Dagur - 11.06.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 11.06.1966, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Hér er einn vottur hinna ömurlegu og hættulegu vega innan landamerkja bæjarins. Myndin er tekin sunnan Gróðrarstöðvarinnar í fyrradag af þingeyskum vörubíl, sem þar situr á öxli í for- arvilpu. Þarna hefur verið „óviðgerður íarartálmi“ í allt vor á fjölfömustu leið út frá Akur- eyri. (Ljósm.: E. D.) HEILDARVELTA KÞUM190 MILLJ. KR. Frá aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga var haldinn dagana 3. og 4. þá m. Mættir voru á fundinum, auk félagsstjórnar, kaupfélagsstjóra og endurskoðenda, 105 fulltrú- ar frá deildum félagsins. Heildarvelta félagsins á ár- inu 1965 hafði orðið nálega eitt bundrað og níutíu milljónir. Eignaafskriftir á árinu voru um tvær milljónir. Endur- greíðsla vöruverðs um ein imiiljón króna. Mikium erfiðleikum olli birgðaaukning mjólkursamlags félagsins á árinu. Fundurinn taldi almennar fjárhagshorfur ótryggar og gerði ráð fyrir mjög takmörk- uðum framkvæmdum til fjár- festingar hjá félaginu á árinu. Uthlutað var úr Menningar- sjóði félagsins til ýmis konar menningarmála kr. 90.200,00. Ymsar ályktanir voru sam- þykktar um innanfélagsmál. Ur félagsstjórninni gengu: Úlfur Indriðason, Héðinshöfða, Tjörnesi og Ulugi Jónsson, Bjargi, Mývatnssveit. — Voru þeir báðir endurkjörnir til þriggja ára. 1 stað Þráins Maríussonar, sem látizt hafði á árinu, var kosinn í félagsstjórnina til tveggja ára, Jóhann Hermanns son, Garði, Húsavík. Varamenn í félagsstjórnina til eins árs voru endurkosnir: Þráinn Þórisson, Skútustöðum, Mývatnssveit og Óskar Sig- tryggsson, Reykjarhóli, Reykja hverfi. Endurskoðandi til tveggja ára var kosinn Hlöðver Hlöð- vesson, Björgum, Ljósavatns- hreppi. Fulltrúar á aðalfund Sam- bands ísl. Samvinnufélaga voru kosnir: Karl Kristjánsson, Húsa vík, Teitur Björnsson, Brún, Baldur Baldvinsson, Ófeigs- stöðum, Jón Sigurðsson, Yzta- felli, og Pétur Jónsson Reyni- hJíð. □ Tuttugu búfræðingar frá HóSum FYRIR nokkrum dögum var bændaskólanum á Hólum slitið og útskrifuðust að þessu sinni 20 búfræðingar víðs vegar að af landinu. Hæstu einkunn, 9.2, hlaut Sig urjón Tobíasson frá Geldinga- holti í Skagafirði. Hlaut hann einnig þrenn verðlaun, frá Bún aðarfélagi íslands fyrir Fóður- fræði, og frá Dráttarvélum h.f. og SÍS fyrir meðferð búvéla og dráttarvéla. „OFSALEG DÝRTÍГ Sigurður Helgason, varaformað ur Loftleiða li.f., sagði á nýlega höldnum aðalfundi: „Eitt er það mál, sem háir fé- laginu mjög, en það er hin óhagstæða verðbólguþróun inn anlands. Kostnaður allur hér á landi eykst hröðum skrefum og mikið hraðar en í nágrannalönd unum. Ekkert lát virðist vera á þessari óheillaþróun hér .... Hér er félagið alveg varnar- laust . . . í harðri samkcppni við um þrjátíu önnur flugfélög á Atlantshafinu .... island er að verða aldýrasta landið, sem félagið starfar í, bæði að því er launakostnað og annan kostnað áhrærir. Útlendir ferðamenn kvarta einnig í sífellt vaxandi mæli um þá ofsalegu dýrtíð, sem hér ríkir og fer að verða erfiðleikum bundið að fá fólk til að lieimsækja landið, ef þessi óheillaþróun verður ekki stöðv uð.“ HARÐUR DÓMUR Gunnar Guðjónsson, fomiaður Sölumiðstöðvar hraðfrystiliús- anna, sagði m. a. í setningar- ræðu á aðalfundi samtakanna, um stefnu ríkisstjórnarinnar: „Þessi þróun er orðin svo al- varleg fyrir alla fiskframleið- endur, að ekki verður lengur fram hjá henni gengið án þess að nauðsynleg lausn sé fundin á hráefnisskorti frystihúsanna. Það er ekkert einkamál örfárra manna, hvernig fer fyrir hrá- efnisöflun fiskiðnaðarins gegn- um togara, línubáta eða niinni Sjúkrasamlag í meira en hálfa öld SJÚKRASAMLAG Akureyrar bauð blaðamönnum og læknum til kaffidrykkju að Café Scan- dia síðastliðinn fimmtudag í til efni af því að á þessu ári eru liðin 30 ár frá því að Sjúkra- samlag Akureyrar tók til starfa samkvæmt lögum í núverandi formi. Hinn 22. febrúar 1936 hélt nýkjörin stjórn sinn fyrsta fund, en hana skipuðu: Sig- tryggur Þorsteinsson, Stefán Ag. Kristjánsson, Þorsteinn Þor steinsson, Valdimar Steffensen og Jón Sveinsson. Sigtryggur Þorsteinsson var kjörinn for- maður og var það til dauðadags 1961. Stefán Ág. Kristjánsson hefur verið samlagsstjóri frá upphafi. Samið var við lækna og sjúkrahús sama ár. Iðgjald var í byrjun kr. 3.00 á mánuði, en er nú kr. 115.00. Daggjöld á Sjúkrahúsinu voru í fyrstu kr. 6.50, en eru nú kr. 400.00. Jóhann Þorkelsson hef- úr' verið trúnaðarlæknir sam- lagsins frá 1936, og formaður siðan 1961. Þessir hafa setið í stjórninni um lengri eða skemmri tíma: Jóhann Frímann, Jóhannes Jón asson, Steingrímur Jónsson, Jón Hinriksson, Jakob Árna- son, Rósberg Snædal og Bragi Sigurjónsson. Núveraridi stjórn skipa: Jó- hann Þorkelsson formaður, Jó- hann Frímann, Árni Jónsson, Arngrímur Bjarnason og Sig- urður Halldórsson. Þorsteinn Þorsteinsson var ráðinn gjaldkeri 1937 og var (Framhald á blaðsíðu 2.) Silfurverðlaun Morgunblaðs- ins (í stað silfurskeifunnar) voru veitt fyrir góðan árangur í tamningu hesta og hlaut þau Jónas Hallgrimsson úr Fljót- um, en Jónas er búsettur í Reykjavík. Verðlaun úr sjóði Tómasar Jóhannssonar hlaut Jón Stef- ánsson. Fjórir piltar hlutu verðlaun fyrir góða umgengni, en þau verðlaun veitti Kaupfélag Skag firðinga nú í fyrsta skipti. Næsthæstu einkunn hlaut Vé steinn Vésteinsson frá Akra- nesi, en Vésteinn er að hefja búskap á Hofstaðaseli í Viðvík- júní en ennþá vantar ýmsan ursveit. innri búnað hússins, svo e. t. v. í yngri deild varð hæstur dregst húsvígslan. Þá verður Þórður Jónsson frá Árbæ með Skugga-Sveinn sýndur. Leik- 9,45. stjóri er Jóhann Ogmundsson (Framhald á blaðsíðu 2.) frá Akureyri. fiskiskip. Leggist þessi útgerð- arform niður vegna tómlætis eða sinnuleysis þeirra aðila, sem ber skylda til að meta þjóð félagslega þýðingu þessara at- vinnutækja og hafa vald til að gera viðeigandi ráðstafanir til tryggingar áframhaldandi rekst urs þeirra, umfram það, sem fiskvinnslan getur og hefur þegar gert, þá Iýsum vér fullri ábyrgð á hendur viðkomandi, vegna þeirra afleiðinga, sem slíkt aðgerðarleysi hefur í för með sér, að þorskveiðar og fisk vinnsla dragast stórlega sam- an.“ OF SEINIR — EÐA OF ÁHUGALAUSIR? Eins og kunnugt er af fyrri fréttum kom til umræðu á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir kosningar tillaga frá Framsókn armönnum um gerð fram- kvæmdaáætliinar fyrir kaup- staðinn. Þessi tillaga kom fram með löglegum fyrirvara. Þegar fulltrúar Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags lásu þetla í prentaðri dagskrá yfir þau mál, sem nefndur fundur skyldi um fjalla, hripuðu þeir niður mjög svipaðar tillögur og komu með á bæjarstjórnarfundinn. Þeir urðu of seinir — eða of áhuga- lausir. FRAMKVÆMDAÁÆTLUN OG MÁLEFNASAMNINGUR ER SITT HVAÐ Vegna þess hve tillögur þessar voru síðbúnar, voru þær skoð- (Framhald á blaðsíðu 2.) SÓLIN SKÍN OG GRASIÐ GRÆR Egilsstöðum 10. júní. Sólin skín á okkur dag hvern, gróðri fer vel fram og ekki virðast tún kalin að þessu sinni, þó fyrra árs skemmdir séu ekki grónar. Yfirleitt er búið að sleppa sauð fé. Sauðburður gekk vel, enda veðráttan hagstæð þótt seint voraði og gjafafrekt væri. Byggingavinna er í fullum gangi og aðstreymi fólks hingað í Egilsstaðakauptún mikið. Vígja átti félagslieimilið 17. B-LISTA SKEMMTUNIN ER j KVÖLD, laugardaginn 11. júní, að Hótel KEA og liefst kl. 9. | KARL GUÐMUNDSSON, leikari, SKEMMTIR I SIGURÐUR ÓLI BRYNJÓLFSSON flytur ávarp. i t Dansað til klukkan 2 e. m. B-LISTINN. ->• t % t f f Væntanlega verður ný Val- þjófsstaðakirkja vígð 3. júlí í sumar. Gömul timburkirkja var rifin þar en ný byggð úr steini. Brottfluttir Fljótsdælingar hafa skotið saman fé og látið gera eftirlíkingu af hinni frægu Valþjófsstaðahurð og verður hún sett milli aðalkirkju og for kirkju. Hurðina gerði Halldór Sigurðsson fyrrv. kennari á Eiðum. Framundir þetta hafa hrein- dýr verið í Skriðdal. V. S. BÚNTAÐ TIMBUR SUNNANBLÖÐIN segja þau merku tíðindi, að Skógafoss hafi flutt til landsins finnskt timbur og sé það fyrsti timbur- farmurinn, hingað fluttur í buntum. Skipið kom með farm inn til Reykjavíkur 1. júní. Timburkaupmenn áttu farminn. Það vill svo til, að viku fyrr kom Mælifell með búntað timb ur frá Finnlandi og flutti til Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri 110 standarda, þar af 60 búntaða. Með því að flytja timb ur á þennan hátt, er allur flutn ingur og afgreiðsla auðveldari. Er því um verulega framför að ræða, sem vert er um að geta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.