Dagur - 25.06.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 25.06.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri | Símar 1-1166 og 1-1167 ^ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hl. NÁTTÚRUSKOÐUN NOKKRIR drengir á Akoreyri liitlu nýlega skrítinn mann á förnum vegi. Hann var með steina í poka eftir dagslanga leit. Þeir tóku tal saman. Maðurinn leiddi drengina heim með sér og sýndi þeim nokkurt steina- safn, skreytingu úr íslenzkum stein- um og undursamlegar inyndir í sum- um steinanna undir smásjánni. Drengjunum opnaðist nýr heimur um bergtegundir og fegurð í stein- um. En náttúra landsins bæði lifandi og dauð á streng í hvers manns brjósti, ungum og gömlum. Hún snertir hann oft sjálf, einkum á vor- in, er hún hefur hamskipti, klæðist nýjum gróðri og allar lífverur vakna. En oft er hljómgrunnurinn lítt þroskaður og strengurinn ósnertur að mestu, og þá fara menn á mis við ævintýrið mikla, töfra vorsins og veldi. Hversu margir eru þeir ekki, sem ganga blindir úti í náttúrunni, þekkja ekki grösin sem þeir ganga á, eða steinana, þekkja ekki „fugla himinsins" nema hrafn og spóa, hafa aldrei gefið sér tíma til þess að horfa í næði á líf og baráttu óteljandi plantna og lítilla dýra á einni grasi- j vaxinni þúfu, vita ekki hvað skeður í lítilli seftjörn, sem er þó full af lífi, hafa aldrei gengið á fjörur til að fræðast um hið fjölbreytta líf þar? En hin óendanlega fjölbreytni í náttúrunni segir ævintýrin þeim, sem heyra vilja og sýnir þeir, sem vilja sjá. Það þarf hvorki flugvélar ; eða bíla til að ferðast til þessara ævintýralanda, ekkert nema hógværð hjartans og opinn huga. Hvert barn finnur til lotningar undir hand- leiðslu sjáandi manna í þessum efn- um, og vissulega þurfa flestir að koin ast í samfylgd mannsins með töfra- ' sprotann, hvort sem hann er náttúru- fræðingur eða náttúruskoðari. Drengir ]>eir, sem áður voru nefndir eru gott dæmi um fróðleiks- fiisan liuga, þegar um náttúrufræði- | leg efni er að ræða og maðurinn með steinapokann er um leið dæmi þess, hve sá strengur er næmur í livers manns brjósti, sem bundinn er nátt- úrunni. Það væri verðugt og skemmtilegt viðfangsefni félaga eða áhugasamra einstaklinga að efna til smáferða í næsta nágrenni bæjarins, þar sem náttúrufróðir menn væru leiðbein- i endur ungra og gamalla. Líklegt er, að slíkt yrði vel þegið, og fullyrða má, að slíkar leiðbeiningar bæru margfalt meiri ávöxt en lexíulær- !| dómur í skóla, á þeim tíma er snjór hylur jörðu. Nýr fjárstofn úr Þistilfiríi EYFIRÐINGAR hafa komið á sauðfjársæðingutn á sama hátt og í nautgriparæktinni. Ævar Hjartarson ráðunautur BSE gerði grein fyrir ýmsu í því sam bandi á aðalfundi sambandsins nú í vor. Sá fjárstofn, sem nú er not- aður til blöndunar, er úr Þistil- firði frá Holti eða út af fé það- an. Miklar vonir eru bundnar við þessa tilraun meðal fjár- ræktarmanna. Ráðunauturinn . segir m. a. svo í skýrslu sinni: „Mest af tíma mínum hefur því farið í störf sem lágu fyrir s. s. ýmiskonar skýrslugerð t. d. uppgjör á skýrslum nokkurra sauðfjárræktarfélaga og fleira. Um niðurstöður vísast til skýrslu Jóns Tr. Steingríms- sonar. Allmikil vinna fór í að gera upp þær niðurstöður sem feng- izt hafa af sauðfjársæðingunum, bæði árangur sæðinganna og afurðir eftir hvern hrút sem notaður var. Mun ég nú gera nokkra grein fyrir þeim niðurstöðum er feng- izt hafa. Hér á sambandssvæði BSE voru sæddar 1187 ær árið 1964. Skýrslum hefur verið skilað yfir 781. Af þessum 781 héldu 378 ær eða 48,4%. Árangur sæð inganna virðist hafa verið lak- astur hér í sýslu miðað við hin- ar sýslurnar sem sæðingar voru framkvæmdar í á sama tíma. í framhaldi af þessu gerði ég nokkra athugun á því hvaða áhrif aldur sæðisins hefur á það hve mörg % af ánum held- ur. Það er um það bil 53% betri árangur sem næst ef sæðið er tveggja tíma gamalt heldur en ef það er orðið 30 tíma eða eldra. Af þessu sézt nauðsyn þess að tíminn frá því að sæðið er tekið og þar til með því er sætt sé sem stytztur. Allmikill munur kom í ljós, hvernig hélt við hinum einstöku hrútum, eins og menn hafa orðið varir við. Allmikill munur kemur hér fram, virðist útkoman á fjórum BRIMBRJÓTAR AF NÝRRI GERÐ NÝ GERÐ brimbrjóta hefur gefið góða raun í Kanada. Á strönd Nova Scotia, brimasöm- um stað, er nú verið að gera til- raun með þessa gerð. í megin- atriðum er þessi brimbrjótur frábrugðinn eldri gerðum í því, að hann er „opinn“. í stað stein fylltra kerja er brimbrjótsvegg urinn steyptur og höfð á hon- um mörg göt og stór og sjór innanvið. Afl öldunnar, sem á brimbrjótnum skellur missir máttinn að verulegu leyti, þar sem mótstaðan er önnur og minni. □ hrútunum vera svipuð yfir heildina„ en einn er allmiklu lakari og virðist tæpast nothæf ,ur á sæðingastöð. í sambandi við' útreikning á afurðum hinna einstöku hrúta er rétt að taka fram eftirfar- andi: Til þess að jafna út þann mismun sem fram kemur í mis munandi fjölda einlembinga og tvílembinga, hafa öll lömbin verið reiknuð yfir í einlembings hrúta. Að vísu vantar nokkuð á að þetta uppgjör sé nógu ná- kvæmt. Ég hefi ekki getað leið- rétt fyrir hinum ýmsu mismun- andi atriðum, t. d. aldri lamb- anna, mismunandi fjölda lamba undan hinum einstöku hrútum, en hann er mjög mikill eins og fram kemur hér á eftir og ýmis fleiri atriði, sem geta eitthvað breytt þessum niðurstöðum. Taflan hér á eftir sýnir niður stöður þessarar athugunar. Afurðir gefnar upp sem kg. fall í einlémbingshrútum. Eyjafjarðarsýsla Allt svæðið Hrúlur Fjöldi Kg. FjöUli Kg- fall fall Spakur 163 18.64 739 19.12 Þokki 148 18.09 843 19.35 Leiri 144 18.46 422 18.90 Gyllir 21 20.15 123 18.46 Ás 44 17.79 171 18.98 Meðaltal 520 18.62 2298 18.96 Meðalt. vegið 18.43 19.06 Þessi athugun sýnir ekki, hvernig hrútarnir eru sem ær- feður heldur miklu fremur, hvernig afurðasemi er rneð til- I ■ r / iV Ljosio goöa og ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ sendir frá sér tvær nýjar bæk- ur. Er það Ljósið góða eftir danska skáldið Karl Bjarnhof og fimmta bókin í Alfræðasafni AB, Vísindamaðurinn, í þýð- ingu Hjartar Halldórssonar, menntaskólakennara. Ljósið góða er stílfærðar end urminningai' Karls Bjarnhof, sem mun mörgum íslendingum að góðu kunnur. Segja þær frá unglings og manndómsárum hans í Danmörku, og eru sjálf- stætt framhald af fyrri endur- minningabók hans, Fölna stjörn ur, sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1960. Karl Bjarnhof er einn af kunnustu núlifandi rithöfundum Dana, fæddur í Vejle í Danmörku 28. janúar 1898. Allt frá bernsku hefur hann verið blindur og hefur það að sjálfsögðu mótað allt hans líf og skáldskap. Hann stundaði hljómlistarnám við blindrastofnun í Kaupmanna- 'höfn og síðar í París. Eftir heimkomuna gerðist hann org- anisti í Kaupmannahöfn, stund aði síðan blaðamennsku um langt skeið, en hefur síðan 1947 starfað við danska útvarpið. Hann er félagi í dönsku aka- demíunni frá árinu 1960 og er ritari hennar. Á síðastliðnu ári var hann formaður úthlutunai' nefndar bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og kom hing- að á sl. vetri, er úthlutunar- liti til framleiðslu sláturlamba. Til þess að starfsemi þessi geti orðið að sem mestum not.um verður að leggja áherzlu á það að fá sem flestar dætur þessara hrúta skýrslufærðar, þannig að sem beztar upplýsingar fáist um hrútana sem ærfeður. Það má ef til vill orða þetta svo, að undirstaða þessarar starfsemi sé að færðar séu afurðaskýrsl- ur yfir dætrahópana. Starfsemi Sauðfjársæðingar- stöðvarinnar var með mjög líku sniði á liðnu ári. Sæddar voru frá stöðinni 5653 ær, þar af í Eyjafirði 1625. Ennþá liggja ekki fyrir neinar niðurstöður um árangur. Þá hef ég farið yfir fóður- birgðaskýrslur af sambands- svæðinu og gert nokkra útreikn inga í sambandi við það, Nægar fóðurbirgðir virðast vera fyrir hendi í hverjum hreppi og þá um leið héraðinu í heild“. Q NOKKRARSAMÞYKKTIR FRÁ AÐALFUNDI S. í. S. Á AÐALFUNDI SÍS í Bifröst, sem hér var áður sagt frá að nokkru, voru m. a. þessar álykt anir samþykktar: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga hald- inn að Bifröst 10.—11. júni 1966, beinir þeim eindregnu tilmæl- um til Seðlabanka Islands og viðskiptabankanna, að þeir liækki afurðalán vegna land- búnaðarafurða upp í það hlut- fall er gilti um þær á síðast- liðnu ári. Bendir fundurinn á, að nú er svo komið að ekki hefur öllum mjólkurbúum reynzt unnt að greiða að fullu reikningslega uppbót á mjólk innlagða 1965 og ennfremur orðið að lækka útborgun til bænda. Er einsætt hvílíkum vandræðum slíkt hlýt ur að valda bændastéttinni ekki sízt, þegar út af ber með Vísindamaðurinn nefndin tók ákvörðun sína um þau verðlaun hér. Karl Bjarnhof hefur skrifað fjölda bóka, en mestrar frægð- ar hefur hann getið sér fyrir Ljósið góða og Fölna stjörnur. Höfundarlaun sín fyrir þessa út gáfu bókarinnar hefur Karl Bjarnhof gefið til starfsemi blindra á íslandi. Ljósið góða er 277 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkelsdóttir teiknað. Vísindamaðurinn er fimmta bókin í Alfræðasafni AB, en áður eru komnar bækurnar Fruman, Mannslíkaminn, Könn un geimsins og Mannshugur- inn. Bókin Vísindamaðurinn fjall ar um heim vísindanna. Greinir bókin ýtarlega frá því hvernig vísindamenn starfa, skiptingu vísindagreinanna frá höfuð- stofnstofnum í einstakar sér- greinar. Sagt er frá ýmsum kunnum vísindastofnunum, og hve miklu fé er aflað til þeirra og á hvern hátt. Bókin gefur einnig yfirlit yfir hina undra- verðu og hröðu þróun vísind- anna, og skýrir á hvern hátt þau koma öllum almenningi að gagni og geta valdið hagsæld og framförum sé rétt með farið. í bókarlok er yfirlit yfir alla þá, sem hafa hlotið Nóbelsverð (Framhald á blaðsíðu 7) árferði, eins og nú hefur verið.“ „Aðalfundur Sambands ís- leúzkra samvinnufélaga liald- inn að Bifröst 10.—11. júní 1966, skorar á ríkisstjórnina að leyfa frjálsan innflutning á fóðurvör- um.“ „Aðalfundur Sambands ís- - lenzkra samvinnufélaga hald- inn að Bifröst 10.—11. júní 1966, telur að sívaxandi verðbólga stefni nú atvinnuvegum lands- manna og afkomumöguleikum almennings í bráðan háska. Framleiðslukostnaðurinn hefur sífellt farið hækkandi á undan- förnum árum og er nú þegar komið svo að liann er í ýmsum greinum orðinn hærri en það verð, sem fæst fyrir framleiðsl- una á mörkuðum erlendis. Á sviði landbúnaðarins hefur aukinn verðbólgukostnaðúr þeg ar leitt til alvarlegrar tekjurýrn unar hjá bændum. Með sama hætti lúta nú fleiri og fleiri inn lendar framleiðsluvörur í lægra haldi á innlendum markaði í samkeppni við vörur, sem fram leiddar eru í öðrum löndum, þar sem framleiðslukostnaður er stöðugri. Fundurinn telur að tafarlaus ar ráðstafanir séu nauðsynleg- ar til þess að koma í veg fyrir að framleiðslunni, og þá sérstak lega útflutningsframleiðslunni sé íþyngt frekar en orðið er af völdum verðbólgunnar. Líklegasta leiðin til að stemma stigu við verðbólgunni, telur fundurinn að séu samstillt átök til þess að mæta vinnuafls skorti og framkvæmdaspennu með meiri afköstum, aukinni tækni og bættu framleiðslu- skipulagi og ályktar að brýnni nauðsyn beri nú en nokkru sinni til þess að öll ábyrg þjóð- félagsöfl sameinist í voldugri sókn gegn verðbólgunni." Kosning í stjórn. Þá fóru fram kosningar. I stjórn Sambandsins höfðu lok- ið kjörtíma Jakob Frímannsson, formaður og Skúli Guðmunds- son og Þórður Pálmason. Voru þeir allir endurkjörnir. í varastjórn voru kosnir: Björn Stefánsson, Ólafur E. Ólafsson og Ólafur Sverrisson. 5 .....• J (Ljósm.: E. D.) Oft er margt um manninn og mikið að gera á Matstofu KEA, Matstofa KEA nýtur vinsælda MATSTOFA K. E. A. (Café- teria), sem er til húsa í Hafn- arstræti 89, hóf starfsemi sína 28. júlí 1962 undir stjórn Guð- mundar Ketilssonar, en var þó og er rekin undir yfirstjórn kjötbúðarstjóra, sem þá var Sigmundur Björnsson. Matstof an náði þegar vinsældum fólks, einkum ferðafólks, sem þurfti að fá skjóta afgreiðslu, en þarna er sjálfsafgreiðslufyrirkomulag. í upphafi voru sæti fyrir 44 manns á Matstofunni, en á s. 1. ári var byrjað á breytingum, sem segja má að nú sé endan- lega lokið. Húsnæði matstofunn ar hefur verið stækkað til vest- urs, þannig að nú rúmar hún 80 manns í sæti, skipt hefur ver ið um húsgögn og gerð sérstök gjaldkerastúka, auk annarra minni lagfæringa. Húsgagna- vinnustofa Ólafs Ágústssonar annaðist að mestu smíði inn- réttinga Matstofunnar, en einn ig Valbjörk h.f. og að hluta KEA-smiðir undir stjórn Stef- áns Halldórssonar, en vélsmiðj- an Oddi smíðaði loftræstingar- kerfið. Á Matstofunni starfa nú 14 manns og er unnt að afgreiða allt að 150 manns með mat á einum klukkutíma. Matstöfan er opin frá kl. 8 f. h. til kl. 11 e. h. allan ársins hring, og vill kappkosta að veita öllum, sem þangað sækja, sem beztan beina. ( Fr étta tilky nning. ÞJÖÐHÁTlDARDAGUR FLESTAR þjóðir eiga einhvern sérstakan þjóðhátíðai'dag, sem •minnst er á ýmsan hátt. Margir þjóðhátíðardagar eru að einhverju leyti bundnir við það, hvernig þjóðirnar öðluðust frelsi og sjálfstæði. Sumir þessir dagar eru bundnir við stjórnarskrá við- komandi lands. Eins og að líkum lætur er á hátíðahöldum þessum oft sýnt það, sem einkennir þjóðlífið eða skemmtanir viðkomandi þjóðar. Því meir, sem þjóðin hefur fórnað fyrir frelsi sitt, því vænna þykir henni um þjóð- hátíðardag sinn og fána. Og auðvitað konung, hafi hún hann. Á Norðurlöndum hygg ég að hvergi sé eins mikið um að vera og í Noregi á þjóðhátíðardag- inn. Norðmenn glötuðu frelsi sínu í síðustu styrjöld og lifðu við kúgun erlendrar þjóðar í fimm löng ár. Aldrei hafa þeir fagnað þjóðfrelsi sínu eins og síðan þeir heimtu það aftur. Og konungur þeirra, sem neit aði allri málamiðlun við her- námsþjóðina, og lifði í útlegð þessi ár, átti hjarta hvers Norð manns. Á þjóðhátíðardaginn tjáh' þjóðin ást sína á landi sínu, konungi og fána af mikilli ein- lægni. Ég átti þess kost að fylgjast með hátíðahöldum frænda okk ar í Osló á þjóðhátíðardaginn í vor, og skal nú leitast við að lýsa honum í stórum dráttum. Eins og kunnugt er, þá er þjóðháííðardagur Norðmanna 17. maí. í vor var hann einn af fegurstu dögum, sem þekkjast í Osló. Sólskin og blíða. Snemma um morguninn heyrðist í barnahljómsveitum skólanna sem voru að æfa sig undir daginn. Það er oft lítið sofið nóttina á undan og risið snemma úr rekkju. Tilhlökkun fyllir hjörtu barnanna. Tiltölulega snemma um morg uninn sá ég, þegar ég leit út um gluggann, syngjandi og hoppandi börn í hátíðaskapi á gangstéttunum veifandi htlum fánum. Sumar telpurnar voru í þjóðbúningum. Hátíðin var byrjuð. En aðalhátíðahöldin fara fram í miðbænum. Skrúðgöng- ur með 'íúðrablæstri koma upp Karl Jóhann og stefna upp að konungshöllinni. Þar heilsar fólkið konunginum, sem stend- ur á svölum hallarinnar og tek- ur kveðjum þjóðarinnar. Hallargarðurinn er þétt set- inn fólki og allar götur í ná- grenninu niður í miðbæinn. Fyrst kemur fagurlega búin hljómsveit, sem leikur konungs sönginn og þjóðsöng Norð- manna. Meðan þjóðsöngurinn var leikinn fór fagnaðaralda um manpfjöldann og allir tóku undir. Þá komu barnaskólarnir hver á-eftir öðrúm. Þeir gengu undir I NOREGI fána sínum og fór hljómsveit skólans í fararbroddi fagurlega búin. Við og við ráku börnin upp glaðleg fagnaðaróp. Inn á milli komu svo hljómsveitir full orðinna, sem léku þjóðfrelsis- lög eða fögur vorlög. Eftir barnaskólunum koma framhaldsskólarnir. Allir heilsa þeir með fánum sínum framan við höllina. Síðar koma verðandi stúdent ar klæddir litríkum búningum. Þeir eru tákn lífsgleðinnar. Þeir syngja stúdentasöngva og dansa léttilega keðjudansa eft- ir götunum. Á eftir þeim koma svo almennir borgarar að heilsa konungi sínum. Þessi hátíðahöld taka tvær til þrjár stundir og alltaf standa Ólafur konungur og Haraldur krónprins á svölunum og taka kveðjum fólksins. í mannfjöldanum má sjá margar konur klæddar þjóð- búningum hinna ýmsu héraða. Þjóðbúninga varðveita Norð- menn betur en flestar aðrar þjóðir. Eftir að hafa verið 'viðstadd- ur þessi hátíðahöld, fannst mér að fáar þjóðir mundu fagna þjóðfrelsi sínu af eins mikilli einlægni og Norðmenn. Og fögnuður barnanna með litlu fánana sína Ijómaði úr aug um þeirra. En hvers vegna að vera að segja frá þessu hér? Kemur þetta okkur nokkuð við? (Framhald á blaðsíðu 7.) HVER VAR JÓN JÓNSSON FOR- FAÐIR GRÝTUMANNA? í MINNIN G ARGREIN, sem birtist í Degi um Tryggva heit- inn Jónsson afgreiðslumann á Gefjun, eftir Ingólf Pálsson, er rakin ætt hans í beinan karl- legg. Þar sem ég þykist sjá skekkju í þeirri ættrakningu, tel ég það skyldu mína að benda á hana, ekki sízt fyrir það, að af þessum ættarmeiði eru fjölmargir Ey- firðingar sprottnir. Þessi skekkja hefst þegar gerð er grein fyrir faðerni Árna Jónssonar bónda á Stórhamri, því honum er ruglað saman við alnafna sinn, Árna Jónsson frá Hlíðarhaga, eða réttara sagt, tveir menn eru gerðir að einum og sama manni. Þetta er algeng villa í ættfræði, þegar um al- nafna er að ræða, sem eru sam- tíðamenn í sama héraði. Vil ég nú fyrst gera grein fyrir Árna Jónssyni frá Hlíðar- haga, sem í fyrrnefndri minn- ingargrein er ranglega talinn forfaðir Tryggva heitins Jóns- sonar og þar með hinnar fjöl- mennu Grýtuættar í Eyjafirði. Árni þessi er fæddur um 1727, og var sonur Jóns Jónssonar eldri bónda í Hlíðarhaga og konu hans Margrétar Jónsdótt- ur. Hann kvæntist 13. júní 1762, Þórdísi Bjarnadóttur (b. á Stokkahlöðum, Sæmundsson- ar). Árni bjó fyrst 1 ár (1762— 1763) í Hlíðarhaga á móti Halli bróður sínum, en síðan á Torf- um frá 1763 til dánardags 1766. Einkabarn hans og Þórdísar, ■ var Margrét f. 2. okt. 1764, sem átti Bjarna Gunnlaugsson b’. að Bæ á Höfðaströnd. Þórdís ekkja Árna bjó áfram á Torfum til 1769, en þá giftist hún aftur (27. okt. þ. ár) Hall- dóri Björnssyni. Þau fluttu að Hólshúsum 1770 og bjuggu þar í 14 ár, en síðast á Hrísum og Æsustöðum. Er margt ágætis- manna frá þeim komið, sem kunnugt er. Árni Jónsson á Stórhamri, hinn rétti forfaðir Grýtuættar í beinan karllegg, er fæddur um 1732. Hann kvæntist að Möðru- völlum í Hörgárdal 6. nóv. 1761, og gekk þá að eiga Guðrúnu Einarsdóttur frá Möðrufelli, systur séra Magnúsar á Tjörn í Svarfaðardal. Árni bjó á Vögl- um á Þelamörk 1762—1764, en flutti þá að Stórhamri og bjó NÁMSKEIÐ í amerískum fræðum MENNTASTOFNUN Banda- ríkjanna á íslandi (Fulbright- stofnunin) tilkynnir að Upp- lýsingaþjónusta Bandaríkjanna í Stokkhólmi í samráði við menntamálaráðuneytið sænska og Fulbright-stofnunina þar, muni halda áttunda námskeiðið í amerískum fræðum, „Introduc tion to America“, í Mora Folk- högskola dagana 31. júní til 10. ágúst n. k. Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi mun veita nokkra ferðastyrki til ís- lenzkra kennara í ensku, er myndu taka þátt í námskeiðinu. Þeir, sem hefðu áhuga á að sækja námskeiðið, eru beðnir að hafa samband við stofnun- ina, Kirkjutorgi 6, opið frá 1—6, sími 1-08-60. Umsóknarfrestur rennur út 24. júní n. k. 14. júní 1966. (Fréttatilkynning frá Mennta stofnun Bandaríkjanna á ís- landi). þar til dauðadags 1765. Hann er dáinn fyrir 14. jútií 1765, því þann dag fóru fram skipti á dánarbúi hans að Stórhamri. Erfingjar voru ekkjan Guðrún og Einar einkasonur þeirra hjóna. Hann fæddist að Vöglum í apríl 1763 og var lengi bóndi á Litlahóli, en síðast og lengst í Hraungerði. Guðrún Einars- dóttir bjó áfram á Stórhamri til 1766, en giftist þá Sigurði Ólafs syni frá Guðrúnarstöðum. Þau bjuggu á Stóra-Kjarna góðu búi, enda hafði Sigurður Kjarna umboð og var kallaður forpagt- ari. Voru börn þeirra, Árni skáld á Skútum og Hallfríður húsfreyja á Þverá í Öxnadal, og eru fjölmennar ættir frá þeim systkinum. Mér hefur ekki tekizt að fá fulla vissu fyrir framætt Árna Jónssonar bónda á Vöglum og Stórhamri. Lang sennilegast er að ætla hann ættaðan úr Hörg- árdal og þá helzt frá Vöglum á Þelamörk, þar sem hann fær fyrst staðfestu. Víst er að hann hefur verið af efnuðu fólki kom inn. Það ber tíund hans vitni um og eins dánarbúsfjármunir eftir aðeins 3ja ára búskap. Sterk rök hníga að því að Árni hafi verið sonur Jóns Jónssonar bónda á Vöglum, sem dó þar í byrjun nóvember 1758 „giftur maður, aldraður (ágætur)“. Hann var skv. tíund, efnabóndi. Kona hans Sigríður að nafni, bjó síðan á Vöglum þar til Ámi Jónsson tók við ábúðinni. Um aldur Jóns Jónssonar, hins ágæta bónda á Vöglum, er ekki vitað annað en það, að hann hafi verið aldraður þegar hann féll frá 1758. Gæti hann því verið fæddur fyrir 1703, þeg ar manntalið er tekið, þó það sé alls ekki víst. í ættbókum Espólíns p.222 er þessi klausa: „Guðrún Einarsdóttir átti Árna, son Jóns á Vöglum“. Hér er átt við fyrrnefnd hjón á Stórhamri, Guðrúnu og Árna. Er því bein- línis sagt að Árni hafi verið son ur Jóns á Vöglum, en því miður ekki gerð nánari grein fyrir þessum Jóni. Tel ég næstum óyggjandi að hann sé sá Jón Jónsson, sem ég hefi þegar gert grein fyrir. Lengra verður varla rakinn karlleggur Grýtu- og Uppsalamanna í Eyjafirði, að svo stöddu, a. m. k. ekki eftir þeim heimildum sem ég hefi að- gang að. Hitt er annað mál að gaman væri að leysa þessa ráð- gátu betur. Sem stendur hefi ég þó ekkert haldgott til málanna að leggja, annað en það, að ég þykist vita að kona Jóns Jóns- sonar á Vöglum og móðir Árna, hafi verið sú Sigríður Ólafsdótt ir, sem deyr á Vöglum 177fi, „gömul ekkja“. Hún mun hafa dvalið þar í elli sinni hjá dóttur sinni, Sigríði Jónsdóttur, sem gift var Árna Sigurðssyni hrepp stjóra, en þau hjón tóku við ábúð á Vöglum þegar Árni Jóns son flutti að Stórhamri. 0f reiknað er með því að þau hjón, Jón Jónsson og Sigríður Ólafs- dóttir á Vöglum, séu á bernsku skeiði 1703 og ættuð úr Hörgár- dal, þá mætti geta sér til að hún væri frá Flöguseli, en hann annaðhvort frá Ásgerðarstöðum eða Myrkárdal, (sbr. manntalið frá þessu ári bls. 328). Vona ég að einhverjir hafi rannsakað þetta betur og hefði ég gamaa af að heyra álit þeirra. í maí 1966. ] Stefán Aðalsteinssen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.