á uppfyll- ingu í sjó fram og að Glerárgata á ofanverðri Oddeyri taki við í beinni stefnu norður af hinni nýju sjávarbraut. HÖFN OG SKIPASMÍÐAR. Hin eldri hafnarmannvirki hér munu þá verða að þoka um set og er þá vissulega tími til þess kominn að gera sér grein fyrir því, hvernig og hvar fram- tíðarhöfn Akureyrar verður. Þegar hafa verið byggð hafnar- mannvirki á Oddeyri, svo sem Togarabryggjan, smábátadokk o. fl., og þar verður hin nýja og mikla dráttarbraut, sem mun verða byrjað að byggja innan skamms og miklar vonir éru bundnar við í sambandi við stál- skipasmíði hér á Akureyri og riiargskonar skipaviðgerðir. Hjá verkfræðingum syðra hafa verið uppi þær hugmynd- ir, að til greina geti komið, að öll framtíðarhöfnin verði norð- austan á Oddeyri, og að skipa- afgreiðsla flytjist þangað. Hér í bæ munu þó margir vera þeirr ar skoðunar, að skjólið á Poll- inum beri að nota hér eftir sem hingað til og að meiriháttar skipaafgreiðslu eigi í framtíð- inni að staðsetja sunnan á Odd- eyrinni og ekki þurfi að vera mjög dýrt að mynda þar rúm- gott athafnasvæði í landi fyrir út- og uppskipun. En hvað sem þessu líður og þó að bygging dráttarbrautarinnar sitji fyrir öðrum hafnarmannvirkjum á næstunni, er jafnframt aðkall- andi að komast að niðurstöðu um framtíðarstað'setningu fram- > - - Flughöfnin við Akureyri er ein af lífæðum Norðurlands, 5 tíðarhafnarinnar og að hefja áætlunargerð í sambandi við hana. Við þá ráðagerð þarf að gera sér grein fyrir því, að Ak- ureyri verður á komandi tímum einnig xitflutningshöfn í mun stærri stíl en hún er nú, og hvernig þau skip muni verða, sem í förum verða milli íslands og annarra landa. FLUGHÖFNIN. Eins og kunhngt er hefur flug höfn Akureyrar þegar verið vral inn staður og er vel á veg kom- in, þó að meira þurfi þar til að koma. Ef Norðurland verður svo eftirsótt dvalarsvæði ferða- manna .Víðsvegar að, sem ýmsir Iáta sér til hugar koma, mun hlutverk hennar verða mikið, er stundir líða. ATVINNAN ER UNDIR- STAÐA GÓÐRA LÍFSKJARA. Um vegi og götur, orkuleiðsl- ur, skipahöfn og flughöfn falla þeir straumar, sem nú og eftir- leiðis gefa atvinnulífi bæjarins lífíð og vaxtarmáttinn. En at- vinnulífið sjálft er hér sem ann arsstaðar undirstaða góðra lífs- kjara, menningar og framfara. Atvinnulífið er frumskilyrði þess, að bærinn vaxi, þó að þar kómi margt fleira til. Verði hér hnignandi atvinnulíf t. d. á næstu 15 árum, mun ekki verða um þá fólksfjölgun að ræða, sem kölluð hefur verið eðlileg hér að framan. Hún gæti líka orðið meiri. En með ólieillaþró- un í landi getur endurtekið sig hér, það sem gerðist á Seyðis- firði, sem var 1000 manna blómlegur bær snemma á þess- ari öld en ekki nema 700—800 manna bær nær hálfri öld síðar. f því sambandi er þess ekki að dyljast, að hér hafa í seinni tíð sumar vonir brugðizt og útlit ekki sem bezt á sumum sviðum. En það er dugandi manna hátt- ur, að treysta giftu sinni meðan auðið er. Akureyri óx á öldinni sem leið, sem verzlunarstaður, er studdist við landsnytjar. og sjáv- araflann innfjarðar. Hér og ann arsstaðar við Eyjafjörð tók al- menningur upp þá aðferð fyrir aldamót að reka sjálfur verzlun sina og nota þá aðstöðu, er þann ig skapaðist, í vaxandi mæli til atvinnuuppbyggingar. f seinni tíð liefur Akureyri verið mis- jafnlega vaxandi verzlunarbær og iðnaðarbær, umferðamiðstöð og að nokkru leyti skólabær fyr ir aðkomufólk auk sinna eigin barna. STOR FISKISKIP. Vegna legu bæjarins við botn Eyjafjarðar, er ekki almennt tal ið, að fiskveiðar standi liér föst um fótum, a. m. k. ekki þær veiðar, sem mest kveður að nú. Því var til þess ráðs gripið að fá hingað stór fiskiskip til veiða á djúpmiðum íslenzkum eða á fjarlægum miðum. En undan- farin ár hefur slík útgerð staðið höllum fæti hcr og annarsstað- ar. Er íslenzki togaraflotinn nú mjög minnkandi og úr sér geng inn, hvað sem verða kann. IÐNAÐURÍNN. • Sú framleiðsla, sem bezt lief- ur dafriað hér í bæ og staðið hef ur föstum fótum undanfarin ár, er framleiðsla ýmiskonar iðn- aðarvara auk byggingaiðnaðar- ins í þágu bæjarbúa. Ber þar hæst verksmiðjur samvinnu- manna, sem einkum liafa unnið úr landbúnaðarafurðum en þó nokkuð úr innfluttum hráefn- um. En margar aðrar stoðir renna þó undir Akureyrar-iðn- aðinn eins og hann er nú, t. d. húsgagnasmíði og skipasmíði, er síðar verður að vikið. Þetta hef- ur gerzt í seinni tíð, þó að sam- göngur liafi verið og séu enn skipulagðar sérstaklega fyrir iðnað og verzlun höfuðborgar- innar, en á engan hátt með sér- stöku tilliti til framleiðslu Ak- uréyringa eða verzlunar hér í bæ. VARNAÐARORÐ. FuII ástæða er til þess fyrir Akureyringa sem og marga aðra víðsvegar um land, að vera á verði gegn nýjum hagfræðikenn ingum og ráðstöfunum, sem á döfinni eru og nú eru mjög pí-edikaðar fyrir þeim stóra liópi verkfróðra og tæknimenntaðra manna, sem vegna tilviljunar- kenndrar þjóðfélagsþróunar hafa safnazt saman í höfuðborg vorri af því að viðfangsefnin þykir skorta á öðrum stöðum. Hér er um að ræða þá kenn- ingu, að innflutningur vara eigi að vera frjáls, án tillits til inn- lendrar framleiðslu, og að svo mikinn liluta íslenzks iðnaðar sem unnt sé, eigi að sameina í stórum verksmiðjum á einum stað, þar sem f jölmennið er mest. Þannig, segja formælendur þess arar kenningar, kemst íslenzk- ur iðnaður næst erlendum stór- iðnaði í hverri grein, og lijá fyrirtæki, sem sé staðsett í mesta fjölmenninu, verði dreif- ingarkostnaður minnstur og arðsvon mest fyrir eigendur, og (Ljósm.: E. D.) geti þeir þá borgað hæst kaup. Þessu fylgir svo sá hoðskapur, að fslendingum verði ekki lífs auðið sem slíkum á komandi tímum, nema liér sé hægt að veita sér þær hæstu tekjur og mestu lífsþægindi, sem á hverj- um tíma fyrirfinnast við austan- eða vestanverl Atlantshaf — að „lífsþægindagræðgin“, sem Sig- urður Líndal nefndi svo í hinni frægu 1. des. ræðu sinni verði dauðamein þjóðarinnar, ef henni verði ekki fullnægt. Nú stendur jafnvel til að flytja inn tilbúin hús og draga þar með úr því, að íslendingar byggi yfir sig sjálfir eins og gert hefur verið. Einhverjir kunna að spyrja: Hvemig fer um verzl- unarjöfnuðinn og gjaldeyris- varasjóðinn, ef allt á að kaupa frá útlöndum nema fiskinn í sjónum? Um það efni verður ekki fjallað hér. En í augum Akureyringa og margra ann- arra hlýtur, þegar svo horfir, að vera blika á lofti — en hinir sér fróðu menn fáir nyrðra til að bera fram þau lærdómsrök, er til varnar mega verða. STÓRVIRKJUNIN Þegar allt þetta er haft í huga, þarf enginn að furða sig á því, að bæjarstjórn Akureyrar þótti hlýða, að fara fram á það í nóv- ember 1964, að byrjað yrði að framleiða ódýra raforku í stór- um stíl hér á Norðurlandi, og að aluminiumverksmiðja, ef til kæmi, reist í nágrenni Akur- eyrar. En eins og kunnugt er, tókst riiönnum fyrir sunnan að reikna út, að jafnvel háþróaður stóriðnaður útlendur þyldi ekki Iiið norðlenzka loftslag. Hvað þá um allt það, sem smærra er, þegar tækni- og liagfræðikvarð- inn verður á það lagður, spyrja menn e. t. v. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér. Ekki skal heldur langt út í það farið, hvemig aluminiumstóriðja hefði lánazt hér. E. t. v. hefði hún megnað það, sem ekkert annað fær megnað, að snúa fólks straumnum, sem til suðurs ligg- ur, við um stund. Vera má að hún hefði ekki orðið sumum at- vinnugreinum þarfleg. En nú liggur það fyrir, að aluminium- verksmiðja verður reist í Stór- Reykjavík, og að hún er líkleg til að stækka strauminn fyrst um sinn, en livorki minnka liann né snúa honum við. STÁLSKIPASMÍÐI O. FL. Stóriðjuleiðin verður ekki leið Akureyringa fyrst um sinn, a. m. k. ekki sú stóriðja, sem var á dagskrá þjóðarinnar í vetur. Og þrátt fyrir þær kenn- ingar, sem lýst hefur verið hér að framan, hljóta bæjarfélagið og oddvitar atvinnulífsins að sækja fram eftir öðrum leiðum, til að tryggja framtíð Akureyr- ar. Hér mun verða reynt að' byggja ofan á það, sem fyrir er á sviði atvinnumála. Vera má, að dráttarbrautin og stálskipa- smíðin eigi eftir að verða mikil lyftistöng Akureyrar og spara þjóðinni gjaldeyri, jafnvel skapa hann, er stundir líða. NORÐLENZKT VIÐHORF. En ef slíkt á að takast — að tryggja framtíð Akureyrar og eðlilegan vöxt — mun það skipta meira máli en flest arin- að, að unnt reynist að efla og varðveita bæði hér og annars- staðar á Norðurlandi,norðlenzka félagshyggju og sjálfstæða norðlenzka stefnu til atvinnu- og landsmála eftir því, sem nauðsyn krefur. Að norðlenzk hugsun og norðlenzkur vilji til framsóknar geti verið skapandi afl, þar sem norðlenzk samtök og norðlenzkir fulltrúar koma við sögu. Að oddvitar niála liér á Akureyri og á Norður- landi yfirleitt líti á sig sein ann- að og meira en útibússtjóra, er framkvæmi það eitt, sem fyrir þá er lagt af æðra valdi í öðrum landshluta. (Framhald) SKRIFSTOFUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Á AKUREYRI SKRIFSTOFAN HAFNARSTRÆTI 95 er opin kl. 10—12, 2—6 og 8—10 alla daga til kosn- inga. SKRIFSTOFAN LÖNGUHLÍÐ 2 er opiri kl. 8—10 öll kvöld til kosninga. Stuðnings- menn látið skrá ykkur til stárfa. B-listinn. KOSNINGASJÓÐURINN Stuðningsmenn tryggið skerf í kosningasjóðinn. — Margt smátt gerir eitt stórt. SJÁLFBOÐALIÐAR! Þeir stuðningsmenn B-listans, sem vilja starfa á kjör- degi, eða við undirbúning kosninganna fram að þeim tíriia haf samband við skrifstofurnar Hafnar- stræti 95, símar 2-11-80 og 1-14-43, og Löngulilíð 2, sími 1-23-31. Þar er einnig tekið á móti framlögum í kosningasjóðinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.