Dagur - 20.08.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 20.08.1966, Blaðsíða 7
7 - ANNAR MESTI AFLADAGUR (Framhald af blaðsíðu 1). ið. í morgun eru komin tólf skip. Tvö þeirra landa í bræðslu og öll skipin eru með fullfermi af norðursvæðinu. Síldin er góð en dálítið misstór, 200—250 tonn í skipi. Búið er að landa 31 þús. tonni síldar í bræðslu og heildarsöltun í gær var 29535 tunnur. Borgir hæst með 7156 tunnur, Valtýr Þorsteinsson næstur með 6768 tunnur og Óð- - Jón Sigfússon (Framhald af blaðsíðu 8.) Jón var prýðilega greindur, skýr í hugsun, vel máli farinn, smekkmaður á íslenzkt mál og stíl. Ágætlega skáldmæltur, það nýjasta í þeim efnum voru vígsluljóð, snilldarvel flutt af honum sjálfum 24. júní sl. vegna hátíðlegrar opnunar hér- aðsheimilisins Valaskjálf í Egils staðakauptúni, og síðar sungin með nýju lagi eftir austfirzka tónskáldið Jón Þórarinsson, undir stjórn tónskáldsins af karlakór Héraðsins. Jón var vel á sig kominn, í hærra meðallagi, ljúfmannleg- ur, kurteis, framkoman örugg og drengileg. Ekki ríkur af fjár munum. Ekki heldur fátækur. Auðshyggja var honum ekki að skapi. Hann verður því lengi minnisstæður* persónúleiki sam tíðarmönnum, einkum vinum og kunningjum um sveitir Hér- aðsins og í Fjörðum. 14. ágúst 1966 Þ. J. Breiðavaði. inn 3880 tunnur. Söltunin var 21 þús. tunnur á sama tíma í fyrra. Heilir bílfarmar af kven fólki eru fluttir milli staða, nú frá Seyðisfirði. Hrísey: Jörundur 2. er á leið- inni hingað með mikinn farm söltunarsíldar. Áður var búið að salta hér í 270 tunnur, sem Jörundur 3. færði okkur. Stúlk- urnar eru búnar að galla sig, til búnar að hefja söltunina þegar kallið kemur. Dalvík: Björgúlfur kemur í dag með 250 tonn af síld og verður strax byrjað að salta á báðum söltunarstöðvunum. — Loftur Baldvinsson kemur í kvöld, einnig með söltunarsíld, en hann þurfti fyrst að losa bræðslusíld í Ólafsfirði. Tilfinn- anlega vantar okkur síldar- bræðsluna, sem byrjað er að byggja og væntanlega verður tilbúin á næsta sumri. Ólafsfirði: Sæþór er hingað kominn með 1700 tunnur, Guð- björg kemur síðar í dag með 1100 tunnur og Gísli Árni með 2000 tunnur. Söltun er hafin á öllum þrem plönunum. Búið var aður að salta nær 3 þús. tunnur. Húsavík: Helgi Flóventsson er kominn með síld og söltun hafin. Dagfari og Náttfari eru *á leiðinni. Öll skipin eru með ágætan afla og saltað verður í dag og nótt á báðum söltunar- stöðvunum. Áður var búið að salta á þriðja þús. tunnur. Stúlka óskast til starfa á teiknistofu okkar. H.F. PÓSTHÓLF 246 . SÍMI (96)21300 . AKUREYRI Eiginkona mín, HRÓÐNÝ S. STEFÁNSDÓTTIR, Hafnarstræti 90, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þ. 18. ágúst. — Jarðarförin fer fram írá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 1.30. Sigurður Haraldsson. Hugheilar þakkir til allra þeirra, er lieiðruðu minn- ingu JÚLÍUSAR TRYGGVA ÞÓRISSONAR, er íórst 23. júlí síðastl. Foreldrar, systkini og aðrir vandamenn. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). eða svæfa, og var henni vísað til ríkisstjórnarinnar. SKÝRSLA BÚNAÐAR- NEFNDAR í vor kom út sérstakt fylgirit með Árbók landbúnaðarins, og er í henni skýrsla frá svokall- aðri Búnaðarnefnd, sem tók til starfa haustið 1963, en nefnd- armenn, sex að tölu voru til- nefndir af Búnaðarfélagi ís- Iands og Stéttarsamb. bænda. I nefndinni eru Sveinn Tryggva son framkvæmdastjóri Fram- reiðsluráðs (formaður), Hjört- ur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn (ritari), dr. Halldór Páls son búnaðarmálastjóri, Einar Ólafsson bóndi í Lækjar- hvammi, Kristján Karlsson er- indreki Stéttarsambandsins og Siggeir Björnsson bóndi í Holti. í skýrslunni eru margs konar samanburðarupplýsingar um landbúnað liér og erlendis, en lönd þau, sem eru til saman- burðar við ísland eru, eru Bret land, Noregur og Vestur-Þýzka Iand. DREIFIN G ARKOSTN AÐUR LANDBÚNAÐARVARA Þeirrar skoðunar verður stund- um vart, að dreifingarkostnað- ur Iandbúnaðarvara sé mikill hér á landi. Ekki virtist svo vera í samanburði við önnur lönd. I skýrslu hjá Efnahags- stofnuninni í París segir að dreifingarkostnaður — það er vinnslu-, flutnings- og sölu- kostnaður — neyzlumjólkur sé þessi, ef miðað er við aðalþétt- býlissvæði landanna: Noregur 32,1% Svíþjóð 38,0% Danmörk 44,5% Frakkland 45,1% Þýzkaland 44,1% Belgía 50,0% Hér á landi er dreifingar- kostnaður neyzlumjólkur á öllu landinu 23.3% að meðaltali ár- ið 1964. Talið er að svipuðu rnáli gegni með aðrar landbún- aðarafurðir. ÝMISLEGT Það koni í Ijós, að í þessum þrem löndum eru framlög rík- isins liærri liundraðshluti af brúttótekjum landbúnaðarins en hér. Þessi ríkisframlög eru af ýmsu tagi: Niðurgreiðsla á áburði og kjarnfóðri, uppeldis- styrkir á búfé, framkvæmda- styrkir, verðuppbætur, hag- kvæm lánakjör o. s. frv. Nokk- uð er þetta mismunandi í ein- stökum löndum. f Noregi fá bændur t. d. 36 ísl. kr. verð- uppbót á ull. Bretar veita 900 til 1100 kr. styrk á hvern holda kálf og 1440 kr. árlega á hverja holdakú. Þar í landi koma nál. 74% af „kaupi“ bóndans frá ríkinu. □ GEFUR GÓÐAN ARÐ SÝNIKENNSLA. Þriðjudags- kvöldið 6. sept. verður sýni- kennsla í að smyrja brauð (snittur og tértur) í Hús- mæðraskólanum. — Kennari: Frú Hjördís Stefánsdóttir. Upplýsingar og innritun til þátttöku veittar í Húsmæðra skólanum 1. og 2. sépt. kl. 5—7 e.h. — Stjórn Húsmæðra skólafélagsins. FÍLADELFÍA Lundargötu 12. Almenn samkoma ~hvern ” sunnudag kl. -8.30 s. d. Vepið hjartanlega velkomin. * • ' Fíladelfía. FÉLAGIÐ ,HEYRNARHJALP< veitir þeim hjálp, sem það get ur, frá n.k. þriðjudegi 'til sunnudags, kl. 1—6 daglega, í Hótel Varðborg á Akureýri. Heyrnartæki verða þar til sölu og heyrn fólks er prófuð. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. MATTHÍASARHÚS verður lok að frá 22. þ. m. Sé um hópa að ræða, eru veittar upplýs- ingar í verzluninni Drangey, Brekkugötu 7, eða síma 11747. NONNAHÚS verður opið í sumar alla daga vikunnar kl. 2—4 e.h. Uppl. í símum 1-13-96, 1-15-74 og 1-27-77. MINJASAFNIÐ er opið dag- lega kl. 1.30—4 e.h. Á öðrum tímum verður þó tekið á móti ferðafólki ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62, en safn- varðar 1-12-72. -UMÍRÚATÖLU . . (Framhald af blaðsíðu 8). _. arþorpanna (16) var 1. des. 1965 sem hér segir: Þórshöfn 451 Raufarhöfn 476 Kópasker 91 FJatey 50 Grenivík 160 Svalbarðseyri 63 Hjalteyri 110 Hauganes 125 Litli-Arskógssandur 92 Hrísey 295 Dalvík 964 Grímsey 86 Hofsós 305 Skagaströnd 594 • Blönduós 659 Hvammstangi 317 Þess má geta, að Hagstofan telur Varmahlíð í Skagafirði til „þéttbýlisstaða“ eða þorpa, og voru þar 43 íbúar. Haganesvík er ekki talin til slíkra staða. Tíu hreppsfélög á Norður- landi höfðu 1. des. s.l. innan við 100 íbúa og 19 á milli 100 og 200 íbúa, en alls eru norðlenzku sveitarfélögin 62 talsins, auk kaupstaðanna fimm. Er því ástæða til þess fyrir marga, að íhuga sitt ráð í sambandi við þær ráðagerðir, scm nú eru * * * uppi um saniciningu sveitarfé- laga, en frá þeim hefur áður verið sagt liér í blaðinu. Fjölmennustu sveitahreppar norðlenzkir, voru 1. des. 1965: Reykdælahreppur 424 Suður-Þingeyjarsýslu Aðaldælalireppur 403 Suður-Þingeyjarsýslu Skútustaðahreþpur 394: Suður-Þingeyjarsýslu Öngulsstaðahreppur 375 Eyjafjarðarsýslu Akrahreppur 375 Skagafjarðarsýslu Svarfaðardalshreppur 370 Eyjafjarðarsýslu Lýtingsstaðahreppur 365 Skagaf j arðarsýslu Saurbæjarhreppur 318 Eyjafjarðarsýslu - Guðm. Kristjánsson (Framhald af blaðsíðu 5.) bezt nutu traustrar samfylgdar hans og tryggrar vináttu. Megi nú herra gleði og sorgar blessa minninguna um góðan dreng og gefa honum sjálfum laun lofi betri. Sigurður Stefánsson. LÍTIL ÍBÚÐ Barnlaus hjón (maðurinn kennari) óska eftir lítilli íbúð í haust. Upplýsingar gefur Brynjólfur Sveinsson, menntaskólaikennari. ÍBÚÐ ÓSKAST Ung hjón óska eftir 2—3 herbergja íbúð sem fyrst eða fyrir 1. okt. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 1-22-59. ATVINNA! Ungur maður, sem gegn- ir trúnaðarstöðu hjá fyr- irtæki hér í bæ, óskar eft- ir atvinnu t. d. um næstu áramót. — Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt „Traustur". NÝ SENDING TÖSKUR, margar gerðir PEYSUR í úrvali MARKAÐURINN GÓÐ AUGLÝSING - í öðrum hreppum, sem hafa yfir 300 íbúa eru sjávarþcrp. SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.