Dagur - 25.06.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 25.06.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantanir. FerSa- skriístoían Túngötu 1. Akureyii, Sími 11475 Ferðaskrifsfofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum íerSir skauta á milli. Farseðlar með Flugfél. ísl. og Lofíleiðum. I.eifshúsum SvalbarSsströnd 22. júní. Vorið var kalt og kom því grcður allmiklu seinna en und- anfarin vor. 26. maí mátti heita gróðurlaust, en eftir það hlýn- aði og tún byrjuðu að spretta. Sumsstaðar var því kominn sauðgróður á þau fyrstu dag- ana í júní. En það var fyrst eft- ir 10. júní að grasvöxtur tók verulegan fjörkipp, og vikuna 12.—19. júní þaut upp gras, bæði á túnum og í úthaga. Það eru því hkur til að slátt- ur geti hafizt á bezt sprottnu túnunum í næstu viku, þ. e. fyrir júnílok. Vegna mikils klaka í jörð, og vorkuldanna, voru kartöflur settar niður með seinna móti, eða víðasthvar á tímabilinu 1.— 10. júní. Sauðburður gekk yfirleitt vel og sauðfé var vel framgeng ið, enda nóg hey í sveitinni í heild, þrátt fyrir óvenjulegan gjafatíma. Vegna gróðurleysis í úthaganum, var sauðfé beitt á túnin fram yfif miðjan júní, og sumsstaðar fram á þennan dag. Eitt tófugreni er búið að vinna í vor hér í Vaðlaheiðinni. Það gerði Ottó Guðnason, en hann hefur um margra ára skeið verið grenjaskytta sveit- arinnar. S. V. Landhelgisbrjóturinn og skip landhelgisgæzlunnar á Akureyri. (Ljósm.: E. D .) Brezkui* landlielgisbr j ótur færð- ur til Akureyrar Hinn 26 ára gamli skipstjóri játaði landhelgis- brotið, en svaf sjálfur er Ægi bar að Á MIÐVIKUDAGINN tók varð skipið Ægir brezka togarann Northern Isles GY 149 að ólög- legum veiðum um 2 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna. Togarinn sinnti ekki stöðvun armerkjum varðskipsins. Var þá skotið að togaranum 4 laus- um skotum og síðar 6 föstum skotum, sem lentu öll framan við togarann. Meðan á þessu stóð fór togarinn fulla ferð og með því að sýnt þótti, að tog- ÞRIGGJA DAGA H&TtÐ Á EGILSSTÖÐUM SVALA HERMANNSDOTTIR Þar verður vígt félagsheimili 10 hreppa Réttarhöld hófust árdegis í fyrradag og lauk um kl. 22 sama dag. Skipstjóri togarans svaf er Ægir kom á vettvang, en hann játaði landhelgisbrotið og hlaut 300 þús. kr. sekt auk málskostnaðar. Afli og veiðar- færi var upptækt gjört. Ásmundur Jóhannsson full- trúi kvað upp dóminn, en með- dómendur hans voru Bjarni Jóhannesson og Þorsteinn Stef- ánsson. Q Annir hjá lögreglunni MIKLAR annir eru hjá Akur- eyrarlögreglunni. Drykkjuskap ur er mikill og óknyttir tíðir, en aðstaða Iögreglunnar er erfið. Þjófnaður var framinn á Hótel KEA, trillu stolið, spellvirki framin í Brúarlundi í Vagla- skógi, ekið á búpening o. s. frv. Flest þessara niála eru þegar athöfnin fram og framkvæmir upplýst. □ séra Marinó Kristinsson hana. ■_____-______________________- arinn yrði ekki stöðvaður með venjulegum aðferðum, leituðu varðskipsménn leyfis yfirstjórn ar Landhelgisgæzlunnar að beita áhrifameiri aðferðum. Áður en svarskeyti barst gafst togarinn upp, og fóru annar og þriðji stýrimaður Ægis um borð í hann, ásamt hásetum, en skip stjóri togarans 26 ára gamall, Albert Graham, færður í varð- skipið og eftir það siglt til Akur eyrar. Síldaraflinn svipaður og í fyrra SI. laugard. höfðu alls aflazt tæp 80 jiús. tonn ÞÓTT síldveiðar hæfust fyrr í sumar en í fyrra, er síldarafl- inn enn sem komið er svipaður og þó heldur minni. Sl. laugar- dag nam hann 79.952 tonnum. Síldarsöltun hófst á laugardag- inn. Hér á eftir fara aflatölur (taldar í tonnum) 10 efstu skip anna samkvæmt skýrslu Fiski- félags íslands. Jón Kjartansson 1987 Gísli Árni 1982 Seley 1794 Snæfell 1748 Þórður Jónasson 1730 Barði 1694 Ólafur Magnússon 1689 Ásbjörn RE 1532 Sigurður Bjarnason 1514 Reykjaborg 1487 SLÁTTUR HEF5TIJÚNÍLOK flutti ávarp Fjallkonunnar 17. júní. (Ljósm.: N. H.) SALTSÍLDARVERÐIÐ ÁKVEÐIÐ VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs ins ákvað á fundi sl. iniðviku- dag lágmarksverð á ferskri síld til söltunar, veiddri norðan og austanlands tímabilið 10. júní til 30. september 1966. Hver uppmæld tunna (120 Jítrar eða 108 kg.) kr. 278.00 — Hver uppsöltuð tunna með þrem lögum í hring kr. 378.00. — í fyrra var verðið hins vegar 257.00 kr. og 350.00 kr. □ í GÆR hófust hátíðahöld á Egilsstöðum, sem standa eiga í þrjá daga, og eru í tilefni af vígslu fyrsta áfanga nýs félags- heimilis fyrir alla hreppa á Héraði, 10 að tölu. En þeir eiga aðild að stofnuninni en misjafna eignahluti eftir aðstöðu og fólksfjölda. Byggingin hófst fyrir 5 eða 6 árum. Framkvæmdir hafa geng ið hægt vegna fjárskorts, eink- um hefur staðið á lögboðnum greiðslum úr Félagsheimila- sjóði. Teikningar voru gerðar hjá húsameistara ríkisins, en yfirsmiður er Sigurður Gunn- arsson á Egilsstöðum. Sá hluti hússins, sem nú er vígður, er samkomuhúsálman. Það er 400 sæta salur og mjög stórt leiksvið, 'eldhús og veit- ingasalur, ennfremur minni sal ir til fundarhalda. Á neðri hæð eru geymslur, innréttað hús- næðí fyrir bókasafn til bráða- birgða o. fl. Húsnæði fyrir minjasafn Austurl., íbúð hús- varðar o. fl. verður í þeirri hús álmunni, sem enn er óbyggð. Þar verður einnig margskonar aðstaða fyrir starfsemi félaga. Klukkan tvö í dag fer vígslu VINNA er nú að hefjast í Múla vegi við Ófærugjá, en þar hefur vinna verið undirbúin af vega- gerðarmönnum um skeið. Veg- urinn hefur aldrei verið opnað- ur til umferðar og er lokaður, svo sem sjá má á skiltum. Hann er þó eitthvað notaður af ferða- Aðalræðu hátíðahaldanna flyt- ur Þórarinn Þórarinsson fyrr- um skólastjóri, sem verið hefur formaður bygginganefndar. En margar aðrar ræður verða flutt ar, margir kórar syngja og á kvöldin verður stiginn dans. Meðal gesta verður Gylfi Þ. Gíslason. Skugga-Sveinn verð- ur sýndur. Umhverfið hefur verið skreytt. V. S. fólki þótt vondur sé. Ætlun vegagerðarinnar er að opna fyrir umferð t. d. tíma úr degi eða vissa daga. En á með- an stórvirkar vélar vinna þar enn og einnig er unnið að sprengingum, er það erfiðleik- um bundið. FJÓRIR VEGA- ÞJÓNUSTUBÍLAR FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- cnda, sein telur nú 10 þús. íé- Iaga, ætlar í sumar að hafa fjóra vegaþjónusíubíla á þjóð- vegum landsins. í fyrra aðstoð- uðu slíkir bílar á annað þúsund farartæki á vegum úti. Vegfarendum þykir slík þjón usta mikils virði og veitir hún öryggi á liinum erfiðu vegum landsins. Félagar í FÍB fá ókeypis að- gerð fyrir sína bíla, eí aðgerðin tekur ekki lengri tíma en eina klukkustund. □ VINNA HAFIN í MÚLAVEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.