Dagur - 09.07.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 09.07.1966, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT ]Þ«r Sigurðsson á Fölska og Aðalgeir Axelsson á Koískegg. (Ljósm. M. G.) Kappreiðar og góðhesfakeppni á Melgerðismelum HESTAMANNAFÉLÖGIN Létt Ir, Funi og Hringur héldu kapp reiðar, góðhesta- og hryssusýn iragu á Melgerðismelum sunnu- elaginn 3. júlí. * Dæmdir voru 7 alhliða gæð- ingar, 6 klárhestar með tölti og 10 hryssur. Fyrstu verðlaun alhliða gæð- inga hlaut Kolskeggur, jarpur, 14 v., eig Aðalgeir Axelsson á Akureyri. Annar varð Glámur, rauðskjóttur, 10 v., eig. Óttar Björnsson, Laugalandi og þriðji Brún, 6 v., eig. Sigurgeir Tryggvason, Svertingsstöðum. ^ í keppni klárhesta með tölti Varð fyrstur Fölski, 15 v., eig. Sigurður O. Björnsson, Akur- eyri. Annar Blesi, 13 v., eigandi Óttar Bjömsson, Laugalandi og þriðji Glæsir, 13 v., eig. Tómas Jónsson, Akureyri. Af hryssum varð nr. 1 Fluga, 5 v., eig. Zóphonías Jósepsson, Akureyri, önnur Hrafnkatla, 10 v., eig. Sigrún Aðalsteinsdóttir, Flögu, þriðja Gletta, 7 v., eig. KONUR í SKEMMTI- | FERÐ Langanesi 7. júlí. Norður-Þing eyskar konur, 63 talsins í tveim iangferðabifreiðum frá Húsa- vík, eru nýkomnar úr orlofs- ferð á Austurlandi. Ekið var um Strönd og Vopnafjörð, það- an upp í Möðrudal og austur á Hérað, kvöldverður snæddur í Valaskjálf. Konurnar voru dag um kyrrt eystra, komu í Hall- ormsstað, Neskaupstað og gistu tvær nætur á Eiðum. í baka- leið í Möðrudal var liði skipt og fóru konur vestan heiðar heim um Hólsfjöll, en austan- heiðarkonur um Vopnafjörð. Veður var gott báða dagana og almenn ánægja með ferðina. Aldís Björnsdóttir, Akureyri og fjórða Grána, 7 v., eigandi Jón Hjálmarsson, Villingadal. ÖIl góðhrossin hlutu fagi'a verðlaunaskildi til eignar. Auk þess hlaut Kolskeggur Tómasar NÝLEGA varð minks vart í fallegum varphólma í Laxá of- anverðri. Minkabanar þar í sveit, Finnbogi frá Geirastöð- uð og Guðmundur á Hofsstöð- um lögðu minkaboga í hólm- Óttinn við krabbamein meðal lækna og al- mennings ÖRÐIÐ k'rabbamein þyrfti að verða minna neikvætt en það er nú. Hinn víðtæki ótti og svartsýni gagnvart sjúkdómum er einatt ýkt. Krabbamein er ekki lengur ólæknandi sjúk- dómur, margar algengustu teg undir þess er hægt að lækna. Þetta verða menn að gera sér ljósara innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Alltof margir bölsýn- ir sjúklingar leita til alltof margra jafnbölsýnna lækna. Meiri vitneskja um möguleik ana á læknismeðferð mundi hjálpa bæði læknum og hjúkr- unarliði til að losna við þá af- stöðu sem oft er ríkjandi við meðferð á krabbameinssjúkl- ingum og einkennist af von- leysi. Ef íólk almennt fengi vitneskju um, hvað krabbamein er, mundi mikið af óttanum og pukrinu varðandi sjúkdóminn hverfa. Það er engin hætta á, að slík vitneskja mundi leiða til sjúklegs ótta við krabbamein. (Framhald á blaðsíðu 2.) bikarinn, sem er stórglæsilegur farandbikar, gefinn af Jóhann- esi Elíassyni, bankastjóra 1965 til minningar um afa hans, Tóm as Tómasson frá Auðnum í (Framhald á blaðsíðu 2.) ann og veiddu strax læðuna, síðan fleiri í boga en skutu aðra, samtals 6 minka. Minkur, fastur í boga, er þegar snæddur af félögum sínum og fátt eftir skilið, annað en haus og lappir og svo skinnið. í fyrradag unnu Jóhann og Stefán Friðgeirssynir, Tungu- felli, 11 minka í landi Stóru-Há mundarstaða á Árskógsströnd. Voiu það tvö greni eða bæli, við sjóinn. í fyrra voru drepnir 18 minkar í landi sömu jarðar og á Hellu í sömu sveit, en sýnilega hefur þá ekki verið gengið nærri stofninum. Tungu fellsbræður höfðu tvo minka- hunda. □ j ENN METAFLI 1965 Birtar hafa verið Iokaskýrslur um sjávarafla á árinu 1965, og reyndist hann rúml. 23%. meiri en 1964, sem áður var metár. Ársaflinn 1965 var nál. 1200 þús. tonn, þar af nál. 68% síld og Ioðna. Síldin var 763 þús. tunnur, loðna 50 þús. tunnur. Af öðrum fiski öfluðust rúml. 380 þús. tonn, sem er heldur minna en 1964. Þar að auki er humar, rækja og smokkfiskur, samtals hátt á finimta þús. tonn. Allur fiskur er nú talinn óslægð ur, og er það í samræmi við al- þjóðaskýrslur úm sjávarafla. TOGARARNIR Hlutur togaranna í sjávarafl- anum er nú lítill hjá því sem áður var. Togaraflotinn lagði á land árið 1965 tæpl. 74 þúsund tonn, en nál. 65 þús. tonn árið 1964. Eru þetta ekki nema rúm lega 6% af sjávaraflanum í heild (1965). Þess ber þó jafn- framt að geta, að togararnir sigldu sl. ár með nál. helming- inn af afla sínum til útlanda og seldu hann þar fyrir mun hærra verð en hér fæst fyrir fisk upp úr sjó, og hefðu getað veitt meira, ef ekki hefði verið „siglt“ með afla. FISKVINNSLAN Það er íhugunarvert, að sjö áttundu hlutar af síldar- og lotðnuaflanum hefir farið f bræðslu, aðeins 1/8 og þó tæp- lega það, til manneldis og beitu. Af 813 þús. tonnum fór aðeins 61 þús. tonn í salt en 37 þús. tonn í frost og ís og niðursuðu, þar af 33 þús. tonn í frost. — Af öðrum afla fóru 185 þús. tonn í frystingu, 88 þús. tonn í salt, 54 þús. tonn í skreið, 35 þús. tonn í ís, 15 þús. tonn til innanlandsneyzlu og 3 þús. tonn í mjölvinnslu. Krabbadýraafl- inn var mestmegnis frystur (190 tonn soðin niður). Úrgang ur fer í mjölvinnslu, en ekki með talinn hér. ÚTFLUTNINGURINN Á árinu 1965 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 5257 millj. kr. en fyrir 4384 millj. kr. árið áður. Birgðir í árslok 1964 námu um 700 millj. kr. en um 1100 millj. kr. í árslok 1965 og hafa því aukizt um 400 millj. kr. á árinu. Talið er, að verð erlend is hafi verið hagstætt á árinu. Hinsvegár óx reksturskostnað- ur útgerðarinnar og fiskiðnað- arins verulega á árinu 1965, og segir í fiskveiðitímaritinu Ægi, sem birtir skýrslurnar og ræðir þessi mál, að kaupgjald muni t. d. Iiafa liækkað um ca. 20% á árinu. HVALVEIÐÁR I útflutningi sjávarafurða bæði árin eru hvalafurðir fýrir ca. 60 millj. kr. Iivort ár. En árið 1964 veiddust 444 og árið 1965 432 hvalir, sem- lagðir voru að landi í Hvalfirði. Af hvölun um, sem veiddust 1965 voru 288 langreyðir, 70 búrhvalir og 74 sandreyðir, og voru afurðir þeirra 2936 tonn af lýsi, 2852 tonn af hvalkjöti, 1938 tonn af hvalmjöli og 74 tonn af rengi og sporðhval, sém mönnum þyk ir gómsætt upp úr súru. Svo er að sjá, að hver hvalur hafi lagt sig á ca. 140 þús. kr. að meðal- tali í útflutningi. SAUÐFJÁRSÝNINGAR I haust mun Búnaðarfélag fs- lands halda sauðfjársýningar hér í sýslu og vestur um, allt til Hvalfjarðar. Sýna má faæði hrúta og ær með afkvæmum. Hverjum hrút þurfa að fylgja minnst 22 afkvæmi og hverri á a. m. k. 5 afkvæmi. Sennilegt er, að um þessar mundir aukist mjög áhugi á sauðfjárrækt í landinu, vegna verðlags- og afurðasölumála. fslendingar eiga nú fast- að 2 millj. sauðfjár á fjalli, að því er fróðir menn ætla. HANN YFIRGAF VÖLLINN Nýlega varð Alþýðumaðurinn ber að ósannindum um sam- vinnufélagsskap bænda og róg- burð að auki. Þessu var stutt- lega svarað hér í blaðinu. Nú átti ritstjóri Alþýðumannsins tvo kosti fyrir höndum og hvor ugan góðan: Annar var sá, að biðjast afsökunar á vanþekk- ingu sinni og mistökum, en hinn var sá, að halda málinu til streitu og reyna að styðja það rökum. En ritstj. Alþm. taldi sér hvoruga leiðina færa og stendur nú sem afhjúpaður ó- sannindamaður frammi fyrir lesendum sínum. Hann valdi sem sagt þriðju leiðina — götu drcngjaorðbragðið — samanbcr síðasta blað hans og færir sig þar með út fyrir sómasamlegan umræðuvettvang, hleypur út af vellinum eftir áminningu! DAUÐIR ÆÐARUNGAR Sjómenn af Svalbarðsströnd segja þau leiðu tíðindi, að þeir liafi séð hundruð af dauðum æðarungum nú undanfarið og kenna það olíu, sem flotið liefur á sjónum, líklega frá Akureyri. Enn þurfa menn að kunna að slá með orfi og Ijá, þar sem svo hag- ar til að vélum verður ekki við komið. (Ljósm.: E. D.) Minkamir eta sína meðbræður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.