Dagur - 09.07.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 09.07.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: , JÓN SAMÚELSSON /' / Prentverk Odds Bjömssonar h.f. KJÖRDÆMISÞIHG FÉLAGSSAMBAND Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra (F.F.N.E.) var stofnað 1960, eítir að gömlu kjördæmunum liafði verið steypt saman með stjórnar- skrárbreytingu og fyrstu kosningar í nýja kjördæminu farið fram. í stofn- lögum sambandsins var ákveðið, að það héldi fulltrúaþing einu sinni á ári, en aukaþing ef þurfa þætti. Þingstaður er ekki ákveðinn í lögun- um. En reyndin er sú, að öll hin reglulegu þing sambandsins hafa verið haldin á Laugum í Reykjadal, en eitt aukaþing á Akureyri í árs- bvrjun 1963. í sambandinu eru sjö almenn Framsóknarfélög í kaupstöðum og þremur sýslum kjördæmisins en auk þess sjö félög ungra Framsóknar- manna á sambandssvæðinu. í löguin sambandsins eru ákvæði um tölu þingfulltrúa hjá hverju fé- lagi og samciginlega fulltrúa, er at- kvæðisrétt hafa. í stjórn sambandsins em nú: Hjörtur E. Þórarinsson Tjörn, sem er íörmaður, Jónas Halldórsson Rif- kelsstöðum, Sigurður Jóhannesson Akureyri, Óli Halldórsson Gunnars- stöðum, Hlöðver Hlöðvesson Björg- um, Magnús J. Kristinsson Akureyri | og Aðalsteinn Karlsson Húsavík. i Kjördæmisþing kýs einnig ár hvert 7 menn í miðstjórn Framsóknarflokks- ins, sem er íjölmenn stjórn og kem- ur saman til funda árlega. Kjprdæmissambandið og félögin, sem að því standa í kjördæminu, eru skipulögð með það fyrir augum, að sérhver áhugamaður um almenn mál, sem flokkurinn stvður, eigi þar vettvang til að láta til sín taka og eiga sinn þátt í að móta liina sameig- inlegu stefnu. Sá vettvangur er öll- um flokksmönnuin opinn á félags- fundum og þingfulltrúum á kjör- dæmisþingum. En flokksfélögin eru öllum opin, er samleið geta átt um hin helztu mál, sem til þess eru fall- in að skapa varanlega heildarstefnu. A svipaðan hátt eru samtök Fram- sóknarmanna byggð upp í öðrum kjördæmum. í þessu skipulagi felst trygging þess, að landsflökkur Fram- sóknarmanna verði áfram á komandi tímum lýðxæðisflokkur í staxfi og stefna hans mótist af skapandi krafti þúsundanna, sem taka þátt í því starfi — en ekki af reykvískri eða út- lpndrj skiifstofulínu, eins og sums staðar hefur tíðkazt. En því aðeins fær þetta skipulagskerfi notið sín, að ahnenningur meti það sem skyldi og haldi vöku sinni. |_____________________________ fllger samstaia bænda gegn éviðunandi tekjuskerðingu Stefán Valgeirsson bóndi á Auðbrekku svarar nokkrum spurningum Á UNDANFÖRNUM 5 árum hefur dregið úr smjörneyzlu hér á landi. Aukning á neyzlu- mjólk hefur aftur á móti verið 3.5% á ári að meðaltali, en 2.5% söluaukning á osti á ári á sama tíma. Hinsvegar hefur neyzla smjörs minnkað um 2% á ári. Ef smjörneyzla hefði auk izt, þó ekki væri meira en ost- neyzlan, væru smjörbirgðir ekki neitt verulegt vandamál á þessu sumri. Ástæður þær, sem þessi þró- un byggist á eru t. d. sala jurta smjörlíkis og svo áróður gegn smjörneyzlu sem er hinn alvar- legasti. En allt þetta hefur haft áhrif til minnkandi smjör- neyzlu í landinu. Til viðbótar má svo nefna verðlagningu bú- vara, sem á þátt í örari aukn- ingu á mjólkurframleiðslu, en æskilegt er nú talið, en um þetta hafa jafnan verið skiptar skoðanir, við ákvörðun verð- lagsgrundvallar landbúnaðar- ins. Og enn má nefna, að verð á neyzlumjólk hefði átt að vera milli 10 og 11 kr. líterinn, miðað við hækkun matvæla yf- irleitt. Ríkisstjórnin leyfði ekki 90 aura Ixækkun á mjólk, til að leysa vandræði bænda nú og er það furðulegt. En sú hækk- un átti að koma til fram- kvæmda samhliða smjörlækk- uninni, sem gerð var í vor. Hin mikla óánægjualda bænd anna í landinu nú, stafar af því, að bændur fá ekki greitt það verð fyrir framleiðsluvörur sín ar, sem þeim ber. Hér norðan- lands geta t. d. mjólkurvinnslu- stöðvar bændanna ekki greitt bændum fulla mjólkuruppbót og vantar 85 aura á líter hér og meira annars staðar. Bænd- ur telja ríkisstjórnina ábyrga fyrir því að þeir fái grundvall- arverðið, sem úfskurðað var, því að þær ástæður, sem nú varna því að bændur fái við- < unandi vinnutekjur í gegn um J búvöruverðið, eru ekki þeirra ^ sök. Þeir hafa jafnan verið hvattir til að auka framleiðsl- una, jafnvel opinberlega skorað á þá að gera það. Og ekki eiga bændur sök á dýrtíðinni, sem er mesti bölvaldurinn. Um s.l. áramót lækkaði Seðla bankinn afurðalánin og hafa þau lækkað síðan um 14.5%, og mjólkurvinnslustöðvarnar gátu aðeins greitt helming mjólkur- uppbótarinnar til bændanna, a. m. k. hér norðanlands. Á 400 manna fundi á Akur- eyri og 700 manna fundi á Sel- fossi stóðu bændur saman sem einn maður, mótmæltu innvigt unargjaldinu og kröfðust ó- skertra og lögákveðinna tekna. Fyrirsjáanleg árleg tekjurýrn- un meðalbónda hér í sýslu nem ur hátt í 30 þús. kr. Getur hver maður séð, að bændastéttin, sem sannanlega var áður tekju lægsta stétt landsins, getur ekki unað því, að tekjur bænda séu Stefán Valgeirsson enn rýrðar um tugi þúsunda króna, eða hvaða stétt þjóðfé- lagsins mundi una slíku um þessar mundir? Þetta gerist á sama tíma og verkalýðsfélögin fá hækkuð laun verkamanna og styttingu vinnuvikunnar! Blaðið leitaði frétta af þess- um málum hjá Stefáni bónda Valgeirssyni í Auðbrekku, sem er einn þeirra manna er kosinn var í þessu héraði til að vinna að úrbótum, ásamt fjórum öðr- um bændum. Hvernig unnuð þið í nefnd þeirri sein hér var kosin á sam- lagsfundi? Þegar þessi mál lágu ljóst fyr ir, bæði stórkostleg tekjuskerð- ing okkar bændanna og í ann- an stað hækkandi rekstrarvör- ur, varð eitthvað að gera. Það vantaði hvorki meira eða minna en 80 millj. kr. til að jafna þenn an halla, á því verðlagsári, er lýkur nú 1. ágúst í sumar. Rík- isstjórnin hafði þá hafnað þeim óskum Framleiðsluráðs og Stétt arsambands bænda að koma til móts við bændastéttina í þess- um vanda. En innvigtunargjald ið á mjólkina var sett til að jafna skakkaföllin. Við Eyfirð- ingarnir sættum okkur alls ekki við þetta. Kosnir voru á aðal- fundi Mjólkursamlagsins fimm menn til að vinna að samstöðu meðal bænda í landinu í þess- um málum — til þess svo að reyna að fá stefnu ríkisstjórnar innar breytt í málum landbún- aðarins. Okkar vinnubrögð voru þau, að við höfðum sam- band við stéttarbræður í öllum héruðum landsins, bændur kusu sér fulltrúa og ráðstefna var svo haldin í Reykjavík, þar sem stefna okkar var mótuð í ályktun, sem hver einasti full- trúi stóð að. En ráðstefnuna sóttu 47 fulltrúar úr öllum hér- uðum nema Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum, sem komu síðar og hafa samstöðu með okkur hinum. Ályktanir okkar hafa verið birtar eins og kunnugt er og samstaðan er óvenju sterk. Svo genguð þið á ráðherra- fund með kröfur ykkar? Já, nefnd úr hópi okkar, sem kosin var, ásamt stjórn Stéttar- sambands bænda, og ræddu lengi við landbúnaðarráðherra, lýstum kröfum okkar og rök- studdum þær. En þetta var auð vitað lokaður fundur og ekki viðeigandi að skýra frá orða- skiptum. Helztu kröfur ykkar? Að innvigtunargjaldið yrði fellt niður, ennfremur að af- urðalánin yrðu hækkuð upp í 68.6%, eins og þau voru um s.l. áramót. Þó myndi þetta hvergi nærri nægja, því að enn vant- aði um 22 milj. til að bændur hér nyðra gætu fengið fullt verð fyrir mjólkina. Fyrir júní mjólkina núna eigum við að fá kr. 8,42 pr. kg en nú, eftir að innvigtunargjaldið er tekið, er greitt kr. 1.20 pr. fitueiningu eða um kr. 4,74. Þar frá dregst flutningskostnaður. Við fáum m. ö. o. rúml. helming mjólkur verðsins jafnóðum. Geta allir séð hvernig þetta kemur út. ÞÓTT hér verði aðallega rætt um Glerárhverfi, væri ástæða til að ræða skipulagsmál bæjar ins í heild, því að vafalaust mætti, ef vel væri að unnið, gera bæinn okkar, Akureyri, að fegursta bæ á landinu. Það mun hægt að telja á fingrum sér þær götur, sem eru vel skipulagðar, hvað snertir byggingar þær, sem við þær eru íæistar. Venjan er sú, að varla er hægt að sjá tvö hús eins við sömu götu. Fyrir nokkrum árum var Glerárhverfi skipulagt, eða að minnsta kosti gerður uppdrátt- ur af hverfinu. Sá uppdráttur var mjög sæmilegur og hefði ekki þui'ft að gera á honum stórar breytingar til þess að hverfið hefði orðið hinn feg- ursti bæjarhluti. Nú er ekki hægt að sjá að nokkurs staðar hafi verið farið eftir honum, enda víst búið að gera marga uppdrætti síðan, og að því er virðist, fer skipulagið alltaf versnandi.. Við sömu götu eru blokkir, einbýlishús og keðju- hús, allt í einum graut. Þó er skylt að viðurkenna, að Ein- Hefur suðurgangan borið sýnilegan árangur? Of snemmt er að tala um árangurinn. En víst er, að þetta kom af stað umræðum á opin- berum vettvangi, sem allir hafa eftir tekið. Og nú vita það allir, að bændastéttin stendur ein- huga að kröfum sínum. Við berjumst fyrir skýlausu réttlæt ismáli, sem ekki verður hvikað frá. Leiðir til úrbóta eru marg- ar til og við höfum á þær bent, svo sem fram kom í ályktun okkar og í viðræðum við lands- feður syðra. Að síðustu, Stefán? Hér hefur aðeins verið stikl- að á stóru. Ástandið er óviðun- andi, eins og það er nú og von- leysi er áberandi meðal bænda. Vorið var mjög erfitt víða um land, gjafafrekt og dýrt. Þegar þetta bætist svo við, er engin furða þótt bændum finnist þeir hart leiknir. Bændur hafa ætíð notað samningaleiðina í sínum málum og það viljum við enn gera og treysta eins og ætíð áður, á skilning i'áðamanna og þjóðarinnar allrar. Við vonum fastlega, að þessi leið sé okkur enn fær og að við verðum ekki neyddir til að nota samtaka- mátt okkar á annan veg, segir Stefán Valgeirsson að lokum. En hann er formaður nefndar þeirrar,. sem héraðsnefndirnar á 47 manna fundinum syðra kusu til þess að vinna fyrir sína hönd með öðrum félagssamtök- um bændastéttarinnar að hags- munamálum bændanna. Dagur þakkar viðtalið. E.D. holtið er þar undantekning. Þar eru keðjuhús öðrum megin við götuna og er það mjög stíl- hreint og sýnir bezt hvernig aðrar götur gætu hafa litið út, ef sömu reglu hefði verið fylgt annars staðar. Eitt sinn var búið að ákveða tvær götur, Fögruhlíð og Engi hlíð. Þær voru mjög vel settar, þó Langahlíðin betur. Átti hún að liggja frá þjóðveginum (að- alinnakstursbraut bæjai'ins) við Glerái'brúna neðri, upp með ánni og á gamla þjóðveg- veginn við Glerárbrúna efri. Við þessa götu átti að byggja einbýlishús, að því er skildist, samanber Útskála og Glerár- bakka. Þetta hefði sennilega orðið snjólétt gata og mikill munur frá því sem nú er. En hvað gei'ist? Fagrahlíðin er felld niður og Lönguhlíðinni klesst upp undir brekku, með eins mörgum ki-ókum og unnt var á hana að koma; ekki lengri en hún verður, eða ca. 300—400 metrar. Þvílík for- smán á einu skipulagssvæði. Ég vona að skipulagsnefnd (Framhald á blaðsíðu 7) Nokkur orð um skipulagsmál 5 Moldin beið í þúsund ár Minning VAGNS SIGTRYGGSSONAR Fæddur 28. júlí 1900 - Dáinn 28. júní 1966 FYRIR nokkru lagðist Vagn Sigtryggsson bóndi í Hriflu til hvíldar eftir venjulegan vinnu- dag. En á þessari kyrrlátu nótt kom dauðinn í hús hans og flutti hann frá konu og sex son um. Fáum dögum síðar var Vagn jarðsettur á Ljósavatni við hlið bóndans, sem gerði ís- lenzku þjóðina kristið fólk með orðfáu múrskurði, sem er ó- vanalega fullkominn, jafnt að efni og formi. Vagn Sigtryggsson var alda- mótabarn, fæddur og uppvax- inn á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal. Hann var kominn af fjölmennri gáfumannaætt. Forfeður hans og frændur höfðu verið bændur í Þingeyj- arsýslu á þeim tíma, þegar bændur í því héraði uppgötv- uðu samvinnuhugsjónina, ortu ljóð og sömdu sögur. Þeir, sem sátu heima á jörðum feðra og mæðra, ortu sín ljóð með öðr- um og mjög virðulegum hætti. Vagn var alinn upp í fjölmenn um systkinahópi í góðri og vök ulli sveit. Hann var hærri en meðalmaður, beinvaxinn mað- ur og karlmannlegur, djarfur í framgöngu en yfirlætislaus. Á æsku- og unglingsárum tók hann þátt í íþróttum sinna jafn ingja, einkum glímu og hesta- mennsku. Þegar Laugaskóli kom á dagskrá, gekk Vagn í sveit sjálfboðaliða úr sveitinni með mönnum á hans aldri og öðrum, sem ortu kvæði við að brjóta harðan melinn í undir- stöðu fyrir fyfsta héraðsskól- ann og fyrstu skólasundlaug- ina, sem risið hefur hér á landi. Vagn var síðan .meira tengdur Laugaskóla. Hann gerðist þar nemandi og síðar um árabil ráðsmaður og fjárhaldsmaður héraðsskólans. Vagn hugði á bú skap eins og margir frændur hans. Hann gekk í Hvanneyrar skólann í tíð Halldórs Vilhjálms sonar og bjó varanlega að þeirra kynnum. Skömmu eftir Hvanneyrai'dvölina festi Vagn xáð sitt. Kona hans, Birna Sig- urgeii’sdóttir, var Norður-Þing eyingui', greindarkona, vel mennt og búin mörgum þeim kostum, sem gera konu að mik- illi húsmóður á landnámsjörð og móður traustra sona. Sam- búð þeirra hjóna var til fyrir- myndar og þá ekki síður upp- eldi sona þeirra. Búskapur Vagns og fram- kvæmdir í Hriflu hefðu verið óframkvæmanlegar á skömm- um tíma með svo mikilli orku, nema af því að saman störfuðu faðir, móðir og börn þeirra. Bú jörð, sem barst upp í hendur Vagni og fjölskyldu hans, var að almanna áliti aðeins lítið kot, engjalaust en gott til beit- ax. Jörðin er eins og dálítið tafl borð að lögun, umlukt Skjálf- andafljóti og Djúpá, sem renn- ur úr Ljósavatni. Bæði þessi vatnsföll gera Hriflu að hálf- gildings eyju. Stundargangur er yfir landið á báða vegu milli ánna frá suðri til norðurs og vestri til austurs. Enginn lækur er í landareigninni og lands- hættir þannig, að tveir þriðju hlutar eru uppgróið hraun, en þriðjungur á bökkum Djúpár, grói ðvalllendi og þurrt mýr- lendi. Þegár Vagn og fólk hans kom í Hriflu, höfðu tveir athafna- samir bændur búið þar um stund, girt túnið og landareign- ina milli Fljótsins og Djúpár og byggt þar viðunandi hús yfir fólk og fénað. Gei'ð hafði verið tilraun með vatnsrækt úr Fljót inu. Það var framkvæmanlegt en ekki lengur tímabært. Þegar Vagn kom að Hriflu, var véla- öldin að hefjast til alveldis í landinu, Vagn hafði alla þá kosti, sem með þurfti til að verða mikill þátttakandi í þeirri fi'amsókn. Bæði hjónin voru samgróin sveitalífinu um ætt, uppeldi og fæddan áhuga. Jafnskjótt og synir þeirra kom- ust á legg, studdu þeir foreldr- ana með sjálfboðavinnu, ekki sízt við vélanotkunina. Vagn skipulagði nú nýjar frarn- kvæmdir og var ærið stórtæk- ur. Skurðgröfur þurrkuðu ár eftxr ár, hvert gróðurlendið af öðru. Síðan komu aðrar vélar, plægðu landið og dreifðu á- burði og fræi yfir túnefnið. Brátt kotti gróðurinn. Eitt sinn þegar ég heimsótti Hrifluhjón- in, var einn akur 10 dagsláttur. Þar var áður graslítið valllendi, en nú fullbúið til sláttar. Þann- ig óx ræktað land ár frá ári. Sýnilegt ýar að Vagn og fjöl- skylda hans mundu innan tíðar hafa gert allt ræktanlegt land að túni eða dýrmætum bithaga fyrir sauðfé og nautpening. Eitt sinn þegar ég horfði með aðdáun yfir hin miklu ræktun- arlönd Vagns bónda, brá ég á gamanmál. Hann var úrvals- maður frá Halldóri Vilhjálms- syni á Hvanneyri. Ég spurði hvort hann gæti komið á fót í Hriflu jafnstóru kúabúi eins og á Hvanneyri. Vagn svaraði, að það væri hægt en ekki hyggi- legt. Mætti segja, að betur væri .svarað en spurt. Vagn fjölgaði nautpeningi hóflega og í sam- ræmi við aðra stórræktarbænd ur í sveitinni. En hann hafði líka önnur háspil á hendi en mjólkurframleiðslu. Hann var afbragð fjármaður, bæði að með fæddum eiginleikum og lær- dómi. Hann kunni að nota beit- arland jarðar sinnar eins og bezt hafði verið gert í grasleys- isárum fyrr á tímum. Hann jók fjárstofninn og notaði útbeit með áhuga og gætni. Þegar vor aði rak hann geldfé sitt snemma fram á afrétt Bárðdæla. Leysir snjó þar fyrr en í byggðinni og landkostir góðir. Það þóttist ég skilja, að Vagn teldi næstu framkvæmd sína í ræktunar- málunum, þegar valllendi og mýrar hefðu verið fullnýttar, að rækta sneið af hrauni, sem er slétt á yfirborði með vel grasi grónum dældum. Þetta hraun myndi auðsigrað með ýt um og gróðurinn skjótt ná yf- ir hið plægða hraun. Nú verður nokkur hvíld í þeim málum, en sú hugsjón Vagns, að rækta sauðfjárstofn- inn með hóflegri beit og notkun afrétta á fjöllum og fullræktuð um túnum á hverjum bóndabæ, mun eiga mikla framtíð. Vagn Sigtryggsson varð for- göngumaður í einni af hinum nýju landnámsdeildum íslands. Fyrir þúsund árum var allt landið alnumið á hálfri öld. Þá stóðu hlið við hlið karl og kona og þeirra börn. Landnámsfólkið og nýjar kynslóðir sköpuðu með því sögufrægt menningar- líf í landinu við erfið skilyrði. Þúsund ára sigursæl lífsbar- átta forfeðra og formæðra á ís- landi verður aldrei fulldáð eða fullþökkuð. Með aldamótunum síðustu bárust hlýir og hress- andi menningarstraumar yfir landið. Þá bjó þjóðin við frelsi og vaxandi tækni. Þjóðin hafði beðið og barizt örugglega í 10 aldir. Þá kom nýr liðsauki. Moldin hafði beðið allan þenn- an langa tíma eftir fullum sigr- um. Nýtt landnám er hafið. Vagn Sigtryggsson var einn af þessum vökumönnum. Nú er hann lagður til hvíldar. En víð- áttumikil gróðurlönd í nám- unda við Goðafoss munu um ó- komin ár bera glæsilegan vott um hið nýja landnám aldamóta mannanna. Að þessu landnámi stóð sterk fjölskylda, drengileg og þróttmikil hjón með sex vaska syni sér við hlið. Þessi fjölskylda vakti moldina á litl- um sveitabæ af löngum dvala. Allt um kring í byggðinni og öðrum jörðum stendur alda- mótafólk að nýjum og glæsileg um þætti í sögu landsins. Hvar- vetna um landið sér ferðamað- urinn, að aldamótamoldin er lifandi Jónas Jónsson frá Hriflu. Möðruva I laklaustursprestakal 1 NÝMÓÐINS UNDIRSTAÐA vestræns lýð- ræðis er það, að meirihlutinn ráði og beitir valdi sínu með almennum kosningum eða at- kvæðagreiðslu. Minni hlutinn er að sjálfsögðu oft óánægður með úrslitin, en verður þó að hlíta þeim og telur það í flest- um tilfellum sjálfsagt. Til eru þó þeir menn, sem ekki þola að lenda í minnihluta og grípa þá til alls konar ráða, jafnvél of- beldis, til að reyna að ónýta á- kvarðanir meiri hlutattá eða hrekja þá úr störfum, ér hann kýs. Þess vegna hafa átt sér stað uppreisnir, jafnvel í lýð- ræðisríkjum. Þann 8. maí sl. fór fram prestskosning í Möðruvalla- klausturs prestakalli. Þar var séra Ágúst Sigurðsson settur prestur þar kosinn lögmætri kosningu prestur prestakalls- ins. Mikið hafði þó verið gert til að vinna á móti kosningu hans. Samt skyldu menn halda, að með kosningunni hefði mál- ið verið útkljáð samkvæmt öll- um lýðræðisreglum. Svo reynd ist þó ekki. í gær les ég það í tveim Akureyrarblöðum, að þessi kosning hafi verið kærð af 48 sóknarbörnum og jafn- framt þeir feðgar báðir, séra Sigurður Stefánsson vígslubisk up og séra Ágúst sonur hans. Jafnframt hafi séra Ágúst á- kveðið að taka ekki veitingu fyrir brauðinu. Þessi frásögn blaðanna mun þó á nokkrum misskilningi byggð. Sjálf kosn- ingin mun ekki vera kærð, held ur þeir feðgar persónulega og séra Ágúst mun alls ekki hafa ákveðið að taka ekki veitingu, þó hann að vísu sæki um Valla- nes á Héraði. Vegna þeirrar um sóknar mun sr. Ágúst hafa látið orð falla um að hann mundi ekki verða á Möðruvöllum í framtíðinni, en það er annað en að afsala sér veitingu. Hvað vakir fyrir þessum 48? Auðsjáanlega fyrst og fremst það að þeir, eða forsprakkar þeirra, vilja ekki una úrslitum löglegrar og lýði-æðislegrar kosningar. Hvar væri þjóðfélag ið statt, ef slíkir hópar manna færu almennt að vaða uppi? Auðvitað lenti þá allt í stjórn- leysi. Svo kæra þessir menn þá feðga. Ekki hef ég séð þetta kæruskjal, en þó aðeins heyrt um efni þess. Virðist mér það hégóminn einber. Meðferð yf- irvaldanna á því virðist og benda til þess að svo sé: Hér- aðsdómarinn vill ekkert nærri því rnáli koma, fulltruar hans ekki heldur og ekki saksóknari í'íkisins. Vei'a má að sérstakur setudómari verði skipaður í málinu, en ekki býst ég við að mikið hafist upp úr því. En það eru fleiri hliðar á þessu máli heldur en sú laga- lega. Það mannlega á líka rétt á sér. Séra Sigurður vígslubisk up hefur gegnt pi'estsembætti á Möðruvöllum frá því áríð 1928 og þar til í fyrra að hann varð að segja því af sér heilsunnar vegna. Hann er haldinn ttijög erfiðum sjúkdómi. Ég hef því miður ekki verið sóknarbarn hans, en ég hef oft verið við messu og aðrar kirkjulegar at- hafnir hjá lxonum. Ég er líka nákunnugur að m. k. í tveim af sóknum hans og ég get full- yrt, að þar hefur hann verið elskaður og virtur ,af svo að segja hverjum mauní. Sviþað LÝÐRÆÐI hefur sjálfsagt verið í hinuna sóknunum. Nú er hann kærðui' af nokkrum ofstopamönnum og þeim, sem þeir hafa fengið í liö með sér. Vita þessir menn hvaS þeir eru að gera og hvaða afleiS ingar þetta gæti haft í för með sér? Ég held ekki. Ég vona þó að þetta verði ekki síðasta. kveðja sóknarbarna séra Sig- urðar til hans, heldur fái hann fljótt aðra hlýrri og frá fleirum. Svo er það séra Ágúst. Kæi'- endurnir kváðu halda því fram að hann sé ekki hæfur til prests þjónustu af siðferðisástæðum. Út af því vildi ég segja: Maður líttu þér nær. Ekki trúi ég neiti á það, að aðgerðir kærendanna séu sprottnar af siðferðisvand- lætingu. Þar munu aðrar og lægri hvatir hafa verið að verkj. Séra Ágúst er ungur og ör x skapi. Mér finnst ekkei't undar- legt, né óprestlegt við það, þó honum hafi ef til vill orðið á að segja einhver ógætnisorð út af ofsóknum þeim sem hann varð fyrir í vor. Slíkt var aðr- eins mannlegt og prestar eru líka menn. Hann hefur verið settur prestur á Möðruvöllum í rúmlega ár. Ég hef verið við nokkrar kirkjulegar athafnir hjá honum og mér hefur fund- izt honum farast þær prýðilega úr hendi. Mér finnst það raunar aðalatx-iðið um pi-esta og aðra embættismenn hvernig þeir rækja stax-f sitt, en ekki það þó þeim t. d. í bernsku eða á ung,- lingsaldri hafi orðið á einhver bai'nabi’ek. Hver er sá sem aldrei hefur hent slíkt? Eru það ef til vill kæx-endurnir? Maður skyldi halda það, a. m. k. í eig^ in augum. Ég held og byggi það á nokkrum kunnugleika, að enginn geti með'réttu sefat út á embættisvei'k séra Ágúst- ar þetta ár, sem hann hefur gegnt pi’estsþjónustu. Ég veit ekki hverjir þessir 4« menn og konur eru og satt að. segja vil ég ekki vita það. Ég óttast n.l. að einhverjir sem ver ið hafa vinir mínir séu meðal þeirra. Ég missi nógu marga vini nú oi'ðið á bak við tjaldið mikla, þó ég missi þá ekki á þennan hátt, en engan þeirra vil ég vita í þessum hópi. Bemharð Stefánssoit. Fráfarandi ríkisstjórn (Framhald af blaðsíðu 1) En af Alþýðuflokknum væntu menn aldrei mikils á því sviði, og þá lieldur ekki fellt á hann lians hluta af sökinni. Hvernig sem viðskilnað rflt,- isstjórnarinnar kann að bera að höndum, þegar þar að kemuir, mun á árinu, senx eftir er af kjörtímabilinu, verða litið á nú verandi stjóm sem „fráfarandi stjóm“ af miklum hluta þjóðr arinnar. Það stjórnleysis- og óðaverðbólguástand, sem nú ríkir, verður að breytast, og ljóst er, að það breytist ekki á meðan þessi stjórn situr. Þegar Sjálfstæðisnienn í Reykjavík gerðu sér það ónxak að strika forsætisráðherrann út í þrítug— asta sæti á bæjarstjómarlista, var bersýnilega letruð sú aðh vörun á vegginn, sern auðvelt er að lesa. Q »♦

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.