Dagur - 25.06.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 25.06.1966, Blaðsíða 2
2 ---- ---- — ............... Drengjameisfaramót íslands DRENGJAMEISTARAMOT Islands íer íram á Akureyri dagana 2.-3. júlí n. k. Drengir sem fæddir eru 1948 og síðar hafa rétt til þátt- töku. Keppni hefst báða dagana kl. 14.00. Keppnis- greinar verða þessar: Fyrri dagur. 100 m. hlaup, kúluvarp, hástökk, 800 m. hlaup, spjótkast, langstökk, og 200 m. grindahlaup. Seinni dagur. 110 m. grindáhlaup, kringlukast, stangarstökk, 300 m. hlaup, þrístökk, 1500 m. hlaup, og 4x100 m. boðlilaup. Þátttökutilkynningar ber- ist Hreiðari Jónssyni Iþrótta véllinum Akureyri, sími 12722 fyrir 30. þ. m. Tildra, jaðrakan og fjaldur MIKILL fjöldi af hinum lit- fögru tildrum hefur verið hér við Eyjafjörð í vor, og eru þær tíðast í fjörum. Jaðrakanar virðast ætla að nema hér land, sjást nú a. m. k. fleiri en áður og munu verpa hér eitthvað. Tjaldurinn er að verða nokk- uð algengur fugl og verpir á mörgum stöðum. Uglur sjást öðru hverju í byggð og verpa á nokkrum stöðum við Eyjafjörð, auk þess verpir snæuglan í Laufrönd í Ódáðahrauni. „ARABIA“ LEIRVARA frá Finnlandi. Hvítt, mislitt og breið blá rönd. Jám- og glervörudeild Norskt KER AMIK VEGGPLATTAR og VASAR Jám- og glervörudeild - Miklar kalskemmdir (Framhald af blaðsíðu 8). sem um ræsin áttu að renna, að þau höfðu ekki undan og vatn- ið brauzt yfir veginn og skemmdi og eyðilagði þessa vegabót. Ræsin voru of þröng. Það kemur óheillagat í verk- fræðina þegar komið er að þess um lækjum hálf þurrum og vís ir menn trúa ekki hve miklar óhemjur þeir geta orðið þegar svo árar sem nú. Vegurinn varð ófær nokkra daga, en hefir nú verið gert við þetta til bráða- birgða. Grenjaleitir standa yfir. Fundizt hafa tvö greni með tóf- um. Á öðru unnust dýrin bæði, en hvolpum ónáð. Á hinu náð- ust 5 hvolpar, annað dýrið sást snöggvast, síðan ekki. Hvolp- arnir eru ungir. Minna verður vart-við mink, en í fyrra um sama-leyti. Þ. J. Nú er rauði RABARBARINN beztur. Pantanir teknar með 1 dags fyrirvara. Gísli Guðmann, sími 1-12-91. HÚSMÆÐUR! Fyrsta flokks EGG TIL SÖLU í Kringlumýri 14, niðri. KOPAR- VÖRUR í miklu úrvali. Járn- og glervörudeild ítálskir KJÓLAR Svissneskar BLÚSSUR ÚRVAL AF SLÆÐUM TÍZKUVERZLUNIN - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). um og afli og veiðarfæri upp- tækt gjört. En hvorki veiðar- færi eru frá skipinu tekin né heldur afli. Tilkvaddir menn meta þessa hluti til verðs — og meta lágt, að því er menn telja — Þetta er því i raun réttri ekki gert upptækt, eins og vera ber og ekki við því hróflað um borð. Líklegt má telja, að ef annar og strangari háttur væri á hafður í þessu efni, myndi landhelgisbrotum fækka. Ri'iiíiieiis: WARTBURG BÍLL, árgerð 1957, ógangfær, er til sölu. Enn fremur: 4 nýir HJÓLBARÐAR stærð 590x15. og ÚTVARP í bíl. Upplýsingar gefur Þorsteinn Jónsson, Baug h.f. FORD, 6 manna, árgerð 1955, nýuppgerð- ur, á nýjum dekkum og með útvarpi, til sölu. Kristján Þórhallsson, Asgarði, Svalbarðsströnd, og Bílasala Höskuldar. FORD CORTINA de lux, árgerð 1964 (A-2220) til sölu. Bifreiðin er vel með farin og lítið ekin. Uppl. í síma 1-25-31. BÍLASALA HÖSKULDAR 6 MANNA BÍLAR Ford Falcon 1962 Benz 1955—1959 Ford Vedet 1955 Simca og Zephyr 1963 Mikið af 4ra og 5 manna bílum, jeppum og vöru- bílum. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 11909 Sfeindór Guðmundsson bóndi, Þríhyrningi F. 28. febrúar 1905 - D. 14. júní 1966 ER ÉG MINNIST frænda míns og vinar Steindórs í Þríhyrn- ingi, leitar hugurinn fyrst til æskuáranna, þegar við ólumst upp hlið við hlið á Auðbrekku- torfunni, þar sem daglegur sam gangur var milli bæjanna og samvinna og samhugur rikti óvenju mikill. Við börnin vor- um þá nærri eins og einn syst- kinahópur sem lék sér og ærsl- aðist oft kvöld eftir kvöld. Ferskar eru enn minningarnar um Steindór stóra frænda, sem reyndist manni hlíf og skjöldur, ef í harðbakka sló. Atburði frá þeim góðu gömlu dögum rifjuð um við frændur stundum upp og komumst þá í létt skap. — En það var ekki aðeins í þá tíð, sem Steindór reyndist hjálpar- hella. Allt til hins síðasta var til hans leitað, ef vanda bar að höndum eða aðstoðar þurfti við. Og alltaf vai' hann boðinn og búinn til hjálpar og hlífði sér hvergi, þótt heilsu hans væri þannig háttað, að réttara hefði verið að hvílast. Þannig var hann ætíð ósérhlífinn, og í öllu, sem hann gerði fylgdi hugur og hjarta með. Hans létta og lipra lund og þó skapfesta brást ekki jafnvel á erfiðustu stundum. Það var öryggi í návist hahs. Ekki sízt þess vegna er harmur kveðinn að heimili hans, ná- grenni og frændum, sem fjær búa. Ungur gerðist Steindór for- ystumaður í félagslífi unga fólksins í sveitinni og má þar fyrst og fremst nefna forystu hans í ungmennafélagsskapn- um. Þar starfaði hann af lífi og sál svo áratugum skipti. Að öðru leyti var hann hlédrægur og tregur að taka að sér opin- ber störf, en komst þó ekki hjá því og var t. d. um skeið í hreppsnefnd og lengi sóknar- nefndarmaður. Öll störf rækti Steindór af hinni mestu samvizkusemi, hyggjuviti og lagni og má með fullum rétti telja hann gagn- menntaðan mann, þótt aðstæð- ur yllu því, að hann naut ekki langrar skólagöngu. Það var ekki vegna hæfileikaskorts. Skólagönguleysið bætti hann sér sjálfur upp. Það sýndi þekk ing hans á ótrúlega mörgum efnum, þekking, sem hann afl- aði sér með lestri o. fl. Ber bóka safn hans þess Ijósan vott, að hann setti ekki bækur í hillur til hýbýlaprýði. Hann var sjálf menntaður én sannmenntaður. Ég rek hér ekki ættir Stein- dórs. Alla ævi átti hann heima í Þríhyrningi, þar sem foreldr- ar hans höfðu búið nær allan sinn búskap, og tryggð hans við heimahagana, jörðina og sveit- ina, var órjúfandi. Heimili hans ber vitni um umhyggju hans fyrir því. Þar má sjá handbragð hans næstum því á hverjum hlut. Hann -yrkti' og bætti'jörð sína stórlega, byggði bæ sinn og útihús upp af ntestu vandvirkni og fékk ótrúlega miklu áorkað, þrátt fyrir langvarandi van- heilsu. Hann var sómi sinnar stéttar. Það er- sjónarsviptir að slíkum mönnum. Þótt missirinn sé mestur fyrir hans stóra heim ili og margur gesturinn sakni hins veitula húsbónda, er 'skarð fyrir skildi hjá bændastéttinni við fráfall hans. — Hann var jarðsettur að Möðruvöllum í Hörgárdal sl. fimmtudag. Kvæntur var Steindór hinni ágætu konu Helgu Þórðardótt- ur frá Bási, sem lifir mann sinn ásamt þremur uppkomnum, mannvænlegum sonum þeirra. Einn son misstu þau ungan. Ég votta þeim og öðrum nán- ustu fyllstu samúð mína en samgleðst þeim þó yfir að hafa átt svo góðan eiginmann, föður, bróður og afa, þar sem ekkert finnst, sem skyggir á fagrar minningar. Við frændur og vinir þökkum þér, Steindór, samfylgdina og geymum minninguna um góðan dreng svo lengi sem við lifum. Skúli Magnússon. TAPAÐ TAPAZT HEFUR Varahjól af Renault, stærð 530x13 — felgja grá að lit, á leiðinni Akureyri út í Ólafsfjarðarmúla sl. þriðjudag, Fundarlaun. Sími á Akuieyri 1-16-26, Ólafsfirði 110. CRESCENT G ARÐSLÁTTU VÉL AR með mótor CRESCENT UTANBORÐS- MÓTORAR, margar stærðir Hagstætt verð. Útsölust. á Akureyri BÍLASALA HÖSKULDAR Crescent söluunrboð Pósthólf 81, Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.