Dagur - 11.06.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1966, Blaðsíða 2
2 Vormót í frjálsum íþróffum VORMÓT Akureyrar í frjáls- um íþróttum fór fram fyrir skömmu. Þátttaka var mjög ]ítil af hálfu Akureyringa og árangur slakur. Kjartan Guð- jónsson sigraði í 4 greinum. Úrslit urðu þessi: Kúluvarp. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍR 14,20 2. Þóroddur Jóhannss. UMSE 13,58 3. Páll Stefánsson Þór 10,14 Langstökk. m. 1. Kjarlan Guðjónsson ÍR 6,14 2- Gestur Þorsteinsson UMSS 6,12 3. Birgir Ásgeirsson IR 5,54 Hástökk. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍR 1,80 2. Halldór Matthíasson KA 1,60 3. Jóhann Friðgeirsson UMSE 1,55 100 metra hlaup. sek. 1. Birgir Ásgeirsson ÍR 11,8 2. Gestur Þorsteinssón UMSS 11,9 3. Jóhann Friðgeirsson UMSE 12,1 ATHUGASEMD VEGNA fréttar í Degi 8. júní gl. varðandi dansleik á Laugum, vil ég taka fram eftirfarandi. Gagnfræðingar Laugaskóla báðu mig að annast um lög- gæzlu og útvegun á löggæzlu- mönnum eftir því sem ég áliti að þyrfti. Ég réði þá tvo menn, sem með mér voru þar og kom aldrei til að við yrðum fleiri þar sem ég reiknaði ekki með áð óspektalýður annarra héraða íjölmennti á þessa samkomu. Það voru ekki unglingar á aldrinum 16—18 ára, sem óspektum og illindum ollu, held ur var það fólk á aldrinum milli tvítugs og þrítugs og sannar það, það sem blasir víða við, að það þarf að útiloka fullorðna fólkið frá samkomum en ekki unglingana til þess að á þeim geti talizt mannsæmandi brag- ur. Ragnar Jónsson Fjósatungu. - Laxinum opnuð leið (Framhald af blaðsíðu 8). hann kemur úr sjó eftir 2—3 ár. Ætlunin er, að taka hann þá í laxakistur neðan við virkj anir og flytja hann upp fyrir torfærumar, svo sem gert hef- ur verið áður hér á landi með góðum árangri. Teikningar að nokkru mannvirki og útbún- aði til þessa, liggja nú fyrir og er þess fastlega vænzt, að ekki standi á því, að tekið verði á móti laxinum á viðeigandi hátt, þegar þar að kemur. Á því vatnasvæði Laxár, sem hér um ræðir, og nú á að gera að laxveiðisvæði, þykir mjög fagurt og veiðistaðir eru ótelj- andi. Vonandi er, að tilraun sú, sem- nú er verið að gera, takist yeh P. J. Kringlukast. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍR 37,20 2. Þóröddur Jóhannss. UMSE 35,65 3. Geslur. Þórsteinsson UMSS 31,76 1500 metra hlaup. mín. F. Vilhjálmur Björnss. UMSE 4,52,5 í TILEFNI af 80 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga er nú í undirbúningi myndarlegt af- mælisrit, sem Árni Kristjáns- son menntaskólakennari og fl. vinna að. Það mun koma út síðar á árinu. í tilefni afmælisins samþykkti aðalfundur KEA 1966 250 þús. kr. framlag til Menningarsjóðs. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samhljóða samþykkt: „Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga, Akureyri, haldinn 6. og 7. júní 1965, beinir þeim ein dregnu tilmælum til Seðlabank ans og viðskiptabankanna, að þeir hækki lán vegna landbún- aðarafurða upp í sama hlutfall og gilti um þær á árinu 1965. Bendir fundurinn m. a. á, að svo þröngt er um greiðslufé, að ekki hefir reynzt unnt að greiða nú að fullu eins og allt- af hefir verið gert áður, reikn- ingslega uppbót á mjólk inn- lagða 1965 og jafnframt orðið að lækka útborgunarverð til bænda. Er einsætt, hvílíkum vandræðum slíkt hlýtur að valda bændastéttinni, ekki sizt í erfiðu árferði eins og nú hefir EINS og tvö undanfarin sumur gengst Ungmennasamband Eyja fjarðar fyrir sumarbúðastarfi nú í sumar fyrir unglinga á sam bandssvæðinu. Verða þau tvö að þessu sinni og bæði að - Sjúkrasamlag Ak. (Framhald af blaðsíðu 1). það til dauðadags, en Jónas Thordarson hefur verið gjald- keri síðan 1954. í nóvember 1936 var tala tryggðra 2.192, en eru nú 6.035 og greiða þeir rúmar 7 milljón- ir í iðgjald, en heildartekjur samlagsins 1965 voru tæpar 19 milljónir. Gjöld á sama tíma rúmlega 17,5 milljónir. Sjúkrasamlagið er nýflutt í rúmgott og vistlegt húsnæði í Geislagötu 5, en var áður, eins og flestir vita, í Kaupvangs- stræti 4. í desember 1912 var rætt á fundi Kvenfélagsins Framtíðar innar um stofnun sjúkrasam- lags hér á Akureyri og lagðar fram 2000 kr. því til eflingar. Það sjúkrasamlag var stofnað með tilstyrk ýmsra aðila og starfaði við erfið skilyrði, en af mikilli þrautseigju, þar til nú- verandi samlag tók við. Á Akur éýri heftir' því starfað sjúkra- --saadag hálfa ö]d. . □ KA sigraði 6:1 VORMÓT í knattspyrnu er haf ið og lék 3. fl. KA-Þór sl. fimmtudagskvöld. Leikið var á malarvellinum við Sana. Leik- ar fóru svo að KA sigraði með 6:1 marki. verið. Væntir fundurinn fast- lega góðs skilnings og vinsam- legra undirtekta bankanna um þetta mikla alvöru- og nauð- synjamál." í stjórn félagsins var endur- kjörinn til þriggja ára Brynjólf ur Sveinsson, menntaskólakenn ari. Úr stjórn átti einnig að ganga Björn Jóhannsson, bóndi, Laugalandi, sem átt hefir sæti í stjórn félagsins frá árinu 1948. Hann baðst nú eindregið und- an endurkosningu og var í hans stað kjörinn Hjörtur Eld- járn Þórarinsson, bóndi, Tjörn, til þriggja ára. Varamenn í stjórn félagsins voru kjörnir til þriggja ára Jón Hjálmarsson, Villingadal og Gísli Konráðs- son, Akureyri. Guðmundur Eiðsson, bóndi var endurkjör- inn endurskoðandi og Ármann Dalmannsson, skógarvörður, varaendurskoðandi til tveggja ára. í stjóm Menningarsjóðs var endurkjörinn Þórarinn Björnsson, skólameistari, til þriggja ára. Þá voru og kjörnir 2 fulltrúar á Sambandsfund kaupfélaganna á Norðurlandi og 14 fulltrúar á aðalfund Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Laugalandi í Eyjafirði. Hið fyrra sem ætlað er unglingum 13, 14, 15 og 16 ára hefst 18. júní og stendur til 26. s. m. Seinna námskeiðið hefst 26. júní og lýkur 3. júlí og er ætlKð börnum 10, 11 og 12 ára. Nær 70 unglingar hafa tilkynnt þátt töku í sumarbúðunum, en hægt er að bæta nokkrum við enn. Aðaluppistaðan í þessum sum- arbúðum er íþróttir, m. a. verð- ur veitt tilsögn í frjálsum íþrótt um, sundi, knattspyrnu, hand- bolta og glímu. Þá verður hjálp í viðlögum kynnt, umferðar- fræðsla veitt og komið á kvöld vökum með ýmsu efni til fróð- leiks og skemmtunar. Aðstaða til sumarbúðastarfs á Laugalandi er mjög góð. Hösk- uldur Goði Karlsson verður for stöðumaður sumarbúðanna. (Fréttatilkynning) - ICELAND REVIEW (Framhald af blaðsíðu 5) í fyrsta sinn í Iceland Review. Er þar fjallað um árangur þann, er íslendingar hafa náð í fisk- veiðum — og ennfremur er Vínlandskortinu svonefnda gerð skil. Gísli B. Björnsson gerði kápu og sá um útlit, en Setberg prent aði. Ritstjói-ar eru Haraldur J. Hamar og Heimip Hawnesson. ÝMISLEGT FRÁ AÐALFUNDI K.E.A. Sumarbúðir á Laugalandi FERMINGARBARNAMÓT EYJAFJARÐARPRÓFASTSDÆMIS FERMIN G ARB ARN AMÓT- Eyjafjarðarprófastsdæmis var haldið að Freyjulundi og Möðruvöllum hinn 5. júní. Þátt takendur voru úr öllum presta köllunum, frá Siglufirði og inn í Grundarþing, alls 175. Sigl- firðingar lögðu af stað daginn áður, og var þé nýbúið að moka Siglufjarðarskarð. Ólafsfirðing- ar komu með báti inn á Dalvík og slóust þar í för með Svarf- dajlingum og Hríseyingum. Við skráningu fengu allir þátttakendur merki til þess að auðkenna sig og mótsskrá frá æskulýðsfulltrúa þójðkirkjunn ar. Við mótssetningu tendraði fermingarstúlka Ijósin þrjú, fyr ir Guð, fyrir náungann, fyrir ættjörðina og fermingardreng- ur las ávarp frá biskupi íslands. Þá hófst biblíulestur og leiddi hann séra Bolli Þ. Gústafsson. Eftir dádegisverð var haldið til Möðruvalla og unað við leika og íþróttir á sléttu túni í bezta veðri. Þessum þætti mótsins stj órnuðu æskulýðsfulltrúarnir Hermann Sigtryggsson og Þór- oddur Jóhannsson og fórst það einkar vel úr hendi, svo að all- ir tóku þátt í því sem fram fór og höfðu skemmtan af. Mesta kátínu og aðdáun vakti frammi staða prestanna og aðstoðar- manna þeirra í keppni við úr- val úr hópi fermingardrengja. Tókst hinum fyrrnefndu að halda til jafns við hina knáu pilta í reiptogi og boðhlaupum. Kl. fjögur var messað á þrem stöðum. Séra Ragnar F. Lárus- son prédikaði í Möðruvalla- kirkju, séra Ingþór Indriðason í Glæsibæjarkirkju og séra Á- gúst Sigurðsson á Elliheimilinu í Skjaldarvík. Altarisþjónustu önnuðust séra Pétur Sigurgeirs son, séra Bolli Gústafsson og séra Stefán Snævarr. Eftir kvöldverð hófst kvöld- vaka að Freyjulundi og stóð ná lægt þrem tímum, svo mikið efni var á boðstólum. Davíðs - BÚFRÆÐINGAR (Framhald af blaðsíðu 8). Að skólauppsögn lokinni fóru skólapiltar í ferð til Akureyrar og skoðuðu þar ýmislegt til fróð leiks. Meðal annars skoðuðu þeir verksmiðjur KEA og SÍS og kynntu sér búskap að Lundi og á Grísabóli. Síðastliðið haust stofnaði Irma Weile Jónsson sjóð við skólann til minningar um mann sinn, Ásmund Jónsson frá Skúfsstöðum í þeim tilgangi að styrkja efnilega nemendur skól ans til framhaldsnáms. Styrkur inn var í fyrsta skipti veittur úr þessum sjóði í vor og hlaut hann Ragnar Eiríksson, en hann útskrifaðist frá skólanum í fyrra. Fer hann til framhalds- náms í Danmörku á næstunni. Húsnæðisskortur hefur vald- ið skólanum að Hólum nokkr- um vandræðum, en full þörf er nú orðin á auknu húsrými vegna mikillar aðsóknar að skólanum. Eru ráðamenn skól- ans bjartsýnir á, að bót verði ráðin á þessum málum á næst- unni. Aðsóknin að skólanum er svo mikil, að sýnt er þegar að" skólinn verður fullskipaður næsta vetur,- □ skálds Stefánssonar var minnzt og fluttir voru margir leikþætt ir af ungmennunum við beztu undirtektir. Farið var í nýjan leik og mikið sungið. Hinn ó- viðjafnanlegi Júlíus Júlíusson æskulýðsfulltrúi á Siglufirði flutti gaman og alvöru. Kvöld- vökunni lauk með athyglis- verðri hugleiðingu séra Ágúst- ar Sigurðssonar. Stjórn kvöld- vökunnar annaðist séra Stefán Snævarr. Mótinu sleit séra Birgir Snæ björnsson og var klukkan þá nær hálftíu. Það var allra mál, að mót þetta hefði tekizt með miklum ágætum, og ekkert varð til þess að varpa skugga á þá fögru endurminningu, sem þennan dag bættist í minninga sjóð þátttakenda. Öllum þeim sem lögðu þessu móti lið á einn eða annan hátt eru færðar beztu þakkir. Án þeirra hefði orðið erfitt um vik. Undirbúningsnefnd. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). aðar sem breytingartillögur við aðaltillögu Framsóknarmanna og farið með þær sem slíkar. Tillögunni, rásamt breytingar- tillögunum var svo vísað til frekari athugunar bæjarráðs. Með þetta í huga verður naum ast annað sagt en nlálflutningur um þessi mál sé mjög villandi í síðasta Alþýðumanni, svo ekki sé meira sagt. En hann segir það blátt áfram, að tillögur um áðurnefnda framkvæmdaáætl- un sé að frumkvæði Alþýðu- flokksmanna! Vilja nú allir Lilju kveðið hafa. Sigurjóni verður það á, að blanda saman málefnasamningi, scm flokks- bræður hans leituðu eftir og framkvæmdaáætlun Framsókn armanna, sem er sitt hvað. Framsóknarmenn lögðu einmitt áherzlu á, í óformlegum við- ræðum, við Alþýðuflokksmenn, að gerð yrði framkvæmdaáætl- un með aðstoð sérfræðinga, sem lilýtur að taka nokkurn tíma, í stað þess að láta sér málefna- samning nægja. - ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ (Framhald af blaðsíðu 1). inn og sýnt á Húsavík og í Skúla garði, en einnig verða sýningar á Dalvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki, en ekki er blað inu kunnugt, í hvaða röð þær sýningar verða. Hinn 29. júní verða Afturgöngurnar svo sýnd ar í Ásbyrgi í Miðfirði, við vígslu félagsheimilis þar. Þjóðleikhúsið hefur flest ár, eða öll, síðan það tók til starfa, farið lengri eða skemmri leik- ferðir um landið og ætið átt gott erindi til fólks úti á landi. Aðrir leikflokkar hafa einnig oft lagt land undir fót á sumr- in, misgóðir að vísu, en hafa þó auðgað skemmtanalífið. En að sjálfsögðu eru gerðar mestar kröfur til Þjóðleikhússins, bæði um val efnis og leiks og hefur. það ekki brugðizt til þessa. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.