Dagur - 06.08.1966, Síða 1

Dagur - 06.08.1966, Síða 1
HOTEL Herbergis- pantonir. Fer3a- skriistcian Túngötu 1. Akureyri, Síxni 11475 FerðaskrifstofanTún9ölu *' l Sími 11475 Skipuleggjum íercir skauta á xnilli. Farseðlar með Flugfél. fsL og Loítleiðum. BÆNDADAGURINN Á MORGUN HINN ÁRLEGI bændadagur Eyfirðinga, sem Ungmennasam band Eyjafjarðar og Búnaðar- samband Eyjafjarðar hafa séð um undanfarin ár, verður á morgun sunnudag og að þessu sinni í Árskógi á Árskógsströnd. Að venju er dagskrá all fjöl- breytt. Séra Stefán Snævarr predikar, Ingólfur Jónsson land búnaðarráðherra og Jón Hjálm arsson bóndi í Villingadal flytja ræður, kvartett frá Húsavík syngur, gamanþáttur verður fluttur cg að lokum stiginn dans. Æskilegt er og sýnir stéttvísi, ef sveitafólk fjölmennir á þessa hátíð sína, þótt aðrir séu að sjálfsögðu velkomnir. Bænda- dagurinn hefst kl. 2 e. h. □ Ekkert jarðgas en e. t. v. heitt vatn Egilsstöðum 4. ágúst. Nú er ver ið að leita eftir jarðgasi, sem vitað er um hér um slóðir. Byrj að var fyrir nokkrum dögum að bora í jörð, á bænum Vallholti DÁGÓÐ VEIÐI - TJÖLDUM FÆKKAÐI Reynihlíð 5. ágúst. Hér er að rísa upp stálgrindahús í hraun- jnu við Bjarnarflag — vöru- skemma — á vegum kísiliðj- unnar. Nú er flutt í tvö norsku húsin, sem hér voru reist á dög unum. Allgóður silungsafli er nú í net í Mývatni. Talið er, að mik- ið hafi drepizt af andárungúm í hretinu um daginn. Ferðafólk er enn margt, eink- um útlendingar. En tjöldum fækkaði er tíð versnaði. P. J. í Fljótsdal, við Lagarfljót. Nú er borholan 25 metra djúp og ekki kemur gas úr henni þótt það rjúki upp úr eyrunum í kring, hins vegar er botn hol- unnar 12 stiga heitur og gæti það bent til jarðhita og var hans þó raunar engin von á þessum slóðum. En það kemur væntan- lega brátt í Ijós. Urtökulitlar rigningar hafa verið hér síðasta hálfan mánuð og hefur veðráttan verið hin leiðinlegasta og um heyskap er ekki að ræða á meðan svo viðr- ar sem nú er. Við sjóinn er einn ig mikil deyfð því að nær engin bræðslusíld hefur borizt til Austfjarðahafna undanfarið og saltsíldin er sáralítil nú í sumar. Ferðafólkið, sem var margt hér, flúði undan óveðrinu fyrir hálfum mánuði og hefur verið fátt síðan. V. S. Gróður sorlnaði af særoki (Ljósm.: E. D.) Valaskjálf í Egilsstaðakauplúni. — Sjá grein í opnu, ff. : 1* 1: Aðalfundur Sféffarsambands bænda hefs) á mánudaginn Eyfirðingar fylgja fasf effir fillögum bændafundarins á Hófel Sögu 20. júní síðasfliðinn AÐALF'UNDUR Stéttarsam- bands bænda hefst í Bændahöll inni í Reykjavík 8. ágúst og munu afurðasölumálin þar efst á baugi. Fundur þessi er hald- inn fyrr en venja er og er í því efni komið til móts við óskir þeirra, sem kröfðust aukafund- ar Stéttarsambandsins. Búizt er við fjölmennari aðalfundi sam- takanna en nokkru sinni áður því að formenn héraðsnefnda bænda hafa farið þess á leit að mega sitja fundinn, sem áheyrn arfulltrúar. Framleiðsluráði og þeir Helgi Símonarson bóndi á Þverá og Ketill Guðjónsson bóndi Finna stöðum búnaðarþingsfulltrúar. Formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Ármann Dalmanns son, setti fundinn en fundar- stjóri var Jón Hjálmarsson bóndi í Villingadal. Stefán Valgeirsson bóndi Auðbrekku hóf umræður um afurðasölu- mál en um þau mál urðu miklar umræður er stóðu langt fram á nótt. Fjölluðu þær m. a. um innvigtunargjaldið, sem bænda stéttin hefur mótmælt kröftug- lega og gert hefur það að verk- um, að bændur fá nú 137 aur- um minna fyrir hvern lítra mjólkur en gert var ráð fyrir. En gjald þetta skerðir mjólkur- verðið allt að 37 aurum á líjer að meðaltali yfir árið. En svo sem kunnugt er, var þetta óvin sæla innvigtunargjald sett til gð mæta hinni stórkostlegu lækk- un smjörs, sem í sumar var gerð til að örva söluna og til útflutningsbóta á útfluttar mjólkurafurðir. Þá kom það fram í umræðum, að eignir bænda eru nú mun torseldari en áður var og gildir það eink- um um jarðir og mannvirki á þeim og ennfremur búpening, sem einnig hefur fallið í verði (Framhald á blaðsíðu 7.) NORÐANTIL á Skaga var veð urhæð mikil í óveðrinu fyrir hálfum mánuði. Þá gekk sjórok á land og sölnaði bæði gras og garðagróður. Heyskapur hefur gengið frem ur erfiðlega vestur þar og spretta víða léleg, enda júlímán uður kaldur. Frá Skagaströnd róa tveir bátar með snurvoð og tvær trill ur með færi. Sæmilega hefur fiskazt þegar gefið hefur. Næg vinna hefur verið á Skaga- strönd í sumar, nema fyrir stúlk ur. Verið er að smíða nokkur ker til hafnargerðar á Blöndu- ósi og víðar. Q Kjörmannafundur Búnaðar- sambands Eyjafjarðar var hald inn á Hótel KEA 3. þ. m. og sóttu hann 22 fulltrúar frá 11 búnaðarfélögum auk stjórnar Búnaðarsambandsins. Tveir ráðunautar sambandsins sóttu einnig þennan fund svo og Jón- as Kristjánsson, sem sæti á í FISKIFRÆÐINGURINN SPÁIRISJÓINN Telur að síldin muni bráðlega færast nær landi JAKOB JAKOBSSON fiski- íræðingur er nú um borð í Ægi norð-austur af landinu og hef- ur m. a. látið hafa eftir sér, að ástandið á síldarmiðunum nú sé ekki lakara en í fyrra, en þá var afli lítill. Síldin heldur sig í til- tölulega þunnu lagi af hlýjum yfirborðssjó en þegar kemur á 40—50 feðma dýpi er sjórinn mjög kaldur eða um 0 gráður. Síldin heldur sig langleiðina norður að Jan Mayen en torfur eru fremur þunnar. Um 90 mílur austur af Langa nesi hafa mörg erlend skip feng ið allgóða veiði í reknet. Mikil áta er á stóru liafsvæð- um og ef síldartorfurnar þétt- ast má búazt við góðri veiði. Þá er nokkurt sildarmagn enn vestur að Norður-Noregi, sem enn hefur ekki gengið hingað og langt austur af Jan Mayen talsverð síld og má búazt við að sú síld komi fljótlega nær landi. Að samanlögðu telur fiski- fræðingurinn líklegt, að síldin muni áður en langt líður fær- ast nær landi og skilyrði til torfumyndunar batna. □ ÞRETTAN BILAR SKEMMDUST LÖGREGLAN á Akureyri upp lýsti í gær, föstudag, að síðan sl. miðvikudag hefðu 13 bilar skemmst, flestir í áreksrum hér í bænum. En ekki urðu teljandi meiðsli á fólki. Einn bifreiða- áreksturinn var mjög harður, á gatnamótum Ægisgötu og Eyr- arvegar. Síðustu nótt voru tveir menn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Fangageymslan var full og hefði þurft að rúma miklu fleiri. Þessu til viðbótar tjáði bæjar fógetinn á Húsavík blaðinu, að í gær hefði bill frá Akureyri oltið við Másvatn í S.Þing. Mun kona, sem í bílnum var, hafa fengið taugaáfall en að öðru leyti sluppu menn ómeiddir. Fyrir nokkru varð í Reykjadal árekstur milli stórrar áætlunar bifreiðar og jeppa. Ökumaður jeppans lærbr.otnaði og ljggur í sjúkrahúsi. Jeppinn varð hálf ónýtur og stærri bifreiíjjn skemmdist einnig mjög mikið. ÍBA-KEFLVÍKINGAR LEIKA Á MORGUN NÆSXKOMANDI sunnudag, kl. 4 e. h., leika Akureyringar sinn 7. leik í I. deildarkcppnipni í ár. Mæta þeir Keflvíkingum á Njarðvíkurvelli. Vonandi tekst Akureyringum að rétta .hlut sinn gegn Keflvíkingum, en þeir töpuðu fyrir þeim með 5:0 hér á íþróttavellinum um dag- inn, sem mönnum er enn í fersku minni. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.