Dagur - 22.06.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1966, Blaðsíða 4
4 '5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1168 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingat og afgreiðsla: JÓN SAMÚÉLSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Harðir dómar í PRENTAÐRI skýrslu formanns og framkvæmdastjóra KEA, stærsta kaupfélags landsins, segir m. a. svo um stefnu ríkisstjórnarinnar: „Þær verksmiðjur félagsins og fyrirtæki, sein hafa getað aukið sína sölu í samræmi við dýrtíðina, sýna sæmilega útkomu, en hin, sem standa í stað með sölu eða lækka frá fyrra ári, eru með taprekstur, meiri eða minni. Innflutningur á ýmiss konar iðnvamingi hefur aukizt veru lega á árinu, og veldur því, að inn- lendar iðnaðarvörur dragast aftur úr í sölu. Úr framleiðslukostnaði verð- ur aftur á móti ekki dregið án veru- legs undirbúnings og er þá rekstrar- halli óhjákvæmilegur. Ekki er útlit fyrir annað en dýrtíðin fái að leika lausum liala og því fyrirsjáanlegt, að iiætta verður ýmsum þeim innlenda iðnrékstri, sem á undanförnum ár- um hefur verið byggður upp og tal- inn nauðsynlegur í íslenzku efna- hagslífi. Mun stjórn KEA athuga á yfir- standandi ári, hvaða framleiðslufyrir I tæki vor hafa möguleika til áfram- haldandi rekstrar, og draga úr fram- leiðslu hinna eða leggja þau niður, el hún telur enga von um breytta stjórnarstefnu í málefnum íslenzks iðnaðar“. í skýrslu framkvæmdastjóra SÍS, | Erlendar Einarssonar segir: „Það er augljóst hve rekstur skip- anna og iðnaðurinn eiga nú mjög í viik að verjast og yfirleitt allur sá | rekstur, sem þarf að keppa beint og óbeint við titlönd. Ullar-, og skinna- iðnaðurinn fyrir útlendan markað stenzt ekki lengur hinar gífurlegu hækkanir framleiðslukostnaðar inn- anlands. Framundan er stöðvun í þessum iðngreinum, ef frekari hækk un rekstrarkostnaðar á sér stað“. Þetta eru harðir dómar forsvars- manna traustra fyrirtækja, ekki sízt þegar þess er gætt, hve árTerði hefur verið hagstætt til lands og sjávar hin síðustu ár, metafli ár eftir ár, og hækkandi verð á sjávarafurðunum á erlendum mörkuðum. En verðbólg- an grefur undan atvinnuvegunum og er sjúkdómur í öllu efnahagslífi landsmanna. Hvað um önnur og ótraustari fyrirtæki þegar SÍS og KEA stynja undan þunga verðbólg , unnar og sjá frá á það, að þurfa að j draga saman seglin? □ Á ÁRSFUNDI Mjólkursamlags KEA, höldmím á Akureyri 26. maí 1966, var kosin fimm manna nefnd, sem falið var að fá samstöðu allra bænda í landinu, með það fyrir augum að tryggja bænda- stéttinni sömu laun og aðrar stéttir hafa og framleiðsluráðslögin mæla fyrir. Nú- liefur nefndin ákveðið að leggja spurningar fyrir nokkra menn úr hópi neytenda og verða öll blöðin á Akureyri, góðfúslega beðin að birta þennan þátt. Nefndinni væri einnig mjög kærkomið, éf öll dagblöðin í Reykja vík, vildu birta spurningar þessar og svör, ásamt meðfylgjandi greinai'gerð. Þessi barátta sem nú er hafin, er stéttarlegs eðlis og ætti að vera óháð stjómmálaskoðunum einstaklinga. í hverju blaði, verða þessar spurningar lagðar fyrir fjóra menn, einn úr hverjum stjórnmálaflokki. Spurningarnar eru þessar: 1. Er það réttlátt og skynsamlegt, að bændastéttin ein beri þá kjaraskerðingu sem leiðir af vaxandi dýrtíð og sölutregðu á vinnsluvörum mjólkurinnar. 2. Hvaða leiðir telur þú réttlátar og skynsamlegar til úrbóta. Stefán Valgeirsson, Björn Halldórsson, Stefán Halldórsson, Jón Hjálmarsson, Þót' Jóhannesson. Ingvar Gíslason, alþingismaður: NEI, ég tel það síður en svo réttlátt — og ekki skynsamlegt, hvað sem annars má um þetta mál segja, fyrst og fremst af því, að meðaltekjur bænda eru mjög lágar. Ég tel það vitaskuld ranglæti að lækka kaup lág- tekjufólks og efnalítils, hvort sem bændur eða aðrir eiga í hlut. Ég efast þó ekki um, að ýmsir grónir bændur muni rísa undir þeim byrðum, sem nú eru á þá lagðar. En það eru eng in rök fyrir því, að rétt sé að lækka kaup bænda í heild, enda munu þeir fleiri, sem ekki fá risið undir neinni kjaraskerð- ingu. Eða mundi nokkur vilja halda þvi fram, að rétt væri að lækka kaup opinberra starfs- manna, svo dæmi sé tekið, vegna þess, að margir einstakl- ingar í þeirra hópi eru efnaðir menn og ágætlega launaðir? Ég mæli ekki offramleiðslu bót á nokkurn hátt. En er ekki allt eins líklegt að offramboð ákveðinna búsafurða að undan- förnu sé tímabundið og megi blátt áfram kalla „sölutregðu" eins og gert er í fyrirspurn þeirri, sem fyrir mig er nú lögð? Þessi „sölutregða“ kann að stafa af atvikum, sem bænda stéttin út af fyrir sig er ekki ábyrg fyrir, þar á meðal stjórn- lausri verðbólgu og dýrtíð. Það ber og að hafa í huga, að bændur hafa um mjög langt skeið verið hvattir til bústækk unar og framleiðsluaukningar og ofan á bætist að verðlagn- ingu landbúnaðarafurða var hagað þannig alltof lengi, að leiða hlaut til aukinnar mjólkur framleiðslu. Og bændastéttin réð minnstu um ákvörðun verð hlutfalls milli mjólkur og kjöts þann veg, að hallaði á kjötfram leiðendur um langt skeið. f stuttu máli sagt, tel ég að ríkissjóður hefði átt að þessu sinni«. m. k., að kaupa umfram birgðirnar, eða alténd hluta þeirra, og greiða bændum það verð, sem nægt hefði til þess að firra þá þeirri kjaraskerðingu, sem þeir nú hafa orðið fyrir. Þó ég ætli ekki að gera neina formlega tillögu um skipan verðlagsmála landbúnaðarins og telji, að það eigi að vera mál Stéttarsambands bænda og stjórnar þess að marka stefnu í þeim málum og bera upp við stjórnarvöld landsins, þá vil ég eigi að síður lýsa yfir þeirri persónulegu skoðun minni, að heppilegasta leiðin í sambandi við verðlagningu landbúnaðar- afurða er sennilega sú, að ríkis sjóður tryggi bændum ákveðið lágmarksverð, miðað við meðal slóðir og reist á gagnkvæmum skilningi. Við Akureyringar tökum ekki undir þann söng að bændur séu of fjölmennir í landinu. Við vitum, að þeim, sém landbúnað stunda, fer hlut fallslega sífækkandi meðan fjölgar í öðrum starfsstéttum. Þaðan af síður tökum við undir þá kenningu, að bændur séu of styrktir og beri mikið úr být- um fjárhagslega. Við vitum, að meðaltekjui' bænda eru lægri en annarra starfsstétta. Við vit um einnig, að vandamál land- búnaðarins í nútíma þjóðfélagi er ekki íslenzkt sérfyrirbæri. f öllum iðnþróunar þjóðfélögum nútímans er sömu sögu að segja. Efnahagslögmál iðnaðar- þjóðfélaga virðast yfirleitt ekki eiga við landbúnað, — raunar ekki fiskiveiðar heldur. Það rýr ir þó á engan hátt þjóðhags- gildi þessara atvinnugreina. Því er það svo víðast hvar í heim- inum, að ýmsar opinberar ráð- stafanir eru nauðsynlegar í þágu landbúnaðar — og fiski- veiða — og er til þeirra gripið af hálfu ríkisstjórna, sem að grundvallarstefnu eru annars andvígar opinberum afskiptum af atvinnumálum og verðlagsá- kvörðunum. En hvenær brýtur nauðsyn ekki lög? Opinber stuðningur við land- búnaðinn er óhjákvæmilegur þörfum þjóarinnar á hverjum tíma og hagfelldast er fyrir landbúnaðinn,“ eins og segir í framleiðsluráðslögunum. Fram leiðsluráðið hefur einnig að lög um haft ákvörðunarvald um verð hinna ýmsu landbúnaðar- afurða (ásamt sexmanna nefnd inni) þ. á. m. að breyta því inn byi'ðis, til að hafa áhrif á fram- leiðslu einstakra tegunda af- urða og búvara. Of há verðskráning mjólkur- afurða árum saman miðað við sauðfjárafurðir leiddi til þess, að margir sauðfjárræktarbænd ur hurfu að nautgriparækt og mjólkurframleiðslu, jafnvel í héruðum, sem voru vel til sauð fjárræktar fallin, en ræktunar- möguleikar takmarkaðir og voru fjarri markaðs- og vinnslu stöðvum. Þessi umbreyting leiddi sjálfkrafa til mikillar fjái' festingar í ræktun, útihúsum og nýjum mjólkurvinnslustöðv um víða um land. Um skipulagsmál landbúnað- arframleiðslunnar hefur lítið verið rætt opinberlega á undan fömum árum, en verið flotið sofandi að feigðarósi. Og það er mjög miðui' farið, að orðum þeirra fáu ráðamanna, sem á undanförnum árum hafa bent á hina aðsteðjandi hættu í þess- um málum, skyldi ekki hafa verið meiri gaumur gefinn, en I Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri 1966. .................................111111111111IIIIIIIIlllllllllIIIII111111111111111llll1111111111II Ljósmyndina tók Eðvarð Sigurgeirsson í Lystigarði Akureyrar. I•ll•llllllllll•llll•lllll•l•lll•l••llll••ll•<lllllll•f•l•IV•l•llll•llflll•llllll•IJIIIIIIIIIIIIIIItlll••l•ll•llllllllllllllll•IIIIIIIJIV■l«llllllillllllltllill•ll•lllllllll•llllll•ll•ll■IIIIIIIIIJIIIIJ•«flJlltlCIIIII sjávai'útveginum, þegar hann er í vanda staddur. Björn Jónsson, alþingismaður: VANDAMÁL bændastéttarinnar eins og þau nú blasa við og nýj- hátt verðlag á framleiðslunni. Stórfelld lækkun hinna ýmsu kostnaðarþátta búrekstrarins, vinnslu afurðanna og dreifingar á markað er að mínu viti bæði vel framkvæmanleg og jafnframt skynsamlegasta leiðin til þess að bæta Hfskjör bændastéttarinnar og tryggja neytendum hagkvæm viðskipti við landbúnaðinn. — Lækkun vaxta, hagkvæmari Er kjaraskerðing bændanna réttlát? framleiðslukostnað og almennt kaupgjald í landinu. Útsöluverð til neytenda æ'tti hins vegar að ákveðast ; sem næst af framboði og eftirspurn, eftir því sem við verður komið. Mismuninn hlyti ríkissjóður að taka á sig. Þessu líkt fyrir- komulag tíðkast í sumum lönd- um, en hefur ekki verið reynt hérlendis. Þeirri skipan mundi að vísu fylgja verulega aukin opinber afskipti af framleiðslu- magni einstakra afurða og verð ur tæpast við það ráðið etida óhjákvæmilegt að mínum dómi. Ég held, að bændur og neytend ur yndu slíku fyrirkomulagi vel, ef á reyndi. Hitt vil ég taka fram, að verð lagsmál í þrengri merkingu eru aðeins hluti af þeim vandamál- um, sem við er að glíma í sam- bandi við landbúnað og kjör sveitafólksins. Ekki skiptir minna máli að gera ráðstafanir til lækkunar á framleiðslukostn aði og meiri framleiðni, auk fjöl margra félags- og menningar- legra aðgerða í þágu sveitanna. Framtíð sveitanna byggist ekki á því að einblína á verðlagsmál, heldur engu síður hinu að efla félags- og menningarlega að- stöðu í sveitunum í samræmi við kröfur nútíðar og framtíðar. Sú staðreynd vill stundum gleymast nú í seinni tíð, að land búnaðurinn, — ásamt sjávarút- veginum —, er slíkur grund- vallar atvinnuvegur hér á landi, eins og yfirleitt annars staðar, að án hans væri ólíft í landinti. Landbúnaðurinn er ekki einungis aðalmatgjafi þjóð arinnar, heldur er mikill hluti iðnaðar, verzlunar og sam- gangna beinlínis grundvallaður á honum. Landbúnaðurinn er hin raunverulega kjölfesta fjöl- margra kaupstaða og annars þéttbýlis. Akureyri er þar skýrt dæmi, en ekkert einsdæmi, og gleðilegt til þess að vita, að sam búð bæjarbúa og bændafólks er yfirleitt með ágætum hér um og þjóðhagslegt nauðsynjamál, en form þess stuðnings skiptir að sjálfsögðu eigi alllitlu máli. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri: Svör mín við framangreind- um spurningum eru: 1. Vegna skipulagsleysis í framleiðslumálum landbúnaðar ins og misræmis um margra ára skeið á verðskráningu landbún aðarafurða, hefur framleiðsla mjólkur og mjólkurafurða auk- izt óeðlilega mikið á síðustu ár- um miðað við sauðfjárafurðir til óhags fyrir bændur. Síðasta hálfan áratug hefur mjólkur- framleiðslan aukizt rúmlega tvöfalt á við innanlandsneyzl- una .af mjólk og mjólkurafurð- um. Það er þessi offramleiðsla sem leitt hefur til þess ástands, sem nú ríkir í þessum málum. Væri ekki um offramleiðslu á mjólkurvörum að ræða, væri verðbólgan út af fyrir sig ekki meira vandamál fyrir bændur en ýmsa aðra framleiðendur og stéttir í þjóðfélaginu. Það ástand, sem skapazt hef- ur vegna offramleiðslúbii'gð- anna af landbúnaðarvörum er þjóðarvandamál, en vissulega ekki vandamál bændastéttar- innar einnar, úr.því sem kom- ið er, er því ósanngjarnt, að bitni á bændum einum. Einstak ir bændur eiga hér enga sök á. Þeir hafa haft takmarkaða að- stöðu til að ráða hér málum einum sér, enda hefur það ver- ið lögmælt hlutverk Fram-, leiðsluráðs landbúnaðarins (sem að vísu er skipað af stétt- arsambandi bænda og söluaðil- um landbúnaðarvara) a. m. k. síðustu tvo áratugi að skipu- leggja landbúnaðarframleiðsl- una „eftir því sem samrýmist þeir þess í stað jafnvel verið titlaðir óvinir bændastéttarinn- ar. Hér er vissulega ekki um neitt feimnismál að ræða, sem ekki þolir dagsins ljós frekar en t. d. vandamál togaraútgerðar- innar vegna aflaleysis togar- anna, en þau mál hafa verið rædd opinberlega árum saman. Ég tel það ekki réttlátt, að bændur einir beri þá kjara- skerðingu, sem af framan- greindu ástandi leiðir eða kann að leiða. Ekki fæ ég heldur séð, að það geti talizt skynsamlegt. 2. Eflaust er um fleiri en eina skynsamlega leið að ræða til úr bóta því ástandi, sem skapazt hefur, en um réttlætið má auð- vitað endalaust deila. Réttlætið er afstætt hugtak. En mér finnst til dæmis ekki óskynsam leg sú leið, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins lagði til, sbr. forustugrein dagblaðsins Tím- ans í dag (11. júní), að tekinn verði upp sérstakur kjarnfóður skattur, sem varið yrði til út- flutningsuppbóta, en hefði jafn framt þau áhrif að draga úr inn flutningi erlends fóðurbætis. Því fásinna virðist — við nú- verandi aðstæður — að nota mikinn, dýran, erlendan fóður- bæti til framleiðsluaukningar á vöru, sem erfitt er að afsetja. Engum er greiði gerður með þvílíku háttalagi. Eins virðist ekki óeðlilegt, að mjólkurframleiðendur í góðum sauðfjárræktarhéruðum verði hvattir til þess með orðum og aðgerðum (jafnvel með styrkj- um frá ríki) að breyta til um framleiðslugreinar, í því skyni að unnt verði að takmarka heildarmj ólkurf ramleiðsluna, unz jafnvægi skapast milli fram boðs og eftirspurnar. Þar til slíku jafnvægi er náð, finnst mér réttlátt, að þjóðfélagið hlaupi undir bagga með land- búnaðinum, elzta atvinnuvegi íslendinga, ekki síður en með ustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Framleiðsluráðs verða naum- ast rædd af viti nema menn geri sér grein fyrir því að þar er um hluta af stærra vandamáli að ræða. Að hér er við að glíma beina afleiðingu af verðbólgu- stefnu undanfarinna ára og af þeirri allsherjarringulreið og skipulagsleysi, sem dafnað hefur í skjóli hennar. Hraður vöxtur verðbólgu og dýrtíðar hefur í sí- fellu aukið tilkostnað allra fram- leiðslugreina landsmanna, svo að. þær eru nú margar að þrotum komnar og verða stöðugt ófærari um að standast samkeppni við er- lenda framleiðslu og í annan stað leiðir svo þessi þróun til vaxandi tregðu á því að veita vinnustétt- unum eðlileg lífskjör og kjara- bætur, sem árgæzka og aukin framleiðsla ættu að réttu lagi að gera auðveldan og sjálfsagðan. Hið stóra sameiginlega vandamál framleiðslustéttanna og launa- fólksins er verðbólgan og því eru allar skottulækningar á einstök- um þáttum þessa vanda tilgangs- lausar í bezta falli og oftast óskynsamlegar og ranglátar að auki. Svo tel ég hiklaust vera um þá harkalegu árás á bændastétt- ina, sem felst í ákvörðun ríkis- stjórnarinnar og Framleiðsluráðs um sérstakt innvigtunargjald á mjólk og aðrar aðgerðir svipaðs eðlis, sem ekki stefna að því að ráðast gegn orsökum vandamál- anna með vitlegum og réttlátum hætti. Sem neytandi og fyrirsvars- maður í samtökum verkamanna hlýt ég auðvitað að æskja þess að þær mikilvægu neyzluvörur, sem bændur framleiða séu verð- lagðar á skynsamlegan og rétt- látan hátt með tilliti til hagsmuna beggja, neytenda og framleið- enda, og með hliðsjón af hags- munum þjóðarheildarinnar. — Framhjá því verður hins vegar ekki gengið, að verðlagning bú- vara eitt fyrir sig er ekki ákvarð- andi fyrir hag bændastéttarinn- ar. Eigi henni að vera sæmilega borgið þarf fleira að koma til en stofnlán, lækkun tolla á vélum og tækjum, aukin hagkvæmni í dreifingarkerfinu, bættar sam- göngur, skipulagning framleiðslu og framleiðslumagns, allt eru þetta málefni, sem krefjast úr- lausnar og leiða mundu til lækk- unar á verði búvara til hagsbóta báðum, bændum og launþegum, en jafnframt málefni, sem ekki verða farsællega leyst nema með nánu pólitísku samstarfi verka- fólks og bænda, hagsmunasam- taka beggja og stjórnmálaflokka beggja. I því sérstaka máli, sem nú hefur, góðu heilli, vil ég segja, kveikt baráttueld í hugum bænda og þrýst þeim saman í brýnni hagsmunabaráttu þeirra tel ég forustumenn þeirra í Stéttarsam- bandi bænda og í Framleiðslu- ráði landbúnaðarins hafi brugð- izt á hinn furðulegasta hátt. For- saga innvigtunargjaldsins og for- senda er það pólitíska samkomu- lag, sem gert var á sl. vetri í 7 manna nefnd ríkisstjórnarinnar, sem fjallaði um hin nýju Fram- leiðsluráðslög. Þar tóku höndum saman fplltrúar stéttarsambands- ins og ríkisstjórnarflokkanna, m. a. um þær lagaheimildir, sem gera hrossalækningarnar nú og árásirnar á bændastéttina að lög- formlegum athöfnum. Barátta bændastéttarinnar næstu vikurn- ar og mánuðina gegn þeirri stór- felldu kjaraskerðingu, sem henni er hér boðin, þarf að sjálfsögðu að vera stéttarlegs eðlis og hafin yfir flokkamörk. En hinu væri bæði óskynsamlegt og óréttmætt að gleyma, að það var fulltrúi Al- þýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson einn, sem stóð með málstað bænda í 7 manna nefnd- inni og að Alþýðubandalagið eitt flokka tók sömu afstöðu þegar málið kom til kasta Alþingis. Barátta bændastéttarinnar nú er að því leyti erfiðari en oft áð- ur, að hún er háð við þau skilyrði að foringjarnir hafa verið vélaðir af ríkisstjórnarvaldinu og verða bændur því að byggja upp nýja samstöðu sína frá grunni. Ástand- ið kallar einnig á djarflegar hnit- miðaðar aðgerðir, sem miða verð- ur við þá vissu, að ríkisstjórninni er líkt farið og Þorgeiri Hávarðs- syni að hún viðurkennir þann sannleik einan sem í „sverði“ er falinn. Bændur hafa nú með merkum og miklum fundum hvatt „sverð“ nýrrar samstöðu í hagsmunabaráttu sinni. Vinnu- stéttir landsins vona að því verði beitt til réttláts sigurs. Gísli Jónsson, meniitaskólakeniiari: SPURNINGIN er að vísu óheppi lega orðuð, allt of víðtæk og öðru vísi en ég gerði ráð fyrir, er ég í símtali við formann undirbún- ingsnefndarinnar tjáði mig fúsan til að segja álit mitt á þeirri ugg- vænlegu neyðarráðstöfun Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins að taka svo kallað innvigtunargjald af mjólkurinnleggi bænda. Eg mun eingöngu halda mig við það „tilefni dagsins“ og skal þá í upphafi játa, að ég er eðli máls- ins ekki nógu kunnugur, enda hafa þeir, sem ég hef talið, að vera ættu kunnugastir, túlkað málið allmisjafnt fyrir mér, þ. e. a. s. hvort innvigtunargjaldið mundi koma bændum til skila aftur eða væri bein skerðing á tekjum þeirra. Má jafnvel vera, að reynzlan ein skeri úr því. Nú, en að svo miklu leyti sem þetta gjald yrði til að skerða kaup bænda og valda því, að þeir fengju ekki grundvallarverð fyr- ir vöru sína, þá er það að m'mum dómi hvorki réttlátt né skynsam• legt. Réttlátt getur það ekki verið að lækka kaup einnar stéttar, þegar aðrar stéttir búa sig undir að hækka það, og hvað mundum við embættismenn segja, ef lækka ætti kaup við okkur á þeim forsendum, að við ynnum of mikla yfirvinnu, og hvað mundu sjómenn segja, ef lækka ætti fiskverðið á þeim forsend- um, að þeir væru of duglegir að draga fisk úr sjó? Skynsamlegt getur það heldur ekki talizt. Enda þótt ég hafi fyrir satt (af skattframtölum),að hagur margra bænda hafi verið með bezta móti sl. ár, má bændastéttin í heild að sjálfsögðu ekki við neinni veru- legri kaupskerðingu. Margir bændur, sem lagt hafa í mikinn kostnað og erfiði, mundi þá neyð- ast til að bregða búi og við það mundi framleiðslan minnka svo, að eftir stuttan tíma gæti orðið skortur á mjólkurvörum, t. d. í stað offramleiðslu nú. Verra er að vinna slíkt upp en halda í horfinu, og hætt er við, að þá færi mjólkin að verða dýr til neytenda. Ef svo horfist á, að innvigtun- argjaldið komi bændum ekki til skila og þeir fái ekki óskert grundvallarvéi'ð fyrir vöru sína, þá tel ég mig því miður ekki dómbæran um það á stundinni, hvaða aðferðir væru réttlátastar og skynsamlegastar til úrbóta. Af bænda hálfu sýnist mér skynsamlega hafa verið á málinu tekið og af þeirri stillingu og hóf- semi, sem þeim er lagin, en þeir eru nú að efla með sér sem víð- tækust samtök til að gæta hags- muna sinna i von um stuðning af hálfu opinberra aðila, sbr. álykt- anir hins fjölmenna Selfossfund- ar. Ég treysti því, að Framleiðslu- ráð og ríkisstjórnin muni koma til móts við eðlilegar óskir bænda og finni ráð til þsss, að þeir geti a. m. k. haldið óskertu kaupi. Ef með þarf verður þjóð- félagið í heild að taka á sig þyngsli af lausn vandans, því hér er ekki um að ræða einkavanda bændastéttarinnar, heldur vanda þjóðarbúsins alls. Verður að haga aðgerðum í samræmi við það, og ég er sannfærður um, að neyt- endur almennt muni láta sér það vel skiljast og heldur vilja taka á sig nokkur óþægindi en horfa upp á það, að bændurnir og land- búnaðurinn verði fyrir háskaleg- um áföllum. Þar eru einmitt hags munir þjóðarinnar allrar, að blómlegur búskapur geti þrifizt, í landinu. - Úfsvarsskráin lögð fram (Framhald af blaðsíðu 1). Lagt var á samkvæmt gild- Útsvör 1.500.00 og lægri voru andi útsvarsstigum, en þeir eru, felld niður samkvæmt lögum. svo sem hér segir: ( Tekjuútsvarsstigi: Af fyrstu 22.500.00 kr. greiðast 10%. Af 22.500.00—67.500.00 kr. greiðast kr. 2.250.00 af 22.500.00 og 20% af afgangi. Af 67.500.00 kr. og þar yfir greiðast kr. 11.250.00 a£ 67.500.00 »g 30% af afgangi. Eignaútsvör greiðast samkvæmt neðanskráðum stiga: Af 40— 70 þús. greiðast 100 kr. af 40 þús. kr. og 5% af afgangi. Af 70—100 þús. greiðast 250 kr. af 70 þús. kr. og 6% af afgangi. Af 100—150 þús. greiðast 430 kr. af 100 þús. kr. og 7% af afgangi. Af 150—200 þús. greiðast 780 kr. af 150 þús. kr. og 8% af afgangi. Af 200—250 þús. greiðast 1.180 kr. af 200 þús. kr. og 9% af afgangi. Af 250 þús. og þar yfir 1.630 kr. af 250 þús. kr. og 10% af afgangi. Þegar útsvörum hafði verið jafnað niður samkvæmt framan- skráðum reglum, voru þau öll lækkuð um 5%. Til samanburðar má geta þess, að við álagningu á sl. ári þurfti að hækka útsvörin um 15%. Akureyri, 20. júní 1966, (Samkvæmt greinargerð framtalsnefndar) 50 TELPUR VIÐ VESTMANNSVATN Á MÁNUDAGINN hófst sumar búðastarf þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn í Aðaldal. Þá fóru þangað austur 50 telpur 8—10 ára. Sumarbúðastjóri er Gylfi Jónsson stud. theol. en einnig er þar að staðaldri ein- hver prestur auk fjögurra kvenna er sjá um heimilishald- ið. Hér er um að ræða 16 daga námskeið, sem verða fjögur talsins fyrir börn á þessum aldri, en síðar verða 11 daga námskeið fyrir 12—14 ára telpur. □ - Bændur kref jast... (Framhald af blaðsíðu 1). Ákveður fundurinn að kjósa sex manna nefnd til þess að leita samninga við ríkisstjóm- ina að lausn málsins ásamt stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráði. Fáist ekki viðhlítandi niður- staða þessara mála við stjórnan völdin, — skorar fundurinn á stjórn Stéttarsambandsins að boða til sérstaks fulltrúafundar, samtakanna til þess að taka ákvörðun um sölustöðvun land búnaðarvara eða aðrar aðgerðii'. Hér er skýrt og ákveðið að orði komizt og á grundvelli ályktunai' þessarar m. a. verð- ur mál þetta sótt, þar til við- unandi úrbætur fást. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.