Dagur - 09.07.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 09.07.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herkcrgis- pantauir. FerSa- skriístoían Túngötu I. Akureyri, Síxni 11475 DAGU XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 9. júlí 1966 — 52. tbl. FerðaskrjfsfoíanESi! Skipuleggjum íer'Öir skauta á milli. FarseSlar með Flugfél. ísl. og Loitleiðum. Vel sproliin og lítið kalin fún Keynihlíð 6. júlí Tún eru vel sprottin í Mývatnssveit og ekki mikið kalin, enda heyskapur hafinn og sprettutíð góð Silungsveiði er dágóð í vatn- inu, en lítil í Laxá, ofan til a. m. k. Hér er nú um 60 manna flokkur við ýmis konar fram- kvæmdir viðkomandi kísilgúr- verksmiðju. Meðal framkv. er verið að setja upp norsk verk- smiðjuframleidd íbúðarhús. Ferðamannastraumurinn er orðinn mikill, eins og jafnan á þessum árstíma. Og fyrsta mý- vargsplágan er gengin yfir. - P. J. ■ • r KJORBUÐIR LANDSINS ERU134 I GREIN í nýútkomnum Verzl- unartíðindum segir Brynjólfur Sigurðsson viðskiptafræðingur, að 30. nóv. 1964 hafi kjörbúðir hér á landi verið 134 talsins á 36 stöðum, flestar í Reykjavik, iMIKIL IÐNSÝNING í HAIJST \ MIKIL iðnsýning verður cpnuð í haust í Sýningar- ! höllinni í Laugardal í Reykja I'vík. Þar sýna 120—130 fyrir- !;tæki vörur sínar og fram- !;!eiðslu. En sýningardeildir ;|verða 12, sú stærsta fyrir í húsgagnaframleiðsluna. Sýning þessi, sem opin ! verður í tvær vikur er einn- ; 5g sölusýning. Ákveðið er að ; iðnsýning þessi verði opnuð ; 31. ágúst. 1 59 talsins, en 10 á Akureyri. Rúmlega helmingur allra kjör- búða í landinu eru í eigu sam- vinnufélaga. f kjörbúðum er af- greiðsluborðið, sem skilur af- greiðslumann og viðskiptavin, horfið, en lítið borð með pen- ingakassa út við dyr komið í staðinn. Fólkið afgreiðir sig að þótt fyrirkomu- ekki ráðgefandi VEGNA sumarleyfa kemur blaðið ekki út fyrr en að þeim loknum, eftir næstu mánaða- mót. □ mestu sjálft, lagið útiloki þjónustu. Sagt er, að bandarískur kaup maður einn, sem ekki annaði af greiðslustörfum í verzlun sinni, hafi hrúgað vörunum á búðar- borðið og beðið „kúnnana“ að afgreiða sig sjálfa og greiða um leið og þeir færu — og að þetta atvik sé upphaf kjörbúða. Hvort svo er eða ekki, miðast kjör- búðir við minni þjónustu við hvern og einn viðskiptavin og örari verzlun, þar sem pökkun- arvinna, margs konar, er ekki framkvæmd við búðarborðið eins og áður. Haustið 1942 var gerð fyrsta tilraun með kjörbúð hér á landi. Nú hafa kjörbúðir skipað fastan sess í viðskiptalífinu á mörgum stöðum og eru vinsælar. Keppnislið Dana og Akureyringa röðuðu sér framan við áhorfendastúkuna áður en leikurinn hófst og var vel fagnað. Sjá grein á bls. 2 (Ljósni.: E. D.) Fráfarandi ríkisstjórn SÍÐASTA ár kjörtímabils al- þingismanna er upp runnið. Síð ustu alþingiskosningar fóru fram snemma í júnímánuði árið 1963. Næstu kosningar fara fram síðasta sunnudag í júní 1967 — ef ekki fyrr. Margt bendir til þess, að dag- ar þeirrar ríkisstjórnar, er nú situr, séu senn taldir. Þessi stjóm er búin að vera við völd í hálft sjöunda ár, og samstarf stjómarflokkanna er raunar ári eldra. Segja má, að stjórnin sé þegar búin að ná hámarksaldri íslenzkra ríkisstjóma, eins og hann hefur tíðkazt. Því valda eðlilegar ástæður aðstjórn situr ekki nema takmarkaðan tíma í lýðræðislandi, og að talið er heppilegt, að stjómarskipti verði öðru hverju. Of löng seta sömu ríkisstjórnar og löng Ódýr hús reist í Mývatnssveit I'RÉTTIR berast nú af þvi, að í Mývatnssveit rísi nú ódýr ibúðarhús, byggð á vegum kís- jjgúrverksmiðjunnar. 1 fyrra- dag var verið að reisa annað húsið í þessum flokki. En þetta eru norsk hús, sett saman á byggingarstað og talin kosta éuppsett nálægt 680 þús. ísl. kr. SJO I SJUKRAHUS EFTIR ÁREKSTUR f FYRRAKVÖLD varð harður bifreiðaárekstur skammt frá Búðardal. Þar slösuðust sjö manns meira og minna, og voru þeir fluttir til Reykjavíkur í Iveim sjúkraflugvélum Bjöms Pálssonar. Er umferðaslys þetta eitt hið mesta nú um sinn. □ En grunninn þarf að sjálfsögðu að steypa eða plötu til að byggja á. Þetta verð er miðað við 110 ferm. hússtærð, ein hæð, undir einu risi með stóm þakskeggi og dökkri viðar- klæðningu að utan. Talið er vikuverk eða rúm- lega það, fyrir þrjá menn, að reisa slík hús. Með fylgir í hús- inu bað og hreinlætistæki, eld- húsinnrétting, þvottahús án þvottavélar. Raflagnir og vatns lagnir fylgja, en ekki hitalagn- ir. Viðarlitur er á öllu tré og er óþarfi að mála en auðvelt, ef eigendur vilja. Þak og vegg- ir era tvöfaldir og í einangrun er stcinull. Ekki fer það milli mála, að kostnaður við að byggja svipuð hús hér á Jandi er mun meiri, enda um verksmiðjuframleiðslu Norðmanna að ræða á þessum innfluttu húsum. Engu að síður eru þessi hús athyglisverð og kynnu að örva til hagkvæmári og viðráðanlegri íbúðabygging- ar. □ valdaaðstaða þeirra manna eða þjóðfélagsafla, sem að henni standa eða njóta náðar hennar, er til þess fallin að skapa mis- ræmi í þjóðfélaginu, og bæla niður gróður, sem rétt á til vaxtar. Ráðherrar, þó mætir séu þeir stundum, þurfa „sterk bein“ til að þola óslitinn sætleik herra- dómsins. Þjóðfélagsjarðvegur spillist kringum gamlar og grón ar valdaklíkur stjórnmála- manna, sem aðstöðu sinnar vegna mæla sér sinn ríflega liluta og gerast ráðríkir á ýms- um sviðum. Ekki eru sýnileg rök til þess, að stjórn sú, sem nú situr, ætti að lifa miklu Iengur en aðrar ríkisstjórnir. Þótt ýmislegt sé vel um núverandi stjórnarfor- mann, verður varla sagt, að hann hafi til að bera stjórn- vizku og höfðingsbrag meiri en aðrir, er seíið hafa í sfól hans áður, a. m. k. úr hans eigin flokki. Enn síður verður þó sagt, að stjórnin liafi staðið svo myndarlega við yfirlýsta stefnu sína eða skapað slíkt öryggi í meðferð landsmála, að það geti enzt henni til langlífis cðru fremur. NAUÐSYNLEG VEITINGAÞJÓN- USTA ER NÚ Á ÞÖRSHÖFN Langanesi, 7. júlí. Kaupfélag Langnesinga opnaði söluskála í nýbyggðu húsi á Þórshöfn núna um mánaðamótin. Þarna er mjög vistiegur veitingasalur með sjálfsafgreiðslu, þar sem hægt er að fá keypt kaffi, gos- drykki, pylsur, heitar súpur, mjóik og væntanlega skyr og rjóma, þegar mjóikurstöðin tek ur til staifa á næstunni. í skál- anum eru einnig til sölu sælgæt is— og tóbaksvörur o. fl. Mikið hagræði er að söluskálanum hér, en ferðamannastraumur er vaxandi og hér hefur ekki verið nein veitingastarfsemi undanfar in ár. Á Þórshöfn eru nú 460 manns. Ný síldarverksmiðja er í þann veginn að taka til starfa. Afli er nú ailgóður og nær en áður. Eins og kunnugt er, var það yfirlýst aðalmarkmið þessarar sfjórnar í öndverðu, að ráða niðurlögum verðbólgunnar og skapa stöðugt verðlag. Stjórnar formaðurinn, sem þá var, gekk svo langt að segja, að ef þetta tækist ekki, væri allt annað „unnið fyrir gýg“. Jafnvel stjórnarmenn játa nú sjálfir, sem almenningur veit, að bar- áttan gegn verðbólgunni hefnr mistekizt algerlega, og að á því sviði er nú vá fyrir dyrum. Ekki er ólíklegt, að fylgistap Sjálfstæðisflokksins, scm glöggt kom fram í bæjarstjórnarkosn- ingunum og mun verða meira síðar, eigi að verulegu leyti rót sina að rekja til skipbrots stjórnarinnar í dýrtíðarmálun- um, sem forystumenn þess flokks eru taldir bera ábyrgð á. (Framhald á blaðsíðu 5). inlHIÍfliniliÍltÍÍMÍÍlÍÍÍÍfltÍIÍHMÍMÍiril i Ákureyrmgar leika ! | við Keflvikinga á | | morgim, sunnudag | j Á MORGUN, sunnudag 10. ; : júlí, fer fram á íþróttavellin ; [ um hér 4. leikur Akureyr- i [ inga í I. deild í ár og mæta : [ þá Keflvíkingum. Leikurinn i j hefst kl. 4 e. h. Vonandi sýn j : ir ÍBA-liðið góðan leik og ; [ lætur ekki sinn hlut, þótt í i : móti blási. j Ef Akureyringar sigra í j j þessum leik eru þeir orðnir j j jafnir efsta liðinu, Val, með i j 5 stig og eiga eftir 1 leik í j ; fyrri umferð, og þá gegn KR. j j Ekki þarf að efa að bæjar j j búar og nærsveitamenn fjöl j j menna á vöhinn. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.