Dagur - 17.09.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 17.09.1966, Blaðsíða 2
2 Um landbúiiaðarmál ARNÓR SIGURJÓNSSON hef ur ritað greinarflokk í Frjálsa þjóð undir fyrirsögninni: Grein argerð um landbúnaðarmál. Greinin er fróðleg um margt. Of löng er hún til endurprent- unar hér í blaðinu, en hér fara á eftir tveir greinarkaflar, sem teknir eru traustataki til birt- ingar. Þjóðviljinn og Frjáls þjóð hafa látið að því liggja, að óánaegja bænda með mistök for; ráðamanna þeirra við tilraun- ina að eyða „smjörfjallinu" væru e. t. v. upphaf nýrra bændasamtaka. Ef blöðin hafa til yfirheyrslu í sumar Stefán í Auðbrekku forystumann Ey- firzkra bænda gegn innvigtun- argjaldi' mjólkiir og óskilum mjólkursamlags hans á fulln- aðarverði- mjólkurinnar 1965 og ínhtr'm'." ái “éftií því, hvort hér væri (ekki um að ræða uppreisn ^geg n' • Jonasf samlagsstjóra Kristjánssyni. Þá svaraði Stef- ' ah ' því, ' áð þeir Eyfirðingar væru einmitt hingað til Reykja -víkur komnir til þess að veita Jónasi stuðning. Sumir skildu þetta _sem j,diplomati“ Stefáns ' eðá tvíraéðá óhreinskUni, og þeg ar aðrir uppreisnarmenn gegn innvigtunargjaldinu gerðu þessa yfirlýsingu Stefáns að sinni yfir lýsingu gagnvart stjórn Stéttar sambandsins og Framleiðslu- ráði, kom það fram, t. d. á aðal fundi Stéttarsambandsins gagn vart Stefáni, að ekki skildu all- ir þá yfirlýsingu sem fullkom- lega grínlausa og ótvíræða. Ég sem þetta rita, þekki Stefán ekki svo mikið sem í sjón, en ef hann er sannur fulltrúi ey- firzkra bænda, sem ég hef enga ástæðu til að efa, þá hefur þessi yfirlýsing hans verið einlægni að minnst níu tíundu hlutum. Eyfirzkum bændum er það vel Ijóst, að samlagsstjóra þeirra getur orðið á í messu sinni, en (Framhald á, blaðsíðu 7) Sjöundi aðalfundur Æskulýðs- samhands kirkjunnar í Hólastifti einhvern trúnað á þetta lagt, er það misskilningur einn, byggð- ur á vanþekkingu bæði á bænd unum og samtökum þeirra. Þetta er leiðinlegt fyrir blöðin, en bændur, samtök þeirra og forráðamenn sakar það ekki. Ávæningar í þessa átt geta lítil áhrif haft, en ef nokkur væru, mundu þau helzt slík að fylkja bændum fastar um samtök sín og forystumenn þeim til varnar, en vekja tortryggð þeirra og andúð á blöðunum og þeim, er að blöðunum standa. En þetta gefur tilefni til að gera nokkra grein fyrir bænda- samtökunum og ýmsu í fari ís- lenzkra bænda, sem menn utan bændastéttarinnar virðast marg ir hverjir ekki skilja, jafnvel þó að þeir hafi alizt upp meðal bænda. Samvinnufélögin. Hér verður þó ekki rætt um þau samtök íslenzkra bænda, sem flestum bæjarbúum verður starsýnast á, neytendasámtök þeirra, kaupfélögin. Þau eru meðal bænda að verulegu leyti sérstakt íslenzkt fyrirbæri, en eiga hér djúpa sögulega og fé- lagslega rót. Annars eru flest þeirra sölufélög jafnframt og að því leyti sambærileg við fram- leiðslu og sölufélög bænda er- lendis, og bera þar uppi sam- vinnufélagsskapinn víðast hvar. í augum Norðurlandabúa t. d., eru sláturfélög okkar og mjólk ursamlög miklu fremur sam- vinnufélög en kaupfélögin, sem í okkar vitund eru hin einu sönnu samvinnufélög, enda heita samtök þeirra Samband ís lenzkra samvinnufélaga. Þetta er annars útúrdúr til ábending- ar en hvorki til ádeilu eða til að hælast yfir því sem hér er sérstakt. Forusta. Þriðja ástæðan er, að bænd- ur hér á landi eiga samtökum sínum mjög mikið að þakka, vita það, treysta þeim yfirleitt vel og þá um leið forustumönn- um þeirra og beinlínis vilja þess vegna fyrirgefa þeim nokk ur mistök, enda elur atvinnu- grein þeirra þá upp til þess að skilja það betur en flestir aðrir, að ekki er unnt að komast hjá mistökum öðru hverju. Stuðningur — ekki uppreisn. 1 sambandi við þetta má minna á það, er Þjóðviljinn tók var haldinn á Grenivík 10. og 11. sept. Fundinn sóttu 38 full- trúar frá 8 af 9 félögum á sam- bandssvæðinu. Fundurinn var haldinn í skólahúsinu á Greni- vík, en fulltrúar voru gestir á ýmsum heimilum í Grenivíkur sókn, meðan fundurinn stóð yfir. Sr. Pétur Sigurgeirsson á Akureyri form. sambandsins flutti skýrslu stjórnarinnar. Bar hún með sér, að þarna er um að ræða öflugt og vaxandi starf í þágu æskunnar. Stærsti liður starfsins er upp bygging og rekstur sumarbúð- ánna við 'Vestmannsvatn. í sum ar var byrjað þar á byggingu nýs svefnskála, sem væntanlega verður fullgerður næsta sumar. 204 börn dvöldu í búðunum á þessu sumri. Sumax'búðastjóri var Gylfi Jónson stud. theol. Akureyri. Námskeið fyrir foringja í æskulýðsfélögum var haldið á Akui-eyri í jan. sl. Einnig gekkst samb. fyrir 3 fermingarbarna- mótum og eitt sumarmót var ■ haldið við Vestmannsvatn. . Bókaútgáfa sambandsins fór vel af stað á sl. ári. Bókin Son- ur vitavarðarins eftir sr. Jón Kr. ísfeld seldist vel, og í ár eru væntanlegar tvær bækur, unglingabók og æskulýðssöng- bók. Nokkur æskulýðsfélög hafa hafið æfingar í borðtennis og virðist sú íþrótt ætla að verða mjög vinsæl. Á komandi vetri mun samb. efna til ritgerðasam keppni meðal unglinga og munu verðlaun veitt á æsku- lýðsdaginn 5. marz n. k. Sr. Sigurður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað gjald kei'i samb. las og skýrði reikn- inga þess og sumarbúðanna. Kostnaður við sumarbúðii'nar er í dag oi'ðinn um 2,5 millj. kr. Þar af skuld um 700 þús. kr. Hefur skuldin lækkað allveru- lega á sl. ári, þrátt fyrir auknar framkvæmdir, en betur má ef duga skal, og enn bíða mörg verkefni við Vestmannsvatn, s. s. bygging fleiri svefnskála og síðast en ekki sízt vantar þar litla kix-kju eða kapellu. Æskulýcftfulltrúi þjóðkii'kj- unnar, sr. Jón Bjarman mætti á fundinum, flutti kveðju bisk- ups og tók þátt í umræðum. Einnig flutti Magnús frá Skógi simstjóri á Grenivík fundar- monnum frumort kvæði. Aðalumræðuefni fundarins var Biblíulestur. Sr. Ingþór Indriðason í Ólafsfirði flutti um það framsöguræðu. Að henni lokinni var efnið rætt í um- ræðuhópum. Á laugardagskvöld var kirkju kvöld í Grenivíkurkirkju. Þar flutti sr. Sigurður Guðmunds- son á Grenjaðai'stað ei'indi, er hann nefndi Úr Svíþjóðarför. Kirkjúkór Grenivíkur söng nokkur lög, Gunnar Rafn Jóns- son, Akureyri flutti hugleið- ingu, 3 erlendir skiptanemar sögðu frá kirkjum sínum og heimahögum og Gylfi Jónsson sumarbúðastjóri flutt frásögn í máli og myndum frá starfinu við Vestmannsvatn. Að lokum flutti sr. Sigfús Árnason í Miklabæ kvöldbæn. Milli atriða var almennur söngur. Sóknar- presturinn sr. Bolli Gústafsson stjórnaði samkomunni. Fundinum lauk á sunnudag. Þá var méssa í Grenivíkur- kirkju. Sr. Þórir Stephensen á Sauðárkróki prédikaði, en sr. Bolli Gústafsson og sr. Sigurð- ur Guðmundsson þjónuðu fyi’ir altari. Almenn altarisganga var í messunni. Að messu lokinni voru fundarslit í hófi, er sóknar nefnd Grenivíkursóknar hélt fundarmönnufn. Á sunnudags- kvöld var kirkjukvöld í Sval- bárðskirkju. Stjórn Æ.S.K.H. skipa: Sr. Pétur Sigurgeirsson form., sr. Þórir Stephensen ritari, sr. Sig- urður Guðmundsson gjaldkeri og meðstjórnendur Sigurður Sigurðsson oð Guðmundur Garðar Arthúrsson Akureyri. Fundurinn samþykkti m. a. eftirfarandi tillögur: 1. Aðalf. ÆSK samþ., að þar sem stór hópur barna hefur þegar dvalið í Sumarbúðunum við Vestmannsvatn og æskilegt er, að áhugi þeirra fyrir sumar- búðunum haldið áfi'am, þá vinni félagsmenn á hverjum stað eftir því sem aðstæður leyfa að því að þau komi saman til fundar að loknu sumri — og gæti það orðið byrjun að vina- sveitum sumarbúðanna. 2. Aðalf. ÆSK vill hvetja til þess, að upp verði tekinn í út- varpinu æskulýðsþáttur á veg- um kirkjunnar — og að í vænt- anlegu sjónvarpi verði séð fyrir trúarlegu sjónvarpsefni fyrir æskulýðinn. Verði þetta í hönd- um væntanlegs blaðafulltrúa kirkjunnar. 3. Aðalf. ÆSK beinir þeim til mælum til stjórnarinnar, og æskulýðsfulltrúa, að athugaðir verði möguleikar á að koma á fót bréfaskóla fyrir börn, sem eru ekki í sunnudagaskóla. (Fréttatilkynning frá Æsku- lýðssambandi kirkjunnar í Hóla stifti til Dags, Akureyri). FRÁ BÆJARSTJÖRN Fiskvinnslustöð Valtýs Þor- steinssonar. Hinn 1. júlí er bókað í Hafn- arnefnd: Tekið var fyrir erindi Valtýs Þorsteinssonar útgerðarmanns, sem bókað var á fundi hafnar- nefndar 14. fyi'ra mánaðar, lið- ur 2. Með tilvísun til bókunar skipulagsnefndar í dag, varð- andi skipulag á byggingareitum noi'ðan Togarabx-yggju leggur hafnarnefnd til að Valtý Þor- steinssyni verði leigð lóð til fisk vinnslu syðst á þessum bygg- ingareit frá fyrirhuguðum hafn arbakka norðan Togarabryggju að Hjalteyrargötu. Lóðin vei'ði 75 metra breið ca. 140 metrar að lengd, eða ca. 10.500 ferm. að flatarmáli. Forgarðslína vegna bygginga sunnan og austan 10 m. Gert verði ráð fyrir bifreiðastæðum á lóðinni samkvæmt reglum skipulagsins. Lóðarleiga verði kr. 6.00 á ferm. Lóðarleigan verði hóð end urskoðun á heilum og hálfum áratug. Ca. 2500 ferm. af fyrirhugaði'i lóð verða ekki nýtanlegir fyrr en fyllt hefur verið upp norðan Togarabryggju og yrði þá lóðar leiga af þeim hluta ekki reikn- uð. Uppdrættir og kostnaðaráætl un af dráttarbrautinni. Borizt höfðu uppdrættir og kostnaðaráætlun af dráttar- brautinni ásamt tilheyrandi hafnarbakka, dags. 14. júní sl. Tekið er fram, að skoða beri áætlunina og uppdrættina, sem frumáætlun. Þá fylgir ennfremur með tímaplan, sem sýnir hvernig Vita- og hafnarmálastjórn hugs ar sér að framkvæmdum yrði hagað. - NÝ MJÓLKURSTÖÐ Á ÞÓRSHÖFN (Framhald af blaðsíðu 1) unnar í rafoi'kumálum og stuðla að raforkuframkvæmdum. í sumar hefui' verið unnið að fýrsta áfanga í samveitu um Núpasveit, Axarfjörð og Keldu hverfi. Og í haust mun Leir- hafnarkerfi að líkindum vei'ða tengt við þá samveltu. Þessi fyrsti áfangi samveitunnar er orðinn a. m. k. ári á eftir áætl- un og enn veit mikill hluti sveitaheimila í sýslunni ekki, hvers vænta má um úrlausn á þessu sviði. Norður-Þingeying- ar, sem samveiturafmagn hafa, eða fá nú á næstunni, fá raf- magn frá díselrafstöðvum ríkis rafveitnanna á Þórshöfn og Raufarhöfn. En Dettifoss verður trúlega óbeizlaður fyrst um sinn. Vel má að orka þaðan verði send suður yfir fjall er stundir líða. Esja fór hér framhjá í nótt í síðustu ferð sinni. Um framhald strandferða hér um slóðir hafa enn engar fréttir borizt. G. Kostnaðaráætlun byggingar- hluta dráttarbrautar er kr. 11.200.000.00 og kostnaður við járnþilsbakka noi'ðan dráttar- brautar er kr. 6.300.000.00 eða samtals kr. 17.500.000.00. Umferðaleikvöliur. f fundargerð bæjarráðs 4. ágúst segir: Tekin var fyrir fundargerð leikvallanefndar, dags. 20. maí sl. sem vísað var til bæjarráðs. Varðandi 1. lið fundai'gerðar- innar um umferðai'leikvöll lýs- ir bæjari'áð yfir áhuga sínum á því máli, en óskar eftir tillögum um staðsetningu slíks vallar og greinargerð um kostnað við byggingu hans, áður en tekin verður fullnaðarákvörðun um framkvæmdina. Annar og þriðji liður fundar- gerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar. Árni Valur Viggósson cg Tryggvi Pálsson. Frá Rafveitustjórn: Erindi um löggildingu til vinnu við lágspennuvirki á orku veitusvæði Rafveitu Akureyrar. Ámi Valur Viggósson, raf- virki, Hrafnagilssti'æti 37, sækir um löggildingu með bréfi dag- settu 7. þ. m. Með umsókninni fylgja öll tilskilin gögn. Verk- stæði hans er í húsinu Hrafna- gilsstræti 37. Tryggvi Pálsson, rafvirkja- meistari, Ásvegi 15, sækir um löggildingu .með bx'éfi 12. maí sl. Með umsókninni fylgja öll tilskilin gögn. Verkstæði hans verður við Tryggvabraut. Samþykkt var að veita þess- um tveimur mönnum löggild- ingu. Kirkja í Glerárhverfi. Frá skipulagsnegnd 8. ágúst: Nefndin vísar ei'indi sóknar- presta Akureyrar varðandi stað setningu fyrirhugaðrar kirkju í Glerárhverfi til Teiknistofu skipulagsins. Staðseíning búpeningshúsa. í tilefni erindis Fegrunarfé- lagsins ræddi nefndin ítarlega um skepnuhald í bænum. Telur nefndin eðlilegt, að stefnt vei'ði að því að takmarka og síðar banna skepnuhald í lög sagnarumdæmi bæjarins, en nú þegar verði hafizt handa um að fjarlægja gripahús inni í bæn- um s. s. á Oddeyri í nágrenni kjötvinnslustöðvarinnar og upp með Glerá. Með tilliti til fi'amanritaðs leggur nefndin til, að á meðan skepnuhald verður leyft, verði þeim, sem fjarlægja þurfa gripa hús sín, gefinn kostur á að reisa gripahús á tilteknu svæði í aust anverðri Breiðamýi'i, austan miðskurðarins austan að Mið- húsaklöppum. Felur nefndin Ágústi Berg, arkitekt að gera tillöguuppdrátt af skipulagi gripahúsahverfis þarna. Gert verði ráð fyrir vegí inn á svæð- ið á ruðningum austan mið- skurðarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.