Dagur - 20.08.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 20.08.1966, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. FerSa- skriistoian Túngötu 1. Akureyri, Síœi 11475 Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggium ierðir skauta á millí. Farseðlar með Flugíél. ísL og Loitleiðum. (Ljósmynd: E. D.) Börn og fullorðnir taka á móti timbrinu og stafla því. AÐ LAUGUM 2. OG 3. SEPTEMBER KJÖRDÆMISÞING Framsókn arfélaganna í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður háð á Laug «m í Reykjadal föstudag og Meira heiff vafn á EINS OG fyrr var frá sagt, .voru gerðar þrjár djúpar borholur á Húsa- víkurhöfða, án árangurs þó, til að byrja með. En þegar sterk dæla var feng in, fengust 5.3 lítrar á sek. af 100 stiga heitu vatni úr einni borholunni. Nú hafa hinar borholurnar verið rannsakaðar á sama hátt. Ur annarri renna nú 7 1. á sek. af 80 stiga heitu vatni en 1 lítri úr þeirri þriðju. Svo sem sjá má af þessum fregnum, hafa Húsvíkingar til nokkurs unnið með borunum sín- um við bæinn. Mun þess vart langt að bíða að hita veita komi í Húsavík. laugardag 2. og 3. sept. n. k. Hefst þingið kl. 10 f. h. á föstu- dag. Auk venjulegra þingstarfa mun Bjarni Einarsson viðskipta fræðingur, starfsmaður Efna- hagsstofnunarinnar, flytja er- indi fyrri fundardaginn, og nefn ist það: Landssvæðaáætlanir með sérstöku tilliti til Norður- lánds. Stjórnir félaga eru minntar á að láta kjósa fulltrúa til þings- ins hið fyrsta og tilkynna stjórn FFNE, en formaður þess er Hjörtur E. Þórarinsson. Skemmtisamkoma verður að Laugum á laugardagskvöldið (3. sept.) að loknu þinghaldi. (Frá stjórn FFNE) Hæli fyrir vangefna rís senn Á annað þúsund manns bíða hælisvistar hér á landi HÉRAÐSMÓTIN í kvöld og arniað kvöld HÉRAÐSMÓT Framsóknar- manna í Eyjafirði og á Akur- eyri verða haldin í Freyvangi 20. ágúst og á Dalvík 21. ágúst. Ræðumenn í Freyvangi verða alþingismennirnir Einar Ágústs son og Ingvar Gíslason, en á Dalvík Einar Ágústsson og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn. Ómar Ragnarsson skemmtir á báðum stöðum og Laxar leika fyrir dansi. Sjá auglýsingu. □ í SLENDIN G AR hafa stofnað fjögur hæli fyrir vangefið fólk. Þau eru að Sólheimum, Tjalda- nesi, Skálatúni og í Kópavogi. Á hinu síðastnefnda dvelja nú 150 vistmenn en hælið getur tekið 400 manns til dvalar þeg- ar það er fullbyggt og við það hafa verið byggðar þrjár nýjar deildir, svo sem áætlað er. En alls dvelja nú 275 vangefnir menn og konur á hælum hér- Iendis og eru þau öll á Suðvest- urlandi. Nú er ákveðið að byggja næsta hæli hér á Akureyri og á það að taka 32 vistmenn en auk þess allmarga til dagdvalar. Á fundi með blaðamönnum á dög unum, voru þessi mál lítillega rædd, en bæjarstjóri sagði þá frá því, að bærinn hefði ákveð- ið hinu nýja hæli fjögurra hekt ara lóð, skammt sunnan og vest an við gömlu Glerárbrúna, í landi Skarðs. Þar eru tún milli klettaborga, fallegt land. Að þessum málum hefur Styrktarfélag vangefinna á Ak ureyri unnið að undanförnu og hvarvetna mætt góðum skiln- ingi ráðamanna, bæði hér á Ak ureyri og syðra. Má þar nefna bæjarstjórn, landlækni og ráð- herra, en auk þess hefur allur almenningur skilið þörf slíks hælis á Norðurlandi og brugð- izt vel við bæði með því að láta fjármuni af hendi rakna og á annan hátt. Þá má í þessu sam- bandi minna bifreiðaeigendur á bílnúmerahappdrættið, sem for maður félagsins, Jóhannes Óli Sæmundsson annast. Stjórnar- menn Styrktarfélags vangef- inna auk hans, eru þeir Albert Sölvason, Jón Ingimarsson, Jó- hann Þorkelsson og Níels Hans son. Hælið á Akureyri verður í tengslum við Kópavogshælið á þann veg, að hælin skiptast á sjúklingum eftir því sem við þykir eiga og hagkvæmast reyn ist með hliðsjón af sérfræði- legri læknisþjónustu. Vonir standa til að þegar geng ið hefur verið frá formsatrið- um, sem enn eru ógreidd, verði verkið hafið nú í sumar eða haust. Mun vinnuafl þegar (Framhald á blaðsíðu 7) VEGNA liinna fyrirhuguðu stóriðjuframkvæmda við Mý- vatn, hafa ýmsir náttúruunn- endur vaknað við vondan draum, og spurt sjálfan sig sem svo: Er hið einstæða náítúrufar Mývatnssveitar í hættu og ef svo er, hvað er þá hægt að gera til að forða því frá alvarlegum skemmdum? Annar mesti afladagur síld- veiðinnar frá upphafi r I f j rradag fengu 64 skip 13.276 tonn í GÆR var saltað á flestunveða öllum síldarsöltunarstöðvum, frá Eyjafjarðarhöfnum til Stöðvafjarðar. Síldin var frá deginum áður, sem er mesti síld veiðidagur sumarsins, og annar mesti afladagur á síldveiðum frá upphafi, 13276 tonn á 64 skip. Síldin veiddist á tveim svæðum um 200 mílur norður af Raufarhöfn og 120 mílur suð austur af Seley, en þar fengu 17 skip mikinn afla. Blaðið hringdi í gær til nokk urra fréftaritara sinna í tilefni hins mikla síldveiðidags. Fer umsögn þeirra hér á eftir. Vopnafirði: Aðeins 600 tunn- ur hafa verið saltaðar hér og um 108 þús. mál í bræðslu. En nú eru a. m. k. fjögur skip á leiðinni hingað með síld til sölt unar og verður saltað á öllum fjórum síldarplönunum. Stúlk- um verður smalað um allan Vopnafjörð. Neskaupstaður: í dag er salt- að á öllum sex plönunum því við fáum í dag góða síld að norðan og sunnan með níu skip úm á. m. k. En í því ér'u 1300 tonn. Búið er að salta 3 þúsund tunnur hjá Sæsilfri h.f., sem er hæst og á þrem stöðvum fer að nálgasf‘2 þús. hjá hvérri. í bræðslu eru komin 30 þús. tónn. Bræðslan bræðir um 7 þús. mál á sólarhring, eftir viðgerðina. Onnur bræðsla er í byggingu. Fólk vantar. Saltað verður á meðan fólkið stendúr uppi. Raufarhöfn: Mikið er að gera, saltað á öllum plönum, allir vinna sem vettlingi geta vald- (Framhald á blaðsíðu 7.) Leitað hefur verið til hinna færustu sérfræðinga okkar, um svör við þessum spurningum, en þeir liafa því miður ekki haft svör á taktéinum, fram yfir það sem allir vita, að aukinni byggð fylgir alltaf hætta fyrir náttúru viðkomandi landssvæð is. Náttúrufræðingar telja, að síðari spurningunni verði ekki svarað nema til komi einhverj- ar rannsóknir á náttúru Mý- vatnssveitar og Mývatns, sér- staklega á smáverum, fiskum og fuglum vatnsins,- og því órofa samspili, sem þar fer fram. niilli lífveranna. Því hefur nú verið hafizt handa um að koma á fót rann- sóknastöð við Mývatn, senr hefði það hlutverk fyrst og fremst, að kanna lifríki vatns- ins og svo jarðmyndanir í um- hverfi þess. Dr. Finnur Guðmundsson hef ur haft forgöngu í þessu máli. Telur hann að íá megi erlenda styrki til að koma upp stöðinni, en vonandi fást einhverjir aðil- ar til að standa undir rekstri liennar. (Framhald á bls. 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.