Dagur - 06.08.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 06.08.1966, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Heimta þú rétt þinn bóndi! RÍKISSTJÓRN sú, sem nú situr, beitir bændástéttina rangindum. Löggjöf ætlast til þess, að bændastétt- in fái það verð fvrir búvörur, að laun hennar verði sambærileg við aðrar erfiðisvinnustéttir þjóðfélags- ins. Ríkisstjórnin á auðvitað að sjá um að lögin gildi. En hún gerir það ekki. Reiknað er út það grundvall- arverð, sem bændur þurfa að fá fyrir framleiðsluna til þess að.kjör þeirra verði hliðstæð viðmiðunarstéttunum — en þeim er ekki tryggt þetta verð. Þegar sagt var sl. vetur, að sjávar- útveginn vantaði 8() milljónir króna, þá gerði ríkisstjórnin ráðstafanir til jþess að greiða þær úr sameiginlegum sjóði landsmanna. En þegar bændur gátu ekki selt alla framleiðslu sína svo nægði til þess að kjör þeirra væru eins og ætlazt er til samkvæmt lögum, þá sagði ríkisstjórnin: Við skiptum okkur ekkert af þessu, ber- ið sjálfir þann skaða. Ykkur má fækka, bætir Gylfi við. Og nú heyrist, að boðskapur á hér- aðsmótum Sjálfstæðisflokksins sé'm. a. sá, að bændur verði að taka þessu eins og slæmri veðráttu, sprettuleysi eða öðru, sem óviðráðanleg og stund- um kaldhæðin náttúruöfl valda. Hvað eru menn í sveitum að fást um þótt nokkrar smjördömlur verði framyfir það, sem hægt er að selja, þegar góðæri er í landbúnaðin- um, er haft eftir þingmanni Sjálf- stæðisflokksins. Þessi og hvílíkur hugsunarháttur er fordæmanlegur í þjóðfélagi þeirr- ar gjaldheimtu, sem á sér stað til tryggingar kjarajöfnuði á öðrum sviðum. Þá stjórn, sem vanrækir þannig að gæta landsföðurlegrar skyldu sinnar gagnvart bændastétt- innr, eiga bændur karlmannlega og einum rómi að „hrópa niður“. Sjálfri sér hefur stjórnin gefið hinn hrak- legasta vitnisburð með því að líkja verkum sínum við óblíð náttúruöfl og hún hefur jafnvel beðið bændur að sýna langlundargeð og þolinmæði eins og þeir liafi alltaf sýnt, þegar svalast hefur blásið og þeir hafa ver- ið harðast leiknir. Öll bændastéttin' virðist nú hafa samcinazt í varnar- baráttu sinni við hin óblíðu öfl á vettvangi þjóðmálánna og sækja nú rétt sinn betur sameinaðir en nokkru sinni fyrr. Öll þjóðin á að styðja bar- áttu þeirra og krefjast betra skipu- lags, sem við það hvort tveggja sé nuðað, að varðveita og hagnýta þann dýrmæta auð íslendinga, sem býr í gróðurmoldinni og hefur beðið í þúsund ár. □ ^ : : : : Skólasetrið á Eiðum. ' FERÐAMENN undrast víðáttu Fljótsdalshéraðs, gróður þess, fjölbreytni landslagsins og elf- una miklu. Fljótsdalshérað gengur upp af Héraðsflóa og er þar um 30 km. milli fjallanna, Landsenda að austan, eins og þar er kallað og Hlíðarfjalla að vestan með Kollumúla nyrst. Strandlengjan milli þessara fjallgarða er mjög lág og send- in. Þar heyja eyðingaröflin og gróðurinn sína þrotlausu bar- áttu. Jökulsá og Lagarfljót falla þarna til sjávar í einum ósi, en austar á söndunum fellur Sel- . fljótið, laxgeng á langt upp á | Hérað og heitir þar Gilsá. Skammt þar frá er Selfljótið rennur í Héraðsflóa er Unaós, landnámsjörð, kennd við Una hinn danska, sem þaðan var hrakinn svo sem fornar sögur herma. Selur kæpir við Héraðsflóa og er mikil selveiði í Húsey, bæ á tungunni milli Jökulsár og Lagarfljóts og á fleiri bæjum, og ekki dylst af hverju Selfljót dregur nafn. Hin síðari ár eru kópaskinnin í háu verði enda falleg vara. Kópax-nir eru því eftirsóttir en urtunum er ekki mein gert. Ætla má eftir landslagi og um merkjum, að Héraðsflói hafi áð ur náð miklu lengra inn í land en nú er. Klettadrangar, sem nú standa langt frá sjó hafa áður vei’ið hleinar í sjó fram, brimi sorfnar. Út við Héraðsflóa, á hinu mikla og marflata láglendi hef- ur skúmui’inn numið land og blandar nú geði við kjóa, sém mikið er af. Ekki munu kúa- smalar og hestasveinar gleðjast yfir landnámi skúmsins. Nógu vont er að veiTa sig fyrir kjóa og kríu. En skúmurinn er þess- ara fugla aðsópsmestux-, en svip ar annars í mörgu til kjóans. Hann er þó sverari að vexti og hefur styttri vængi og stél. Gi’immur er hann og mikill flug fugl. Við horfðum ofurlitla stund á viðureign þessara fugla við krumma, og átti hann sér eng- an vin en skúmurinn lék hann þó harðast bæði á flugi og á jörðu niðx’i, en bæði kjói og kría Iögðu sitt af mörkum. Það lá við að ég vorkenndi krumma. Þegar fjær dregur sjó eru grös ugar starengjai’, sem kallaðar eru flár austur þar. Lítt munu þær nytjaðar til slægna eftir að ræktað land jókst og vélai’nar héldu innreið sína. Flóðs og fjöru gætir alllangt upp í Sel- fljót. vals. Þar var kussa inni en mál ax’inn hafði hi’eiðrað um sig und ir húsveggnum og bjóst til svefns! En víkjum nú að höfuðstað Fljótsdalshéraðs, Egilsstaða- kauptúni. Það stendur í landi stói’býlisins Egilsstaða, var á En nú er sköpum skipt á Gálgaási. Þar voru menn fyrr- um hengdir, en nú er þar líkn- að sjúkum. Kaupfélag Hcraðsbúa á nú heimili sitt og aðalstöðvar í Egilsstaðakauptúni og hefui’, auk margháttaði’ar verzlunar, mjólkurvinnslustöð, slátui’hús o. fl. stai’fsemi með höndum. Kaupfélagsstjói’i er Björn Stef- ánsson. Flugvöllurinn er ör- skammt frá kauptúninu og auð veldar mjög samgöngurnai’. Búnaðarbankinn hefur þarna útibú undir stjórn Halldórs Ás- gi’ímssonai’. Tveir héraðslækn- ar sitja á Egilsstöðum, Þor- steinn Sigui’ðsson er héraðs- læknir vestan Fljóts en Hauk- ur Magnússon austan Lagar- fljóts. Skólastjóri barna- og unglingaskóla er Þórður Bene- diktsson. Öflugt byggingafélag, Brúnás, undir stjórn Vilhjálms Sigui’bjöx-nssonar, sendir sína röndóttu steypubíla að húsum í byggingu á staðnum og vítt og breitt um Héi’að. Véla- og tré- smíðaverkstæði eru í Egilsstaða Fljótsdalshérafli A meðan bíllinn rennur aust- ur sandana í átt að Unaósi rifj- ast upp sagan af njósnurunum frá stríðsárunum, sem settir voru í land í vík einni norðan eða austan í fjallgarði þeim, sem áður getur og kallaður er Landsendi. Þessir menn voru mjög óvelkómnh’ „verndurum okkar“. Borgfirðingar fundu þá og sögðu til þeirra. Þeir voru síðan eltir og teknir höndum. Um þetta eru skráðar heimild- ir. Á leið með fangana var kom ið í Njai’ðvík. Húsfi’eyja bauð kaffi að góðum íslenzkum sið og var það vel þegið. En á með- an skyldu vopnaðir menn gæta fanganna fyrir dyrum úti. Þeg- ar húsfreyja vai’ð þess vör, kvaðst hún ekki fara í mann- greinarálit og veitti hún annað hvort öllum eða engum. Varð svo að vera og nutu allir veitinganna. Enda mun föngun- um ekki síður hafa vei-ið þörf hressingar en leitai’mönnum. Flestum finnst, þegar komið er á þessar slóðir, tilvinnandi að leggja lykkju á leið sína, og fara um Njarðvíkurskriður, þar sem krossmarkið fræga stend- ur við veginn og til Borgar- fjarðar eystri, en þar óx Kjarval upp. En á öðrum stað minnir Kjar val ferðafólk á sig. Það er á bökkum Selfljóts, þar sem lítill lækur skiptir sýslum, Norður- og Suður-Múlasýslu. Þar er sUmarhús Kjarvals undir hamrastöllum, smíðað af eigin höndum, ásamt bátaskýli. Sú saga er sögð, að eitt sinn vant- aði góðvin og granna Kjai’vals eina kúna sína að kveldi og var hennar lengi leitað. Um síðir kom bóndi að sumax’húsi Kjar- sínum tíma tekið þar eignar- námi. Þar skex-ast allir vegir Austux-lands að heita má. Á þessum krossgötum er nú 500 manna þox-p, sem vex mjög ört og sýnist ætla að verða eins- 111111 < 11 u ■ i • 111111 ■ 111| | Grein og Ijósm. E. D. I = = • liuiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiKiimiiiiiMiiiiiiiiuiiiiiiiil konar höfuðstaður Austurlands alls. Til dæmis um öra stækkun eru fast að 30 hús, sem þar eru nú í smíðum. Kauptúnið stend- ur á dálitlum ási eða hæð, í’étt við Egilsstaðaskóg og stutt frá hinni myndarlegu 300 metra Lagaidljótsbrú. En þar var fyrr um fei-justaðux’. Á þessari hæð er Gálgaás, stutt frá sjúkra- skýlinu. En þar hafði náttúran fengið mönnum í hendur þægi- legan aftökustað. Bein liggja þar enn. Sögur og sagnir eru tengdar staðnum, meðal ann- arx-a um Valtý á gi’ænni treyju. kauptúni og að sjálfsögðu bíla- viðgei’ðir. Rafveitustjóri Aust- urlands er á Egilsstöðum og stjói-nar hinum margtengdu vii’kjunum landshlutans, en þar er Grímsárvirkjun langstærsta og öflugasta orkuverið. Dýra- læknir annast heilbrigðismál búpenings. Sézt af þessu, að fyr ir mörgu er séð. En prestur fyr irfinnst enginn og ekki heldur kirkja. Hins vegar rekur Sveinn bóndi Jónsson og synir hans stærsta kúabú Austurlands á Egilsstöðum, og byggakrar stór ir hafa gefið fullþroska korn á undanförnum árum. Á vestri bakka Lagai’fljóts er að mynd- ast ofux-lítill byggðai’kjarni, sem tilheyrir Fellahx-eppi. Þar fékk bilað bílhjól viðgei’ð. Valaskjálf heitir nýbyggt fé- lagsheimili eða héraðsheimili í Egilsstaðakauptúni, kostar 10 milljónir og er eign allra hi-eppa Fljótsdalshéraðs. Allt er það hið myndai-legasta og stórt í sniðum. Ef menningai’bragur verður slíkur á samkomum hér aðsheimilisins og á sjálfri bygg ingunni þarf ekki undan að kvarta. Mannfagnaðirnir vei’ða þá guði þóknarlegii’. En Hér- aðsbúar munu reka sig á þá staðreynd eins og allir aðrir, sem eiga og reka slíka staði, að sá vandinn er ekki mestur að byggja húsin, heldur að nota þau. Næstu missexú svara þeirri spurningu hvort menning fólks austur þar vaxi við ný og betri skilyrði eða láta undan síga fyrir ágangi ómenningar. En um það skulu engar hrak- spár á lofti hafðar. Eiðastóll, sem aldrei var biskupssetur en ber þó „stóls“- nafnið eins og Skálholt og Hól- ar, er landmikil og fögur bú- jöi’ð. Þar eru í landi mörg vötn og allmikið skóglendi. Þar mun gott land undir bú og sagt, að þar sé nægilegt land fyrir sex góð býli. En annað mun fremur skorta á Héraði en land undir bú, enda hafa engir hafið búskap í Landnámi ríkisins, svo sem til var ætlazt og sýndist álitlegt. Á Eiðum er kii’kja. Skólasetrið Eiðar er mikill staður að byggingum, en mörg- um mun nú finnast nokkuð á skorta um skipulagið. Gegnt Eiðum kemur Gilsá af fjöllum en vill enga samsuðu við Lagar fljót og rennur í grunnu dal- vei-pi út með fjallinu og ein sér allt til sjávar en skiptir um nafn á leiðinni. Á Eiðum bjó Helgi Ásbjarnar son til forna og þar var goða- staður. Nú heitir Eiðagoðinn Þoi-kell Steinar Ellertsson og stjórnar 120 manna alþýðu- skóla, en Björn Magnússon er skólastjóri barnaskóla þar á staðnum. Staðai’pi’estur er Ein- ar Þór Þorsteinsson, og sím- stöðvarstjói’i Jón Sigfússon. Fi’ú Guðrún Ásgeirsdóttir stjóx-nar móttöku gesta og reksti’i sumai’gistihúss, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hef- ur í Eiðaskóla. Á Eiðum er end urvarpsstöð, stöðvai’stjóri Júlí- us Bjarnason. Ungmenna- og íþróttasamband Austux-lands á íþróttamannvirki á Eiðum, og mun ætla að auka þau og bæta. Kúahópar eru þar á beit, gæð- Sumarbústaður Kjarvals við Selfljót. SMÁTT OG STÓRT ingar í girðingu, en flest fé til fjalla í’unnið. Þó var skammt frá vegi mórauð ær og úðaði í sig grængresið. Ungur sveinn á Akui-eyi’i á þaxma Móru sína og bað hún að heilsa. Kirkjusaga á Eiðum er löng og viðbui’ðarík á- köflum. En 1881 samþykktu sýslunefndir í Múlasýslum að stofna þar bún- aðai’skóla, eða ái’i síðar en Torfi í Olafsdal stofnaði sinn skóla. Aðdragandi vai-ð þó að fram- kvæmdum og fyrsta skólavet- urinn 1883 kom einn nemandi til náms í skólanum. Búnað- arskólinn á Eiðum er merkur þáttur í sögu íslenzks landbún- aðai’. Um 1920 tók svo Alþýðu- skólinn á Eiðum til stai’fa og er hann enn í vexti. Það er ósköp notalegt að hvíla fei’ðlúin bein á Eiðum. En þegar hvílzt hefur verið og rætt við heimafólk og aðra gesti er lagt á „Gi’ána“ á nýj- an leik með tjald og nesti í skotti en Fei’ðahandbókina í framsætinu. Framhald. MÉR ER tjáð að á umliðnu vori hafi bændur keypt mikið af einæru rígresisfræi og noti það til sáningar með fóðurkáli. Vafa laust eru það góð ræktunartök. En fleira ber til. Nú er sagt frá norskri tili’aun sem virðist eiga erindi til ís- lenzkra bænda. Það hefir verið norsk venja þegar grasfræi er sáð í akur- flög, til þess að gera þau að túni, að nota skjólsáð. Venju- legast er að sá byggi með gras- fræinu. Byggið er látið spretta til þroskunar og það er skorið að áliðnu sumri sem fullþrosk- aður kornakur. Af grasi fæst engin eftirtekja það árið — sán ingaárið — enda er það ekki fyrr en árið eftir sem sáðtúnið er kallað fyrsta árs tún. Nokkuð var einnig um skeið gert að því hér á landi að sá skjólsæði með grasfræi, er flög voru gerð að túni. Helzt munu það hafa -verið hafrar til græn- fóðurs. Minna um það nú orð- ið, grasfræi sáð eingöngu án skjólsæðis, og heppnast ekki ávallt fuljvel. Hin noi-ska tilraun og ný- breytni er að sá til túns venju- legum skammti af grasfræ- blöndu, svo sem tíðkost í hlutað eigandi landshluta. Noregur .er mismunandi um í’æktunax’hætti, einnig túna, enda langur norð- ur og suður. En með grasfræ- blöndunni var sáð til reynslu, um 15 kg. af Westerwolds rí- gresi einapru, á hektara. Rígres isfræinu auðvitað blandað sam an við hitt grasfræið við sán- inguna. Með þessu móti fékkst kafa- gras og bezta slægja af túninu sáningarárið. Var tilraunaland- því slegið sáningarárið. Auð- vitað var eftirtekjan nær ein- gngu rígresi, en hitt skiptir mestu .máii, að með þessu móti (Framhald af blaðsíðu 8). N.-Austurland á þann hátt, sem nú er gert. Til Þórshafnar og Kópaskers eru nú þrjár flug- ferðir í viku frá Reykjavík. En aðeins í einni þeirra er komið við á Akureyri. Á sýslufundi Norður-Þingeyinga í júlí sl. var þetta fyrirkomulag átalið og far ið fram á breytingu. Þetta er einkum bagalegt fyrir Þórshöfn og umliverfi hennar, því að þangað eru engar fastar áætl- unarferðir á landi. Fyrir Akur- eyri er það líka alvörumál, ef hún er ekki viðurkennd sem sjálfsagður viðkomustaður í slíkum ferðum. Flugfélagið má ekki gleyma uppruna sínum. INNVIGTUNARGJALDIÐ Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur, sem kunnugt er, ákveðið að hætta innheimtu innvigtunar gjaldsins 1. sept. Jafnframt hef- ur verið tilkynnt, að Seðlabank fékkst betur gróið nýtt tún lield ur en þar sem sáð var með gamla laginu, grasfræi og byggi til skjóls. Þessi norska tilraun er það merk og greinagóð, gerð á til- raunabúinu á Apelsvoll, að ég tel íslenzkum bændum alveg óhætt að reyna þetta án þess að bíða eftir tilraunareynslu frá tilraunabúunum hérlendu. En vonandi þarf ekki að efa að frá þeim komi brátt tölulegar til- í’aunasannanir um þessa hluti. Nokkur ástæða er til að ætla, að rígresið notað þannig, sem skjólsáð, sé allmikilvirkt til að halda niðri arfa og öðru illgx-esi sem oft vill sækja í grassáð flög sáningarárið. Mikilvert að fá innlenda reynslu um það. Brattahlíð, 25. júlí 1966 Árni G. Eylands. ÖLVEIG Ágústsdóttir bóndi og húsfreyja á Helgafelli á Sval- barðsströnd varð sextíu ára hinn 28. júlí sl. Sat hún þann dag heima á búi sínu og hi’ædd- ist ekki heimsóknir ættmenna, vina og kunningja en veitti þeim af rausn og skörungsskap. Dvöldust margir þar við alls- nægtir fram að miðnætti. Mest bar þar á kvenfélagskonum, sem hylltu sína félagssystur, en bændur fylgdust og með og taldist hver um sig eiga Öl- veigu skuld að gjalda. Ásgeir í Nesi í Fnjóskadal sagði eitt sinn um Sigríði í Hrís gerði, er þau haust eitt höfðu rekið sláturfé yfir Vaðlaheiði, að aldrei hefði hann lcomið hundi sínum að hópnum, svo þar hefði ekki Sigríður verið inn hafi hætt við að draga úr lánum út á vinnsluvörubirgðir. Hætt er þó við, að fleira liafi þurft til að koma, ef bændur eiga að fá verðlagsgrundvallar verð á þessu ári. Niðurfelling innvigtunargjaldsins, út af fyr- ir sig, leysir ekki þann vanda, sem við er að etja. Hann kemur aftur í nýrri mynd, ef ekki fást greiddar þær, útflutningsbætur, sem þörf verður á. VAR TVÆR KLUKKU- STUNDIR A SUNDI Á mánudaginn lagði stroku- hestur einn til sunds á Álfta- nesi syðra og stefndi í suður- átt. Er menn urðu þessa varir var liraðbátur sendur á vett- vang til að snúa skepnunni til sama lands og tókst það. Hafði hesturinn verið á suridi í um það bil tvær klukkustundir, er hann hafði fast land undir fót- um á ný. Ekki varð honum meira um sundið en svo, að samdægurs bar hann hnakk og mann og varð ekki þreyta á hon um fundin. LÉZT í ÞÓRSMÖRK Sú sorgarsaga gerðist í Þórs- mörk um verzlunarmannahelg- ina, að 19 ára gamall piltur úr Reykjavík fannst þar með- vitundarlaus. Pilturinn var þegar fluttur til Reykjavíkur og síðan áleiðis til . Kaup- mannaliafnar, en var látinn áð- ur en komið var á ákvörðunar- stað. Þórsmörk Var að þessu sinni einn af aðalskemmtistöð- um ungra manna og kvenna og lifnaðarhættir fólks þar, að sögn fréttamanna, mjög ólíkir þeim skemmtistöðum öðrum, þar sem viðbúnaður var gerður af ábyrgum aðilum, og áfengis- notkun algerlega bönnuð og því banni fylgt eftir með vakandi eftirliti. Það er svo komið í landi okkar, að fjöldasamkom- ur virðast ekki lengur þolandi vegna ölvunar, slysahættu á fyrir og var hún þó komin á efri ái’. Svo mætti um Ölveigu segja, að þar hafi hún jafnan verið komin til hjálpar, er ein- hvers þurfti með, menn og mál- leysingjar. Ölveig fluttist í Helgafell með manni sínum, Sigmundi Jóhann essyni fi-á Yztuvík 1928 og hef- ur búið þar síðan. Mann sinn missti hún 1949. Þau hjón áttu tvo sonu, Jón, sem drukknaði fyrir Suður- landi 1946 og Jóhannes, giftur og búsettur í Skagafii’ði. En Öl- veig ríkir óbeygð í sínu kon- ungsdæmi, býlinu sínu, og bú- skapurinn blómgast og blessast. Þökk fyrir samfylgdina, Veiga. Styðji þig guð og gæfan fram í lok. Sveitungi. Vlerkileg tilraiin • • r sextug fólki og farartækjum — nema til komi boð og bönn, svo skemmtileg sem þau kunna að þykja —. Engu að síður verður að horfast í augu við þeíta vandamál almennt eins og gert hefur verið á nokkrum stöðum með góðum árangri. Mikil bræðslusíld kom in til Raufarhafnar Raufarhöfn 5. ágúst. Hingað eru komin til verksmiðjunnar 2Ö þús. tonn síldar og er það meira en á sama tíma í fyrra. Búið er að salta í um það bil 18 þús. tunnur. Tvö síldarskip eru nú á leiðinni hingað af miðunum. Annai’S er fremur dauft yfiir síldveiðinni um þessar mundié. Og þegar veiði er lítil taka síld arflutningaskipin mest af aff- anum úti á hafi og sigla bui't með hann. í sumar hafa 12—14 trillubát- ar róið héðan og tveir þilfars- bátar og aflað vel og oft ágæt- lega þegar gefið hefur. Mest er veitt á handfæri og hefur mað- urinn komizt upp í 2 tonn á dag. Margir aðkomubátar voi’U hé'r fyrr í sumar á ufsaveiðum. H. H. NÝ UPPTÖKUVÉL SVO SEM kunnugt er hafa kart öfluupptökuvélar frá Under- haug á Jaðri verið töluvert not- aðar hér á landi, og með góðum árangri. Eru það beltavélar. Það er vitað að Undei’haugs- verksmiðjan hefir á seinni ár- um verið að fást við tilrauna- smíði fullkomnari upptökuvélá, af hálf-sjálfvirkri gerð, sexA kallað er. Hingað til hefir verið um tilraunasmíði að ræða. Ert nú koma þær fregnir að í ár verði smíðaðar 800 vélar af gerðinni Faun, en svo nefna þeir þessa upptökuvél, þannig búnar sem reynsla undanfar- inna ára hefir leitt í Ijós að bezt henti. Þetta eru engin ósköp, en bendir þó til þess að nú sé vél þessi komin af tilraunastiginu, og sala hennar talin örugg. Jax’ðvegur sem kartöflur eru ræktaðar í á Jaðri er mjög mis munandi að gerð og til vinnslu. Bendir því flest til þess að upp- tökuvél sem reynist vel á Jaðri geti einnig hentað hér á landi, og að vert sé að reyna Fauna- vélina hér heldur fyrr en síðai'. Þess skal getið að þeir Under- haugs-bræður miða ekki smíð- ar sínar og vélaframleiðslu ein- göngu við norska staShætti, þeir selja mikið af kartöflurækt unarvélum sínum til Svíþjóðar, og eitthvað víðar um lönd. Þetta er aðeins ábending, full vissa fæst ekki um nothæfi Faun-upptökuvélarinnar hér á landi fyrr en hún hefir verið reynd hér við mismunandi að- stæður, jarðveg og tíðarfar. Það ætti að gerast nú á hausti kom- anda. Bi’attahlíð, 25. júlí 1966 j Ámi G. Eylands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.